Morgunblaðið - 11.05.2018, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2018
„Simson var líka garðyrkjumaður
og það er nokkuð af plöntum hér á
sýningunni; þessar plöntur þarna eru
í garðinum sem hann gróðursetti í
Tungudal,“ segir Katrín um nokkur
verkanna og stækkaða ljósmynd sem
myndar svarthvítan bakgrunn bak
við þau sum. „Svo standa þessar tvær
styttur fyrir framan sundlaugina á
Ísafirði.“
En verkin fjalla ekki um stytt-
urnar sem slíkar heldur minningar
og tilfinningar, ákveðna sýn. Tala inn
í ákveðnar ljóðrænar, innhverfar
stemningar.
„Í nálguninni ákvað ég að nota að-
allega ákveðna upphafningu, þar sem
ungt fólkið í styttunum horfir fram á
veginn. Ég fer að nota þau sem
ákveðin tákn, í mörgum myndum á
móti fjöllum og bláum himni.
„Mér finnst þessi leikhústjöld í
myndinni þarna tengjast styttunum á
vissan hátt, sviðssetningu þeirra, og
þau tengja líka hingað inn í innra
rýmið,“ segir Katrín þegar við göng-
um þangað inn.
„Þessi verk hér eru meira í þeim
anda sem ég hef verið að gera og
sýna á undanförnum árum, en hafa
þó flest ekki verið sýnd hér heima,“
segir hún. Katrín hefur á undan-
förnum árum tekið þátt í ýmsum sýn-
ingum erlendis og á árinu eru verk
hennar á sýningum í Vínarborg, Seúl
og Helsinki. Í Vín tók Katrín líka á
móti viðurkenningu fyrir verk sín,
svokölluðum EIKON-verðlaunum.
Staðir sem hýstu drauma
„Þetta eru allt staðir sem ég hef
gist á,“ segir hún um óræð rýmin á
myndunum. „Bæði í Kaliforníu og á
Íslandi. Það eru persónulegar teng-
ingar við alla þessa staði.“ Þeir hafa
hýst drauma hennar um stund.
„Ég hef haldið áfram að horfa inn
og út í verkum mínum og þar sem ég
á undanförnum árum hef dvalið um
tíma, hvort sem það eru tveir dagar
eða vika, hef ég tekið myndir sem
þessar. En þetta er í fyrsta skipti
sem ég hef blandað myndum sem
þessum saman við eldri ljósmyndir,
þær elstu frammi af styttunum.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljóðræn „Ég var á vissan hátt í leit að upprunanum og byrjaði að mynda
stytturnar og hef haldið því áfram,“ segir Katrín Elvarsdóttir.
Þrír listamenn frá Akureyri
voru fulltrúar Íslendinga á
vatnslitahátíðinni í Fabriano á
Ítalíu sem fram fór um síðustu
helgi. Jóna Bergdal og Ragnar
Hólm Ragnarsson voru í Fabri-
ano og áttu verk á sýningu há-
tíðarinnar en að auki átti Guð-
mundur Ármann þar eina mynd
en hann átti ekki heimangengt.
Vatnslitahátíðin í Fabriano
var fyrst haldin fyrir átta árum
og þá sóttu einvörðungu ítalskir
málarar hana en Fabriano varð
fyrir valinu þar sem bærinn er
þekktur fyrir pappírsfram-
leiðslu og vandaðan vatns-
litapappír.
Hratt og örugglega hefur há-
tíðin stækkað og nú sýndu þar
um 1.400 listamenn frá 70 lönd-
um.
Frá fimmtudegi til mánudags
var boðið upp á allskyns nám-
skeið, sýnikennslu, vörukynn-
ingar, hverskonar uppákomur
og „má segja að öll helgin hafi
verið eitt risastórt karnival,“
eins og Ragnar Hólm orðar það.
„Maður var úrvinda eftir allt
umstangið hvern einasta dag
þegar sólin hneig til viðar.“
Þrír Akureyringar á vatnslitahátíð
Vatnslitir Ragnar Hólm við verk eftir
sig á vatnslitahátíðinni í Fabriano.
Ég er að reyna að leiða fólkinn í þessa tímabundnuveröld táknanna með að-stoð birtunnar. Birtan er
það mikilvægasta í þessum myndum.
Hún er sjálf tákn vonarinnar,“ sagði
Arnar Herbertsson myndlistarmaður
í samtali undir lok síðustu aldar.
Þessi fallega stefnuskrá þessa merka
en hljóðláta og lítt áberandi lista-
manns er rifjuð upp í einni greinanna
í góðri og vandaðri bók í stóru broti
sem kom út í vetur um list og feril
Arnars og er ein-
faldlega nefnd eft-
ir honum.
