Morgunblaðið - 11.05.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 11.05.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 Amino bitar Í 30 g pokanumer passlegur skammur af próteini (26,4 g í poka). Inniheldur 88%prótei og engin aukaefni. 88% prótein 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldle a hollt og gott snakk Andrés Magnússon, fjölmiðlarýn-ir Viðskiptablaðsins, fjallar í nýjasta pistli sínum um dularfullt leynisamkomulag sem Ríkis- útvarpið gerði við Guðmund Spartakus Ómars- son í framhaldi af umfjöllun Rúv. um hann. Tilefnið er að Guðmundur Sparta- kus hafði farið í mál við Sigmund Erni Rúnarsson vegna umfjöllunar um hann á Hringbraut. Sigmundur var sýknaður í Hæsta- rétti.    Rúv. greiddi Guðmundi Sparta-kusi 2,5 milljónir króna vegna umfjöllunarinnar um hann, en í samkomulaginu mun þó hafa falist að Rúv. játaði ekki sök í málinu. Og Rúv. neitaði að upplýsa nánar um samkomulagið vegna meints trún- aðar við Guðmund Spartakus.    Samkomulagið leit illa út á sínumtíma og enn verr eftir dóm Hæstaréttar. Rúv. átti í raun tvo kosti; að standa við fréttina hafi hún verið rétt, eða draga hana til baka hafi hún verið röng. En Rúv. valdi þriðja kostinn, sem ekki var með réttu fær, gerði leyni- samkomulag og greiddi bætur.    Fjölmiðlarýnirinn segir aðábyrgð stjórnenda Rúv. hljóti að koma til tals í þessu og segir svo: „Um þátt þeirra í málinu er þó flest á huldu enn. Ætli Ríkisútvarpið áfram að sveipa sig þagnarhjúpi mun það þó aðeins gera illt verra og gera inngrip ráðuneytisins (og síðar Alþingis) óhjákvæmileg. – Svo óvenjuleg fjárútlát kalla á skýr- ingar hjá hvaða fyrirtæki sem væri og þær eiga beint og milliliðalaust erindi við eigendurna, almenning.“    Ljóst er að málinu er ekki lokið. Andrés Magnússon Leynimakk Ríkisútvarpsins STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.5., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 7 rigning Nuuk -5 snjókoma Þórshöfn 8 léttskýjað Ósló 24 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 15 alskýjað Brussel 14 skúrir Dublin 13 skýjað Glasgow 12 skýjað London 15 skýjað París 16 heiðskírt Amsterdam 12 skýjað Hamborg 15 þoka Berlín 25 skúrir Vín 23 skýjað Moskva 14 heiðskírt Algarve 19 heiðskírt Madríd 22 léttskýjað Barcelona 19 skýjað Mallorca 19 alskýjað Róm 20 þrumuveður Aþena 20 þrumuveður Winnipeg 7 léttskýjað Montreal 18 alskýjað New York 17 þoka Chicago 18 alskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:26 22:24 ÍSAFJÖRÐUR 4:08 22:51 SIGLUFJÖRÐUR 3:51 22:34 DJÚPIVOGUR 3:50 21:59 „Þetta er nokkuð sem menn hafa lát- ið sig dreyma um að verði að veru- leika einn daginn,“ segir Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, í samtali við Morgun- blaðið og vísar til verkefnis sem Al- coa, ríkisstjórn Kanada, Rio Tinto og Apple standa að baki. Verkefnið snýr að því að losna alfarið við út- blástur gróðurhúsalofttegunda í ál- framleiðslu. Fram kemur í tilkynn- ingu sem Alcoa sendi frá sér að stórt skref hafi verið stigið í ferlinu og stefnt sé að því að verkefninu ljúki og sala á tækninni hefjist árið 2024. Bjarni Már segir að langt sé síðan menn hófu rannsóknir sem miðuðu að því að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda við álframleiðslu. „Það eru tugir ára síðan menn byrjuðu að reyna að finna leiðir til að minnka eða losna alfarið við mengun í fram- leiðslu áls. Það væri auðvitað frá- bært ef það yrði einhvern tímann hægt að framleiða ál með endurnýj- anlegum orkugjöfum,“ segir Bjarni Már sem telur þó að enn sé langt þar til slík tækni muni standa til boða hérlendis. „Þetta getur auðvitað gjörbreytt framleiðslunni en það er enn talsverður tími þar til þetta kemur til Íslands.“ aronthordur@mbl.is Gæti valdið straumhvörfum  Stefnt að álframleiðslu án gróðurhúsalofttegunda  Tæknin í sölu á næstu árum Morgunblaðið/Ómar Álver Rio Tinto er í Straumsvík. Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dótturdóttur sinni á átta mánaða tímabili í fyrra. Var stúlkan þá níu ára gömul. Meint brot áttu sér stað frá jan- úar til ágúst á síðasta ári og eru þau sögð hafa farið fram á heimili mannsins. Eru brotin talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Nær 194. greinin til nauðgunar og 202. greinin til kynferðisbrota og kynferðislegrar áreitni gegn börn- um. Varða slík brot allt að 16 ára fangelsi. Fyrir hönd dóttur sinnar fara foreldrar stúlkunnar fram á tvær milljónir króna í miskabætur. Málið hefur verið þingfest fyrir héraðsdómi og var það gert í síð- ustu viku. Ákærður fyrir barnaníð  Sagður hafa brot- ið á barnabarni sínu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.