Morgunblaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 23
sem við Gylfi áttum með þeim í
sumarbústaðnum í Úthlíð. Þar
stóð Gunnar við grillið og Sigga
búin að leggja á borð af sinni al-
kunnu smekkvísi enda vand-
virknin henni í blóð borin. Fyrir
utan gluggann blómstruðu fal-
legu blómin hennar Siggu í öllum
regnbogans litum.
Við Sigga höfum átt ótal
ánægjustundir saman á golfvell-
inum. Hún hóf að spila golf
nokkrum árum á eftir mér. Hún
náði fljótt góðum tökum á íþrótt-
inni og var fyrr en varði orðin
mjög góð. En svona var Sigga.
Allt sem hún tók sér fyrir hendur
bar þess vott hve nákvæm hún
var og líklega hefur ekki sakað að
hún bjó yfir keppnisskapi sem
hún fór vel með.
Við Gylfi söknum góðrar vin-
konu og vottum Gunnari og fjöl-
skyldu samúð okkar við andlát
hennar.
Hildigunnur Halldórsdóttir.
Enginn veit og enginn sér,
hvar endirinn er né hvaðan að ber.
Enginn vill víst vita það,
hvenær tími er til að leggja af stað.
(S. Pétursson.)
Hún Sigga Einars vinkona
okkar er látin. Þetta er einhver
ótrúlegasta frétt sem hefur dunið
á okkur vinkonunum. Þetta hlýt-
ur að vera martröð sem við vökn-
um bráðum af, en nei, þetta er
blákaldur veruleikinn, svo níst-
andi sár.
Sigga gerði allt rétt; var í lík-
amsrækt þrisvar í viku, stundaði
golf og göngutúra og borðaði
hollt.
Sigga var í hópnum okkar 20
kvenna sem kynntust í líkams-
rækt hjá Báru Magnúsdóttur.
Það eru yfir 40 ár síðan og enn
myndum við samrýndan hóp.
Flestir klúbbar hittast einu sinni
til tvisvar í mánuði en við hitt-
umst þrisvar í viku. Eins og nærri
má geta er margt rætt. Oftast er
glatt á hjalla, við treystum hvor
annarri og deilum gleði okkar og
sorgum.
Daginn eftir lát Siggu vorum
við mættar í ræktina, allar í rusli.
Áttum erfitt með að trúa þessu en
svona er lífið, segir einhver.
Á þessum langa tíma sem við
höfum þekkst hefur margt verið
gert annað en að vera í leikfimi.
Einu sinni á sumri förum við sam-
an í stelpuferð. Við höfum rútu og
rútubílstjóra á okkar snærum.
Við byrjum snemma morguns og
endum seint að kvöldi. Þetta eru
dýrðardagar. Við njótum samver-
unnar og skoðum markverða
staði. Sem dæmi get ég nefnt að
við höfum skoðað Bessastaði,
dýrasafn og draugasetur á
Stokkseyri, Sólheima í Gríms-
nesi, Njálusetrið á Hvolsvelli og
ótal mörg listagallerí. Þessir dag-
ar enda alltaf með mikilli matar-
veislu, söng og dansi í sumarbú-
stað sem einhver í hópnum á.
Það hafa verið stofnuð nokkur
systrafélög, svo sem prjóna-
klúbbur og golfhópur. Sigga var
ekki í prjónaklúbbnum en hún
var fremst í flokki í golfhópnum. Í
nokkur ár fórum við saman í
borgarferðir á haustin. Þær ferð-
ir eru eftirminnilegar. Áhuga-
verðir staðir skoðaðir og menn-
ingin krufin. Tvisvar deildum við
nöfnurnar herbergi í þessum
ferðum og áttum við gæðastundir
sem ekki gleymast. Í einni ferð-
inni fórum við Sigga saman í búð-
arölt, þegar formlegri dagskrá
lauk og keyptum okkur nokkra
bráðnauðsynlega hluti. Mesta
lukku gerðu svört náttföt með
bleikri blúndu og pallíettum sem
við skörtuðum að sjálfsögðu strax
næstu nótt.
