Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 20

Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 ❁ Auðveldara að þrífa penslana ❁Gufar ekki upp ❁Má margnota sama löginn ❁Notendur anda ekki að sér eiturefnum ❁ Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum ❁UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn Hágæða umhverfisvæn hreinsivara Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Ánægjulegt er að lesa í sáttmála ríkis- stjórnarinnar að hún vill treysta betur flutn- ings- og dreifikerfi raf- orku í landinu, tengja betur lykilsvæði og tryggja afhendingarör- yggi raforku um allt land. Nýverið var stofn- aður starfshópur með aðkomu allra þing- flokka til að vinna orku- stefnu fyrir Ísland og er vænst að til- laga hópsins verði lögð fram til umræðu á Alþingi í ársbyrjun 2020. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur í mörg ár bent á hversu mik- ilvægt þetta verkefni er og að hefjast skuli handa strax enda ástandið á Eyjafjarðarsvæðinu ekki boðlegt, hvorki íbúum né fyrirtækjum. Byggðalínan, sem flytur raforku milli landshluta og landsmanna, er orðin gömul og ótrygg. Elsti hluti hennar, sem liggur frá Skagafirði til Akureyr- ar, er frá árinu 1974, það eru 44 ár síðan. Endar byggðalín- unnar náðu saman árið 1984 og var hún þá orð- in tæplega 1.100 kíló- metra löng. Byggða- línan tengdi saman landshluta og var mikið framfaraskref í raf- orkumálum landsins. Hún opnaði líka fyrir möguleika á að virkja víða um land og nýta orkuna hvar sem er á landinu. Á þeim tíma sem liðinn er frá því byggðalínan var reist hefur raforkumarkaðurinn vaxið jafnt og þétt. Allir eru sammála um að hann eigi eftir vaxa enn meira á komandi árum, m.a. með innleiðingu orkuskipta. Nútímasamfélag án raf- magns er óhugsandi og samfélag framtíðarinnar mun treysta ennþá meira á það. Auglýst eftir pólitískum kjarki Flutningsgeta byggðalínunnar er takmörkuð og hefur álag á hana vaxið samfara aukinni raforkunotkun. Er nú svo komið að hún er fullnýtt. Virkjanir landsins geta framleitt meiri orku en veikt flutningskerfi takmarkar framleiðsluna með þeim afleiðingum að orka tapast, hún kemst ekki til raforkunotenda. Sam- kvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðn- aðarins um innviði á Íslandi þarf að leggja að lágmarki 55 milljarða króna í uppbyggingu kerfisins svo það geti sinnt hlutverki sínu á viðeigandi hátt. „Flutningskerfið stendur uppbygg- ingu atvinnulífs fyrir þrifum og þarf stórátak til að koma því í almennilegt horf,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, í blaðaviðtali í tilefni af útgáfu skýrsl- unnar. Í mörg ár hefur legið ljóst fyr- ir að fara þurfi í átak til styrkingu raf- orkuflutningakerfisins, sambærilegt og átti sér stað við gerð byggðalín- unnar fyrir rúmlega 40 árum. Um það eru allir sammála en lítið sem ekkert hefur þokast í þeim málum vegna þess að menn eru ekki sam- mála um hvernig það skuli gert. Póli- tískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýr- mætur tími fer til spillis því fram- kvæmdatíminn er langur. Fjárhagslegt tjón mikið Tjónum vegna rekstrarerfiðleika í raforkuflutningakerfinu hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Orku- skortur er að verða reglulegur við- burður víða um land og þá sérstak- lega á Akureyri og í Eyjafirðinum öllum. Útsláttur er algengur og þurfa íbúar og fyrirtæki að sætta sig við skerta raforku og sveiflur í raforku- flutningi. Tjón vegna þessa hleypur á hundruðum milljóna króna og fer vaxandi. Rafmagnstæki skemmast og fyrirtæki verða fyrir beinu tjóni vegna stöðvunar framleiðslu og tjóns á búnaði. Í mörgum tilfellum þurfa þau að draga úr starfsemi eða koma sér upp varaafli með dísilvélum eða olíukötlum. Samfélagslegt tjón gríðarlegt Ótrygg raforka á Eyjafjarðar- svæðinu stendur atvinnuþróun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja fyrir þrifum. Flutningsgeta byggðalín- unnar á Norðurlandi er 100 megavött sem er það sama og núverandi álag í Eyjafirði. Það er því ekkert svigrúm fyrir aukna rafmagnsnotkun og óör- yggið