Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
✝ Axel Jóhann-esson hús-
gagnasmíðameist-
ari var fæddur 27.
febrúar 1916 að Mó-
bergi í Langadal,
Austur-Húnavatns-
sýslu. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð Akureyri 23.
apríl 2018. For-
eldrar hans voru
hjónin Jóhannes
Halldórsson, bóndi á Móbergi, f.
1867, d. 1937, og Elísabet Þor-
leifsdóttir, húsfreyja á Móbergi,
f. 1874, d. 1961. Axel var yngstur
níu systkina en þau voru: Óskar
Þorleifur, Björg Sigurrós, Ingi-
ríður Guðbjörg, Halldór Helgi,
Guðmundur Jóhannes, Jón,
Helga Kristín, Ottó Svavar og
svo Axel.
Axel kvæntist Birnu Björns-
dóttur hinn 9. nóvember 1939.
4) Jóhannes og maki hans Sig-
rún Arnsteinsdóttir sem búa á
Akureyri. Börn þeirra eru Helgi,
Arnsteinn Ingi, Lilja Dóra og Ás-
dís.
Axel fór ungur til náms við
iðnskólann á Akureyri til að
nema húsgagnasmíði. Hann naut
þar góðs stuðnings sveitunga
sinna sem áður höfðu flust til Ak-
ureyrar og má þar nefna Guð-
mund Frímann. Axel lauk prófi
og fékk góða einkunn. Hann fór
strax að vinna sjálfstætt að iðn
sinni og starfrækti lítil hús-
gagnaverkstæði ýmist einn eða
með öðrum. Þannig gekk það þar
til hann endaði með sitt eigið
verkstæði við heimili sitt í Ægis-
götu 15.
Birna og Axel hófu búskap í
leiguhúsnæði og bjuggu um tíma
í Glerárgötu 5. Síðar festu þau
kaup á litlu einbýlishúsi við
Ægisgötu 15 og þar bjuggu þau
alla sína tíð.
Axel Jóhannesson verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju í
dag, 11. maí 2018, klukkan 13.30.
Birna á ættir að
rekja í Vopnafjörð
en missti ung for-
eldra sína og ólst því
upp hjá móður-
systur sinni Vigdísi
Grímsdóttir og
manni hennar Helga
Einarssyni á Seyðis-
firði.
Börn Axels og
Birnu eru:
1) Ásdís Elísabet
og maki hennar Anker Colbe sem
búa á Sjálandi í Danmörku. Börn
þeirra eru Birna og Allan.
2) Björn Þröstur og maki hans
Anna Halldóra Karlsdóttir sem
búa í Garðabæ. Börn þeirra eru
Halldór, Axel og Birna.
3) Steingerður og maki hennar
Garðar Karlsson, d. 2001. Stein-
gerður býr í Reykjavík. Börn
þeirra eru Ólöf Birna, Hulda
Björk, Vigdís og Stefán Elfar.
Nú förum við pabbi ekki í fleiri
bíltúra. Okkur þótti afar skemmti-
legt að fara í styttri og lengri ferð-
ir. Við fórum þær ófáar um Eyja-
fjörð og fleiri staði í nágrenninu.
Þegar hann varð hundrað ára var
farið í heimsókn í Langadalinn,
keyrt heim að Móbergi, stoppað
við Fagranes og komið við í Holta-
staðakirkjugarði þar sem foreldr-
ar hans hvíla. Þarna var hann á
sínum æskuslóðum sem hann mat
mikils.
Á seinni árum var fuglaskoðun
fyrirferðarmikil. Nóg var af álft-
um í Eyjafirðinum og var par sem
verpti við suðurendann á flugvell-
inum í uppáhaldi. Þannig háttaði
til að hægt var að keyra nánast al-
veg að því. Við fylgdumst með
ungunum vaxa úr grasi og urðu
álftirnar hinir bestu vinir okkar.
Pabbi skírði þau Svandísi og Svan.
Fuglalíf var fjölbreytt á þessum
slóðum og flugsýningar algengar.
