Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 15

Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 15
Hrossastóð Hestarnir í þessari sveit eru sjálfsagt óteljandi, en margar jarðir í Landeyjum og raunar víðar í Rangárvallasýslu hafa verið lagðar undir slíkan búskap og þar byggðar reiðskemmur og önnur aðstaða útbúin. Akureyrarkirkja Teikning Rögn- valdar Ólafssonar arkitekts. „Rígurinn milli Austur- og Vest- ur-Landeyja var jafnan mikill,“ segir Guðlaug Björk Guðjónsdóttir á Voðmúlastöðum í Austur- Landeyjum. „Íbúar í þessum tveimur samliggjandi hreppum höfðu allt hvort í sínu lagi; skóla- hald, félagsstarf og annað og þessu fylgdu sterkar skoðanir. Það var meira að segja misjafnlega séð ef fólk sótti sér maka milli þessara sveita. Núna er þetta breytt enda erum við í einu sameinuðu og stóru sveitarfélagi.“ Guðlaug og Hlynur Snær Theó- dórsson, eiginmaður hennar, tóku við búskap á jörðinni árið 1997 af foreldrum hennar; Guðlaugi heitn- um Jónssyni og Sæbjörgu Tyrf- ingsdóttur, sem enn býr á Voð- múlastöðum. „Við eigum þrjú börn; dætur okkar tvær búa hér og önnur komin með mann og tvö börn. Mér finnst frábært að við öll getum búið hér saman, fjórar kyn- slóðir.“ Á Voðmúlastöðum er allstórt kúabú og verið með fáeinar kindur. Á vorin er því nokkuð annasamt í sveitinni. Með góðu skipulagi má þó alltaf skapa sér tíma og hefur Hlynur talsvert að gera í sambandi við tónlist og trúbadorsöng. Það er músík í manninum og íslenskir bændur eru almennt þekktir fyrir að vera fjölhæfir. Rígurinn milli hreppa var mikill VORIÐ ER ANNATÍMI Á VOÐMÚLASTÖÐUM Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitafólk Bændurnir Guðlaug Björk og Hlynur Snær með ömmu- og afa- strákinn Birki Heiðar Bjarkason. FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S „Í búskapnum hér erum við að stærstum hluta sjálfum okkur næg um fóður. Slík sjálfbærni er góð og gild út frá umhverfissjónarmiðum en hún skapar líka stöðugleika og öryggi í búrekstri. Hefur í okkar tilfelli aukið hagkvæmni rekstur búsins,“ segir Jóhann Nikulásson, bóndi í Stóru- Hildisey II í Austur-Landeyjum. Jóhann, sem er Fljótshlíðingur að uppruna, og Sigrún Hildur Ragnars- dóttir kona hans hófu búskap á Akurey í Vestur-Landeyjum árið 1991. Fluttu nokkrum árum síðar í Stóru-Hildisey, enda hentuðu byggingar þar mun betur uppbyggingaráformum sem þau voru með í huga. Fjósið var stækkað á árunum 2007-2008 og þar eru í dag alls 85 mjólkandi kýr og stór hjörð af öðrum nautpeningi. Mjólkurframleiðslan á ári er rösklega hálf milljón lítra. „Vaxandi notkun kúabænda á innfluttu kjarnfóðri er umhugsunarefni. Sú staðreynd að nú um stundir er rösklega helmingur hérlendrar mjólk- urframleiðslu framleiddur einvörðungu með innfluttu kjarnfóðri, sem á uppruna sinn á ökrum bænda í fjarlægum löndum, getur fyrr eða síðar grafið mjög undan þeim velvilja og stuðningi sem greinin nýtur í sam- félaginu. Því er afar brýnt að greinin marki sér skýra stefnu sem snúi þessari óheillaþróun við. Við eigum að nýta okkar gjöfula ræktunarland mun betur, þegar sá möguleiki er fyrir hendi að fóðrið til framleiðslunnar sé nánast allt innlent hráefni. Í þessum efnum geta breyttar áherslur í stuðningskerfi greinarinnar gegnt lykilhlutverki,“ segir Jóhann. Sótt yfir sundið Allt sem af túnunum í Stóru-Hildisey II kemur er verkað sem vothey sem fer í flatgryfjur og útistæður. Þá ræktar Jóhann á 46 hekturum bygg sem er votverkað í flatgryfjum. „Eina aðkeypta fóðrið sem ég kaupi er stein- efni og sem prótíngjafa ýmist innflutt sojamjöl eða fiskimjöl frá verk- smiðjunum í Vestmannaeyjum, sem eru hér rétt handan við sundið,“ seg- ir Jóhann. „Þegar fiskimjölið er notað sem prótíngjafi er allt fóðrið í mjólkurframleiðslunni hér á bæ innlent, ef frá eru talin fáein grömm á grip af steinefnum. Neytendur vilja sjálfbæra og innlenda framleiðslu og samkvæmt því eigum við bændur að starfa.“ Neytendur vilja sjálfbærni FÓÐRIÐ Á STÓRBÝLINU ER NÁNAST ALLT HEIMAFENGIÐ Herjólfur Höfnin í Bakkafjöru kom Landeyjunum í þjóðbraut þvera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.