Morgunblaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 Helga Mogensen Kristin Sigfríður Garðarsdóttir Vagg og velta Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég og konan mín erum í miklum vandræðum því dóttir okkar fær hvergi leikskólapláss í Reykjavík,“ segir ungur faðir í samtali við Morg- unblaðið, en hann kýs að koma fram nafnlaust. Maðurinn segir þau hjón- in mjög reið yfir „falsfréttum“ um leikskólamál Reykjavíkurborgar og vísar til gamalla og nýrra loforða meirihluta borgarstjórnar um næg leikskólapláss, sem höfð hafa verið eftir fulltrúum hans í fjölmiðlum. Sóttu um mánuði eftir fæðingu „Dóttir okkar verður 18 mánaða í haust og okkur bjóðast engin úr- ræði. Við höfum reynt allt,“ segir hann og bætir við að fjölmargir aðrir séu í svipaðri stöðu. Hann segir þau hjónin hafa byrjað að sækja um leikskólapláss fyrir dóttur sína mánuði eftir að hún fæddist. Þau búi miðsvæðis í Reykjavík og sóttu um á nokkrum leikskólum borgarinnar í nágrenn- inu. „Svo eftir að í ljós kom að við fengjum ekki pláss á leikskóla fyrir hana í allri borginni reyndum við að sækja um hjá einkareknum leik- skólum, en þar er líka allt fullt. Það er hvergi pláss hjá dagmæðrum heldur og búið er að afleggja „ömm- ustyrkinn“ sem fólk gat fengið fyrir að sjá um barnabörnin.“ Fátt um svör vegna loforða Í samskiptum sínum við leik- skólastjóra segist maðurinn alls staðar hafa fengið sama svarið. Á biðlista leikskólans séu yfir 50 börn og ekki standi til að taka börn fædd á árinu 2017 inn í haust. Segja þeir ekki útlit fyrir að dóttir hans fái leik- skólapláss fyrr en haustið 2019. Þá spurði maðurinn um viðbótarbygg- ingar sem meirihluti borgarstjórnar lofaði til að fjölga leikskólaplássum í haust. Fátt hafi verið um svör hjá leikskólastjórunum við spurning- unni. „Einn þeirra sagði mér þó að enn ætti eftir að teikna þessi hús, fara í grenndarkynningu og byggja þau áður en hún gæti tekið við fleiri börnum eða ungbörnum.“ Hjónin ungu eru að koma sér upp heimili og keyptu íbúð í Reykjavík árið 2016, sem maðurinn segir þau nú sjá eftir að hafa gert og séu að horfa til annarra sveitarfélaga þar sem „hlutirnir ganga upp“. Varasjóðurinn uppurinn „Við þurfum á launum okkar beggja að halda til að standa undir húsnæðiskaupunum ásamt rekstri heimilisins. Fæðingarorlofssjóður brúaði fyrstu níu mánuðina eftir að stelpan fæddist eða þar til í desem- ber sl. Síðan þá höfum við þurft að reiða okkur á eina framfærslu. Við áttum sjóð í upphafi árs til að mæta óvæntum áföllum sem kláraðist nú í apríl og við þurftum að taka lán til að láta enda ná saman um síðustu mán- aðamót. Ef ekkert breytist verðum við að reyna að taka lán út á fast- eignina okkar, en við höfum áhyggj- ur af greiðslumatinu þar sem við er- um bara með eina framfærslu.“ Foreldrar reiðir vegna „falsfrétta“ af ástandinu  Fá ekki leikskólapláss í Reykjavík fyrr en haustið 2019  Ung hjón reyndu allt  Íhuga að flytja úr sveitarfélaginu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vandamál Það getur reynst erfitt að fá leikskólapláss í Reykjavík. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðarbæjar, og Kjartan Már Kjartansson, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, sendu í gær frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem gerðar eru athugasemdir við framsetningu Samtaka at- vinnulífsins (SA) á fjárhags- stöðu 12 stærstu sveitarfélag- anna. „Það vekur athygli að þegar rekstrarframmistaða er skoðuð er stuðst við fjóra mælikvarða af níu sem tengj- ast skuldum beint. Af eðlileg- um ástæðum raðast þau sveit- arfélög best í þeim samanburði sem skulda minnst og fá þar af leiðandi hæstu stigin. Eins og stigagjöfin er vegur það nokkuð þungt og því spurt hvort það sé rétt nálgun þegar er verið að skoða rekstrarframmistöðu í dag að skuldir for- tíðar vegi svo þungt?“ segir í tilkynningunni. Benda þeir á að ef sveitarfélögunum er raðað upp án skuldatengdu mælikvarðanna breytist röð þeirra. Í hreinum rekstrarsamburði er Reykjanesbær í efsta sæti og Hafnarfjörður í því sjöunda. „Þau sveitarfélög sem skulda lítið skora mjög hátt í þessum skuldatengdu mælikvörðum,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, við Morgunblaðið. „Þegar þú endurraðar þessu og lítur bara á reksturinn færðu allt aðra mynd en þetta gefur til kynna. Þetta segir ekk- ert til um hver rekstrarstjórnunin er í dag.