Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Sparneytnir sportjeppar
Renault Captur, verð frá: 2.750.000 kr.
Renault Kadjar, verð frá: 3.550.000 kr.
Renault Koleos, verð frá: 5.490.000 kr.
KADJAR, KOLEOS & CAPTUR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
8
0
8
4
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Icelandic Open – Íslandsmótið í
skák fer fram dagana 1.-9. júní nk.
Teflt verður Valsheimilinu á Hlíð-
arenda í Reykjavík. Þetta verður
jafnframt minningarmót um fjöl-
miðlamanninn, skemmtikraftinn,
Valsmanninn og skákáhugamann-
inn Hermann Gunnarsson.
Mótið í ár verður með sama fyrir-
komulagi og Íslandsmótið 2013 sem
var jafnframt 100 ára afmælismót
Skákþings Íslands. Þá sigraði
Hannes Hlífar Stefánsson eftir að
hafa lagt Björn Þorfinnsson að velli
í úrslitaeinvígi. Björn krækti sér
hins vegar í stórmeistaraáfanga á
mótinu.
Mótið er opið öllum íslenskum
sem og erlendum skákmönnum.
Tefldar verða 10 umferðir. Aðeins
Íslendingar geta orðið Íslands-
meistarar. Mótið er jafnframt Ís-
landsmót kvenna og Unglinga-
meistaramót Íslands (u22).
Icelandic Open – Íslandsmótið
2013 þótti takast með fádæmum vel
og því verður sama fyrirkomulag
nú, segir Gunnar Björnsson, forseti
Skáksambands Íslands. Mótið var
haldið í Turninum við Borgartún á
20. hæðinni og þátttakendur voru
69 talsins.
„Mótið núna er opið fyrir alla rétt
eins og 2013. Ég á reyndar ekki von
á neinni flóðbylgju af erlendum
keppendum og væri sáttur við 5-10.
Við borgum ekki erlendum kepp-
endum neina þóknun fyrir að tefla
heldur koma þá allir á eigin veg-
um,“ segir Gunnar.
Nú þegar er 41 keppandi skráður
til leiks og þar af eru sex erlendir.
Gunnar á von á að þátttakan verði
svipuð og árið 2013, þ.e. þátttak-
endur verði einhvers staðar á milli
60 og 70.
Nú þegar eru þrír stórmeistarar
skráðir til leiks og einn stórmeist-
ari kvenna. Það eru Hannes Hlífar
Stefánsson, Bragi Þorfinnsson,
Þröstur Þórhallsson og Lenka
Ptácníková. Fimm alþjóðlegir
meistarar hafa skráð sig, tveir er-
lendir og svo Jón Viktor Gunnars-
son, sem varð Íslandsmeistari í
skák árið 2002, Björn Þorfinnsson
og Einar Hjalti Jensson.
Morgunblaðið/Eggert
Alltaf í stuði Hemmi Gunn á sviði.
Teflt til minningar
um Hemma Gunn
Íslandsmótið í skák í Valsheimilinu
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Fjölmargar íslenskar bílaleigur
leigja út bifreiðar á nagladekkjum
þrátt fyrir að frestur til þess að
skipta yfir á naglalaus dekk sé lið-
inn. Sigfús Sigfússon, framkvæmda-
stjóri og eigandi Hertz á Íslandi,
segir að í flestum tilvikum séu bif-
reiðar komnar á sumardekk fyrir
tilskilinn frest.
Fyrirtækið meti þó aðstæður á
vegum landsins ár hvert og taki í
kjölfarið ákvörðun um hvenær
skipta eigi um dekkin.
„Í ár erum við búnir að skipta um
á flestum bílum í Reykjavík. Við er-
um samt alltaf með bíla á nagla-
dekkjum til taks eitthvað lengur ef
fólk óskar eftir því og allt þar til við
teljum að það sé óhætt að vera á
sumardekkjum á öllum stöðum
landsins,“ segir Sigfús og bætir við
að aðstæður geti verið mjög mis-
munandi eftir því hvaðan Hertz leig-
ir bifreiðar sínar út.
Fer eftir færðinni hverju sinni
„Aðstæður á Ísafirði eru til dæm-
is allt öðruvísi en í borginni og yf-
irleitt eru bílarnir þar á nagladekkj-
um talsvert fram yfir þann frest
sem gefinn hefur verið. Það fer samt
auðvitað eftir færðinni hverju sinni.“
Spurður hvort fyrirtækið verði
við beiðnum fólks sem óskar eftir
því að leigja bifreiðar á nagladekkj-
um eftir að tilskilinn frestur er lið-
inn kveður hann já við. „Við gerum
það ef fólk óskar sérstaklega eftir
því til að keyra í verri færð, til dæm-
is á landsbyggðinni. Sé færð á veg-
um landsins orðin góð munum við þó
ekki verða við slíkum beiðnum,“
segir Sigfús.
Bergþór Karlsson, framkvæmda-
stjóri bílaleigunnar Hölds, tekur í
svipaðan streng og bætir við að
hann telji að það sé nauðsynlegt fyr-
ir bílaleigur að vera með lítinn hluta
bílaflotans á nagladekkjum eitthvað
fram eftir sumri.
Sektin lendir á bílaleigunni
Bergþór segir óskir stundum ber-
ast þess efnis að fá leigða bíla á
nagladekkjum í byrjun sumars og
reyni þá fyrirtækið að verða við slík-
um beiðnum. Þá segir hann bílaleig-
una hingað til ekki hafa fengið at-
hugasemdir eða sektir frá lögreglu
vegna þessa. „Við höfum ekki fengið
sekt. Hún myndi þó lenda á okkur
en ég held að þeir geri sér grein fyr-
ir því að við skiptum yfir á sum-
ardekk um leið og mögulegt er.“
Leigja út bifreiðar á
nöglum þrátt fyrir bann
Flestar bílaleigur með lítinn hluta flotans á nagladekkjum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bílafloti Lítill hluti bílaflotans hjá bílaleigum hérlendis er á nagladekkjum.
Sumardekkin undir
» Lögreglan mun byrja að
sekta þá ökumenn sem enn
keyra um á nöglum frá og með
15. maí næstkomandi.
» Sekt fyrir hvert neglt dekk
hefur verið hækkuð og nemur
nú 20 þúsund krónum.