Morgunblaðið - 11.05.2018, Side 36
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Allt að 50% færri bókanir en …
2. 500 lítra fiskabúr sprakk
3. Hugsi yfir viðbrögðum …
4. Grýtt til dauða fyrir að eiga …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Drekinn innra með
mér á tónleikum
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur
tónlistarævintýrið Drekinn innra með
mér eftir Elínu Gunnlaugsdóttur á
tónleikum í Eldborg Hörpu á morgun,
laugardag, kl. 14. Hljómsveitarstjóri
er Bernharður Wilkinson og sögu-
maður Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Sinfóníu-
hljómsveit áhuga-
manna í samvinnu
við Kór Neskirkju,
Drengjakór
Reykjavíkur og
Listaháskóla
Íslands heldur
tónleika í Nes-
kirkju á sunnudag
kl. 17. Fluttur verður Fiðlukonsert í D-
dúr eftir Beethoven og frumflutt
verkið Hulda eftir Steingrím Þórhalls-
son. Einleikari er Hulda Jónsdóttir og
einsöngvari Hallveig Rúnarsdóttir.
Kórverk og fiðlu-
konsert í Neskirkju
Þórunn Björnsdóttir kórstjóri
stjórnar söngstund í Hannesarholti á
mæðradaginn, 13. maí, kl. 14, ásamt
Þóru Marteinsdóttur, dóttur sinni,
sem einnig er kórstjóri
og tónskáld. Aðgang-
ur er ókeypis fyrir
börn í fylgd með
fullorðnum sem
greiða 1.000 kr.
Söngtextar birtast
á tjaldi svo allir
geti tekið undir.
Syngjum saman
á mæðradaginn
Á laugardag Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil rigning
SA-til, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 8 til 14 stig.
Á sunnudag Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað á köflum
og þurrt að mestu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast SV-til.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG A-læg átt, 5-13, rigning um landið sunn-
anvert, einkum á Suðausturlandi, en yfirleitt þurrt annars staðar.
VEÐUR
KR byrjaði vel í Pepsi-
deild kvenna í knatt-
spyrnu í gær en Vestur-
bæjarkonur lögðu Selfyss-
inga á útivelli, 1:0.
Breiðablik er komið með
sex stig eftir tvo leiki og
hefur skorað í þeim tíu
mörk og Stjarnan
sneri heldur betur
blaðinu við eftir
skell í fyrstu um-
ferð og lagði Val á
útivelli. » 2
Góð byrjun KR
gegn Selfossi
„Íslandsmeistaratitillinn er það sem
mig hefur alltaf dreymt um og er
markmið sem ég hef ekki ennþá náð
með FH. Þetta er minn heitasti
draumur og það væri mér eitt og allt
að taka þann stóra áður en ég kveð,“
segir Gísli Þorgeir Kristjánsson en
FH-ingar lögðu Selfoss að velli í
fyrrakvöld og mæta ÍBV í úrslita-
einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í
hand- knattleik sem
hefst á morgun.
»4
Íslandsmeistaratitill
heitasti draumurinn
„Það er ótrúlega mikið afrek fyrir lið-
ið að vinna fjögur ár í röð, ekki síst í
ljósi þess að á hverju ári hefur liðið
tekið breytingum, leikmenn komið og
farið,“ segir Ólafur A. Guðmundsson,
fyrirliði Kristianstad, sem varð
sænskur meistari í handknattleik í
gær. Með liðinu leika einnig Íslend-
ingarnir Arnar Freyr Arnarsson og
Gunnar Steinn Jónsson. »1
Mikið afrek að vinna
fjögur ár í röð
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Starfið er bæði fjölbreytt og ögr-
andi en þetta er alltaf mjög
skemmtilegt,“ segir Ingibjörg Elfa
Sigurðardóttir, umsjónarmaður
nytjamarkaðarins Búkollu á Akra-
nesi.
Búkolla var opnuð árið 2009
þegar landsmenn voru enn í sjokki
eftir efnahagshrunið og vinsælt
var að endurnýta gamla muni.
Reksturinn hefur gengið vel frá
upphafi að sögn Ingibjargar sem
tók við rekstrinum árið 2010.
„Þetta sannaði sig strax á fyrsta
degi og salan hefur aukist með
hverju ári.“
Fötin alltaf vinsælust
Í Búkollu má finna fjölbreytt
úrval notaðra muna. Þeir eru sótt-
ir í nytjagáma á endurvinnslustöð-
inni en fyrir utan húsnæði versl-
unarinnar eru fatagámar og fólk
getur skilað af sér munum á
staðnum.
„Fötin eru alltaf vinsælust hjá
okkur. Ég myndi halda að þau
væru svona 80-85 prósent af söl-
unni. Þau eru aðalmálið. Bæk-
urnar eru líka alveg nauðsynlegar
þó að það fari engin ósköp af
þeim. Það er mikið til sama fólkið
sem kemur og grúskar í þeim.
Eins með plöturnar; það er ákveð-
inn hópur sem þekkir þetta,“ segir
Ingibjörg. Verðið ætti ekki að
standa í kúnnunum því hægt er að
fá bækur allt niður í 50 krónur og
plöturnar fara margar á 250 krón-
ur. Safnarar mæta gjarnan í leit
að sjaldgæfum myndasögum og
hljómplötum.
Fólk hætt að hvítta
Búkolla selur líka húsgögn en
sala á þeim hefur minnkað að und-
anförnu. „Á tímabili var rosalega
mikið verið að kaupa gömul hús-
gögn og gera þau upp. Það voru
allir að hvítta en það er ekki leng-
ur. Ég skynja það vel núna eftir
áramótin. Það hafa margir verið
að tala um það lengi að það sé aft-
ur komið 2007, ég er rétt að
skynja það núna. Er góðærið kom-
ið á Skagann? Já, mér finnst það.“
Kúnnar koma víða að
Búkollu er að finna á Vestur-
götu 62 á Akranesi. Markaðurinn
er opinn fimmtudaga, föstudaga
og laugardaga frá klukkan 12-15.
„Þetta er vinsælt hjá bæjarbúum
en á laugardögum kemur fólk víð-
ar að. Þá kemur gjarnan fólk úr
bænum en líka margt af fólki ofan
úr Borgarfirði og úr Borgarnesi,“
segir Ingibjörg Elfa.
Góðærið komið á Skagann
Fólk virðist
hætt að gera upp
gömul húsgögn
Morgunblaðið/Hari
Búkolla Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir hefur staðið vaktina á nytjamarkaðinum Búkollu á Akranesi síðan 2010.
Búkolla er rekin af bæjaryfir-
völdum á Akranesi en reksturinn
er nokkurn veginn sjálfbær, að
sögn Ingibjargar.
„Bærinn leggur til húsnæðið
en við borgum af því hita og raf-
magn. Það er ekki mikill afgang-
ur,“ segir hún.
Starfsemin lífgar svo sannar-
lega upp á bæinn, bæði fyrir við-
skiptavini og ekki síður þá sem
fá tækifæri til að vinna þar. „Við
erum með fimm örorkuvinnu-
samninga, fólk sem er í 25 pró-
sent vinnu. Svo eru alltaf ein-
hverjir sjálfboðaliðar. Við höfum
líka verið að taka fólk í sam-
félagsþjónustu og eins ein-
staklinga sem koma úr Fjöl-
iðjunni, fatlaða einstaklinga.
Þetta er mjög fjölbreyttur og
skemmtilegur vinnustaður. Hér
er mikið líf og fjör,“ segir Ingi-
björg.
Hér er mikið líf og fjör
BÚKOLLA LÍFGAR UPP Á BÆINN