Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
✝ Sigríður Ein-arsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 7. júní 1943.
Hún varð bráð-
kvödd á heimili
sínu 29. apríl 2018.
Foreldrar Sig-
ríðar voru Kristín
Pálsdóttir, f. 8.1.
1917, d. 2.5. 2006,
og Einar Baldvin
Pálsson verkfræð-
ingur, f. 29.2. 1912, d. 28.10.
2011. Bræður Sigríðar eru Páll
jarðeðlisfræðingur, f. 1947,
Baldvin verkfræðingur, f. 1950,
og Árni líffræðingur, f. 1954.
Hinn 9. október 1965 giftist
Sigríður Gunnari Sigurðssyni,
lækni, f. 17.9. 1942, hann varð
síðar yfirlæknir við Borgar-
spítalann og Landspítala og
prófessor við læknadeild Há-
skóla Íslands. Foreldrar hans
voru Ragnheiður Einarsdóttir,
f. 1900, og Sigurður Magnús-
son, f. 1901.
Börn Sigríðar og Gunnars
eru: a) Kristín Ragna, f. 1968,
rithöfundur og teiknari, maki
Gunnlaugur Torfi Stefánsson
kontrabassaleikari, f. 1967.
Dóttir Kristínar af fyrra hjóna-
í Reykjavík átta ára gömul og
stundaði nám við skólann í
meira en tíu ár. Meðal kennara
hennar þar voru Hermína S.
Kristjánsson, Árni Kristjánsson
og Jón Nordal. Sigríður innrit-
aðist í píanókennaradeild Tón-
listarskólans þegar deildin var
stofnuð 1963 og brautskráðist í
hópi fyrstu þriggja nemenda
þaðan vorið 1965. Framhalds-
nám stundaði hún við Guildhall
School of Music and Drama í
Lundúnum 1970-74. Hjónin
komu til Íslands aftur 1977 eft-
ir tveggja ára dvöl í Kaliforníu.
Sama ár hóf Sigríður kennslu
við Tónmenntaskóla Reykja-
víkur og Píanókennaradeild
Tónlistarskólans í Reykjavík.
Hún kenndi við Tónmennta-
skóla Reykjavíkur í nær þrjá
áratugi. Við píanókennaradeild
Tónlistarskólans starfaði hún
óslitið til 2003 með Halldóri
Haraldssyni. Á þeim tíma út-
skrifuðust 74 píanókennarar
frá deildinni. Sigríður hélt síð-
an áfram að kenna við Tónlist-
arskólann til 2011. Hún kenndi
nemendum heima frá 1965 til
dauðadags. Sigríður var ötull
tónlistarunnandi alla tíð og tók
m.a. þátt í kórstarfi Söngsveit-
arinnar Fílharmóníu í mörg ár.
Eftir miðjan aldur byrjaði hún
að stunda golf af miklum
áhuga.
Sigríður verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í dag,11. maí
2018, og hefst athöfnin kl. 15.
bandi er Snæfríður
Gunnarsdóttir, f.
1999. Börn Gunn-
laugs af fyrra
hjónabandi eru
Gylfi Þorsteinn, f.
1997, og Eyja Sig-
ríður, f. 2000. b)
Sigurður Bjarki, f.
1975, sellóleikari,
maki Þórunn Ósk
Marinósdóttir
víóluleikari, f.
1971. Börn þeirra eru Gunnar
Örn, f. 2005, Einar Valur, f.
2007 og Þór, f. 2011. Dóttir
Þórunnar af fyrra sambandi er
Arna Marín Thorarensen, f.
2000. c) Ragnheiður hjúkr-
unarfræðingur, f. 1977, maki
Martin Nagstrup viðskipta-
fræðingur, f. 1979. Börn þeirra
eru Astrid María, f. 2006, og
Daníel, f. 2011.
Sigríður var fædd og uppalin
í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún
stundaði nám við Melaskólann
og Gagnfræðaskóla Vestur-
bæjar og lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskólanum í Von-
arstræti. Stúdentsprófi lauk
hún frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1963. Sigríður hóf
píanónám við Tónlistarskólann
Fyrir utan það að eiga góða
foreldra þá er það eitt mesta lán
hvers manns að eiga góða eldri
systur. Sigga systir mín tók þetta
hlutverk alvarlega og var okkur
bræðrum sínum fyrirmynd, stoð
og stytta í gegnum þykkt og
þunnt. Siggu varð snemma eig-
inlegt að miðla reynslu sinni og
þekkingu til yngri bræðra,
kenndi mér til dæmis að lesa án
þess að foreldrarnir vissu af því.
