Morgunblaðið - 11.05.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt verk-
lýsingu vegna breytinga á aðal-
skipulagi Reykjavíkur fyrir KR-
svæðið í Vesturbæ Reykjavíkur.
Þar með er tekið fyrsta skrefið að
uppbyggingu á svæðinu við Frosta-
skjól í samræmi við viljayfirlýsingu
borgarinnar og KR frá nóvember
2017.
Frekari uppbygging á íþrótta- og
tómstundastarfi KR stendur fyrir
dyrum á svæði félagsins. Frum-
kvæðið kemur frá KR en stjórn-
endur þess telja að tími sé kominn
til að hefja uppbyggingu þar. KR
eignaðist landið árið 1939. Frum-
teikningar af mögulegri uppbygg-
ingu hafa þegar verið kynntar og
ræddar á íbúafundum í hverfinu.
Ekki hefur verið tekið ákvörðun
um samsetningu byggingarmagns-
ins né endanlegt magn þess, en það
verður metið í aðalskipulagsferlinu,
þar sem áhrif uppbyggingar verða
metin á umferðarsköpun og núver-
andi kjarna innan hverfisins, auk
umhverfisáhrifa sem skoðuð verða í
deiliskipulagi, segir í verklýsing-
unni.
Stefnt er að því að á svæðinu
verði blanda íbúða, atvinnustarf-
semi, samfélagsþjónustu auk al-
mennrar verslunar og þjónustu.
Í frumtillögum var gert ráð fyrir
um 32 þúsund fermetra aukningu á
byggingamagni þar sem heildar-
aukning á aðstöðu KR nemur allt
að 12.000 fermetrum og 4.200 sæt-
um í stúkum umhverfis aðalleik-
vang. Tæpir 10.000 fermetrar
verða til fyrir litlar íbúðir og um
10.000 fermetrar undir þjónustu.
Arkitektarnir Páll Gunnlaugsson
og Bjarni Snæbjörnsson hafa unnið
verkefnið með KR.
Umsagnar- og samráðsaðilar
vegna aðalskipulagsbreytingar
verða a.m.k. eftirtaldir: Hverfisráð
Vesturbæjar, Íbúasamtök Vestur-
bæjar, svæðisskipulagsnefnd höf-
uðborgarsvæðisins, nágrannasveit-
arfélög, skóla- og frístundaráð/svið,
Knattspyrnufélagið - Íþróttafélagið
KR og Skipulagsstofnun.
Lokaafgreiðsla í haust
Lokaafgreiðsla tillögu að lokinni
auglýsingu er áætluð í september-
október 2018. Hún verður aðgengi-
leg á vef borgarinnar.
„Fáist aðalskipulagi breytt og
nýtt deiliskipulag verður samþykkt
er gert ráð fyrir því að gengið
verði frá formlegum samningi milli
Reykjavíkurborgar og KR um
framkvæmdir þar sem fram komi
áætlaður stofnkostnaður mann-
virkja KR, forgangsröðun þeirra og
frekari útfærsla, virðisauki vegna
aukins byggingarréttar, tímaáætl-
un verkefnisins og leigusamningur
við Reykjavíkurborg á viðkomandi
mannvirkjum vegna hverfistengdr-
ar þjónustu,“ segir í bókun meiri-
hlutaflokkanna í borgarráði.
Frostaskjól Samkvæmt frumhugmyndum mun svæði KR líta svona út í framtíðinni.
Fyrsta skrefið í átt
að breyttu KR-svæði
Borgarráð samþykkir verklýsingu fyrir KR-inga í Vesturbæ
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar
innihurðir frá Grauthoff.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Margar gerðir
af innihurðum
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
JAKKI
Dökkblár og svartur S-XXL
10.990,-
Glæsilegur
fatnaður
á allar konur
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, flutti opnunarerindi á fundi
sem Amerísk-íslenska viðskiptaráð-
ið í Bandaríkjunum og aðalræðis-
skrifstofa Íslands í New York stóðu
fyrir í gær og fjallar um framtíð ís-
lenskunnar. Fundurinn er haldinn í
tilefni 100 ára fullveldis Íslands.
Í erindi sínu fjallaði Guðni um
stöðu íslenskunnar og hvaða ógnum
hún stæði frammi fyrir á tækniöld.
Sagðist hann ekki taka undir þá
skoðun sem stundum heyrðist að
framtíð íslenskunnar væri svört og
fátt gæti komið í veg fyrir að hún viki
úr vegi fyrir enskunni, eina tungu-
málinu sem raunverulega gerði til-
kall til þess að teljast alheims-
tungumál.
Sagði hann að það væri mjög
nauðsynlegt að koma íslenskunni að
í flestum gerðum tæknibúnaðar.
Máli sínu til stuðnings tók hann far-
síma úr vasa sínum og beindi orðum
sínum að honum: „Segðu mér, Sig-
ríður?“ og benti á að síminn brygðist
ekki við slíkri fyrirspurn. Öðru máli
gegndi þegar orðum væri beint að
tækjabúnaði og spurt á ensku. Þá
væri hægt að fá svör við ýmsum
spurningum. Þessu þyrfti að breyta
og gera fólki kleift að nýta tæknina
með íslenskuna á vörum sér í stað
ensku.
„Við þurfum að koma íslenskunni
inn í farsímana, bílana, ísskápana og
brauðristarnar,“ sagði Guðni og
hlaut jákvæð viðbrögð fundargesta
við þeirri áeggjan.
Fleira þarf að koma til
Hann benti þó á að það væri ekki
aðeins undir tækniframförum komið
hvernig íslenskunni reiddi af. Það
væri einnig undir Íslendingum sjálf-
um komið sem þyrftu að halda við
þeirri hefð að móta ný orð um hlut-
ina, leggja áherslu á að vanda ís-
lenskukennslu og gera hana að-
gengilega þeim sem vildu læra
íslensku sem sitt annað tungumál.
Þá þyrftu Íslendingar að sýna að-
fluttu fólki umburðarlyndi og skiln-
ing þegar það fetaði sig áfram eftir
hálum brautum málfræði, orðaforða
og framburðar. Á sama tíma ættu Ís-
lendingar að taka tökuorðum vel
sem féllu vel að íslenskunni, það ætti
meðal annars við um orðið að
„gúgla“. Þá ættu Íslendingar að
halda vöku sinni fyrir áhrifum er-
lendra tungumála í tengslum við
aukinn ferðamannastraum til lands-
ins. Þá sagði Guðni einnig að ef ís-
lenskan glataðist væri það ekki að-
eins missir fyrir Ísland og Íslend-
inga heldur aðrar þjóðir um leið.
Allir munu tapa ef
íslenskan glatast