Stundum vorum við svo áhuga-
samir þegar fuglar sáust að ég átti
það til að stoppa eins og erlendur
ferðamaður nánast á miðjum veg-
inum.
Síðustu mánuði var sjónin ekki
mikil og sá hann ekki alltaf það
sem ég sá en samt var hann alltaf
jafnkátur og hélt fjölda fugla til
haga.
Helgi sonur minn lærði af afa
sínum að njóta náttúrunnar. Hann
skýtur fugla og það þótti afa hans
miður. Einu sinni var hann í heim-
sókn hjá afa sínum í Hlíð og voru
þeir að horfa á viðtal við Svandísi
Svavarsdóttur í sjónvarpsfréttun-
um. Allt í einu er sagt upp úr eins
manns hljóði: „Helgi, þú mátt ekki
skjóta Svandísi!“ Hann var greini-
lega meira með hugann við uppá-
haldsfuglinn sinn en pólitíkina.
Pabbi var heilsuhraustur alla
tíð og fór aldrei á sjúkrastofnun
fyrr en hann fótbrotnaði heima í
Ægisgötu. Að endurhæfingu lok-
inni flutti hann á Dvalarheimilið
Hlíð og bjó þar síðustu þrjú til
fjögur árin. Honum líkaði fé-
lagsstarfið og þjónustan á Hlíð vel
en þegar heyrn og sjón varð verri
hætti hann að mestu öllu félags-
starfi. Honum leið þá best einum
með sjálfum sér í herberginu sínu.
Pabbi var ótrúlega nægjusam-
ur og af þeirri kynslóð sem ekki
var að biðja um aðstoð fyrr en ekki
var hjá því komist. Þær eru þó ófá-
ar starfsstúlkurnar sem urðu hans
bestu vinir og gerðu honum lífið
létt. Þær voru gjarnar á að kíkja
til hans og spjalla um lífið og til-
veruna. Honum þótti vænt um
þær allar þó að sumar hefðu verið
í meira uppáhaldi en aðrar. Það
sem mér þótti einkenna starfs-
fólkið á Hlíð var hversu fumlaust
það gekk í öll verk. Það verður
seint þakkað.
Þegar íbúðin hans pabba var
tæmd fannst bréf sem sýndi vel
hvernig maður hann var. Það var
handskrifað en var ekki stílað á
neinn sérstakan.
„Ég var þá 92 ára. Árið 2008.
Ég fékk slæmt kvef, fór til Péturs
læknis míns. Hann sendi mig í
lungna- og hjartamyndatöku. Nið-
urstaðan var: Engin lungnabólga,
engin hjartabilun. Það voru mér
gleðitíðindi. Þegar ég var spurður
um heilsuna var svarið: Aldrei
veikur, oftast glaður.“
Gleði hans og félagsskapur gaf
mér mikið og verður hans sárt
saknað.
Jóhannes Axelsson.
Elsku besti afi okkar.
Við minnumst þín með söknuði
og yljum okkur nú við hugljúfar
minningar um fallegan og góðan
mann. Þú varst listamaður, hag-
leiksmaður og áhugasamur um
náttúruna og svo ótrúlega margt
annað. Þú varst og verður okkur
fyrirmynd í lífinu og ef aldurinn
fer jafn vel með okkur og hann fór
með þig, þá erum við alveg til í að
verða 102 ára. Takk fyrir allt og
allt.
Vængjum vildi’ eg berast
í vinda léttum blæ.
Djarft um fjöll og dali
og djúpan regin sæ.
Vængjum líða’ í lofti,
við ljósbjart sólar hvel.
Vængjum sælum svífa
með sigri’ yfir lífi’ og hel.
Vængi, vængi gef mér
sem vin og æsku draum.
Fagra, sterka og frjálsa
að fljúga úr sollnum glaum.
Vængi að fái eg flogið
og fundið í sælu vist.
Það allt sem ég þrái
og það sem eg hef misst.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Ólöf Birna, Hulda Björk,
Vigdís, Stefán Elfar
og Valdís Eva.
