Morgunblaðið - 11.05.2018, Qupperneq 12
Þriggja stiga kennsluaðferð
„Kennslan er á þremur stigum
og byggist á því að barn fái aukinn
stuðning og fleiri tækifæri til þess
að æfa sig, stig af stigi. Kennslan
fer eins fram á öllum stigum, fyrst
er færnin skilgreind, síðan er sýni-
kennsla þar sem kennarinn leikur
færnina, þá er farið í hlutverkaleik
og börnunum gefið tækifæri til
þess að æfa sig með kennaranum
og loks fá þau umsögn og hrós. Ef
barn sýnir rétta færni þá hrósar
kennarinn því. Ef barn sýnir hins
vegar ekki rétta hegðun þá leið-
réttir kennarinn og gefur því strax
annað tækifæri til þess að æfa sig.
Fyrsta stigið er hópkennsla í um
það bil korter til tuttugu mínútur,
en eftir kennsluna er hlutverk
kennarans að setja upp átta að-
stæður fyrir hvert barn til þess að
æfa sig í færni. Þetta er gert á
tveimur til þremur dögum og ár-
angurinn skráður niður.
Börn sem sýna færni í 80% til-
vika teljast hafa náð góðum ár-
angri, en þau sem eru undir þeim
viðmiðum fara á annað stig þar
sem kennt er í minni hóp. Ef þau
eru enn undir 80% viðmiðunar-
mörkunum fá þau einstaklings-
kennslu.“
Bára Fanney segir að margt
af því sem hún hafi verið að kenna
sé vissulega engin nýlunda fyrir
leikskólakennara, aðferðin sé ein-
ungis öðruvísi og ætlað að vera
markvissari en áður hefur tíðkast.
Skráning á færni og framförum
barnanna sé því afar mikilvæg.
Niðurstöðurnar lofa góðu
„Við ákváðum að leggja
áherslu á sex æfingar; að kenna
börnunum að svara nafni á viðeig-
andi hátt, fara eftir einföldum fyr-
irmælum og síðan aðeins flóknari,
segja nafn kennarans bara einu
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Leikskólabörn eru býsnamisjafnlega á vegi stöddhvað félagsfærni áhrærirog því eru þeim efalítið
misþung fyrstu skrefin inn í grunn-
skólana. Enda mikil viðbrigði að
setjast á skólabekk með um tutt-
ugu öðrum nemendum og hafa að-
eins einn kennara í stað margra í
leikskólanum. En lífið er ekki bara
leikur og efalítið finna fyrsta árs
grunnskólanemendur að til þeirra
eru smám saman gerðar auknar
kröfur í leik og starfi.
Þá kemur sér vel að hafa feng-
ið þjálfun í félagsfærni, líkt og
Bára Fanney Hálfdanardóttir,
meistaranemi í sálfræði við Háskól-
ann í Reykjavík, hefur sinnt í vetur
í tengslum við útskriftarverkefni
sitt og í samvinnu við leikskóla-
kennarana í Sjálands leikskóla í
Garðabæ.
Heillaðist af hugmyndinni
„Verkefnið nefnist Grunn-
skólafærni: Markviss kennsla í leik-
skóla, og byggist á svokallaðri
PLS, eða Preschool Life Skills,
kennsluaðferð sem hefur verið
prófuð í Bandaríkjunum á börnum
með og án greiningar í meira en
áratug og reynst árangursrík til að
draga úr hegðunarvanda og auka
líkurnar á félagsfærni. Fyrir rúmu
ári benti leiðbeinandi minn, Berg-
lind Sveinbjörnsdóttir, mér á að
lesa grein um aðferðafræðina, sem
hún hafði mikinn
áhuga á að yfirfæra
hér á Íslandi. Ég
heillaðist af hug-
myndinni og hóf
strax að undirbúa
rannsókn í tengslum
við lokaverkefnið.
Fyrsta skrefið var
að senda rafræna
könnun til leik- og
grunnskólakennara með spurn-
ingum um hegðunarvanda og mik-
ilvæga grunnskólafærni, en könn-
unina vann ég með Dagnýju
Hermannsdóttur, Bsc-nema í sál-
fræði.“
Samkvæmt könnuninni voru
hagnýt samskipti og hæfni
barnanna til að fara eftir fyrir-
mælum meðal þeirra þátta sem
kennurum þóttu hvað mikilvæg-
astir að börnin næðu tökum á áður
en þau hefja nám í grunnskóla.
