Morgunblaðið - 11.05.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari
Leður verð 149.000,-
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég kynntist Barnaloppunni í Dan-
mörku og heillaðist af hugmynda-
fræðinni,“ segir Guðríður Gunn-
laugsdóttir, framkvæmdastjóri og
einn af fjórum eigendum Barna-
loppunnar, sem verður opnuð í
Skeifunni 11D á laugardaginn.
Guðríður, sem bjó í sjö ár í Dan-
mörku, kynntist vel flóamarkaða-
menningu Dana sem þeir kalla
loppumarkaði. „Ég kynntist Barna-
loppunni rétt áður en ég flutti heim
til Íslands í desember sl. en það
voru tvær mæður sem opnuðu
markað þar sem bæði var hægt að
kaupa og selja notaða barnavöru.
Það er ekki fyrir alla að standa og
selja vörur en í Barnaloppumark-
aðnum sjáum við alfarið um söl-
una,“ segir Guðríður og bætir við að
seljendur leigi sér bása í húsnæði
Barnaloppunnar. Básarnir eru
metri á lengd og 1,8 metrar á hæð.
Lágmarksleigutími er ein vika, sem
kostar 5.990 kr., en hægt er að
leigja bás til lengri tíma og allt upp
í ár. Allt sem snýr að barnavörum
er hægt að selja í Barnaloppunni;
föt, leikföng, barnavagna, bílstóla
o.fl.
Rafrænt eftirlit með sölunni
„Við sjáum um að selja vörurnar
og þeir sem vilja fá bás panta hann
á netinu. Þeir verðleggja og merkja
söluvöruna að heiman í gegnum
kerfið okkar, loppubokun.is, og
koma svo með vörurnar til okkar
annaðhvort rétt fyrir lokun daginn
áður en þeir taka básinn á leigu eða
klukkan 10 sama dag,“ segir Guð-
ríður og bætir við að seljendur geti
fylgst með því rafrænt hvernig sala
á hlutum þeirra gengur.
„Verðlagning er alfarið í höndum
eigenda vörunnar en við veitum góð
ráð og ráðleggjum fólki að setja
frekar lægra verð þar sem ekki er
hægt að prútta um vöruna á staðn-
um. Ef varan selst ekki eru allar
líkur á að hún sé of dýr og þá er
hægt að setja afslátt á básinn eða
endurverðleggja vöruna. Það má
segja að viðskiptavinurinn ráði
verðlagningunni, “ segir Guðríður.
Hún segir margt ávinnast með
markaði eins og Barnaloppunni.
„Þetta er umhverfisvænt og mik-
ilvægt fyrir Móður jörð að nýta
hluti í stað þess að henda og kaupa
nýtt. Það segir kannski eitthvað að
Sorpa deildi á Facebook bókunum
um bása hjá Barnaloppunni. Það
eru margir sem ekki nenna að selja
í gegnum sölusíður með því áreiti
sem þeim fylgir og það er ekki á
mörgum stöðum sem hægt er að
selja og kaupa vöru á sama stað,“
segir Guðríður og bætir við að
Barnaloppan leggi sitt af mörkum
til umhverfismála; verði með um-
hverfisvæna poka fyrir viðskiptavini
og vandi sig í allri flokkun á rusli.
„Fyrir þjónustuna greiðir selj-
andi 15% af sölunni auk þess að
leigja bás. Erlendis eru tekin allt að
50% í sölulaun. Við reynum að
halda öllum kostnaði í lágmarki og
byrjum á opnunartilboði þar sem
hægt er að kaupa tvær flíkur á
verði einnar.
Barnaloppan fær fljúgandi start.
Við erum í mjög góðu húsnæði með
207 bása og það eru einungis 20
básar lausir daginn áður en við opn-
um markaðinn,“ segir Guðríður
bjartsýn á framhaldið.
Barnaloppan er í eigu Guðríðar
og eiginmanns hennar, Andra Jóns-
sonar, og vinafólks þeirra sem bú-
sett er á Ítalíu, Emils Hallfreðs-
sonar og Ásu Regins.
Loppumarkaðurinn verður opinn
alla daga frá 11 til 18 og um helgar
frá 11 til 17.
Umhverfisvæn „barnaloppa“ opnuð
Hugmyndin kemur frá Danmörku Umhverfisvænt að endurnýta barnavörur Kaup og sala á
sama stað Hægt að leigja eins metra bás í eina viku eða fleiri Viðskiptavinurinn ræður verðinu
Morgunblaðið/Eggert
Endurnýting Seljendur koma vörum sínum fyrir í húsnæði Barnaloppunnar sem sér um að koma vörunum til nýrra eigenda á sanngjörnu verði.
Umhverfisvænt Guðríður Gunnlaugsdóttir, einn eigenda Barnaloppunnar.
Félag kennara og stjórnenda í tón-
listarskólum (FT) skrifaði undir
samkomulag um breytingar og
framlengingu á kjarasamningi við
Samband íslenskra sveitarfélaga,
með fyrirvara um samþykki félags-
manna. Samningurinn gildir út
mars 2019.
Samningurinn verður kynntur
félagsmönnum í næstu viku og í
framhaldinu fer fram allsherjar-
atkvæðagreiðsla meðal félags-
manna um samninginn. Niðurstaða
þarf að liggja fyrir 28. maí.
„Samninganefnd félagsins er
ánægð með framvindu þeirrar
vinnu samningsaðila sem staðið
hefur yfir síðastliðið ár,“ segir í til-
kynningu frá Félagi kennara og
stjórnenda í tónlistarskólum.
Tónlistarkennarar skrifa undir samning