Það eru ljúfsárar tilfinningar
sem gera vart við sig þegar afi í
Ægisgötu er kvaddur. Forréttind-
in sem fylgja því að hafa vináttu
afa og hlýju umlykjandi svo ára-
tugum skiptir eru mikil. Afi lifði
tímana tvenna og var þakklátur
fyrir langa ævi þó honum hafi
fundist þetta vera komið gott,
kominn vel yfir 100 ára aldurinn.
Þakklæti er orð sem lýsir afa vel.
Gleðin og hlýjan sem streymdi frá
afa við eitt stutt símtal eða innlit
var ávallt áminning um hve lífið er
fagurt og að litlu hlutirnir skipta
máli. Afi sýndi fólki áhuga og vildi
að öllum liði vel. Hann var jákvæð-
ur, notaði ekki styggðaryrði og sú
virðing og kærleikur sem hann
sýndi okkur var einstakur. Hann
snerti marga einstaklinga á lífs-
leiðinni sem nutu mannkosta
hans. Hann var gefandi og fyrir-
mynd af bestu gerð.
Það var auðvelt að finna til sín í
samræðum við hann. Hann valdi
frekar að gefa en þiggja og krafð-
ist lítils frá öðrum og skammtaði
sjálfum sér lítið af veraldlegum
gæðum. Þess þurfti hann ekki til
að vera glaður og er minnisstætt
þegar hann sagði með ánægju í
augum að lífið sem ungur drengur
án þeirra veraldlegu gæða sem við
þekkjum í dag hefði verið einfald-
ara og ánægjulegra.
Afi var listrænn og fróðleiksfús.
Áhugi hans á fuglum birtist oft í
vönduðum blýantsteikningum
sem okkur þótti mikið til koma.
Hann var húsgagnasmiður og
vandaður sem slíkur. Verkstæðið
var í okkar æsku við heimili hans
og ömmu og voru ófá skiptin sem
maður stóð með honum við vélarn-
ar og fylgdist með honum búa til
leikföng úr afgangsvið svo maður
hefði eitthvað við að vera. Tíminn
var nýttur vel með okkur þegar
dagsverkinu var lokið og ósjaldan
spilað á spil eða yatzy með ten-
ingum sem við smíðuðum. Oft sat
hann bara í stólnum sínum og
fylgdist með okkur í kyrrðinni þar
sem einungis tikkið í veggklukk-
unni hljómaði. Slíkar stundir eru
minnisstæðar og tákn núvitundar
sem afi virðist hafa haft góð tök á.
Ekki ferðaðist afi mikið á sinni
löngu ævi en veiðitúrarnir voru þó
ófáir enda það skemmtilegasta
sem hann gerði. Þá var skrölt á
Lödunni og farið svo hægt yfir að
við unglingarnir ýmist brostum
eða skömmuðumst okkar fyrir að
tefja umferðina. Afi þurfti bara
ekkert að flýta sér, hann naut
ávallt líðandi stundar.
Afi átti góðan vin í pabba sem
stóð honum ávallt þétt við hlið.
Þeir brölluðu ýmislegt saman og
voru ófáir bíltúrarnir þar sem þeir
nutu náttúrunnar, fuglanna og
kyrrðarinnar saman. Í seinni tíð
voru pabbi okkar og mamma hon-
um stoð og stytta og þó hann vildi
síður að aðrir gerðu hlutina fyrir
hann hafði hann margoft á orði hve
ríkur hann væri að eiga þau að.
Sæti afa verður vandfyllt en eft-
ir sitja ljúfar minningar og lær-
dómur. Hann var þakklátur og
sáttur við það líf sem Guð gaf hon-
um. Hann hvílir í friði og án vafa
margir hoppandi glaðir að fá hann
yfir til sín.
Takk, elsku afi.
Helgi, Arnsteinn Ingi, Lilja
Dóra og Ásdís Jóhannesbörn.
Sæll er sá, er situr í skjóli hins hæsta, sá
er gistir í skugga hins almáttuga, sá er
segir við drottin, hæli mitt og háborg,
guð minn er ég trúi á.
