Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 1

Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  110. tölublað  106. árgangur  HEIMA ER STAÐUR FYRIR ÁST Á VISSAN HÁTT Í LEIT AÐ UPPRUNANUM SÉRBLAÐ UM HEIMILI SÝNING KATRÍNAR 30 Graffarar fá nú frítt spil og geta skapað sína eig- in veröld í litum og myndum á vegg sem komið hefur verið upp við nýbyggingarsvæði við Laugaveginn í Reykjavík. Listamennirnir sem þarna voru að störfum í gær kölluðu verkið sitt Allra veðra von og verður hver að ráða í þá nafn- gift eftir sínu höfði. Það er líka eðli og inntak listanna að fá fólk til þess að hugsa og velta mál- unum fyrir sér í nýju samhengi og skálda í skörðin eins og við á hverju sinni. Raunar má segja að miðborgin í Reykjavík sé öll yfir sumartímann stór iðandi pottur alls kon- ar stefna og strauma í listum og menningu þar sem ýmsir viðburðir og sjálfsprottin götulist eru áberandi. Má þar nefna atburði á Listahátíð í Reykjavík sem nú stendur fyrir dyrum. Stærsta listaverkið er þó auðvitað iðandi mannlífið þar sem fólk mætir til að sýna sig og sjá aðra og taka þannig þátt í að móta borgarlífið, sem er í sí- felldri þróun þar sem gætir ólíkra áhrifa úr öll- um áttum. Listin dafnar í miðborginni og mannlífið er iðandi og áhugavert Morgunblaðið/Eggert Ný veröld lita og mynd sköpuð við Laugaveg Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun á næstu dögum gefa út formlega vantraustsyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ), eftir að ASÍ neitaði að taka niður auglýs- ingu um kaupmáttaraukningu. „Ég get fullyrt að ég mun lýsa yfir vantrausti á forsetann – eftir höfðinu dansa limirnir og hann er forseti ASÍ. Ég hef lýst yfir vantrausti á hann áð- ur en mun gera það með formlegum hætti á næstu dögum, öðruhvorum megin við helgina,“ segir Ragnar Þór í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sendi tölvupóst á félags- menn ASÍ í vikunni þar sem hann óskaði eftir því að auglýsing á face- booksíðu ASÍ yrði tekin niður, ann- ars myndi hann ásamt öðrum for- mönnum aðilarfélaga ASÍ lýsa yfir vantrausti á forsetann. Hann segir að VR muni benda á það eftir helgi hvað kaupmáttarvísitalan kemur rangt fram í myndbandinu en annars er hann ósáttur við að skautað sé framhjá efnahagshruninu í tímalínu ASÍ. „Það er alveg skautað framhjá því að hér varð hrun og þúsundir misstu aleiguna og tugir þúsunda misstu heimilið og enduðu á leigu- markaði sem er drifinn áfram af stjórnlausri græðgi.“ Spurður hvort nauðsynlegt sé að nefna hrunið sér- staklega þegar fjallað er um töluleg- ur upplýsingar um kaupmátt segir hann svo vera. „Að sjálfsögðu verður maður að gera það. Það er alveg sama með kaupmáttinn. Við getum leikið okkur með alls kyns tölur og leikið okkur að því að setja fram með- altöl en slíkri framsetningu fylgir ákveðin ábyrgð eins og að halda því fram að hér sé fordæmalaus kaup- máttur.“ Aðspurður segist hann hafa verið í sambandi við formenn annarra aðildarfélaga. „Það eina sem ég get sagt er að það ætla fleiri að vera með,“ segir Ragnar. Vill vantraust á Gylfa  Formaður VR mun lýsa formlega yfir vantrausti á forseta ASÍ á næstu dögum  Ósáttur við framsetningu kaupmáttar Morgunblaðið/Hari VR Ragnar er ósáttur við auglýs- ingu ASÍ um kaupmáttaraukningu.  Brýnt er að ís- lenskir bændur nýti ræktunar- land sitt betur og fóðri gripi sína sem mest á heimafengnu fóðri. Þetta segir Jóhann Nikulás- son, bóndi í Aust- ur-Landeyjum. „Sú staðreynd að nú um stundir er rösklega helm- ingur hérlendrar mjólkurfram- leiðslu framleiddur einvörðungu með innfluttu kjarnfóðri, sem á uppruna sinn á ökrum bænda í fjar- lægum löndum, getur fyrr eða síðar grafið mjög undan þeim velvilja og stuðningi sem greinin nýtur í sam- félaginu,“ segir Jóhann. Mikilvægt sé að þetta breytist og þar geti nýj- ar áherslur í stuðningskerfi mjólk- urframleiðslu gegnt lykilhlutverki. Fjallað er um staðhætti og mann- líf í Landeyjum í Rangárþingi eystra í Morgunblaðinu í dag. »14 Bændur nýti heima- fengið fóður meira Jóhann Nikulásson  Um 5% verð- lækkun varð á minkaskinnum á maíuppboði upp- boðshússins Kop- enhagen Fur þar sem íslenskir loð- dýrabændur selja afurðir búa sinna. „Vonir voru bundnar við að þetta myndi snúast við á þessu ári, en svo virðist sem umframbirgðir síðustu ára séu meiri en menn töldu í upphafi,“ seg- ir Einar E. Einarsson, minkabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og formaður Sambands íslenskra loð- dýrabænda. »4 Verð minkaskinna lækkar enn frekar Minkur Minkaskinn hefur verið vinsælt. að prútta á staðnum en eigendur hlutanna geti endurverðlagt þá eða sett afslátt á allan básinn. Það séu því í raun viðskiptavinirnir sem stýri verðlaginu. »10 „Það er umhverfisvænt og mikil- vægt fyrir Móður jörð að nýta hluti í stað þess að henda og kaupa nýtt,“ segir Guðríður Gunnlaugsdóttir, einn fjögurra eigenda Barnalopp- unnar, sem opnuð verður á laugar- daginn í Skeifunni 11d. Fyrirmynd- ina að starfseminni fékk Guðríður í Danmörku þegar hún bjó þar. Mikil hefð er fyrir því í Danmörku að versla á loppumörkuðum eða flóa- mörkuðum. Guðríður segir að mörg- um hugnist ekki að selja vörur á net- inu en með tilkomu Barnaloppunnar geti fólk leigt sér bása, komið vör- unni fyrir og verðlagt hana en salan sé í höndum Barnaloppunnar. Hún segir að seljendur geti fylgst raf- rænt með því hvernig salan gengur og ef hægt gengur að selja séu líkur á að verðið sé of hátt. Ekki sé hægt Barnavörur endur- nýttar í Skeifunni  Barnaloppan er nýjung á markaði Morgunblaðið/Eggert Úrval Allt tilbúið fyrir opnunina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.