Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ SigurðurBjörgúlfsson
arkitekt fæddist í
Reykjavík 22. jan-
úar 1950. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 6.
maí 2018.
Foreldrar Sig-
urðar voru Björg-
úlfur Sigurðsson
verslunarmaður, f.
3.7. 1915, d. 1.10.
1985, og Ingibjörg Þorleifs-
dóttir, f. 12.11. 1915, d. 22.9.
1993. Sigurður var kvæntur El-
ísabetu Öldu Pétursdóttur, f.
15.1. 1952, d. 10.5. 2017.
Saman eignuðust þau þrjú
börn. Þau eru Helen Inga, f.
25.5. 1977, d. 19.4. 1979, Telma
Ingibjörg, f. 18.5. 1980, gift Ív-
ari Erni, og Björgúlfur Krist-
ófer, f. 1.1. 1994.
Barnabörn Sigurðar eru Hel-
en Ívarsdóttir, f. 20.3. 2013, og
Arna Karen Ívars-
dóttir, f. 6.11. 2014.
Sigurður var
kennari að mennt
og kenndi eitt miss-
eri. Hann hóf nám í
arkitektúr í Árs-
húsum en útskrif-
aðist frá Kunst-
akademíunni í
Kaupmannahöfn
árið 1981.
Sigurður flutti til
Íslands árið 1983. Hóf hann þá
störf og gerðist meðeigandi að
Vinnustofu Arkitekta ehf. sem
varð síðar VA Arkitektar.
Helstu verkefni voru ansi
mörg á löngum starfsferli en
helst mætti nefna Seljahlíð, Suð-
urgötu 33, SEM húsið, Vitatorg,
Bláa Lónið, Ingunnarskóla og
Sæmundarskóla.
Útför Sigurðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 23. maí
2018, klukkan 15.
Við viljum minnast Sigurðar
Björgúlfssonar, náfrænda og
vinar, sem verður jarðaður í dag.
Það er erfitt að finna réttu orðin
þegar góður maður fellur
skyndilega frá. Fyrstu viðbrögð-
in eru sorg og depurð, vanmátt-
ur og skilningsleysi. Samhygð
með börnum hans og barnabörn-
um, sem missa pabba sinn og
afa. En þegar frá líður streyma
minningarnar fram. Þær veita
huggun, því það eru góðar minn-
ingar.
Ef lýsa ætti Sigurði, eða Sigga
Björgúlfs eins og hann var alltaf
kallaður, þá kemur orðið „reffi-
legur“ fljótt upp í hugann. Vel til
fara, með grátt hárið greitt aftur
og myndarlegt skegg, stundum
með sólgleraugu og einstaka
vindil, svona á góðum degi. Hann
var lífsglaður og skemmtilegur,
fróður og fróðleiksfús, skraf-
hreifinn og vinmargur, ástríðu-
fullur gagnvart því sem hann
hafði áhuga á, hjálpsamur. Um
leið var hann ekki skaplaus og
gat verið snöggur upp ef honum
mislíkaði eitthvað í pólitíkinni
eða mannlífinu. En hann var líka
fljótur niður – og svo hélt sam-
talið áfram.
Siggi var sýnilega ákveðinn í
því að njóta lífsins. Hafði ánægju
af því að umgangast annað fólk,
njóta góðs matar og umfram allt
eiga góðan félagsskap við vini og
ættingja. Ferðast um heiminn,
oft til fjarlægra slóða, og prófa
eitthvað nýtt, heillast, læra, láta
forvitnina leiða sig á ný mið og
auðga lífið.
Þegar Siggi var utanlands á
framandi slóðum, kannski á
markaði á Indlandi eða í tebúð í
Marokkó, þá var hann einhvern
veginn á heimavelli. Hann laðaði
að sér fólk og rann áreynslulaust
inn í mannlífið.
Ef litið var af honum, þá var
hann sestur að spjalli við ein-
hverja karla, inn í búð á bak við
og byrjaður að smakka tyrk-
neskt kaffi eða döðlur, farinn að
reifa helstu mál. Kom svo ef til
vill út í persneskri skikkju eða
með panamahatt. Hann spjaraði
sig hvar sem er í heiminum.
