Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 19

Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 Borubrattur Þessi krakki var bara nokkuð ánægður með sig þar sem hann fór um á þríhjóli sínu í miðbænum á dögunum, enda vaknar ungviðið til leiks með vorinu og lætur veður ei á sig fá. Eggert Örfáar vikur eru þar til kosið verður til sveitarstjórna hér- lendis. Skipan þeirra og málefnasamningar að þeim loknum varða miklu um þróun mála á landinu sem heild sem og á viðkomandi svæðum. Í höfuðborg- inni hafa birst óvenju mörg framboð en sums staðar úti um land hefur jafnvel grónum stjórn- málaflokkum reynst erfitt að manna lista á sínum vegum. Sitthvað af því sem fram kemur í farangri þessara framboða, ekki síst í höfuðborginni, ber vott um áherslur sem fremur snúa að Alþingi sem löggjafa en sveitarstjórnum. Annað sem snertir sveitarfélögin sérstaklega, ein og sér eða svæðisbundið, vill verða út- undan. Þar sakna ég sérstaklega stefnumarkandi umræðu um um- hverfis- og skipulagsmál sem furðu lítið ber á nú í aðdraganda kosning- anna 26. maí næstkomandi. Þó er sveitarstjórnum lögum samkvæmt ætlað mikið hlutverk í þeim efnum og valdsvið þeirra á því sviði er jafnvel meira í reynd en ríkisins. Þetta á ekki síst við um skipu- lag og staðbundna meðferð lands innan marka hvers sveitarfé- lags, jafnt í byggð sem í óbyggð. Gífurlegar áskor- anir framundan Vart fer það framhjá neinum að á sviði um- hverfismála eru fram- undan gífurlegar áskoranir, bæði al- menns efnis og einnig sértækar fyr- ir einstök landsvæði. Í liðinni viku birtist ný vísindaleg úttekt um Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi, sú þriðja frá aldamótum. Þar er spáð fyrir um breytingar í kjölfar áframhaldandi hlýnunar og rýrnunar jökla sem hafa munu við- tæk áhrif fyrir landið sem heild en líka mismunandi fyrir einstök land- svæði. Langtímahækkun sjávar- stöðu er talin óumflýjanleg víðast hvar á landinu utan Suðaustur- lands. Þetta varðar ekki síst skipu- lagsákvarðanir á höfuðborgar- svæðinu, en lítið hefur farið fyrir viðbrögðum við slíkri vá. Einnig er súrnun sjávar örari hér á norður- slóðum en sunnar og getur haft margvísleg áhrif fyrir lífríki og sjávareldi. Hlýnun loftslags um allt að 4°C á þessari öld, sem að meiri- hluta kæmi fram í hækkuðum vetr- arhita, breytir vaxtarskilyrðum gróðurs og kallar á stefnumótun sem lengi hefur vantað um meðferð íslensks gróðurríkis. Skilyrði til sjálfgræðslu ættu að batna til muna, m.a. mun þá íslenska birkið geta lagt mikið af mörkum í bind- ingu gróðurhúsalofts. Jafnhliða vex svo þörfin á virku átaki gegn ágeng- um tegundum. Ferðamannastraumurinn og skipulag Stóraukinn straumur erlendra ferðamanna til landsins knýr á um viðbrögð, þar sem ekki síst reynir á sveitarfélögin að bregðast við. Fyrir tveimur árum voru samþykkt lög nr. 20/2016 „um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum“. Á grundvelli þeirra hefur umhverfisráðherra nú lagt fram á Alþingi stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða í þessu skyni á tímabilinu 2018-2029. (479. mál þingsins). Í verkefnisstjórn sitja fulltrúar fjögurra ráðuneyta ásamt með fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Henni til ráðgjafar er svo sérstök stuðningsnefnd. Lands- áætlunin er mikið plagg sem kallar m.a. á útfærslu sveitarfélaga í skipulagi sem og stefnumótandi reglur í samvinnu við aðila í ferða- þjónustu og fjölmarga aðra. Með þessu á að bæta úr langri van- rækslu og hiki stjórnvalda við að bregðast við ferðamannastraumn- um og því mikla álagi sem hann veldur. Samtímis þessu lagði ferða- málaráðherra fram á Alþingi skýrslu um