(Sálmur 91 1.-2. vers)
Okkur langar að minnast ná-
granna okkar Axels og þeirrar
blessunar sem það var okkur að
hafa þau hjón í nær 40 ár í næsta
húsi. Aldrei féll styggðaryrði á
milli og alltaf voru þau tilbúin að
gefa góð ráð. Kærleikurinn sem
þau sýndu okkur og börnum okkar
verður seint þakkaður. Það er ekki
hægt að minnast Axels án Birnu.
Þau hjón voru svo samstiga og
ávallt glöð og góð við alla og þó
Birna sé farin þá eru þau svo sam-
ofin í hug okkar. Þau elskuðu bæði
fallega tónlist og fallega náttúru
og umgengust alla af virðingu og
hógværð.
Kæri Axel, ég trúi að nú séuð
þið sameinuð á ný og sitjið í fal-
legum hvammi við lækjarnið og
hlustið á söng vorsins. Minningin
um yndislegar stundir lifa í hugum
okkar. Þökk fyrir að auðga líf okk-
ar og gefa okkur allar fallegu
minningarnar. Fjölskyldu Axels
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Kveðja frá fjölskyldunni Eyrar-
vegi 35
Vilborg Elídóttir.
Axel Jóhannesson
✝ Þórhallur Gísla-son skipstjóri
fæddist 14. maí 1916
í Syðstakoti og ólst
upp á Setbergi
sunnan við Sand-
gerði í Miðnes-
hreppi. Hann lést á
Hlévangi í Keflavík
25. apríl 2018.
Foreldrar Þór-
halls voru hjónin
Gísli Jónatan Ein-
arsson, bóndi á Setbergi, f. 5.
sept. 1896, d. 27.2. 1977, og
Ólafía Kristín Guðjónsdóttir hús-
freyja, f. 12.8. 1896, d. 1.4. 1931.
Systkini Þórhalls í aldursröð
voru: Kristín Viktoría Gísladótt-
ir, f. 6.11. 1917, d. 20.9. 1981.
Guðjón Þorkelsson Gíslason, f.
16.1. 1921, d. 24.8. 1988, Gísli
Ólafur Gíslason, f. 6.7. 1922, d.
24.1. 2000, Einar Sigurður Gísla-
son, f. 25.6. 1924, d. 4.3. 2014,
Benóný Gíslason, f. 5.11. 1926, d.
21.3. 1947. Hálfsystkini Þórhalls,
samfeðra: Þóra Bryndís Gísla-
dóttir, f. 31.8. 1951, Karítas Jóna
Gísladóttir, f. 30.5. 1953, Páll
Gíslason, f. 7.8. 1955 og Svan-
fríður Guðrún Gísladóttir, f.
17.11. 1961. Móðir þeirra var
Elvar, Vilhjálmur og Ástþór. 4)
Jónas Karl Þórhallsson, f. 18.9.
1956, maki Dröfn Vilmundar-
dóttir, búsett í Grindavík. Börn
þeirra: Ástrún, Gerður Björg og
Vilmundur Þór. 5) Gísli Þór Þór-
hallsson, f. 6.6. 1962, maki Helga
Bylgja Gísladóttir, búsett í Sand-
gerði. Börn þeirra: Gunnlaug
Erna, Þórhallur, Telma Mjöll og
Karen Mist. Áður átti Þórhallur
dóttur, Þorgerði Þórhallsdóttur,
f. 14.1. 1946, sem lést af slysför-
um 11.7. 1960.
Í uppvextinum kynntist Þór-
hallur sjónum og byrjaði ungur
að róa með Guðjóni Þorkelssyni
afa sínum og síðar Gísla föður
sínum. Hann var elstur systkina
sinna og var tæplega 15 ára
gamall þegar móðir hans lést af
barnsförum árið 1931. Á Set-
bergi var búskapur og útræði og
var fiskurinn verkaður í verstöð
neðan við Setberg þegar komið
var í land. Þórhallur var rúm 40
ár á sjó lengst af sem skipstjóri
og vélstjóri. Þórhallur gekk í
barnaskólann við Tjörnina í
Sandgerði, skólaskyldan var 4
ár, frá 10 til 14 ára. Hann lauk
námi í vélskólanum í Reykjavík
1938-1939 og starfaði í 8 ár sem
vélstjóri áður en hann tók skip-
stjóraréttindi 1946. Átján ára
gamall fór Þórhallur á síldar-
vertíð á Geir Goða, og var alls í
34 síldarvertíðir á ýmsum bát-
um. Fyrsti báturinn sem Þórhall-
ur var skipstjóri á var litli Mun-
inn GK-342, 22 tonna bátur.