Hann var vinmargur og vel
metinn, bæði í vinnu og í fé-
lagslífi. Farsæll í sínu starfi sem
arkitekt, hafði yfirleitt nóg að
gera hvort sem það var upp-
gangur eða niðursveifla. Tók
hvoru tveggja af stóískri ró enda
mikilvægari hlutir til í veröldinni
heldur en vinnan, þó vissulega
hafi hún verið honum mikilvæg.
Og svo var það Elísabet. Þau
voru glæsileg bæði tvö og góð
saman. Hann talaði mikið um
hana og var stoltur af henni. Þau
nutu lífsins saman og hennar
andlát fyrir ári síðan var harm-
dauði. Við eigum góðar minning-
ar af því að sjá þau koma í heim-
sókn, brosandi bæði tvö, iðandi
af tilhlökkun yfir fríi og ferða-
lagi, eða bara skemmtilegu fjöl-
skylduboði, eins og tveir ung-
lingar á fyrsta stefnumóti.
Við vottum elsku Telmu og
Björgúlfi, eftirlifandi börnum
Sigga, og fjölskyldunni allri okk-
ar innilegustu samúð.
Sigríður Ragna Jónsdóttir
og Auðunn Atlason.
Skyndilegt fráfall félaga og
vinar breytir glaðværðinni í
Kramhúsinu í sorg og söknuð
þar sem við tökum höndum sam-
an í minningu Sigurðar Björg-
úlfssonar. Aldrei framar mun
hann verða þjáningarbróðir okk-
ar í armbeygjum, sem við teljum
að fari fjölgandi með hækkandi
aldri í leikfimihópnum. Hann
mun ekki fara oftar í „hundinn“
eða verða hvatamaður að „slök-
un“, sem var hans uppáhalds-
æfing. Hver mun nú færa okkur
kodda og teppi í slökunina þegar
Sigga nýtur ekki lengur við? Og
hver mun taka að sér að teygja
fimmtudagskaffið yfir í öll mögu-
leg tilefni á öðrum dögum?
Sannleikurinn er sá að Sig-
urður var kúnstner í mannlegum
samskiptum. Það sjáum við svo
glöggt þegar hann er allur. Oft-
ast var hann með glettnissvip í
augum, spaugileg sjónarhorn í
tilsvörum og hláturkumrið á sín-
um stað. Fasið var afslappað og
svolítið bóhemískt. Það var alltaf
tilhlökkun að hitta hann vegna
þess hvað hann hafði þægilega
nærveru.
Siggi var í hópi þeirra inni-
setumanna sem stofnuðu til leik-
fimihópsins sem nú hefur púlað í
28 ár samfleytt undir styrkri og
strangri leiðsögn Sóleyjar Jó-
hannsdóttur. Drengir Sóleyjar
er þessi hópur nú nefndur eftir
að hafin var þátttaka í Gullald-
arleikum Evrópska leikfimisam-
bandsins. Við höfðum fyrir
nokkru hafið æfingar fyrir næstu
leikfimihátíð sem haldin verður í
Pesaro á Ítalíu í september
næstkomandi. Þar ætlaði
„Bjorgulfson“ að vera fararstjóri
hópsins um slóðir sem hann
gjörþekkti og leiða okkur fyrir
sjónir ekta ítalska menningu í
gömlum fjallaþorpum. Rétt er að
taka fram að eiginkonur Drengja
Sóleyjar hafa jafnan tekið þátt í
sýningaratriðum hópsins. Siggi
ætlaði ekki að láta sig vanta á
Ítalíu enda þótt Elísabet stigi
ekki lengur með honum taktinn
af sínum yndisþokka.
