Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. M A Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 119. tölublað 106. árgangur
VERKEFNIÐ
MENNINGARMÓT -
FLJÚGANDI TEPPI
JOHN CLEESE
ER ENN Í
FULLU FJÖRI
VERÐLAUNUÐ FYRIR
REIÐMENNSKU OG
REIÐKENNSLU
GRÍNAST Í HÖRPU 41 KLARA SVEINBJÖRNSDÓTTIR 10KRISTÍN R. VILHJÁLMSDÓTTIR 12
Guðmundur Magnússon
Guðrún Erlingsdóttir
Framsóknarflokkurinn og Sósíalista-
flokkurinn fá hvor einn fulltrúa í borg-
arstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri
skoðanakönnun Félagsvísindastofnun-
ar fyrir Morgunblaðið. Samtals fá 8 af
16 listum sem eru í framboði fulltrúa
kjörna. Núverandi meirihluti Samfylk-
ingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs og Pírata heldur velli
með 12 borgarfulltrúa af 23 og 47,2%
atkvæða.
Samfylkingin er stærsti flokkurinn
með tæplega 32% atkvæða. Sjálfstæð-
isflokkurinn nýtur fylgis rúmlega 26%
kjósenda.
Sérfræðingar Félagsvísindastofn-
unar segja að verði fylgi framboðslist-
anna í kosningunum á laugardaginn
hið sama og er í þessari könnun verði
fyrsti maður á lista Framsóknar-
flokksins síðasti borgarfulltrúi inn, en
næsti maður inn níundi maður Sam-
fylkingarinnar.
Í könnuninni voru þátttakendur
einnig spurðir hvern þeir vildu sem
næsta borgarstjóra í Reykjavík. Flest-
ir, eða 43,5%, nefndu Dag B. Eggerts-
son. Eyþór Arnalds nefndu 29,4% og
Vigdísi Hauksdóttur 8,5%.
Oddvitar flokkanna sem taka sæti í
borgarstjórn samkvæmt nýjustu skoð-
anakönnun sem Félagsvísindastofnun
framkvæmdi fyrir Morgunblaðið eru
ánægðir með niðurstöðurnar. Ýmist
fagna þeir auknum stuðningi eða telja
sig eiga meira inni.
Dagur B. Eggertsson er ánægður
með meðbyrinn og telur að framtíðar-
sýn flokksins hafi hljómgrunn meðal
borgarbúa. Eyþór Arnalds segir stöð-
una flóknari en áður en er jákvæður
um betra gengi á kjördag. Sósíalistar
segja það frábært að ná manni inn í
borgarstjórn og þau setji markið
hærra. Framsóknarflokkurinn ætlar
að fljúga hátt en lenda mjúkt á kjör-
dag. Vinstri græn segjast vera á réttri
leið en þurfa stuðning til að gera enn
betur. Píratar ætla að nota síðustu
dagana til þess að bæta við sig fylgi.
Miðflokkurinn vonast til þess að ná inn
fjórum mönnum þrátt fyrir að fá að-
eins einn í skoðanakönnuninni og Við-
reisn segist eiga heilmikið inni og
mæta tilbúin til setu í borgarstjórn.
Framsóknarflokkur og Sósíalista-
flokkur mælast með mann inni
8 framboð fá fulltrúa
kjörna í borgarstjórn
Samfylkingin með tæp
32% og flesta fulltrúa
Flestir vilja Dag áfram
í embætti borgarstjóra
B 3,6%
C 4,9%
D 26,3%
F 3,4%
J 3,9%
M 6,5%
P 8,0%
S 31,8%
V 7,4%
Fylgi flokkanna í Reykjavík
1 1
7
1 0
2 1
8
2
Fjöldi
borgarfulltrúa
samkvæmt
könnun
Aðrir flokkar og framboð 4,2%
MFulltrúar 8 framboða ná kjöri »6
Kjósarhreppur fær ekki leyfi Reykja-
víkurborgar til að fara um land hennar á
Kjalarnesi til að tengja ljósleiðarakerfi
sveitarfélagsins við ljósleiðara í næstu
símstöð. Rör hafa verið lögð heim á alla
bæi og í mörg sumarhús og ljósleiðara-
efnið bíður í geymslu. Á meðan for-
ystumenn sveitarfélaganna deila þurfa
íbúar og sumargestir í Kjósinni að bíða
með lélegt eða ekkert netsamband og
GSM-síma og lélegt sjónvarpsmerki.
„Við stjórnendur sveitarfélagsins fáum
gagnrýni fyrir þessa stöðu. Við stóðum
hins vegar í þeirri trú að það væri sjálf-
sagt mál að fara þarna niður eftir og
leyfa íbúum á leiðinni að njóta þess,“
segir Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri.
Til þess að fá leyfi eigenda einkalands
sem fara þarf yfir hefur Kjósarhreppur
hug á því að bjóða þeim að tengjast net-
inu á sömu kjörum og íbúar Kjósar-
hrepps. Borgin vill hins vegar ekki kljúfa
bæina frá við útboð á lagningu ljósleið-
ara í dreifbýli á landi Reykjavíkur-
borgar. » 11
Borgin hindr-
ar ljós í Kjós
Lagabreytingar verða ekki gerðar í
sumar um greiðslu löggæslukostnaðar
vegna bæjarhátíða og krafna um tæki-
færisleyfi vegna útihátíða.
Til stóð að fleiri aðilar en áður yrðu
krafðir um greiðslu kostnaðar við lög-
gæslu, en umræddir aðilar hafa hingað til
verið undanþegnir kostnaðinum, t.d.
bæjarhátíðir, íþróttaviðburðir, skóladans-
leikir og tjaldsamkomur.
Í greinargerð með frumvarpsdrögum
segir að samfélagið hafi breyst á síðustu
árum, rétt sé að endurmeta fyrirkomulag-
ið núna og víkka út þá viðburði sem falli
undir ákvæði sem gerir kröfu um tæki-
færisleyfi vegna viðburða. Deilt hefur ver-
ið um kostnað vegna bæjarhátíða í stjórn-
sýslunni. »14
Þurfa ekki að greiða
löggæslukostnaðinn
Það er óhætt að segja að sumarið láti bíða eftir
sér og suma daga ríkir á landinu sumar, vetur,
vor og haust. Landinn er orðinn langeygur eft-
ir betra veðri, en virðist þurfa að bíða eitthvað
lengur samkvæmt veðurspánni.
Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands, segir að útlit verði fyrir
þokkalegasta veður á morgun en rigning,
væta eða skúrir verði á fimmtudag. Á föstu-
dag verði skúraleiðingar en þurrt og bjart á
Norður- og Austurlandi.
Enn eru þrír dagar í að landsmenn gangi að
kjörborðinu. Eins og veðurspáin lítur út í dag
má búast við sunnanátt og rigningu, aðallega
fyrri part dags, en síðdegis gæti gert þokka-
legasta veður að sögn Haraldar, sem telur að
miðað við spána eigi veður ekki að hamla
flutningi kjörgagna milli talningarstaða.
Vel klæddar á röltinu á meðan beðið er eftir sumrinu
Morgunblaðið/Eggert
Sumar, vetur, vor og haust