„Niðurstöðurnar úr könnuninni
voru síðan nýttar þegar við vorum
að þýða PLS á íslensku, en aðal-
markmiðið rannsóknarinnar var að
innleiða PLS með þriggja stiga
kennsluaðferð í leikskóla á höfuð-
borgarsvæðinu. Sjálfa rannsóknina
vann ég síðan í ein-
staklega góðu sam-
starfi við kennara í
Sjálands leikskóla,
en hún náði til átta
barna á aldrinum
fjögurra til fimm
ára,“ segir Bára
Fanney.
Reyndar fékk
annar jafnstór hópur
þar á bæ sömu kennslu, en hann
var ekki hluti af rannsóknarverk-
efninu og er enn í gangi. Bára
Fanney segir að hlutverk kenn-
arans hafi verið að setja upp að-
stæður fyrir börnin yfir skóladag-
inn til þess að gefa þeim tækifæri
til að æfa sig í færni en sjálf hafi
hún mætt tvisvar í viku í leikskól-
ann til að sjá um kennsluna.
Þjálfun í félagsfærni
gott veganesti í skóla
Grunnurinn að félagslegri velgengni og góðum námsárangri skólagönguna á enda
kann að vera lagður í leikskólanum. Meistaraverkefni Báru Fanneyjar Hálfdanar-
dóttur í sálfræði við Háskólann í Reykjavík hverfist um markvissa kennslu í félags-
færni í leikskólum samkvæmt nokkuð þekktri bandarískri kennsluaðferð.
Morgunblaðið/Ómar
„Eftir kennsluna
er hlutverk kenn-
arans að setja upp
átta aðstæður fyrir
hvert barn til þess
að æfa sig í færni.“
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is
Það er löng hefð á mínu heimili að
horfa á Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva, en það er kannski
tilvikið á mörgum íslenskum heim-
ilum. Ef ég er alveg heiðarlegur þá
er áhugi minn á keppninni hugsan-
lega nokkuð meiri en það sem tíðk-
ast meðal flestra. Hvers vegna veit
ég ekki, en maður hefur verið sokk-
inn í þetta á hverju ári.
Fyrir nokkru var ég viðstaddur
einskonar spurningakeppni og
spurt var fyrir hverjum Selma tap-
aði árið 1999. Það svaraði enginn.
Spyrillinn sagði það væri ekkert
furðulegt því það veit enginn hver
þetta er. Hneykslaður á vanþekk-
ingunni stóðst ég ekki freistinguna
og hrópaði úr sal: „Charlotte Nils-
son!“ Já svona gagnlausar upplýs-
ingar virðast viðhaldast í heilanum
með óútskýranlegum hætti.
Það þykir vissulega ekki „kúl“
að fylgjast grannt með keppn-
inni sem fáir segjast hafa áhuga
á en allir horfa á. Það geta ver-
ið ýmsar skýringar á því.
Kannski eru það lög sem
gefa fólki kjánahroll eins
og framlag Króatíu í ár
þar sem annars ágætis
söngkona hreyfði sig
eins og vélmenni með
hroll, eða hallærisleg
sigurlög eins og „Rock
me“ frá Júgóslavíu sem
sigraði 1989, en lagið var
álíka rokkað og biðstofan á
heilsugæslunni.
Eðlilega hef ég reynt að
vekja áhuga á keppninni
hjá dóttur minni. „Nú er júróvisjon-
kvöld og við ætlum að halda með ís-
lenska stráknum,“ sagði ég og
reyndi hvað ég gat að gera þetta
spennandi.
Ekki var mikill áhugi fyrir þessu
fyrr en þessi þriggja ára snót upp-
götvaði kjólanna sem kynnarnir
voru í.
„Pabbi, ég ætla að fá mér svona
kjól þegar ég verð fullorðin,“ sagði
hún. Stelpan sat síðan kyrr með
galopinn munninn og starði á
hvert lag á fætur öðru. Sér-
staka lukku vakti þó „skrýtna
konan“ frá Ísrael.
Eftir því sem leið á keppn-
ina spurði sú stutta hver
þessi Gísli Marteinn
væri. Snöggur fletti ég
honum upp í símanum.
„Þetta er Gísli Mar-
teinn.“ Hún hló og
sagði „Nei pabbi.
Þetta ert þú.“ Við 14.
framlagið var þolin-
mæðin á þrotum og
þetta var komið gott.
„Pabbi. Hvenær kemur
Kúst og fæjó?“
»Svona gagnlausarupplýsingar virðast
viðhaldast í heilanum með
óútskýranlegum hætti.
Heimur Gunnlaugs Snæs
Gunnlaugur Snær
Ólafsson
gso@mbl.is