Elísabet Alda Pétursdóttir
andaðist fyrir réttu ári eftir
stranga sjúkdómslegu. Einhvern
veginn er sú staðreynd huggun-
arrík að stutt varð á milli þeirra
hjóna vegna þess að þau höfðu
deilt kjörum frá námsárum í
Kaupmannahöfn og þolað saman
súrt og sætt. Elísabet og Sig-
urður voru glæsilegt par og sálu-
félagar. Engum duldist hve hann
mat konu sína mikils og hversu
mikið andlát hennar fékk á hann.
Engu að síður var hann staðráð-
inn í að njóta hverrar stundar
sem gæfist og skoða heiminn
með börnum og vinum. En líf
mannlegt endar skjótt, alltof
fljótt finnst okkur sem söknum
Elísabetar og Sigurðar.
Leikfimihópurinn er fyrir
löngu hættur að snúast eingöngu
um að liðka stirða liði og styrkja
slappa vöðva. Hann er okkar fé-
lagsmiðstöð og sálubót inn í dag-
ana. Ein driffjöður er nú brostin
í undirvagninum en við munum
skrölta áfram veginn með minn-
inguna um Sigurð sem aflgjafa.
Við vottum börnum Elísabet-
ar og Sigurðar og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúð.
F.h. leikfimifélaganna,
Einar Karl Haraldsson.
Það var þungbært að heyra að
okkar kæri samstarfsmaður og
vinur væri fallinn frá. Skarðið
sem eftir situr er stórt en eftir
lifa góðar minningar um Sigga
sem var í senn stórskemmtilegur
og með afar góða nærveru.
Sigga var annt um samstarfs-
fólk sitt og sýndi okkur á Vinnu-
stofu Arkitekta hf., VA, mikla
góðvild og hlýju. Hann blés já-
kvæðum anda inn í stofuna,
suma morgna með Karíba-brauði
úr Bernhöftsbakaríi sem skyldi
neytt með þykku lagi af smjöri.
Með brauðinu fylgdu fimmaura-
brandarar, misgóðir að sjálf-
sögðu, og skrautlegar sögur frá
ferðalögum hans og Lísu til
framandi landa. Aðra morgna
kom Siggi beint úr vinnu eftir
leikfimi sem hann sótti sam-
viskusamlega með Rikka og
Hróbjarti. Þegar svo bar undir
fengum við samstarfsfólkið oft
að vita hvernig straumarnir lágu
í þjóðfélaginu og í hvaða átt væri
æskilegt að halda með íslenskt
samfélag.
Siggi var góður arkitekt og
hokinn af reynslu. Í þeim efnum
deildi hann þekkingu sinni með
okkur yngri arkitektunum á sinn
rólega og afslappaða hátt. Í leið-
sögn sinni laumaði hann gjarnan
að litlum brandara og flókinn
þakfrágangur var þá orðinn að
viðráðanlegu verkefni.
Siggi hafði næmt auga fyrir
smáatriðum í byggingarlistinni
og lausnum þeim tengdum, en
var í senn heimsborgari sem sá
stóru myndina. Á ferðalögum
var engu líkara en öll lífsorkan
sem viðkomandi borg bjó yfir
endurbirtist í Sigga, í formi mik-
illar gleði og söngs. Þessu kynnt-
umst við á ferðalögum okkar á
stofunni til Barselóna og Lissa-
bon. Siggi setti mikinn lit á
vinnuumhverfið og í öllum sam-
kvæmum og ferðalögum stofunn-
ar voru hann og Lísa hrókar alls
fagnaðar. Líflegra og skemmti-
legra par var vandfundið.
Það er erfitt að ganga fram
hjá vinnuborði Sigga nú þegar
hann er þar ekki lengur. Á sama
tíma brýst þó þakklætið fram til
okkar vinnufélaganna fyrir fjöl-
margar frábærar stundir; við
vinnuborðið, á kaffistofunni eða
á ferðalögum til spennandi
áfangastaða. Innblásin af tíma
okkar með Sigga stefnum við
bjartsýn inn í framtíðina.
Fyrir hönd starfsmanna VA,
Bjarki Gunnar Halldórsson
og Magdalena
Sigurðardóttir.
