Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Allar almennar
bílaviðgerðir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hluta af þeirri atburðarás sem nú á
sér stað í gosinu í Kilauea-eldstöð-
inni á Havaí svipar til þess sem
gerðist í eldgosinu í Holuhrauni, en
það stóð frá ágúst 2014 fram í febr-
úar árið eftir. Þetta er mat Páls Ein-
arssonar jarðeðlisfræðings. Gosið í
Kilauea hefur staðið yfir frá 1983 en
raunar hafa verið eldsumbrot á
Havaí mjög lengi. „Atburðarásin á
Havaí nú er flókin og lærdómsrík,“
sagði Páll í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Öflugur jarðskjálfti
Ferlið á Kyrrahafseyjunum hófst
30. apríl með því að kvika tók að
leita eftir sprungusveim eldstöðvar-
innar út frá eldstöðinni sem hefur
verið virkust síðustu áratugi, gígn-
um Puu O-o. Í honum var virk
hrauntjörn og undir honum kviku-
geymir. Þegar kvikan leitaði burt
þornaði tjörnin og gígurinn hrundi
saman. Þessu fylgdi talsverð
sprengivirkni og öskufall. Kvikan
ferðaðist eftir sprungusveimnum
um 15 km leið og tók að brjóta sér
leið til yfirborðs og þar hófst rólegt
hraungos inni í íbúðarhverfinu Leil-
ani Estates. Þar hafa opnast 14
stuttar sprungur og upp úr þeim
vellur hraunið.
Sveimurinn gliðnaði svo í sundur
vegna kvikuinnskotsins og auka-
þrýstingurinn sem þetta olli gerði
suðurhlíðar eldfjallsins óstöðugar.
Hluti fjallsins skreið fram um hálfan
metra í stórum skjálfta, 6,9 að
stærð, síðastliðið föstudagskvöld,
öflugasta skjálfta á Havaí síðan
1975. Þessar hreyfingar hafa síðan
leitt til þrýstingsbreytinga í öllu
kvikukerfi Kilauea-eldfjallsins.
Kvika í sprungusveim
„Öskjusvæði þess hefur sigið og
þar hefur annar stór gígur, Hale-
maumau, hrunið saman. Því hafa
fylgt sprengingar og öskufall. At-
burðarásin er því enn í fullum gangi
og ekki víst hvaða stefnu hún tekur.
Það er einkum sprengivirknin sem
kemur á óvart. Hraungos eru tíð á
Havaí,“ sagði Páll Einarsson.
Eldgosið á Havaí hefur þegar
eyðilagt 36 hús og um 2.000 manns
hafa flúið heimili sín. Að því leyti má
jafna þessum hamförum við Vest-
mannaeyjagosið árið 1973. Hlið-
stæðan við Holuhraun og Bárðar-
bungu af sjónarhóli jarðfræðinnar
er aftur á móti sú að kvikan leitar
eftir sprungusveim og hrun verður á
upprunastað hennar. Á Havaí ferð-
aðist kvikan sem fyrr segir um 15
km eftir sprungusveimnum áður en
hún kom á yfirborðið, í Bárðar-
bungukerfinu ferðaðist hún 48 km
áður en gos hófst í Holuhrauni.
„Jarðvísindamenn á Íslandi hafa
lengi fylgst með Kilaue og um-
brotum þar. Reynslan og þekking
þaðan gátu oft gefið okkur svör í
Holuhraunsgosinu,“ segir Páll.
Endurtekning á Havaí
Eldgosum á eyjum Kyrrahafs svipar til umbrota í Bárðar-
bungu og Holuhrauni Íslenskir vísindamenn fylgjast með
AFP
Havaí Kraftur í Kilauea í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Holuhraun Elfurin rennur fram.
Undirbúningur hvalveiðivertíðar er nú hafinn og á mið-
vikudaginn var Hvalur 8 dreginn upp í dráttarbrautina í
Slippnum í Reykjavík. Starfsmenn Stálsmiðjunnar
Framtaks eru nú að yfirfara bátinn og innan tíðar verður
Hvalur 9 svo tekinn upp í brautina. Fyrir vertíðina þarf
að þvo, mála, yfirfara skrúfu, stýri og annað svo bátarnir
verði sjóklárir. Því á að vera lokið um mánaðamótin, en
vertíðin hefst sunnudaginn 10. júní og löng hefð er fyrir
því að hvalbátarnir fari á miðin á þeim degi vikunnar.
Hvalur 8 er sjötíu ára gamalt skip, en í góðu ástandi,
enda hafa þessir bátar fengið gott viðhald í tímans rás.
Þeir eru knúnir gufuvélum, sem gerir þá afar hljóðláta á
hafi úti, sem þykir mikilvægt þannig að bráðin styggist
ekki.
