Morgunblaðið - 11.05.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er allt þyngra fyrir fæti en
menn áttu von á. Vonir voru
bundnar við að þróunin myndi snú-
ast við á þessu ári. Kaupendur
tóku til dæmis skinnin hratt til sín
eftir marsuppboðið. En þegar á
reynir eru þeir ekki tilbúnir að
kaupa. Skinnin lækka áfram í verði
í erlendri mynt,“ segir Einar E.
Einarsson, minkabóndi á Syðra-
Skörðugili í Skagafirði og formað-
ur Sambands íslenskra loðdýra-
bænda.
Um 5% verðlækkun varð á maí-
uppboði uppboðshússins Kopen-
hagen Fur en þar selja íslenskir
loðdýrabændur afurðir búa sinna.
Þá var salan dræm því aðeins um
80% framboðinna skinna seldust.
Menn voru uggandi í upphafi upp-
boðsins því ekkert hreyfðist en að-
eins rættist úr þegar á leið.
Enn umframbirgðir
á markaði
Á vef uppboðshússins eru þær
skýringar gefnar að enn séu um-
frambirgðir á helstu markaðssvæð-
um, ekki síst Kínamarkaði, vegna
offramleiðslu síðustu ára.
„Birgðir hafa augljóslega verið
meiri og meiri framleiðsla verið í
pípunum en markaðsfólkið taldi. Í
kringum árið 2010 var heimsfram-
boð af minkaskinnum um 50 millj-
ónir og fór yfir 80 milljónir skinna
á fjórum eða fimm árum. Það hefur
valdið meiri uppsöfnun en menn
töldu,“ segir Einar. Talið er að
heimsframleiðslan sé aftur komin
niður í um 50 milljónir skinna, eða
nálægt jafnvægi, en birgðirnar
valda enn vandræðum.
„Ástandið er orðið mjög alvar-
legt í þessum rekstri. Ef fram
heldur sem horfir verður þetta
þriðja árið sem skinnaverðið er
verulega undir framleiðslukostn-
aði. Eins og útlitið er nú verður
þetta ár sýnu verst,“ segir Einar
um áhrifin á rekstur minkabúanna.
Hann segir að það hafi ekki gerst
undanfarin tuttugu ár, að minnsta
kosti, að þrjú léleg ár hafi komið í
röð.
Minkabændur nutu góðs af góð-
æri á heimsmarkaði fyrir minka-
skinn á árunum 2008 til 2013. Þeir
notuðu fjármagnið til að fjárfesta
og afganginn til að reka búin og
lifa þegar harðna fór á dalnum. Sá
tími er löngu liðinn og fjárhags-
staðan orðin erfið. Við lágt verð
bætist hátt gengi íslensku krón-
unnar sem veldur því að bændur fá
minna verð fyrir skinnin en þeir
hefðu gert í eðlilegu ástandi.
Nokkrir bændur hættu sl. haust.
„Það er farið að verða mjög þungt
hljóðið í þeim bændum sem eru í
þessu í dag. Þeir sjá ekki hvernig
þeir geti troðið marvaðann áfram,“
segir Einar.
Geta enn keypt
Jákvæðu punktarnir eru þeir að
íslensku skinnin koma vel út í sam-
anburðinum við skinn frá helstu
samanburðarlöndum á uppboðum.
Tvö uppboð af fimm eru eftir, í
júní og september. Danska upp-
boðshúsið bendir á það í frétt á vef
sínum að viðskiptavinirnir hafi ver-
ið að fresta innkaupum sínum sem
mest og þeir hafi ennþá tækifæri
til að kaupa skinn á þeim upp-
boðum sem eftir eru.
Útlit fyrir versta árið í minkaræktinni
Verð á minkaskinnum lækkar á heimsmarkaði þótt sérfræðingar hafi spáð umskiptum Staðan
orðin alvarleg hjá framleiðendum Vonast var til þess að þróunin myndi snúast við á þessu ári
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gæði Kaupandi kannar gæði minkaskinna í danska uppboðshúsinu Kopenhagen Fur. Íslensku skinnin koma vel út.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Þetta gekk ótrúlega vel. Það mættu um 200 börn og 150
fullorðnir í göngu á Úlfarsfell í gærmorgun til stuðnings
ENG-samtökunum (e. Empower Nepali Girls), sem hafa
það markmið að mennta fátækar ungar Nepalstúlkur og
koma þannig í veg fyrir að þær lendi í mansali,“ segir
Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari, sem fór fyrir fjall-
göngumönnunum á Úlfarsfelli.