Hún sýndi snemma ótvíræða
hæfileika í tónlist og var því sett í
tónlistarnám. Það þótti sjálfsagt
að við bræðurnir fylgdum eftir
þegar aldur og þroski leyfði. Það
var því oft tónlistarkliður á heim-
ilinu þegar margir þurftu að æfa
sig. Í mínu tónlistarnámi var ég
öfundaður af því að hafa píanó-
leikara á heimilinu sem var alltaf
til í að spila með mér. Á þessu
sviði var hún enginn venjulegur
meðleikari. Á löngum ferli hef ég
hitt aðeins örfáa píanóleikara
sem stóðust henni snúning í
þeirri list að leika beint af blaði.
Slíkur nótnalestur á píanó finnst
mér alltaf jaðra við töfrabrögð.
Sigga var eftirsóttur meðleikari
á tímabili, en henni féll ekki vel
hinn óhjákvæmilegi fylgifiskur,
sem sé að leika á tónleikum þar
sem athygli beindist að henni
sjálfri. Hún gerðist því tónlistar-
kennari og þar var hún í essinu
sínu. Hún var vinsæll kennari og
á löngum ferli kenndi hún fjölda
fólks að spila á píanó og þjálfaði
marga píanókennara. Í tónlistar-
uppeldinu naut ég þess auðvitað
ríkulega að Sigga var skrefinu á
undan mér og gat stutt mig og
leitt. Ég man hvað ég varð ótrú-
lega stoltur þegar hlutverkin
snerust við og hún leitaði í fyrsta
skipti til mín um aðstoð við nám-
ið. Hún átti að leysa verkefni í
hljómfræði en þar hafði ég sigið
fram úr henni. Ég man að vísu
ekki um hvað verkefnið var en til-
finninguna man ég vel.
Á uppvaxtarárum mínum voru
flestir Reykvíkingar aðkomufólk
og áttu heilu frændgarðana úti á
landsbyggðinni. Mínir foreldrar
voru svo miklir Reykvíkingar að
við þekktum nánast enga utan
Reykjavíkur. Þetta var vandamál
því öll börn urðu náttúrlega að
fara í sveit á sumrin. Okkur
systkinunum var vorkennt fyrir
þetta. Þegar Sigga komst á þann
aldur gekk því maður undir
manns hönd að finna stað þar
sem hún gæti lært bústörf eins
og önnur börn. Tengdafaðir föð-
urbróður okkar átti fjölda vina í
Hornafirði og fyrir hans tilstilli
var Sigga send til sumardvalar á
Stapa þar í sveit, hjá valinkunnu
sómafólki. Þetta var mikið gæfu-
spor. Eftir fyrsta sumarið kom
hún til baka, lífsreynd og alsæl,
þekkti öll fjölskyldutengsl í sveit-
inni og talaði hornfirsku. Við
bræðurnir fylgdum að sjálfsögðu
í fótspor hennar, og síðan hafa
verið ómetanleg vinatengsl milli
fjölskyldunnar og Stapafólksins.
Hornafjörður hefur gegnt hlut-
verki heimasveitar í huga okkar.
Ketillaugarfjall er okkar önnur
Esja.
Hið óvænta fráfall Siggu syst-
ur minnar skilur eftir stórt skarð
í fjölskyldunni. Hún stjórnaði
flestum fjölskyldusamkomum og
ræktaði tengslin milli ættkvísla
og kynslóða. Mestur er að sjálf-
sögðu missir hennar nánustu.
Þau hafa misst eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu, sem var
best allra.
Páll Einarsson
Þegar foreldrar Siggu lögðu
land undir fót fékk hún að gista
hjá okkur frændfólkinu á Sjafn-
argötu 11. Það var alltaf tilhlökk-
unarefni að fá hana í heimsókn og
við frænkurnar gátum endalaust
leikið okkur í ímyndunarheimi
barnsins. Við höfðum ekkert fyr-
ir því að stofna skóla fyrir litlu
börnin í hverfinu, opna leikhús
og ferðuðumst víða um heim.