Það var í kringum 1980 að ný-
útskrifaðir arkitektar tóku að
skila sér heim í meiri mæli en áð-
ur hafði þekkst. Við vorum þó
ekki fleiri en svo að við þekkt-
umst flest eða kunnum deili
hvert á öðru. Siggi Björgúlfs
kom heim frá Kaupmannahöfn
1981 og stofnar tveimur árum
síðar ásamt þeim Geirharði,
Hróbjarti, Richard Briem og
Sigríði Sigþórs Vinnustofu Arki-
tekta hf. Þetta var framsækinn
hópur sem innleiddi nýjungar í
mótun bygginga og skipulags og
naut velgengni þegar í upphafi.
Meðal jafnaldra hans var uppi
orðrómur um að Siggi hefði
næma tilfinningu fyrir hinu list-
ræna og legði gjarnan lokahönd
á útlitsmyndir, það rímaði líka
við heimsborgaralegt yfirbragðið
og meðfædda glæsimennsku.
Fjölmargar byggingar litu dags-
ins ljós á þessum tíma, Seljahlíð,
SEM húsið, Ísafjarðarkirkja,
Vitatorg og saman teiknuðu þeir
Rikki sér nýstárlegt parhús við
Suðurgötu sem féll að byggð sem
fyrir var þannig að til eftir-
breytni er.
Siggi kom að hönnun Bláa
Lónsins þar sem næm tilfinning
fyrir smáatriðum naut sín og var
arkitekt Ingunnarskóla, fagur-
lega mótaðrar byggingar sem
boðaði nýja tíma í hönnun skóla-
bygginga. Margar smærri bygg-
ingar liggja eftir Sigga sem bera
vitni um agað formskyn og
glöggt auga.
Nú er hálfur fjórði áratugur
síðan stofan hóf göngu sína og
margt borið við á langri leið.
Starfsmenn hafa komið og farið,
kreppur hafa komið og farið en
Vinnustofan hefur lifað það allt
af, ekki síst vegna þess að um-
hyggja fyrir starfsmönnum og
vitundin um að líðan þeirra
skipti öllu hafa ráðið för. Siggi
skildi mikilvægi þessa, var upp-
örvandi við yngri starfsmenn og
óspar á hvatningarorð. Greinar-
ritari gekk til liðs við VA fyrir
rúmum áratug og skynjaði fljótt
að þegar mikið stóð til var Siggi
jafnan staddur í miðju atburða-
rásarinnar, hrókur alls fagnaðar.
Jólaböll VA, þar sem Siggi stýrði
innkaupum, skreytti jólatréð og
smurði flatkökur, hafa verið ár-
legt tilhlökkunarefni. Og utan-
landsferðirnar, við sátum
kannski 30 manns á veitingahúsi
og það hvarflaði ekki annað að
staðarhöldurum en Siggi færi
fyrir hópnum, aðrir komu ekki til
greina. Í þessum ferðum upp-
lifðum við þá sérgáfu hans að ná
til ólíkasta fólks, maður hafði á
tilfinningunni að ókunnugir, eftir
örstutt spjall, tryðu honum fyrir
sínum einkalegustu málum í
smáatriðum.
Okkur var ljóst að Sigga var
mjög brugðið þegar Lísa veiktist
og féll frá svo alltof snemma.
Þessi glæsilega, gáfaða og
skemmtilega kona átti hug hans
allan og var ómissandi í okkar
hópi.
Það er gott að hugsa til þess
núna að þau biðu ekki með það
að njóta tilverunnar eins og vill
henda en lögðu land undir fót,
heimsóttu fjarlægar slóðir.
Einhvern tíma setti Siggi góð-
látlega ofan í við greinarritara
fyrir að ofnota orðið vinur, þeir
væru örfáir í lífi hvers og eins
sem verðskulduðu þann titil. En
mótsögnin hér er sú að við öll
hér á VA áttum hann að vini því
vinur er það sem hann var í
raun. Við erum þakklát fyrir þá
dýrðardaga sem við vorum sam-
ferða Sigga og Lísu og vottum
þeim Telmu, Björgúlfi, Ívari og
barnabörnunum okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd VA arkitekta,
Ólafur Ó. Axelsson.