Hún segir að margir hafi verið að takast á við sína
fyrstu áskorun á fjalli og stemningin hafi verið falleg.
„Það má segja að kærleikurinn hafi svifið yfir vötnum
og margir stoltir þegar þeir náðu á toppinn þar sem þeir
fengu verðlaunapening,“ segir Vilborg
„Ég var bara aðstoðarmaður, en þær Guðrún Ragna
Hreinsdóttir og Guðrún Harpa Bjarnadóttir eru í for-
svari fyrir viðburðinum. Það veitir vellíðan að takast á
við sjálfan sig og sérstaklega í hópi með öðrum. Ég er
viss um að það voru margir brosandi langt fram eftir
degi í gær,“ segir Vilborg.
Eins og í alvörufjallaferðum voru settar upp grunn-
búðir á planinu við Úlfarsfell þar sem boðið var upp á
kaffi og hægt að kaupa nepalskan varning. Vilborg segir
að veðrið hafi verið gott en hellidemba komið þegar öft-
ustu göngumennirnir komust á toppinn.
„Það lét enginn dembuna á sig fá og við erum stolt af
öllum sem tóku þátt í þessu með okkur.“
Vilborg, sem er þakklát fyrir það fé sem safnaðist,
segir að hún hafi farið með Guðrúnu Hörpu og Guðrúnu
Rögnu til Nepals í haust og heimsótt ENG-samtökin og
hitt stelpurnar sem samtökin mennta.
„Það var ótrúlega gefandi og mögnuð lífsreynsla og
við getum nú fylgst með lífi stelpnanna í gegnum Face-
book,“ segir Vilborg og bætir við að allir geti gengið á
fjöll, líka þeir lofthræddu.
Morgunblaðið/Eggert
Fjallgöngumenn Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari fór fyrir hópi barna og fullorðinna á Úlfarsfellið í gærmorg-
un. Göngumenn létu smádembu ekki hafa áhrif á góða skapið og tóku börnin stolt við verðlaunapeningi.
Falleg stemning í fjáröfl-
unargöngu á Úlfarsfelli
Verðlaunapeningur á toppnum Allir geta gengið á fjöll
„Það er að mínu mati ekki komin
marktæk reynsla á þetta. Sumir vita
ekki einu sinni að sektir hafi verið
hækkaðar jafnmikið og raun ber
vitni,“ segir Runólfur Ólafsson, for-
maður FÍB, um hækkun sekta vegna
umferðarlagabrota. Í grein Morgun-
blaðsins í gær kom fram að lögreglan
hefði ekki orðið vör við neina breyt-
ingu á hegðun ökumanna eftir að
sektir hækkuðu talsvert um nýliðin
mánaðamót. Nú eru sektir allt frá
20.000 krónum, fyrir akstur án ör-
yggisbeltis, til 320.000 króna fyrir al-
varlegustu umferðarlagabrot.
Runólfur segir ýmsu ábótavant í
kynningu stjórnvalda á hækkun
sekta og töluverður fjöldi fólks viti
ekki af hækkununum. „Kynningin á
þessu mætti vera miklu ríkulegri
auk þess sem ég
hef ástæðu til að
ætla að fjöldi
fólks hafi ekki
enn fengið spurn-
ir af þessu,“ segir
Runólfur, en bæt-
ir þó við að hann
sé fremur hlynnt-
ur hækkun sekta
vegna umferðar-
lagabrota.
„Félagið hefur ekki mótað sér
neina stefnu í þessum málum ennþá,
en persónulega geri ég engar alvar-
legar athugasemdir við þessar
breytingar. Markmiðið með þessu er
auðvitað að auka öryggi á hættuleg-
asta vettvangi nútímans; umferð-
inni,“ segir Runólfur.
Fjöldi ökumanna
veit ekki af hækkun
Kynningin mætti vera talsvert betri
Runólfur Ólafsson