Veiðikvótinn í ár er 161 langreyður og er hann sam-
kvæmt viðmiðum og ráðleggingum sem Hafrannsókna-
stofnun hefur gefið út. Að auki hefur Hvalur hf. heimild
til að nýta 20% af ónýttum kvóta frá fyrri tíð. Veiðarnar
voru síðast stundaðar árið 2015 en þá voru veidd og unn-
in alls 155 dýr og það ár komu 150 manns að veiðum,
vinnslu og öðru sem þeim fylgdi. Við hvalveiðarnar nú
verður sérstaklega horft til þess að nýta langreyðarkjöt í
járnríkt fæðubótarefni fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi.
Ljóst er þó að veiðarnar nú verða umdeildar eins og jafn-
an áður. Koma þar til bæði sjónarmið verndarsinna og
eins fólks í ferðaþjónustu, sem telur veiðarnar fæla frá
og skaða ímynd Íslands þannig að ferðamenn forðist
landið. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Slippurinn Hvalur 8 í dráttarbrautinni og að ýmsu þarf að dytta og lagfæra. Fjær er Breiðafjarðarferjan Baldur.
Hvalbátarnir gerðir sjóklárir
Hvalur 8 og 9 í yfirferð Annað skipið er 70 ára gamalt
Veiðar hefjast 10. júní Kvóti ársins er 161 langreyður
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Óttari Guðjónssyni, íbúa í Heiðar-
gerði í Reykjavík, brá heldur í brún
síðdegis í gær þegar við honum
blasti skilti um lokun götunnar
vegna framkvæmda sem hefjast í
dag. Óttar er ósáttur við stuttan
frest sem gefinn er til þess að fjar-
lægja bíla vegna fræsingar á göt-
unni.
„Klukkan fjögur [í gær] var sett
upp skilti sem á stóð að vegna vinnu
við malbiksviðgerðir þyrftu íbúar að
vera búnir að fjarlægja alla bíla af
götunni klukkan átta um morguninn
daginn eftir. Þeir bílar sem eigendur
ekki færðu í burtu yrðu fjarlægðir og
geymdir í Vöku,“ segir Óttar og
bendir á að margir taki sér langa frí-
helgi í kjölfar frídags á fimmtudegi.
Hann segir að engin tilkynning um
að fjarlægja bíla af götunni hafi bor-
ist fyrr en klukkan fjögur í gær,
uppstigningardag.
„Það gæti komið upp skrýtin staða
hjá fólki sem kemur heim úr fríi á
sunnudag og ætlar á heimilisbílnum í
vinnu á mánudag. Það gæti gripið í
tómt þar sem bíllinn væri kominn í
Vöku,“ segir Óttar.
Málið verður skoðað
Ámundi V. Brynjólfsson, skrif-
stofustjóri framkvæmda og viðhalds
hjá Reykjavíkurborg, segir alveg
klárt að venjan sé sú að veita viðráð-
anlegan tíma til þess að fjarlægja
bíla af götum sem vinna þarf við.
Hann þekki ekki af hverju lengri
frestur var ekki veittur vegna fræs-
ingar í Heiðargerði en það verði
hans fyrsta verk í dag að skoða málið
og unnið verði að því að íbúar verði
ekki fyrir vandræðum vegna of
stutts fyrirvara. Hann segir að það
komi jafnvel til greina að fresta
framkvæmdum ef þurfa þykir.
Ósáttur við stutt-
an frest til þess
að fjarlægja bíla
Fyrsta tilkynning í gær Allt gert til
þess að forða íbúum frá vandræðum
Rauða spjaldið Skiltið var fyrst
sett upp um fjögurleytið í gær.
Hiti á landinu í gær fór hæst í 13,7
stig á Bakkafirði. Fátítt er að hlýj-
ast verði á landinu einmitt þar, en
hér veldur að austur með landinu
hafa með SA-átt borist hlýir vindar
úr suðri. Þeir strukust í gær með
austurströndinni, svo hlýtt var þar
yfir miðjan daginn. Andstæðurnar
á landinu voru hins vegar mjög
skarpar, því klukkan 15 í gær var
aðeins eins stigs hiti í Bolungarvík
og gekk á með slydduéljum.
„Núna vokir yfir landinu djúp og
hægfara lægð. Loftþrýstingur hef-
ur nú mælst lægri en verið hefur í
maímánuði síðastliðin þrjú ár. Loft-
þrýstingur er aldrei hærri en í maí
og lægðir fátíðari en á öðrum árs-
tíma, en slíku getur fylgt að sólar-
laust sé og dumbungur eins og við
höfum séð síðustu sólarhringa,“
segir Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur. Um helgina segir hann
að búast megi við fremur hægu og
aðgerðalitlu veðri, en þó sé spáð
rigningu um austanvert landið á
sunnudag. Sólar sé helst að vænta
við Eyjafjörð. sbs@mbl.is
Lágþrýstingi og aðgerðalitlu veðri spáð