Arnar vinnur
enn að list sinni,
löngum einfari
þótt hann hafi
tengst SÚM-
hópnum í upphafi
hans, og hefur,
eins og glöggt má sjá í bókinni, skap-
að mörg af sínum athyglisverðustu
verkum á síðustu árum og áratugum
en þess má geta að hann er 85 ára í
dag, 11. maí. Það er því við hæfi að á
sýningunni Ýmissa kvikinda líki – Ís-
lensk grafík, sem verður opnuð í
Listasafni Íslands í dag, á afmælis-
degi Arnars, er stór röð grafíkmynda
eftir hann.
Í bókinni eru birtar myndir af á
sjöunda tug verka eftir Arnar, þau
elstu frá sjötta áratugnum og nýjustu
máluð í fyrra. Æsa Sigurjónsdóttir
ritar formála að bókinni og segir þar
Arnar „birtast jafn skyndilega í ör-
sögu SÚM og hann hvarf þaðan sem
ungur hæfileikaríkur teiknari, graf-
íklistamaður og málari, sem einnig
setti saman nokkra sérstæða hluti
(objekta) sem eiga sér fáa líka í ís-
lenskri listasögu. Reynt verður að
færa lesanda nær þessum dularfulla
einyrkja í myndlistinni sem spinnur
óragur frásagnarþráð sem nokkuð
erfitt getur reynst að rekja upp“. (6)
Ólafur Gíslason ritar fallega heim-
spekilega grein um Arnar vin sinn og
listsköpun hans þar sem hann kveðst
sjá í hálfrar aldar glímu listamanns-
ins við málverkið „endurtekna leit
hans að upprunanum sem birtist okk-
ur sem rökræn niðurstaða í nýjustu
verkum hans sem er eins og taktur-
inn í afrískum trumbuslætti. Ekki
taktur vélvæðingarinnar eins og við
sjáum hann í málverki fútúristanna
[…] heldur taktur þess hjartsláttar
sem á sér dýpri rætur en vélvæð-
ingin, sá taktur verunnar í ölduróti
lífsins sem við getum rakið aftur til
hjartsláttarins í móðurkviði …“ (13)
Loks fjallar Ásdís Ólafsdóttir um
list og feril Arnars, í góðri samantekt.
Hann fæddist og ólst upp á Siglufirði
og þegar hann var 24 ára gamall
breytti það lífi hans þegar Hörður
Ágústsson myndlistarmaður kom til
bæjarins að gera veggmynd fyrir
skóla og velja liti fyrir kirkjuna. Arn-
ar sýndi Herði myndir eftir sig og
Hörður hvatti hann til að fara til
Reykjavíkur og leggja listina fyrir
sig, sem Arnar gerði og hefur síðan
unnið að henni, þó af mismiklum
krafti samhliða brauðstritinu. En
hann fann sína leið og hefur haldið sig
á henni, hávaðalaust. Ásdís segir
réttilega að ljóst megi vera að Arnar
sé afar sérstæður listamaður og út-
skýri persónuleiki hans langt og
frumlegt ævistarfið. „Hlédrægni,
hógværð og ómannblendni einkenndu
þennan unga Siglfirðing frá upphafi
og þessir persónueiginleikar ágerð-
ust frekar en hitt. Arnar hefur sjálfur
sagt, í tengslum við aðild sína að
SÚM-hópnum: „Ég var utangarðs,
eins og ég hef alltaf verið.“ Þetta
veldur honum sjálfum engum vand-
kvæðum, hann vill bara „þögn og frið
og jákvæða tilfinningu“,“ skrifar Ás-
dís.
Bókin um Arnar er vandað verk og
gott. Í bókarlok er farið yfir helstu
æviatriði og birtur listi yfir sýningar
Arnars. Hann hefur haldið 12 mis-
viðamiklar sérsýningar og margir
samherja hans hafa sýnt mun meira
og örar – 23 ár liðu milli fyrstu
tveggja sýninganna. En með bókinni
fá áhugamenn um myndlist kærkom-
ið yfirlit yfir listsköpun þessa athygl-
isverða og merka myndlistarmanns.
Táknheimur Arnars
Myndlist
Arnar Herbertsson bbbbm
Umsjón með útgáfu: Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson, Ásdís Ólafsdóttir og Knút-
ur Bruun. Formáli og greinar: Æsa Sig-
urjónsdóttir, Ólafur Gíslason og Ásdís
Ólafsdóttir. Ensk þýðing: Anna Yates.
Dimma, 2017. Innbundin í stóru broti,
100 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Arnar Herbertsson „Ég hef aldrei haft fyrir málverkinu,“ segir hann.
Heimur forma Ónefnt málverk eftir
Arnar frá 2016, 100 x 80 cm.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 34. s
Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Fim 24/5 kl. 20:30 aukas.
Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Fös 25/5 kl. 20:30 aukas.
Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas.
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Hin lánsömu (Stóra sviðið)
Sun 13/5 kl. 20:00 3. s Mið 16/5 kl. 20:00 4. s
Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Sun 13/5 kl. 19:30 50.sýn
Síðustu sýningar komnar í sölu
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200