Sigga var virk í öllu okkar
brölti (nema prjónaklúbbnum).
Við nutum gestrisni hennar bæði
í sumarbústaðnum í Tungunum
og á heimili hennar í Brúnaland-
inu. Hún spilaði undir söng í af-
mælisveislum, var glæsileg og
skemmtileg kona. Hún var ómiss-
andi. Hvernig förum við að án
hennar?
Við sendum Gunnari, börnum
þeirra og fjölskyldunni allri okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd leikfimihópsins,
Sigríður Auðunsdóttir.
Liðnir eru nær sjö áratugir
síðan vinátta okkar Siggu Einars
hófst. Fjölskylda hennar átti
sumarbústað á landareign í
grennd við Grafarholt og Keld-
ur, sem bar nafnið Pálsstykki,
kennt við móðurafa Siggu, Pál
Magnússon járnsmið, en börn
hans Kristín, Einar og Magnús
áttu þar sumarhús. Krakkarnir í
Pálsstykki urðu þannig leik-
félagar okkar krakkanna á Keld-
um yfir sumartímann auk þess
sem foreldrar mínir og Einar
Baldvin og Kristin þekktust
ágætlega og var vel til vina.
Sigga og bræður hennar ólust
upp á miklu menningar- og fyr-
irmyndarheimili þar sem heil-
brigt líferni, útivist, íþróttir og
ekki sízt sígild tónlist var í há-
vegum höfð.
Sigga var hæfileikarík og
kraftmikil ung kona og valdi sér
að ganga menntaveginn og
ganga auk þess á vit tónlistar-
gyðjunnar og lagði fyrir sig
menntun í píanóleik og kennslu á
það hljóðfæri í beztu skólum sem
finnast. Hún var vinmörg og oft-
ar en ekki hrókur alls fagnaðar,
hláturinn einlægur og smitandi
og framkoman heillandi. Við
skólafélagarnir úr Menntaskól-
anum í Reykjavík eigum ekkert
nema góðar endurminningar um
þessa stúlku, sem nú skyndilega
var hrifin á brott frá eiginmanni
og fjölskyldu í blóma lífsins og án
fyrirvara.
Skemmst er að minnast þess
að aðeins eru fáeinar vikur síðan
átta manna hópur, sem útskrif-
aðist frá læknadeild Háskóla Ís-
lands fyrir 50 árum hittist, ásamt
mökum, til að minnast þeirra
tímamóta. Þar geislaði Sigga af
gleði og bar þess engin merki að
tíminn væri tekinn að styttast.
Hún var í essinu sínu eins og
ætíð þegar hún kom á vinafund.
Þannig minnumst við hennar.
Eiginmanni hennar, vini mín-
um og kollega, Gunnari Sigurðs-
syni, og fjölskyldunni allri send-
um við Rakel innilegar
samúðarkveðjur. Megi minning-
in um einstaka eiginkonu og
móður vera þeim huggun í sorg-
inni.
Fari hún í friði.
Sigurður Björnsson.
Kveðja frá saumaklúbbnum
Hópur ungra stúlkna fann
samhljóm um miðja síðustu öld
og þær urðu vinkonur. Seinna
varð þessi vinkvennahópur að
saumaklúbbi ellefu ungra
kvenna. Ekki var alltaf mikið
saumað en hópurinn hefur hist
reglulega í áratugi, borðað góðan
mat, spjallað og hlegið mikið.
Tvær eru horfnar úr hópnum,
Vala fyrir 23 árum eftir lang-
vinnt heilsuleysi og nú Sigga,
lífsglaða, bjarta, hrausta Sigga.
Sigríður Einarsdóttir, sem í
okkar hópi var aldrei kölluð ann-
að en Sigga, er nú skyndilega
fallin frá. Andlátsfregn hennar
kom okkur vinkonunum sannar-
lega á óvart. Sigga var sú í vin-
kvennahópnum sem hreyfði sig
mest, stundaði reglulega leik-
fimi, var góður golfari, grönn og
kvik á fæti og sérlega ungleg.