þolmörk ferðamennsku, þar sem dregin er fram núverandi takmörkuð vitneskja um þau efni. Furðu hljótt hefur verið í fjöl- miðlum um þessar tillögur sem eiga þó sannarlega erindi inn á vettvang sveitarstjórna og eru góður efnivið- ur fyrir þá að vinna úr sem kjörnir verða innan skamms. Markvissa vinnu þarf í nærumhverfinu Sú staða sem hér blasir við ef tryggja á verndun náttúru og menningarminja vegna loftslags- breytinga og ferðamannastraums reynir á viðbrögð á fjölmörgum sviðum. Þar er m.a. um að ræða fjölþættar rannsóknir, skipulags- ákvarðanir, landvörslu og fram- kvæmdir sem falli sem best að um- hverfi á hverjum stað. Aðhlynning að söfnum og rannsóknarsetrum sem víðast á landinu eru þættir sem sinna þarf af alvöru og byggja þannig upp þekkingu og kynningu svæðisbundið. Meðal annars þarf að koma til óháð ráðgjöf fyrir sveitar- stjórnir og aðra á sviði skipulags og náttúruverndar. Henni væri best komið fyrir í náttúrustofum lands- hlutanna og er eðlilegt er að ríkið leggi fram fjármagn í því skyni. Þær áskoranir sem blasa við um allan heim vegna loftslagsbreytinga, ótæks efnahagskerfis, fólksfjölg- unar og örra tæknibreytinga munu reyna mjög á mannheim allan á þessari öld. Íslenskt samfélag, ríki, sveitarfélög og fyrirtæki eiga allt sitt undir að vel takist til. Eftir Hjörleif Guttormsson »Koma þarf til óháð ráðgjöf fyrir sveitar- stjórnir og aðra á sviði skipulags og náttúru- verndar. Slíka ætti að staðsetja í náttúrustof- um landshlutanna. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Hvar eru umhverfismálin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga? Flestir dægurlagatextar eru algerlega merkingar- lausir. Textarnir eru settir saman fyrir melódíuna, í hæsta lagi að textinn verði einhvers konar lýsing á ástum karls og konu. Textinn um Sumarliða, sem var fullur, er mjög umhugsunarverður, raun- ar vekur mun fleiri spurn- ingar en hann svarar því hann svarar engu. „Ég veit allt! Ég get allt! Geri allt miklu betur en fúll á móti! Ég kann allt! Ég skil allt! Fíla allt miklu betur en fúll á móti! Smíða (þjóðar)skútu, skerpi skauta, bý til þrumu ost og grauta! Haltu kjafti!!“ Óánægja veldur ógleði í huga fólks. Ánægjuefni geta verið margvísleg. Það sem er verst með óánægjuna er að ef óánægjuefnið hverfur verður ekki ánægja. Miklu heldur að ástandið verði „fúll á móti“. Auðvitað verður ánægja alltaf eftirsóknarverð og því er nauð- synlegt að vita hvað það er, sem veldur ánægju. Það getur verið að bið eftir lyftu valdi óánægju. Hin augljósa lausn er að bæta við annarri lyftu. Það er verkfræðilegt vandamál og lausnin dýr. Lausnin kann að vera sú að setja spegil við lyftudyr. Þá hverfur óánægjan því þá hittir sá sem bíður „fúlan á móti“. Þá skiptir einnig máli hvort sá er bíður tilheyrir neikvæðum eða jákvæð- um hópi. Það er tiltölulega einfalt að átta sig á hvort tiltekinn homo sapiens tilheyrir vinstri hlið eða hægri í upp- talningu hér að neðan; Nei Já Ekki Jú Kalt Heitt Hálftómt Hálffullt Þeir, sem mynda setningar í talmáli þar sem orð úr vinstri hlið koma fram, eru í raun óánægðir án þess að ná því nokkru sinn að verða ánægðir. Þeir verða aðeins „fúll á móti“ ef óánægju- efni hverfur. Þeir, sem svo er komið fyrir, eiga að vera í stjórnarandstöðu eins og vinstriflokkum fer best og skaða minnst. Fylgi flokka Sá er þetta ritar hefur um langt skeið velt fyrir sér hví stjórnmála- flokkur, sem hefur haft Whiskey-styrkleika í fylgi, stefnir hraðfari í Port-styrkleika í fylgi. Slíkt er að sjálfsögðu með öllu óviðunandi. Stjórnmálaflokkur, sem hefur haft forgöngu um að fella niður tolla og vörugjöld af heimilis- tækjum og fatnaði, hefur