Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 fyrir öll tölvurými og skrifstofur Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Írski hvala- og höfrungahópurinn (IWDG) mun á fimmtudag leggja í um 4.500 kílómetra siglingu frá Írlandi í kringum Ísland. Þetta kemur fram á heimasíðu hópsins. en IWDG mun í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík standa fyrir rannsóknarferð sem kölluð er Hnúfubaksleiðang- urinn. Um 45 daga leiðangur er að ræða, en rannsóknarbáturinn Celtic Mist mun samkvæmt áætlun sigla úr höfn í Dublin á laugardagsmorgun og verð- ur í Reykjavíkurhöfn rúmri viku síðar. Í samtali við Morgunblaðið segir Simon Berrow, framkvæmdastjóri IWDG, aðalmarkmið leiðangursins vera að ná myndum af hnúfubökum og öðrum sjávardýrum við Íslands- strendur, en íslenskir hnúfubakar hafa sést við Írland og víðar. Íslenskir eða írskir hvalir? Spurður hvort hvalveiðistefna Ís- lendinga sé ástæðan fyrir leiðangr- inum segir Berrow: „Við erum fyrst og fremst rannsóknarhópur og for- dæmum ekki stefnuna enda eigum við Írar sjálfir við ýmis vandamál að stríða þegar kemur að hvalastofninum við Írland.“ Berrow segir það ekki vera ætl- unina með leiðangrinum að segja Ís- lendingum hvernig þeir eigi að stýra sínum hvalveiðimálum en bætir við: „Það er samt mikilvægt að minna alla á að þessar tegundir ferðast mik- ið. Íslendingar telja þessa hvali ef- laust íslenska og Írar telja þá írska. Sjálfur vinn ég á Grænhöfðaeyjum, þar sem margir „íslenskir“ hvalir fæðast, svo þeir ættu sennilega að teljast vestur-afrískir heldur en ís- lenskir eða írskir.“ Celtic Mist Írska skipið mun sigla frá Reykjavík til Eskifjarðar með viðkomu á ýmsum stöðum. Írar ætla að rannsaka hvali við Íslandsstrendur  Írski hvala- og höfrungahópurinn heldur í hnúfubaks- leiðangur í samvinnu við íslenskar rannsóknarstofnanir Tryggingastofnun hefur lokið endur- reikningi á tekjutengdum greiðslum ársins 2017 hjá stærstum hluta líf- eyrisþega. Endurreikningurinn var gerður fyrir 57 þúsund lífeyrisþega sem fengu samtals greidda 107,3 milljarða króna í tekjutengdar greiðslur árið 2017. Niðurstaða endurreiknings- ins leiðir í ljós að 44% þeirra sem fengu tekju- tengdar greiðslur á síðasta ári fengu ofgreitt og skulda því sam- tals 3,9 milljarða króna. Sömuleiðis eiga 44% þeirra sem fengu tekju- tengdar greiðslur inneign hjá Tryggingastofnun upp á samtals 2,6 milljarða króna. Endurreikningurinn miðast við tekjuupplýsingar í staðfestum skatt- framtölum og eru þær bornar saman við það sem einstaklingur hefur fengið greitt á árinu. Trygginga- stofnun segir eðlilegt að frávik á greiðslum komi fram við endurreikn- ing enda geti tiltölulega litlar breyt- ingar á tekjum orsakað frávik. Fólk sé gjarnan með breytilegar fjár- magnstekjur á milli ára og því erfitt að áætla laun ár fram í tímann. Vangreidd réttindi verða greidd með eingreiðslu hinn fyrsta júní næstkomandi en þeir lífeyrisþegar sem fengu ofgreitt 2017 byrja að greiða skuld hinn fyrsta september. Endurgreiðsla kemur illa við öryrkja Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það koma afar illa við öryrkja þegar þeir þurfi að endurgreiða tekjutengdar greiðslur. Hún bendir sérstaklega á að allar fjárhæðir sem öryrkjar eignist séu flokkaðar sem tekjur. Þar á meðal arfur, slysa- bætur og söluandvirði fasteigna. Þuríður telur að það þurfi að skilja á milli þess sem geti raunverulega tal- ist til tekna og þess sem ætti ekki að flokkast til tekna. Að hennar mati er það verkefni Alþingis að skýra þessi mörk. Hún segir sömuleiðis að væn- legt væri að áætla tekjur fyrir styttri tímabil en heilt ár í einu og gott væri að endurskoða áætlaðar árstekjur á mánaðarfresti. Þær hugmyndir hafa ekki fengið hljómgrunn hjá Trygg- ingastofnun hingað til, að sögn Þur- íðar. ragnhildur@mbl.is 88% hlutu rangar greiðslur  Frávik í tekjutengdum greiðslum Greiðslur Trygginga- stofnun. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi á fundi sínum í gærkvöldi tólf ein- staklinga út af kjörskrá hreppsins vegna sveitarstjórnarkosninganna um næstu helgi. Áður hafði Þjóð- skrá fellt úr gildi breytingar á lögheimilisskráningum fólksins sem hafði flutt lögheimili sín í hreppinn í vor. Þetta staðfesti Eva Sigur- björnsdóttir, oddviti Árnes- hrepps, í samtali við mbl.is í gær- kvöldi. Samtals fluttu 18 einstaklingar lögheimili sitt í hreppinn en Þjóðskrá á eftir að fara yfir mál fjögurra þeirra. Ein lögheimilisbreyting var samþykkt og ein var dregin til baka. „Þær voru bara felldar niður eins og úrskurðað hafði verið af Þjóðskrá,“ segir Eva. Hún segir að fundað verði aftur síðar þegar niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir varðandi mál þeirra fjögurra ein- staklinga sem enn eru til umfjöll- unar hjá stofnuninni. Tólf felldir út af kjörskránni í Árneshreppi Morgunblaðið/Golli Árneshreppur Styr hefur staðið um kjör- skrá hreppsins á síðustu vikum. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Bílasölur á Norðurlöndunum beina viðskiptavinum sínum fremur í átt að bensín- og dísilbílum í stað þess að mæla með rafmagnsbílum. Er þetta meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun sem birt er í netútgáfu fræðitímaritsins Nature Energy. Við vinnu úttektarinnar þóttust rannsakendur vera í bílahugleiðing- um og beindu þeir alls 126 fyrir- spurnum til 82 bifreiðaumboða í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og Íslandi. Segja þeir bílasöl- urnar í mörgum tilfellum hafa kastað rýrð á rafmagnsbíla og veitt misvís- andi upplýsingar um eiginleika þeirra, s.s. drægni bílanna og hleðslutíma. Þá slepptu sumir sölu- menn að minnast á rafmagnsbíla. „Í tveimur þriðju hlutum tilvika beindi sölumaður viðskiptavininum sterklega eða eingöngu í þá átt að velja bensín- eða dísilbíl og hafnaði rafmagnsbílum,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar. Í yfir þremur fjórðu tilvika minntust bílasalar ekki á að þeir ættu rafmagnsbíla á sölu- skrá. Á einni bílasölunni var rann- sakanda sagt að kaupa ekki raf- magnsbíl því slíkur bíll myndi „eyðileggja þig fjárhagslega“. Annar bílasali sagði tiltekinn rafmagnsbíl „einungis fara upp í 80 km/klst“ en það er um helmingi lægri hámarks- hraði en bíllinn nær í raun. Sótt í sig veðrið hér á landi Niðurstöður rannsóknarinnar stangast á við fjölmargar viðhorfs- kannanir sem beint hefur verið að eigendum rafbíla. Eru margir þeirra lukkulegir og hafa rafmagnsbílar í sumum tilfellum komið betur út í áreiðanleikakönnunum en þeir bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti. Hér á landi hefur sala rafmagns- bíla aukist jafnt og þétt. Hið sama má segja um tengiltvinnbíla, en áhugi neytenda á vistvænum bílum er sagður mikill. Morgunblaðið setti sig í samband við nokkra bílasala á höfuðborgar- svæðinu og bar undir þá niðurstöður rannsóknarinnar sem birt er í Nature Energy. Vildu þeir ekki kannast við áðurnefndar lýsingar. „Ég hef ekki orðið var við þetta,“ sagði einn þeirra. „Rafbílar eru það sem koma skal, en ef menn skoða markaðinn sést auðvitað að lítið hlut- fall af þeim er komið til endursölu. Það eru allir að reyna að selja sitt og ég kannast ekki við þessar lýsingar – að verið sé að tala rafmagnsbíla eitt- hvað sérstaklega niður. Svo er ann- að; þróunin er mjög hröð í þessu og rafbíll sem kom á markað 2015 er kannski ekki jafn auðseljanlegur í dag þegar drægni hefur tvöfaldast,“ bætti hann við. Annar bílasali sem rætt var við sagðist ekki halda að bílasölur beindu viðskiptavinum sínum sér- staklega frá rafbílum þótt hann hefði lítið álit á slíkum bílum sjálfur. „Framtíðin er ekki í rafmagninu. Ég held að vetnisbílar verði ofan á.“ Margir beindu fólki frá rafbílunum  Haft var samband við 82 bifreiðaumboð á Norðurlöndunum  Rannsakendur þóttust vera í bíla- hugleiðingum  Í tveimur þriðju hlutum tilvika var sterklega eða eingöngu mælt með bensíni og dísil Morgunblaðið/Ófeigur Rafmagn Víða má nú finna sérstök hleðslustæði sem ætluð eru rafmagns- bílum, en vinsældir slíkra ökutækja hafa aukist jafnt og þétt að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.