Ég hitti fyrst Sigga haustið
1991 þegar ég gekk óstyrkum
skrefum upp á þriðju hæð á
Skólavörðustig 12 í atvinnuleit.
Það varð mér til gæfu að Siggi sá
eitthvað í mér, og úr varð að við
vorum starfsfélagar í 27 ár. Ég
verð honum ævinlega þakklátur
bæði fyrir ráðninguna og sam-
ferðina.
Það varð úr að við Siggi unn-
um sameiginlega að mörgum
verkum, bæði hér á landi sem og
erlendis. Því var það að við vor-
um margoft ferðafélagar. Þar
sem ég er sjálfur frekar hlé-
drægur að eðlisfari þá þótti mér
alltaf mikil styrkur í að hafa
Sigga með í för. Hann var mann-
blendinn, skemmtilegur og gat
með einhverju móti fundið upp á
umræðuefni við nánast hvern
sem er. Ég man eftir ófáum
skiptum þar sem ég kom að hon-
um í anddyri hótels, á veitinga-
stað eða bara úti á götu að slá
upp samtali við ókunnuga. Að
þessum samtölum loknum var
hann iðulega tilbúinn með ein-
hvern fróðleik um hvað væri
merkilegast að sjá, hvar væri
best að borða, eða bara hvers-
dagslegt innsæi um þá sem hann
hafði talað við. Ferðalag með
Sigga var þannig alltaf aðeins
auðugra en það hefði annars ver-
ið.
Fyrir nokkrum árum unnum
við Siggi saman að hönnun nýs
hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Við
komust þá að því að dagsferð til
Ísafjarðar að vetrarlagi með
flugi getur auðveldlega orðið
lengri en lagt er upp með. Siggi
tók slíkum uppákomum af heim-
spekilegri ró. Hann rölti þá mak-
indalega inn í næstu kjörbúð og
keypti tannbursta, fann svo hótel
og góðan veitingastað. Alltaf sló
Siggi á létta strengi við staðar-
menn, og hafði fljótlega samið
við veitingamann um að við
fengjum að spila ballskák
óhindrað fram eftir kvöldi gegn
því að við keyptum veitingar
jafnt og þétt. Svo reyndi hann af
mestu þolinmæði og rólyndi að
kenna mér að halda á kjuða. Það
var ekkert það ólán sem Siggi
gat ekki umbreytt í skemmtun.
Svona var Siggi. Hann bætti all-
ar kringumstæður með nærveru
sinni, og það eitt er í raun eina
arfleifðin sem er einhvers virði
að skilja eftir sig að æviskeiði
loknu.
Indro Indriði Candi.
Lífskúnstnerinn Sigurður
Björgúlfsson léttir nú ekki leng-
ur lund okkar vina hans og fé-
laga. Er þá skammt stórra
högga á milli því okkar ástkæra
Lísa féll frá fyrir rúmu ári.
Kynni af Sigga ná langt aftur í
tímann en treystust enn frekar
þegar hann tók að ferðast með
okkur til framandi landa.
Ekki skal hér fjölyrt um störf
hans að teikningum. Þar tala
sínu máli þau fjölmörgu verðlaun
sem hann og félagar hans á stof-
unni hafa unnið til en þar fer fá-
gætur smekkur saman við fram-
úrskarandi hönnun.
Siggi hafði yndi af því að
blanda geði við fólk. Hnyttni
hans og sá eiginleiki að sjá menn
og málefni í jákvæðu og jafn-
framt gáskafullu ljósi gerir hann
minnisstæðan. Hvert sem var
málefnið, var unun að eiga orða-
stað við okkar góða vin og af
slíkum fundi fóru menn ætíð
glaðsinna. Verður hans því sárt
saknað.
Við biðjum almættið að
styrkja börn hans og skyldmenni
og vonum að á Ódáinsvöllum
megi Siggi finna aftur sína elsku
Lísu.