ekki náð vopnum sínum. Óánægjuflokkur, sem er vanur stjórnarandstöðu, barðist mjög gegn þessum breyttu aðstæðum til bættra lífskjara. Tollar og vörugjöld voru greinilegt óánægjuefni en við hvarf þeirra varð ekki ánægja. Í versta falli varð „fúll á móti“. Fjöldafylgi Til þess að stjórnmálaflokkur nái fjöldafylgi þarf ánægjuefni. Þannig dugar lítt að tala um jákvæðan greiðslujöfnuð eða afgang á fjárlögum. Svo virðist sem sameining gegn ímynd- uðum óvini sé líkleg til fjöldafylgis. Nærtækt dæmi er stjórnmálamaður sem kaupir kröfur á þrotabú, í von um fjárhagslegan ávinning. Sá hinn sami talar um kröfuhafa sem „hrægamma“, sem hann þó tilheyrir sjálfur. Síðan tekst honum að sameina hóp að baki sér gegn þessum „hrægömmum“ og nær fjöldafylgi og heldur landsfund sem líkist trúarsamkomu. Fjöldafylgi sem er byggt á ímynduðum óvini eða óánægju hefur þó reynst fallvalt og svo verður vonandi áfram. Fjöldafylgi, sem er byggt á traustum kjósendum, er eftirsóknarvert fyrir stjórnmálaflokk, sem vill að tekið sé mark á sér. Þá þarf að stýra eftir stjörnum en ekki eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Það kann að vera að í slíkum flokki þurfi málamiðl- anir. Hvaða ávinningi skilaði það fyrir Sjálfstæðisflokkinn að standa að þings- ályktunartillögu um afturköllun aðild- arumsóknar að Evrópusambandinu? Máli sem lá í dvala! Ávinningurinn var Viðreisn! Var nú þörf á því? Ósamrýmanleg markmið Hvernig er hægt á sama tíma að berjast fyrir auknum jöfnuði og að menntun verði metin til launa? Hvernig er hægt að berjast fyrir réttlæti og jöfnuði á sama tíma og þeir sem hafa lagt á sig byrðar í fortíð fá aðeins refsingar og skerðingar í fram- tíð? Hvernig er hægt að útskýra það fyr- ir venjulegu fólki að „óverðtryggð“ lán séu með hærri ávöxtun en verðtryggð lán? Ávöxtun verðtryggðra lána er ákveðin með hlutlægum mælingum í nútíð en ávöxtun „óverðtryggðra“ lána er ákveðin með væntingum inn í fram- tíð auk varúðarálags. Eða eru „óverð- tryggð“ lán til? Ef þau eru til, hvað þá með greiðslur úr lífeyrissjóðum? Skerðast ekki bætur vegna slíks órétt- lætis sem felst í gjafvöxtum? Ánægjuefni Það á að vera markmið í stjórn- málum að skapa ánægju og von. Þann- ig á stjórnmálamaður að tala við þjóð sína með ávarpi en ekki andvarpi. Verkefni framtíðar eiga að vera ánægjuefni innan samrýmanlegra markmiða. Vissulega verða stjórn- málamenn að hafa persónutöfra til að verða trúverðugir. Ráðherrar eiga ekki að nota sína málaflokka til að bæla nið- ur óánægju, heldur til að skapa ánægju. Stytting biðlista í læknis- aðgerðir sem lina kvalir er leið til að bæla niður óánægju. Kvalinn kjósandi er aldrei ánægður kjósandi. Sá, sem hefur beðið lengi eftir aðgerð en er sinnt að lokum, verður aðeins „fúll á móti“ þegar upp er staðið. Biðraðir eru kommúnismi. Sá er þetta ritar var um tíma kjörinn fulltrúi. Á þeim tíma spurði hann sig stundum hvort áherslur í málefnum, sem Flokkurinn hafði á sinni könnu, væru réttar! Og ekki síður hvort rétta fólkið væri í framvarðarsveit. Tekið skal fram, að sá er þetta ritar tók aldr- ei þátt í umræðu um stefnuræðu for- sætisráðherra eða eldhúsdags- umræðum. Ef til vill ekki rétti maðurinn? Það kann að vera að Flokkurinn þurfi naflaskoðun því Port-styrkleika- fylgi er ekki ásættanlegt. Og verða „fúll á móti“! Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það á að vera markmið í stjórn- málum að skapa ánægju og von. Þannig á stjórn- málamaður að tala við þjóð sína með ávarpi en ekki andvarpi. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Óánægja, ánægja eða „fúll á móti“?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.