Hann var farsæll skipstjóri alla
tíð, en varð fyrir miklu áfalli
fyrstu vertíðina sína sem skip-
stjóri 1947. Þá missti hann
yngsta bróður sinn, Benóný, í
sjóinn og hann drukknaði. Hann
hélt áfram á sjó og var síðan með
Hrönn GK-240 og Svan KE-6. Í
félagi við fjóra aðra lét Þórhall-
ur smíða Hamar GK-32 í Esbjerg
í Danmörku 1956. Síðar réði
hann sig til Miðness hf. sem skip-
stjóri á Sæunni GK-343 og Mun-
inn GK-342 og var aflakóngur á
vetrarvertíð í Sandgerði 1961 til
1965. Í félagi við bræður sína,
Guðjón og Einar átti hann Ála-
borg GK-175, 1968 til 1971.
1971 fór Þórhallur í land og
réði sig sem hafnarvörður og
lóðs og starfaði hjá Sandgerð-
isbæ í 20 ár og lauk starfsferli
sínum 1991, þá 75 ára gamall.
Þórhallur var heiðraður af
Sjómannadagsráði Sandgerðis
1995 og 1996 var Þórhallur var
gerður að heiðursfélaga í Vísi,
félagi skipstjórnarmanna á Suð-
urnesjum.
Útför Þórhalls verður gerð
frá Safnaðarheimilinu í Sand-
gerði í dag, 11. maí 2018, og
hefst athöfnin kl. 13.00.
seinni eiginkona
Gísla Jónatans,
Guðmunda Jón-
asdóttir frá Tröð í
Súðavík, f. 29.1.
1919, d. 23.7. 1996.
Fóstursystir Þór-
halls, dóttir Guð-
mundu, er Sigríður
Burny, f. 15.8.
1945, og uppeldis-
bróðir Kjartan
Helgi Björnsson, f.
14.10. 1934.
Þórhallur kvæntist hinn 20.12.
1949 Ástrúnu Jónasdóttur frá
Tröð í Súðavík, f. 29.7. 1928, d.
30.11. 1982. Hófu þau búskap á
Setbergi og síðar í Baldurshaga,
Suðurgötu 1, Sandgerði. Börn
þeirra eru 1) Þóra Þórhalls-
dóttir, f. 5.9. 1949, maki Sigur-
björn Björnsson, búsett í Kefla-
vík. Börn þeirra: Sigurjóna,
Ástrún, Björn og Þorgerður. 2)
Benóný Þórhallsson, f. 24.1.
1952, maki Svava Jónsdóttir, bú-
sett í Grindavík. Börn þeirra:
Þórhallur, Sigríður Fjóla og
Berglind. 3) Sigríður Þórhalls-
dóttir, f. 2.5. 1953, d. 9.3. 2012,
maki Sigurður Sveinsson, bú-
settur í Sandgerði. Börn þeirra:
Árin á milli 1960 og 1970 eru
mér efst í huga þegar ég rifja
upp æskuárin og ævistarf föður
míns. Allt snérist um hetjur
hafsins og Kalla á Keflavíkurra-
díó eða Karl Guðjónsson sem
var röddin í útvarpinu. Mamma
var ávallt með stillt á bátarásina
og beið eftir því að röddin hans
pabba heyrðist þegar hann til-
kynnti aflatölur og las pöntun á
veiðarfærum og kosti. Pabbi var
fengsæll skipstjóri og sótti stíft,
var yfirleitt með aflahæstu skip-
um á Suðurnesjum og aflakóng-
ur í Sandgerði. Hann fór sínar
leiðir og er mér minnisstætt
þegar ég ræddi við einn besta
sjómann og vin sem pabbi hafði í
áhöfn sinni, Strandamanninn
Pál Jósteinsson. Palli sagði að
pabbi hefði sjaldan eða aldrei
farið austur fyrir Reykjanesið á
vetrarvertíð, þrátt fyrir að bátar
hafi mokfiskað á Selvogsbanka.