Erla og Árni.
„The wind is in from Africa //
last night I couldn’t sleep …“
Þetta spilaði hann aftur og aftur
þar til mamma hans bankaði á
dyrnar og spurði: „Siggi minn, er
ekki allt í lagi?“ Það var kannski
ekki allt í lagi. Siggi var með
unglingaveikina. Hann hlustaði á
Joni Mitchell-plötuna þar til
grammófónninn gafst upp. Hann
var þá á svipaðan hátt búinn að
afgreiða The Rolling Stones.
Ég kynntist Sigurði Björg-
úlfssyni fyrst í Austurbæjarskól-
anum. Þetta var þá hávaxinn
sláni og mjög dökkhærður. Hann
var alveg ófeiminn drengur og
talaði við alla, háa sem lága. Þá
var skólinn þrísetinn og kenn-
arar kvörtuðu ekki. Kennari
Sigga var Baldur Georgs, hvers
vinur er nú á Þjóðminjasafninu.
Þéttbýlismyndun var hafin sem
átti vel við Sigga. Foreldrar hans
höfðu reynt að fara með hann út
á land en vanlíðan byrjaði strax í
Ártúnsbrekkunni. Urð og grjót
sagði hann og taldi það ótamda
hesta sem pissuðu bara þar sem
þeir stóðu.
Ég held að áhugi Sigga hafi þá
þegar verið farinn að beinast að
húsagerðarlist. Hann fór samt
fyrst í Kennaraskólann og klár-
aði kennaramenntun. Leiðir okk-
ar lágu svo aftur saman einmitt
fyrir ofan Ártúnsbrekkuna þeg-
ar ráðist var í gerð Vesturlands-
vegar og í minningunni fannst
okkur að bara við tveir hefðum
gert þennan veg alla leið upp í
Kollafjörð. Þar var mikið unnið
og allar helgar og lítill tími til að
skemmta sér en tókst nú samt.
Og hvort það voru nú kynni af
sveitinni uppi í Kollafirði eða
eitthvað annað tókst Sigga þetta
sumar að kynnast tilvonandi
konunni sinni sem var úr norð-
lenskri sveit. Hann safnaði líka
fé til að byrja í arkitektúr í Árós-
um og þangað fór hann til náms
um haustið.
Enn lágu leiðir okkar saman í
Kaupmannahöfn þar sem ég var
í framhaldsnámi. Þá hafði Elísa-
bet flutt til Sigga og þau eignast
dótturina Helen. Siggi vildi síðan
skipta yfir í akademíuna í Kaup-
mannahöfn sem var líka stærri
borg. Tilviljun réð að honum var
úthlutað íbúð á Sólbakkanum,
tveimur hæðum fyrir ofan mig.
Árið 1979 lést Helen litla af
völdum heilahimnubólgu. Siggi
og Elísabet fluttu af Sólbakkan-
um í Charlottenlund þar sem
þau bjuggu á meðan hann klár-
aði námið. Telma Ingibjörg
fæddist í maí 1980.
Stuttu seinna fluttu þau til Ís-
lands og Siggi fékk fljótlega
vinnu á arkitektastofu við Skóla-
vörðustíginn. Á nýársdag 1994
eignuðust þau Björgúlf Kristófer
sem varð leikfélagi sona minna
og tíður samgangur fjölskyldna
okkar hélt áfram. Siggi var ein-
staklega tryggur og hjálpsamur
vinur.
Elísabet greindist með
krabbamein árið 2016 og ann-
aðist Siggi hana í erfiðum veik-
indum sem hún lést úr í maí
2017. Andlát hans sjálfs dynur
yfir eins og reiðarslag, aðeins ári
eftir andlát Elísabetar.
Missirinn er sár.
Elsku Björgúlfur, Telma og
aðrir aðstandendur, við Anna
Dóra og drengirnir samhryggj-
umst ykkur innilega.
Hafliði M. Guðmundsson
og fjölskylda.
Sigurður
Björgúlfsson