verður meira og meira sem árin líða. Orkuskorturinn hefur marg- vísleg neikvæð samfélagsleg áhrif. Hann hefur áhrif á alla framþróun og virkar letjandi á fólk og fyrirtæki sem hafa áhuga á að flytja til svæðisins. Í þessu ástandi er t.d. alvörurafbíla- væðing ómöguleg og útilokað er að raftengja skip í höfninni á Akureyri. Engir möguleikar eru til að ráðast í ný verkefni, stór eða smá, þar sem orkan er ekki til staðar. Afleiðing- arnar verða færri atvinnutækifæri sem leiða mun til fólksflótta frá svæð- inu. Samfélagslegt tjón verður gríð- arlegt. Hver ætlar að bera ábyrgð á því? Eyfirðingar auglýsa eftir kjarki Eftir Sigmund Einar Ófeigsson » Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur. Sigmundur Einar Ófeigsson Höfundur er framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Þegar fólk er spurt hvað knýi efnahagsbat- ann á Íslandi síðustu ár er svarið jafnan: „Ferðaþjónustan“. Gróskan í ferðaþjón- ustu er orðin styrkasta stoð íslensks efnahags- lífs, enn stærri en sjáv- arútvegur og orkusæk- inn iðnaður, og eykur á nauðsynlega fjöl- breytni atvinnulífs. Með sama hætti er mikilvægt að næg fjölbreytni sé innan ferðaþjónustunnar sjálfrar. Þegar talað er um fjölbreytni inn- an ferðaþjónustu er ekki einungis átt við margbreytilegt framboð á afþrey- ingu og þjónustu við ferðalanga. Miklu skiptir líka fjölbreytni þeirra hópa gesta sem hingað sækja. Engu að síður koma annað veifið fram gagnrýnisraddir sem reyna að gera lítið úr sumum hópum ferðafólks, rétt eins og stýrð einsleitni sé lausn- arorð til framtíðar. Hér má nefna gagnrýni á bakpokaferðalanga sem gangi eða hjóli um landið og fari sparlega með peningana sína og á farþega skemmtiferðaskipa sem séu „fyrir öðrum ferðamönnum!“. Einn besti mælikvarðinn á vel- gengni fyrirtækja er ánægja við- skiptavina, sem mæla gjarnan með þjónustu viðkomandi fyrirtækis við aðra. Sama lögmál gild- ir um ánægju við- skiptavina með áfanga- staði á borð við Ísland og íslenska ferðaþjón- ustu. Bakpokaferða- langarnir, sem landið okkar laðar til sín, eru margir hverjir efnalitlir námsmenn er að loknu námi komast í meiri áln- ir og sækja okkur aftur heim sem slíkir. Far- þegar skemmtiferða- skipa eru andstæða við fátæka bakpokaferðalanga að því leyti að þeir eru yfirleitt vel stæðir. Líkt og bakpokaferðalangarnir koma þeir gjarnan aftur til lengri dvalar á öðrum forsendum sem „hefðbundn- ari ferðamenn“. Gríðarmiklu skiptir líka gott umtal þessara ólíku hópa um landið eftir góð kynni. Gott orð- spor er viðvarandi verkefni innan ferðaþjónustunnar sem alltaf þarf að hlúa að og þar þurfum við að eiga sem flesta og fjölbreyttasta meðmæl- endur. Reynsla annarra þjóða sýnir að ferðaþjónusta getur verið afar við- kvæm fyrir ytri áhrifum. Hér heima er skemmst að minnast gossins í Eyjafjallajökli og áhrifa þess á flug- samgöngur, afbókanir og fækkun ferðamanna á þeim tíma. Alkunna er að ferðaþjónustan gæti átt undir högg að sækja ef hér yrði stórgos á næstu árum sem jafnvel hamlaði flugi til og frá landinu um lengri tíma. Í því sambandi er vert að benda á að skemmtiferðaskip eru ekki nándar nærri eins viðkvæm fyrir slíkum náttúrhamförum. Þannig hafði gosið í Eyjafjallajökli lítil sem engin áhrif á komu skemmtiferðaskipa hingað til lands. Við slíkar aðstæður getur því verið gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfu! Til fróðleiks Komur skemmtiferðaskipa skiluðu þjóðarbúinu á áttunda milljarð króna í tekjur árið 2017 og sköpuðu um 300 heilsársstörf, mörg hver á lands- byggðinni þar sem ferðaþjónustan á undir högg að sækja. Þetta gerðist þrátt fyrir að farþegar skemmti- ferðaskipa væru einungis um 6% ferðmanna hér á landi. Mikilvægi fjölbreytni í ferðaþjónustu Eftir Pétur Ólafsson Pétur Ólafsson » Gott orðspor er við- varandi verkefni innan ferðaþjónust- unnar sem alltaf þarf að hlúa að og þar þurfum við að eiga sem flesta og fjölbreyttasta meðmælendur. Höfundur er hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands og formaður Cruise Iceland. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.