Hann vissi að fiskurinn kæmi á
slóðina sem hann var mest á.
Það kom fyrir að pabbi dró
fyrstu trossuna tvisvar í tregu
fiskiríi áður en hann fór í land.
Það fór ekki vel í mannskapinn,
en 11. maí var dagurinn sem
áhöfnin gladdist þegar ljóst var
að Dúddi Gísla var aflahæstur á
vertíðinni. Það var ekki algengt
að pabbi kæmi heim á kvöldin á
vertíðinni nema í brælum. Hann
svaf ávallt um borð og var það
mikil tilhlökkun hjá mér að fá að
fara niður á bryggju og um borð
með Morgunblaðið og koma
heim aftur með tvö ýsubönd fyr-
ir mömmu. Pabbi var mikið
snyrtimenni og nýtinn og í bræl-
um fór ég oft með honum niður á
bryggju og um borð til að dytta
að ýmsu, t.d. mála inni í stýr-
ishúsi. Á sumrin fór pabbi norð-
ur á síld og mér er minnisstætt
eitt sinn þegar hann tók okkur
systkinin og mömmu með og
setti okkur í land í Súðavík þar
sem mamma var fædd og uppal-
in. Þar vorum við hjá Kæju
ömmu okkar og frændfólki og
geymum þaðan góðar minning-
ar. Pabbi hætti á sjó 1971. Hann
vildi fara í land þrátt fyrir að
vera eftirsóttur skipstjóri. Ólaf-
ur Jónsson, eigandi Miðness hf.,
bauð honum eignarhlut í fyrir-
tækinu en pabbi afþakkaði það,
vildi vera frjáls og ráða sinni för
sjálfur sem hann gerði allt sitt
líf. Nú siglir hann öruggur og
sáttur í friðarhöfn, þar sem þau
bíða sem þrá hann mest.
Einn ég stend nú við stýrið og vaki.
Stjörnubjartur nú himinninn er.
Allt er hljótt og minn hugur, hann sí-
fellt fer
heim til hennar sem kærust er mér.
Ó, hve hugljúft er hennar að minnast,
heitra faðmlaga’ og hamingjugnótt.
Eftirvænting um æðarnar seytlar.
Ég sný áleiðis heim nú í nótt.
Því sem sjómaður sigli’ ég um hafið
og af sjónum ég heim aftur sný.
Ég uni ei lengi í landi,
hafið lokkar og laðar á ný.
Og ég veit að þú skilur mig vina,
ég verð að hlíta því kalli er mér ber,
því hafið sífellt ólgar og iðar
og ólgar líka í blóðinu í mér.
Því sem sjómaður sigli’ ég um hafið
og af sjónum ég heim aftur sný.
Ég uni ei lengi í landi,
hafið lokkar og laðar á ný.
(Jóhanna G. Erlingsson)
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
pabbi, þinn sonur
Jónas Karl.
Elsku afi okkar, Þórhallur
Gíslason (Dúddi), lést þann 25.
apríl síðastliðinn.
Margt er að segja um hans
ævi þar sem hann var tæplega
102 ára gamall.
Dáðumst við að þreki hans og
vilja þó yfir 100 árin væri hann
kominn.
Loksins ertu kominn til
ömmu Öddu sem tekur á móti
þér ásamt okkar yndislegu
frænku, Siggu, með hlýjum
faðmi.
Elsku afi það er komið að
kveðjustund, við kveðjum þig
með söknuði og hlýjum hug.
Ég geng til skips í Jesú nafn,
Jesú hjá mér blífi.
Herra guðs engla heilagt safn
hræðslu og sorg burt drífi.
(Úr Sjóferðasálmi
e. Hallgrím Pétursson)
Þín barnabörn,
Ástrún, Gerður Björg
og Vilmundur Þór
Jónasarbörn
Þórhallur Gíslason
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson