Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 26

Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Sumarkort og námskeið á sérstöku vortilboði Kynntu þér málið á jsb.is FARÐU FERSK inn í sumarið! Við hjónin erum á Benidorm í tilefni afmælisins. Við höfum veriðhérna áður og líkar mjög vel. Á afmælisdaginn ætlum við aðhafa það gott, borða góðan mat og njóta veðursins eins og aðra daga hérna,“ segir Jóna Ósk Vignisdóttir sem á 60 ára afmæli í dag. Hún rekur fyrirtækið PE Plastsuðu ásamt manninum sínum, Jóni Gestssyni. „Við erum með allar plastviðgerðir, karaviðgerðir, lagnir og annað slíkt. Kallinn er búinn að vinna við þetta í mörg ár og ég er skrifstofublókin.“ Jóna hefur alið nær allan aldur sinn á Akureyri, fæddist reyndar í Vestmannaeyjum, en fluttist til Akureyrar fjögurra ára gömul. „Svo bjuggum við á Hauganesi á Árskógsströnd í 16 ár en fluttum aftur til Akureyrar fyrir ári, ákváðum að minnka við okkur, en við vorum í stóru einbýlishúsi á Hauganesi. Við áttum þar yndislegan tíma og vor- um m.a. með veisluþjónustu þar í sex ár.“ Fyrirtækið PE Plastsuða er samt enn á Árskógsströnd, nánar til- tekið á Árskógssandi. „Karaviðgerðirnar fara aðallega fram þar, þetta eru aðallega leigukör og þeim er keyrt þangað og svo farið með þau um allt land.“ Jónas vinnur einnig í Vínbúðinni á Akureyri í hlutastarfi, en var áð- ur í Vínbúðinni á Dalvík. Hún var í Kór Stærra-Árskógskirkju og hef- ur gaman af því að prjóna á barnabörnin. Börn Jónu og Jóns eru Hlynur Már, Ásdís Ósk og Gestur Kristján. Sonur Jónu frá því áður er Vignir Jóhann Þorsteinsson. Barnabörnin eru orðin átta. Slökun Hjónin Jóna Ósk og Jón fyrir tveimur dögum á Benidorm. Nýtur lífsins á Beni- dorm í tilefni dagsins Jóna Ósk Vignisdóttir er sextug í dag J ónas Þór Guðmundsson fæddist á Akureyri 11.5. 1968 og ólst þar upp. „Ég bjó fyrstu sex árin í Byggðavegi en síðan í Reynilundi þar sem foreldrar mínir byggðu sér hús og átti ég þar heima þar til ég fór suður í Háskólann. Það var gott að alast upp á Akureyri. Lundarhverfið var að byggjast upp og fjöldi krakka þar. Stutt var í golf- völlinn, en fyrir austan hann voru þá tún og mýrar og nokkur hesthús og fjárhús. Þetta var ævintýraheimur bernskunnar.“ Jónas gekk í Lundarskóla og síðar Gagnfræðaskóla Akureyrar, varð stúdent af viðskipta- og hagfræði- braut VMA, lauk cand.jur.-prófi frá HÍ og fékk síðar hdl.. og síðan hrl.- réttindi. „Ég var í sveit hjá Þóru Ottós- dóttur og Erni Haukssyni á Stiklum í Mývatnssveit. Einnig fór ég með afa mínum, fósturföður mömmu, Jónasi Thordarsyni, sem ég er skírður í höfuðið á, á æskuheimili hans að Ljósalandi í Vopnafirði og dvaldi þar hluta úr sumrum. Kona Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður – 50 ára Ljósmynd/Stína Terrazas Á göngu við Hvaleyrarvatn Frá vinstri Guðmundur Már, afmælisbarnið, Ingibjörg, Stefán Árni og Lovísa Margrét. Fjölskyldu- og veiðimaður Með veiðifélögum Kátir félagar við Árhvamm við Hofsá í Vopnafirði. Reykjavík Guð- mundur Helgi Ara- son fæddist 22. sept- ember 2017 kl. 18.13. Hann vó 2.765 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Arna Jóhannsdóttir og Ari Freyr Hermannsson Ísfeld. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.