Þetta voru gleðidagar af því að
Sigga var svo skemmtileg og
hláturmild og þrátt fyrir tveggja
ára aldursmun áttum við margt
sameiginlegt, t.d. það að vilja
endilega láta ferma okkur þrátt
fyrir lítinn fögnuð foreldranna.
Við vorum báðar óskírðar og
þegar Sigga var komin á ferm-
ingaraldur fórum við saman á
fund prestsins í Neskirkju og það
varð úr að 12 og 14 ára frænkur
urðu skírnarsystur.
Rúmum tíu árum síðar vorum
við báðar við nám í Bretlandi.
Hún með Gunnari sínum í Lond-
on og við Helga systir í Man-
chester. Okkur systur dreymdi
um að fara suður til London til að
skoða stórborgina og það varð
okkur til happs að Sigga og
Gunnar skutu yfir okkur skjóls-
húsi. Þetta voru dýrðardagar í
menningarborginni, en okkur
systrum hefur orðið það enn
minnisstæðara hvað morgun-
verðirnir með Siggu voru frá-
bærir, því þá gafst góður tími til
að spjalla saman um allt milli
himins og jarðar og rifja upp
gamla daga.
Næsta tækifæri sem mér gafst
til að gista undir sama þaki og
Sigga var á hóteli í Bretlandi síð-
astliðið haust. Við fórum í vel
heppnaða golfferð með hópi vin-
kvenna. Veðrið var einstaklega
gott og félagsskapurinn eftir því.
Þegar búið var að spila golfhring
var slakað á, skálað fyrir góðum
degi og hitað upp fyrir kvöld-
verðinn með söng og gamansög-
um. Á síðasta degi ferðarinnar
voru margar okkar farnar að
skipuleggja í huganum næstu
ferð. Ég hafði þá orð á því við
Siggu að ég mundi gjarnan vilja
hafa næstu ferð svolítið lengri, en
hún var fljót til svars og sagði að
hún mundi ekki vilja fara í lengri
ferð án Gunnars.
Því miður fékk hún ekki ráðið
þeirri för sem hún hefur nú lagt í,
en við sem þekktum Siggu og
mannkosti hennar munum sakna
hennar sárt.
Minningarnar lifa og sá góði
tími sem við áttum saman er gulli
dýrmætari.
Hugur minn er hjá skírnar-
systur minni, Gunnari manni
hennar, börnunum og fjölskyld-
um þeirra og einnig bræðrum
Siggu og fjölskyldum þeirra. Þau
hafa öll misst mikið.
Við á Sjafnargötunni þökkum
Siggu samfylgdina og vináttuna.
Edda Þórarinsdóttir.
Okkar kæra æskuvinkona Sig-
ríður Einarsdóttir er fallin frá.
Við kynntumst henni þegar við
hófum nám í menntaskóla og þau
kynni urðu fljótt að náinni og ein-
lægri vináttu. Við þrjár ásamt
Hildigunni Halldórsdóttur vor-
um bekkjarsystur og sessunaut-
ar síðustu þrjá vetur okkar í skól-
anum og þá hnýttust vináttubönd
sem hafa ríghaldið í tæp sextíu
ár. Vinkvennahópurinn frá
menntaskólaárunum er mun fjöl-
mennari og sérstaklega samheld-
inn, en við fjórar lítum á okkur
sem einskonar deild í hópnum;
„setuliðið“ með vísan til þess að
við vorum í Z-bekk. Síðastliðin
tíu ár hefur setuliðið hist í hverj-
um mánuði yfir veturinn, farið í
röska morgungöngu og síðan
sest yfir góðgæti og þá leyst lífs-
gátuna svona í framhjáhlaupi.
Tengingarnar eru af ýmsum
toga og meira að segja Hafnar-
fjörður kemur við sögu. Við
þrjár, Anna, Kristín og Sigríður,
gómuðum allar hafnfirska eigin-
menn (sem hafa reynst svona
ljómandi vel) og Hildigunnur
telst hafa gjaldgenga tengingu
því hún bjó í Firðinum sem barn.
Allar fjórar stunduðum við
kennslu sem ævistarf, ein okkar
sérkennslu, tvær stærðfræði-
kennslu og Sigríður kenndi á pí-
anó. Hún var sú eina okkar sem
sinnti enn einhverri kennslu síð-
ustu árin enda bjó hún yfir ótrú-
lega miklum eldmóði.
Sigríður var glaðsinna, kvik á
fæti og það var aldrei nein logn-
molla í kringum hana. Hún hafði
mörg járn í eldinum og tókst á
við allt af skörungsskap. Hún var
eiginkona, húsmóðir, móðir,
amma, vinkona og kennari. Þá
kunni hún að næra andann með
þátttöku í tónlistarstarfi og sem
njótandi menningar bæði hér á
landi og erlendis. Þau hjónin
sinntu eigin sælureit í Biskups-
tungum, ferðuðust víða og þau
léku saman golf. Satt að segja
fannst manni „hún Sigga bara
ekkert eldast“.
Sigríður var höfðingi heim að
sækja og minnti þar á foreldra
sína, Kristínu Pálsdóttur og Ein-
ar B. Pálsson. Æskuheimili
hennar á Ægisíðu 44 stóð okkur
vinum hennar opið. Þegar við út-
skrifuðumst stúdentar var öllum
Z-bekknum boðið þangað til veg-
legrar veislu og nýstúdentar sem
varla höfðu komið út fyrir land-
steinana skynjuðu þar einhvern
veginn í fyrsta sinn hvað það
væri að vera heimsborgari. Sú
góða stund er enn jafn fersk í
minningunni og gerst hefði í gær.
Í ljóðinu Fylgd eftir Guðmund
Böðvarsson segir:
Eina ævi og skamma
eignast hver um sig,
– stundum þröngan stig.
Þetta minnir okkur á atvik fyr-
ir nokkrum árum þegar við vor-
um á ferðalagi vinkonurnar og
flughræðsla greip eina okkar. Þá
var það Sigríður sem sagði á sinn
rólega og sannfærandi hátt, að
færi allt á versta veg gætum við
þó þakkað fyrir hvað við hefðum
átt gott líf. Flughræðslan lét í
minni pokann eins og hendi væri
veifað.
Við vottum Gunnari Sigurðs-
syni eiginmanni Sigríðar, börn-
um þeirra þremur, Kristínu
Rögnu, Sigurði Bjarka og Ragn-
heiði, tengdabörnum og barna-
börnum okkar innilegustu sam-
úð.
Anna Eymundsdóttir og
Kristín Halla Jónsdóttir.
Sigga mágkona mín, eða
„Sigga systir mín“, eins og ég
heyrði hana oftast nefnda, var
klettur og kerúbi en þó svo lif-
andi, full af orku, og uppbyggi-
legum lífsleik. Hún veitti skjól
þeim sem hún elskaði og hún
studdi þá og leiddi; fjölskyldu,
vini og nemendur. Hún var mik-
ilvæg stóra systir, eiginkona,
móðir, amma, kennari, félagi og
vinkona. Hún var full af æsku og
lífsþrótti – og hún fór héðan
þannig, snögglega, í blóma lífs-
ins, tæplega 75 ára gömul.
„Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir“, segir máltækið. Ég skil
það þannig að það sé lífinu þókn-
anlegt að því sé lifað lifandi og
meðvitað til hinstu stundar, hver
svo sem árin eru þegar við kveðj-
um. Þannig lifði Sigga, stolt og
ábyrg í leik og starfi, sjálfri sér
og öðrum til ánægju alla tíð og
samferðafólki til fyrirmyndar.
Ég þakka Siggu samfylgdina
sem mágkonu í 23 ár og kynni
okkar miklu lengur eða frá því ég
man fyrst eftir mér. Ég sé hana
fyrir mér og heyri, unga stúlku
þar sem þær spila saman fjór-
hent á píanó af mikilli leikni,
Sigga og Þóra, elsta systir mín,
þá nemendur Hermínu Sigur-
geirsdóttur í Tónlistarskólanum.
Ég geymi myndir af henni, allar
fallegar; þar sem við erum fjöl-
skyldan í sumarbústað þeirra
Gunnars og Siggu í Úthlíð, njót-
um fegurðar náttúrunnar og
elskusemi þeirra hjóna; þar sem
við erum saman á Arnarstapa, í
umhverfi okkar Baldvins að tína
bláber og brosa við; þar sem við
spilum og syngjum saman á
hljómsveitaræfingum fjölskyld-
unnar um jól, oft í Brúnalandi,
hjá Siggu og Gunnari, þar sem
ævinlega ríkti gleði, gestrisni og
einstakur höfðingsskapur.
Ég minnist síðasta samtals
okkar Siggu ekki alls fyrir löngu.
Ég var þá nokkuð heilsutæp
aldrei þessu vant og líf mitt við
það að taka nýja stefnu. Það var
Sigga sem þá hringdi í mig til að
heyra hvað amaði að. Hún var sú
sterka og hrausta, heilbrigð og
uppörvandi eins og ævinlega.
Hún hlustaði og við ræddum
lengi saman. Hún sagði mér
skýrt og afdráttarlaust að ég ætti
hana að hvenær sem væri. Ég
væri henni og þeim mikils virði.
Nú er hún farin en ég geymi orð
hennar í hjarta mér sem dýr-
mætan fjársjóð og veganesti og
er ríkari fyrir það að hafa þekkt
hana og tengst henni. Hún var
mér mikils virði.
Ég kveð Siggu mágkonu mína
með ást og þakklæti.
Sigrún Steingrímsdóttir.
Fregnin um fráfall Sigríðar
kom mér algjörlega í opna
skjöldu. Ég hafði hitt hana í hléi
á tónleikum ekki alls fyrir löngu,
lífsglaða og áhugasama eins og
venjulega.
Í gamla daga man ég vel eftir
Sigríði sem nemanda í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík, ungri og
glæsilegri stúlku í píanókennara-
deild skólans. Hún var í hópi
fyrsta árgangs er deildin fór af
stað undir ötulli forystu stofn-
anda hennar, Hermínu S. Krist-
jánsson. Ásamt henni voru þær
Eygló Helga Haraldsdóttir og
Kolbrún Sæmundsóttir sem urðu
samferða henni í námi sínu við
skólann, en þær útskrifuðust
vorið 1964. Að námi loknu fór
Sigríður til framhaldsnáms í
London og síðar til Bandaríkj-
anna. Mig minnir að ég hafi fyrst
kynnst Sigríði er við tókum að
okkur að leika fjórhent á píanó í
hljóðfærahópi í óperum Þorkels
Sigurbjörnssonar, Ljónatemjar-
anum og Rabba rafmagnsheila.
Er Hermína S. Kristjánsson
bað mig að taka við píanókenn-
aradeildinni 1976 fékk ég Sigríði
til liðs við mig 1977 og störfuðum
við saman við deildina allt til árs-
ins 2003, er síðasti nemandinn út-
skrifaðist frá henni. Af samvinnu
okkar Sigríðar höfðu þá útskrif-
ast frá árinu 1978 til 2003 74 pí-
anókennarar.
Er ég varð skólastjóri 1992 tók
Sigríður við sem yfirkennari
deildarinnar, en ég starfaði
áfram með henni til 2003. Eftir
það flutti kennaranámið yfir í
tónlistardeild Listaháskólans.
Sigríður hafði sérhæft sig í
kennslu byrjenda og nemenda á
yngri stigum, en kenndi einnig á
efri stigum. Segja má að við höf-
um mótað deildina saman, gerð-
um breytingar þar sem við urð-
um vör við veika hlekki eða
bættum við nýjum hlutum sem
við höfðum uppgötvað varðandi
kennsluna, tilhögun hennar og
uppbyggingu. Við áttum einstak-
lega gott samstarf og allan þenn-
an tíma bar aldrei skugga á. Sig-
ríður var einstaklega vandaður
kennari, lifði sig vel inn í eðlisein-
kenni hvers nemanda svo hún
gæti miðlað honum sem best því
sem kæmi honum að notum.
Það er að sjálfsögðu margs að
minnast, t.d. er við mynduðum
líklega eina stærstu prófnefnd á
landinu í þjálfun verðandi kenn-
ara í prófdæmingu. Námið í
deildinni tók þrjú ár og í þessari
prófnefnd voru allir árgangar.
Þar sem hver nemandi fór í gegn-
um svona reynslu að gefa ein-
kunnir nokkuð oft öll þrjú árin
hlaut hann mikla reynslu í mati á
leik nemenda. Þannig lögðum við
áherslu á hagnýta hlið kennsl-
unnar. Í hita leiksins komu oft
fyrir skemmtileg atvik af ýmsu
tagi sem lífguðu upp á kennsluna.
Þá fengum við stundum aðra
kennara til koma í heimsókn sem
skilaði oft góðum hugmyndum.
Eitt sinn kom próf. Carola
Grindea, yfirkennari
píanókennaradeildar í Guildhall
School of Music, til að kynnast
deildinni. Urðum við að vonum
ánægð er hún lýsti yfir aðdáun
sinni á tilhögun námsins. Sagði
hún að hér í fámennari skóla væri
unnt að gera hluti sem ekki væri
möguleiki á í stærri skóla eins og
Guildhall.
Auk starfa Sigríðar við píanó-
kennaradeildina tók hún við af
Hólmfríði Sigurjónsdóttur sem
yfirkennari skólans ásamt Guð-
mundi Hafsteinssyni árin 1994-
1996, er Rut Magnússon tók við.
Þáttur Sigríðar í kennara-
deildinni og ekki síst í starfi
hennar sem kennara hefur ekki
skilað litlu. Öll sú alúð, fróðleikur
og færni sem hún lagði jafnan í
starf sitt hefur haldið áfram í
starfi nemenda hennar. Þetta er
raunhæfur skerfur sem mun lifa
áfram í lífi nemenda hennar um
ókomna framtíð. Við samkennar-
ar og fyrrverandi nemendur Sig-
ríðar eigum eftir að sakna henn-
ar sárt.
Ég vil votta eftirlifandi eigin-
manni Sigríðar, Gunnari, og fjöl-
skyldu innilega samúð.
Halldór Haraldsson.
Vinkona mín, Sigga, er fallin
frá án nokkurs aðdraganda. Hún
sem var ímynd hreystinnar,
stundaði líkamsrækt, göngur og
golf. Hún sem hafði svo margt að
lifa fyrir.
Ég kynntist Siggu þegar ég
var 14 ára og flutti til Reykjavík-
ur. Við fylgdumst að gegnum
gagnfræðaskóla og vorum þrjá
vetur sessunautar í menntaskóla.
Þetta var upphafið að ævilangri
vináttu okkar. Að loknu stúd-
entsprófi sigldum við nýstúdín-
urnar með Gullfossi til Kaup-
mannahafnar. Við höfðum ráðið
okkur til garðyrkjustarfa á Sjá-
landi. Sigga undi sér vel innan
um rósirnar sem þar voru rækt-
aðar. Oft rifjuðum við upp þessa
sumardvöl og hlógum að ýmsum
uppátækjum okkar.
Sigga var glöð, hláturmild og
jákvæð og lífgaði upp á umhverf-
ið hvar sem hún kom. Hún var
ákaflega samviskusöm og með
afbrigðum trygglynd og ræktar-
söm. En fyrst og síðast var hún
góð manneskja. Sigga var alin
upp á menningarheimili þar sem
tónlist var í hávegum höfð. Öll
systkinin voru í tónlistarnámi
sem ekki var algengt á þeim
tíma. Tónlist skipaði stóran sess í
hennar lífi allt frá barnæsku.
Foreldrarnir sóttu tónleika og
það gerði Sigga líka. Eins og þá
var algengast vann Kristín,
mamma hennar, ekki úti fyrr en
börnin voru vaxin úr grasi. Krist-
ín var einskaklega ljúf mann-
eskja og gott var að koma á Æg-
isíðuna og þiggja hjá henni
veitingar við eldhúsborðið.
Sigga menntaði sig sem píanó-
kennari. Kenndi börnum í Tón-
menntaskólanum og verðandi pí-
anókennurum í
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hún þótti afburða píanókennari,
var afskaplega barngóð og átti
gott með að tala við börn. Hún
hafði lag á að hrósa þeim á upp-
byggilegan hátt.
Á menntaskólaárunum kynnt-
ist Sigga Gunnari sínum. Ekki
fannst mér verra að hann var
gamall leikfélagi minn úr Hafn-
arfirði. Ég held að það sé leitun
að samhentari hjónum. Mikill er
hans missir. Þau Gunnar bjuggu
í útlöndum í fjölda ára en aldrei
slitnaði strengurinn. Þegar þau
voru flutt heim vildi svo
skemmtilega til að við fluttum í
sama hverfi. Þar höfum við búið í
nær fjörutíu ár. Börnin okkar
gengu í sömu skóla og með þeim
yngri tókst vinskapur sem enn
stendur. Það þótti okkur vænt
um. Sigga fylgdist vel með hvað á
daga barna minna dreif, mundi
eftir afmælisdögum og færði
þeim sængurgjafir þegar börn
þeirra komu í heiminn.
Ógleymanlegar eru stundir
Sigríður
Einarsdóttir