Hún bar ætíð með sér hressandi
blæ inn í vinkvennahópinn, hún
var einkar glaðvær og hlátur-
mild, hafði góða kímnigáfu og
átti því auðvelt með að sjá
spaugilegu hliðar hlutanna.
Sigga hafði mikinn áhuga á þjóð-
málum, hún var skoðanaföst og
báru skoðanir hennar því vitni
hve góða dómgreind hún hafði og
hvað hún var réttsýn og heiðar-
leg. Henni var í blóð borin sterk
réttlætiskennd og það fór ekki
milli mála hve henni mislíkaði
allur ójöfnuður og óheiðarleiki.
Sigga var mikill fagurkeri og
hafði til að bera sterka listræna
taug. Ævistarfið sem hún valdi
sér bar vott um að listir og menn-
ing var henni í blóð borin. Það er
göfugt ævistarf að kenna börnum
og ungmennum tónlist og kenna
þeim um leið að meta list sem
auðgar lífið og opnar nýjar víddir
í sálarlífi mannsins. Það er auð-
velt að fullyrða að allir hljóti að
búa ævilangt að slíku veganesti á
einn eða annan hátt.
Við, sem höfum notið vináttu
hennar, væntumþykju og
ómældrar gestrisni í gegnum ár-
in, kveðjum hana með sárum
söknuði og sorg í hjarta en minn-
umst líka gleðistundanna. Sár-
astur er missir Gunnars,
barnanna og fjölskyldna þeirra.
Við vottum þeim, svo og bræðr-
um hennar og fjölskyldum
þeirra, okkar innilegustu samúð.
Anna, Hildigunnur,
Ingunn, Kristín Mjöll,
Kristín Halla, Margrét,
Ragnhildur, Sif og Sólveig.
Glaðleg, broshýr, hláturmild
og umfram allt áreiðanleg og
traust. Alltaf jákvæð og
skemmtileg og hafði sínar
ákveðnu skoðanir og stóð með
þeim. Við Sigga kynntumst best
þegar við vorum, ásamt eigin-
mönnum og börnum, í fram-
haldsnámi í London á sjöunda og
áttunda áratug aldarinnar sem
leið. Vorum nágrannar, bjuggum
hvor í sínu fjölbýlishúsinu í nota-
legu úthverfi í Vestur-London.
Margt var framandi og nýtt, ung
hjón með lítil börn þurftu að
spjara sig í námi og starfi. Þá var
gott að eiga góða vini og ná-
granna og það voru Sigga og
Gunnar. Það voru líka ýmsir
fleiri sem mynduðu traustan og
góðan hóp Íslendinga sem oft
hittust en nágrenni fjölskyldna
okkar var ómetanlegt og við
fylgdumst með börnunum vaxa
úr grasi.
Einhvern tíma fórum við Helgi
á nokkurra daga námskeið til
Wales með eldri börnin tvö og
Sigga taldi ekki eftir sér að
hugsa um yngsta barnið okkar á
meðan, tæplega eins árs. Alltaf
síðan hefur ríkt tryggð og vinátta
milli okkar og oft höfum við og
fleiri sem þá voru samtíða í
London hist, sá hópur sem átti
heima um svipað leyti á sömu
slóðum. Við kynntumst og fylgd-
umst með næstu kynslóð og
þetta voru á vissan hátt eins og
fjölskyldumeðlimir. Eftir að
heim til Íslands kom höfum við
ætíð haldið sambandi, eignuð-
umst meira að segja sumarhús
við sama veg og nutum þar sam-
vista með öðrum vinum frá
Lundúnaárunum.
Alltaf var Sigga jafn glaðlynd,
hress, hláturmild og drífandi.
Skipulögð, atorkusöm, velviljuð
og stóð sig vel í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur. Gunnar fór í
golf og hún vildi gjarnan fylgja
honum og ekki leið á löngu þar til
hún var farin að skara fram úr og
vinna bikara, naut þess að spila
og standa sig vel. Metnaðarfull
og kappsöm og vildi spjara sig
eins og ævinlega. Píanóleikur og
kennsla var hennar ævistarf og
vettvangur og hún var mjög góð-
ur kennari, hafði yndi af tónlist
og sótti tónleika og söng í kór
Fílharmóníu en þar sungu þau
Helgi saman um tíma. Það er
sjónarsviptir að dugmikilli, góðri
og skemmtilegri konu og mikil
raun og sorg fyrir fjölskyldu
hennar þegar hún hverfur svo
skyndilega úr daglegu lífi þeirra,
lykilpersóna sem veitti Gunnari,
börnum, barnabörnum og for-
eldrum sínum stuðning og
umönnun meðan þau lifðu. Við
Helgi og börnin okkar munum
sakna þess mjög að eiga ekki von
á því að hitta Siggu framar. Mér
finnst ennþá ótrúlegt að eiga
ekki von á því að eiga hana vísa,
lifandi og glaða eins og alltaf. Að
henni er mikill missir og við
Helgi og fjölskylda okkar vottum
Gunnari, börnum, tengdabörn-
um, barnabörnum, bræðrum og
fjölskyldum þeirra innilega sam-
úð. Blessuð veri minning Sigríð-
ar Einarsdóttur.
Guðrún Agnarsdóttir.
Kveðja frá 6-Z í MR 1963
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
...
sofinn er nú söngurinn ljúfi.
Þessar ljóðlínur listaskáldsins
Jónasar koma upp í hugann við
fráfall Sigríðar Einarsdóttur
bekkjarsystur okkar. Hugurinn
hvarflar fimmtíu og fimm ár aft-
ur í tímann er við gengum út í
sólina og sumarið með hvíta kolla
að kveðja skólann okkar og hvert
annað. Komið var að tímamótum.
Við höfðum átt saman daglangar
stundir í einni stofu í þrjá vetur.
Við þekktum öll orðið vel hvað
einkenndi hvern og einn. Kraft-
ur, birta og gleði fylgdu Siggu
Einars. Hún var drífandi og
kraftmikil, kát og glöð, ljós yf-
irlitum og glæsileg. Hún var góð-
ur námsmaður, rösk og skipulögð
þar sem hún stundaði námið í
stærðfræðideild og tónlistarnám
jöfnum höndum. Foreldrar
Siggu, Einar B. Pálsson og Krist-
ín Pálsdóttir, buðu Z-bekknum
heim af rausn og gestrisni á sól-
ríkum degi, 16. júní 1963. Það var
yndisleg stund á fögru heimili og
síðasta samvera hópsins að sinni.
Svo svifum við út í lífið á vængj-
um sjálfstrausts og bjartsýni.
Sigga varð píanókennari og
kenndi verðandi píanókennurum.
Hún lét sér mjög annt um nem-
endur sína og fylgdist grannt
með ferli þeirra eftir að kennsl-
unni lauk.
Sigga var einstaklega glað-
sinna og fagnaði bekkjarfélögum
á förnum vegi af hlýju og alúð.
Hún lék við hvern sinn fingur og
ljómaði í hækkandi vorsólinni
þegar hópurinn hittist nýlega á
mánaðarlegum bekkjarfundi.
Hún var fjölskyldumanneskja,
oft upptekin við að gæta barna-
barna og hún sinnti foreldrum
sínum til hárrar elli. Ekki var við
öðru búist en að hún erfði langlífi
foreldra sinna, Sigga sem virtist
hreystin uppmáluð. Hún stund-
aði líkamsrækt alla tíð og var að
koma úr golfi þegar kallið kom.
Þau hjónin voru búin að afla sér
heimilda og farin að búa sig undir
fyrirhugaða ferð útskriftarhóps-
ins til Grikklands síðar í maí. En
Sigga fór í ferðina miklu sem bíð-
ur okkar allra en við verðum
seint búin undir. Fari hún vel,
vinkonan okkar. Megi minningin
um góða konu sefa sáran missi
fjölskyldu hennar.
F. h. 6-Z 1963,
Kristín Bjarnadóttir.
Fallin er frá kær vinkona okk-
ar og samkennari til margra ára,
Sigríður Einarsdóttir.
Við gamlir kennarar úr Tón-
menntaskólanum höfum hist
mánaðarlega í mörg ár. Seinast
hittumst við í byrjun apríl og þá
hafði Sigga orð á því að næst
skyldum við hittast á Nauthól því
það væri farið að vora. Skjótt
skipast veður í lofti og hópurinn
okkar sem hittist nú í byrjun maí
var harmi sleginn því Sigga var
ekki lengur á meðal okkar.Við
eigum einungis bjartar minning-
ar um Siggu, sumar okkar voru
samnemendur hennar í Tónlist-
arskólanum, aðrar nemendur
hennar í píanókennaradeild en
allar urðum við síðar samkenn-
arar í Tónmenntaskóla Reykja-
víkur.
Sigga var kraftmikil, jákvæð
kona sem hafði mikil áhrif á um-
hverfi sitt. Hún var vel menntuð
og vandvirk og afskaplega lagin í
mannlegum samskiptum. Það
var ekki að undra að hún yrði eft-
irsóttur kennari og var eins og
hún væri æviráðin í það verkefni.
Hún fylgdi sínum nemendum vel
eftir alla tíð og áttu þau trygga
vináttu hennar ávallt vísa. Sigga
kenndi við píanókennaradeild
Tónlistarskólans í mörg ár og
átti þátt í að móta þá deild og var
alla tíð virk í að kynna nýtt náms-
efni og nýjar aðferðir.
Sigga var í okkar huga ímynd
hreystinnar, virk í öllu starfi og
boðin og búin að hjálpa vinum og
stórfjölskyldu. Það eru ekki
mörg ár síðan hún var að aðstoða
aldraða foreldra sína og við vor-
um þess fullvissar að hún yrði
langlíf eins og þau.
Við vinkonurnar og samkenn-
arar til margra ára erum þakk-
látar fyrir góða og dýrmæta vin-
áttu.
Við sendum Gunnari, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
stórfjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Ágústa, Áslaug, Brynhildur,
Dagný, Gígja, Hrönn,
Laufey, Sigríður Ása,
Sigríður Sveins.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
✝ Ágúst Ingi-mundarson
prentari fæddist 11.
júlí 1927 í Reykja-
vík. Hann lést 19.
apríl 2018. Hann
var ókvæntur og
barnlaus.
Móðir hans var
Petrína Kristín
Kristjánsdóttir, f.
15.3. 1896, og faðir
Ingimundur Guð-
mundsson, fisksali, f. 26.3. 1903,
d. 11.10. 1964. Petrína og Ingi-
mundur voru ekki gift en voru
um skeið í sambúð.
Sammæðra var Har-
aldur Egilsson, f. 15.
júní 1921, d. 18. apr-
íl 2003, fv. verkstjóri
hjá Reykjavíkur-
borg, var í fóstri á
Snæfellsnesi. Maki
hans Hekla Sæ-
mundsdóttur og
eignuðust þau þrjá
syni, 1) Sævar, f.
1950. 2) Sæmundur,
f. 1953. 3) Egill, f. 1959.
Útför Ágústs fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Gústi frændi ólst upp hjá móð-
ur sinni á Fossagötunni í Skerja-
firði og síðar á Lindargötu 32, en
þau mæðgin, Peta og Gústi,
dvöldu engu að síður oft hjá Ástu
(Kristjánssínu Sigurást Krist-
jánsdóttur) móðursystur hans og
manni hennar, Pétri Hraunfjörð,
en amma Ásta hjálpaði litlu syst-
ur sinni mikið. Gústi frændi ólst
þannig upp með frænkum sínum
í Sogamýrinni, þeim Huldu,
Unni, Guðlaugu og Ólöfu, og
reyndar leit hann alltaf svo á að
þær væru hans fjölskylda.