“ Hann bætir við að rekstrarstaða Hafnarfjarðar sé góð um þessar mundir þrátt fyrir lélaga ein- kunn vegna skulda í samanburði SA. „Ég tel að staða Hafnarfjarðarbæjar sé nokkuð góð rekstr- arlega og við erum að skila tæpum 15% af veltu- fé sem hlutfalli af tekjum og um 1.300 milljónum í tekjuafgang á árinu 2017.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir sam- tökin hafa lagt gríðarmikla vinnu í greiningu á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. „Það er frábært að það hafi tekist að koma umræðu um fjármál sveitarfélaganna í forgrunn í aðdraganda sveit- arstjórnarkosninga og það er gott að heyra að sveitarstjórnarmenn um allt land eru að vakna til lífsins,“ segir Halldór og bætir við að það sé mikilvægt að hafa í huga að verið sé að skoða sveitarfélögin sjálf yfir langt tímabil en ekki ein- staka bæjarstjórnir. Hann segir mikilvægt að skoða skuldastöðu sveitarfélaganna til að fá heildarmynd. „Við megum aldrei gleyma því að skuldir sveitarfélaganna eru á endanum á ábyrgð íbúa sem munu greiða þær og rekstur sveitarfélaga getur verið í járnum ef þau eru of skuldsett. Skuldir í dag eru ávísun á aukna skattheimtu og lakari þjónustu í framtíð.“ Bæjarstjórar ósáttir við framsetningu SA  Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjaness segja of mikla áherslu á skuldir Morgunblaðið/Hanna Hafnarfjörður Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir SA hafa lagt of mikla áherslu á skuldir bæjarfélagsins. Haraldur L. Haraldsson Greining SA á fjármálum sveitarfélaganna » Akranes, Seltjarnes og Garðabær fengu flest stig. » Öll þrjú lítið skuldsett með sterka eigin- fjárstöðu. » Reykjanes, Reykjavík og Hafnarfjörður fengu fæst stig. » Skuldastaða sveitarfélaganna þriggja lék þar stórt hlutverk. Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykjavík- urborgar, segir að það verði haft samband við íbúa í hverfinu áður en farið verði í framkvæmdir við bygg- ingu íbúða á Sjómannaskólareitnum. Sóknarnefnd Háteigskirkju hefur gefið út að hún sé alfarið á móti íbúðauppbyggingu á svæðinu eftir að breytingar á aðalskipulagi voru tilkynntar. „Það er búið að gera breytingu á aðalskipulagi svo hægt sé að gera breytingar á deiluskipu- lagi sem heimilar slíka uppbyggingu þannig að þetta er fyrsta skref í löngu ferli og í því ferli verður auð- vitað skoðað heildstætt þetta svæði og með tilliti til áhrifa á umhverfið og menningarminjar. Það verður haft samband við Minjastofnun Ís- lands og örugglega Borgarsögu- safn,“ segir Hjálmar. Hann segir að lóðin hjá Stýrimannaskólanum sé ein af fjölmörgum lóðum sem ákveð- ið hafi verið að skoða til uppbygg- ingar í borginni. „Ríki og borg gerðu samning um að það færu nokkrar ríkislóðir í húsnæðisuppbyggingu því bæði ríki og borg eru sammála um að það þurfi að gera stórátak í þeim málum,“ segir hann. Morgunblaðið/Ómar Stýrimannaskólinn Borgaryfirvöld íhuga að byggja íbúðir á lóðinni. Íbúar fá að tjá sig um reitinn Meðal kosningaloforða Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði er að endur- byggja Suðurbæjarlaugina í bænum. „Það er uppsöfnuð viðhaldsþörf í Suðurbæjarlauginni, sem er eina úti- laugin í Hafnarfirði og mjög vinsæl,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. „Það þarf miklar endurbætur til að gera aðstöðuna enn skemmtilegri og betri þannig að við sáum fram á að það væri tilvalið tækifæri að byrja á næsta kjörtímabili að láta endur- hanna laugina og útisvæðið.“ Hún segir möguleika á að stækka úti- svæðið. Aðspurð segir hún eftir að áætla kostnað við framkvæmdirnar en ráðist yrði í greiningu á næsta kjörtímabili í samræmi við hug- myndavinnu. mhj@mbl.is Vilja endurbyggja Suður- bæjarlaug í Hafnarfirði  Möguleiki að stækka útisvæðið Ljósmynd/Hafnarfjörður Sund Suðurbæjarlaugin í Hafnar- firði hefur lengi verið vinsæl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.