Hann fór ungur að vinna hjá
Morgunblaðinu, fyrst sem sendi-
sveinn en lærði prentiðn og
starfaði þar samtals í 44 ár og
var dyggur stuðningsmaður
blaðsins. Gústi var góður skák-
maður og keppti á skákmótum.
Hann hafði gaman af fótbolta og
spennumyndum og fylgdist með
því þegar hann var hjá okkur í
Holtagerðinu eða fyrir framan
sjónvarpsbúðina sem var lengi á
Laugaveginum.
Ég kom oft á Lindargötuna
sem barn, ein og með mömmu.
Gústi bjó hjá móður sinni sem sá
um heimilishaldið. Heima hjá
þeim var oft einkennileg lykt, lík-
lega af því að mjólkin var ekki
geymd í kæli, svokölluð Petulykt.
Svo voru staflar af Morgunblöð-
um sem ekki mátti hrófla við.
Gústi var stoð og stytta mömmu
sinnar. Hann bauð henni meira
að segja til Ameríku, þar sem
þau fóru á heimssýninguna í
Montreal í Kanada 1967. Þetta
var hópferð sem var skipulögð af
Morgunblaðinu.
Gústi var heimagangur hjá
okkur fjölskyldunni Ólöfu og
Karli, mömmu og pabba í Holta-
gerðinu, en þau töldu aldrei eftir
sér að aðstoða aðra. Gústi og
Peta komu oft um jólin, stórhá-
tíðir og um helgar til okkar og
tóku þá hraustlega til matar síns.
Stundum kom Gústi líka með ís
og malt handa okkur krökkun-
um. Gústi var sérvitur á mat en
vildi umfram allt halda sér
grönnum. Hann var grúskari af
guðs náð og fann upp á ýmsu.
Hann lærði að dansa eftir bók-
um, las orðabækur og kynnti sér
ótrúlegustu málefni. Hann ferð-
aðist um alla Evrópu bara með
tannbursta og svaf í næturlest-
um til að spara sér gistikostnað.
Hann sagði síðar að í Grikklandi
hefði hann passað sig á að taka
ekki myndir svo enginn uppgötv-
aði að hann væri túristi. Hann
keypti lager af skyrtum og henti
þeim svo án þess að þvo þær.
Hann vann eitt af þessum happ-
drættishúsum hjá DAS, sem
hann skoðaði þegar hann fór
framhjá í strætó og seldi síðan án
þess að fara inn í það. Hann fann
aðferð til að lækna sig af gláku
með því að þvo augun með sápu.
Einn daginn rúmlega 20 árum
eftir andlát Petu kom hann með
arfinn eftir nöfnu mína sem voru
tveir rauðir eldhússtólar, forláta
ensk kommóða og margfrægi
pelsinn hennar. Þetta var það
sem Peta hafði sagt að ég ætti að
fá. Hann seldi húsið við Lind-
argötuna löngu síðar sem þá var í
mikilli niðurníðslu og var það
flutt austur í Flóa.
Ég hitti Gústa oft á vappi í
bænum eða í strætó þegar hann
búsettur á Fossagötunni og ég í
miðbænum, þá spurði ég hann
iðulega frétta og um líðan til að
færa svo foreldrum mínum sem
var umhugað um hann. Hann var
mjög dulur um eigin hagi og ekki
allra. Ég minnist Gústa frænda
með hlýju og kærleik. Hvíl í friði.
Petrína Rós Karlsdóttir.
Ágúst
Ingimundarson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN Þ. SIGURÐARDÓTTIR
frá Slitvindastöðum í Staðarsveit,
lengst af til heimilis í Ólafsvík,
lést á Hrafnistu, Sólteigi, miðvikudaginn
18. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Vífilsstaða og
Landakots fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélagið.
Una Jóna Sigurðardóttir
Guðlaugur Kr. Sigurðsson Anna María Jónsdóttir
Kristín G. Sigurðardóttir Bjarni Arnarson
Valdimar G. Sigurðsson Rannveig H. Kristinsdóttir
Níels P. Sigurðsson Hrefna G. Kristmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn