Morgunblaðið - 23.05.2018, Side 32

Morgunblaðið - 23.05.2018, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 ✝ GuðmundurAlbert Guðjónsson fæddist í Efri-Miðbæ í Norðfjarðarhreppi 15. október 1937. Hann lést 27. apríl 2018. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- mundsson, fæddur 13.10. 1904, dáinn 22.4. 1987, og móð- ir hans Sigurbjörg Bjarnadóttir, fædd 13.6. 1909, dáin 13.9. 2006. Guðmundur átti fjórar systur sem eru: Sigríður Sveina, fædd 9.2 1933, Bjargey, fædd 23.2. 1934, dáin 8.6. 1998, Guðlaug, fædd 29.12. 1944, og Inga Rósa, fædd 13.3. 1948. Guðmundur fluttist ungur suður eða aðeins 15 ára gamall. Fljótlega kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Ás- rúnu Sigurbjarts- dóttur, þau giftu sig 29.6. 1957 og eignuðust þau fimm börn: 1) Sig- urbjörg Ester, f. 3.6. 1956, 2) Sig- urbjartur Ágúst, f. 30.11. 1957, 3) Guð- jón, f. 19.4. 1960, 4) Aldís, f. 17.1. 1963, og 4) Hanna Andrea, f. 27.7. 1964. Áttu þau orðið 19 barnabörn og enn fleiri langafa- og langömmubörn, sem ekki verða talin upp hér núna. Útför Guðmundar fór fram 4. maí 2018 í kyrrþey að ósk hins látna. Guðmundur tengdafaðir minn hefur kvatt þetta líf eftir ör- stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Um síðustu páska benti ekk- ert til þess að þetta væri í vændum en aðeins þremur vik- um eftir að hann leitaði til lækn- is vegna smávægilegs krank- leika er hann farinn frá okkur og enginn tilbúinn að taka því og sorgin er mikil í fjölskyld- unni okkar. Ég kynntist Guðmundi fyrir 35 árum síðan þegar ég og Aldís hans fórum að skjóta okkur saman og ég man hversu ung- legur mér fannst hann þar sem hann sat við eldhúsborðið á Álfaskeiðinu og var að vinna við húsateikningu og hélt ég frekar að þetta væri bróðir Aldísar heldur en tilvonandi tengdafaðir minn. Ég hafði reyndar hitt Guð- mund einu sinni áður þegar hann vann sem lögreglumaður í Hafnarfirði og þurfti að hafa af- skipti af mér og félaga mínum þar sem við vorum að tvímenna á skellinöðru og þeir félagar gáfust ekki upp fyrr en þeir náðu okkur á göngustíg í Norð- urbænum og fengum við nokkur föðurleg orð frá Guðmundi vegna uppátækisins þar sem þetta væri bæði ólöglegt og stórhættulegt, við félagarnir skömmuðumst okkar mátulega en um leið og þeir óku í burtu héldum við uppteknum hætti en félagi minn sagði eftir á að þetta hefði verið pabbi hans Gaua Guðmundssonar, þá þekktu flestir unglingar hver annan, Hafnarfjörður aðeins fá- mennari. Guðmundur var menntaður húsasmiður og með meistara- réttindi í faginu og starfaði sem smiður, þar til hann hóf störf í lögreglunni í Hafnarfirði, sem hann starfaði í nokkur ár eða þar til hann flutti með fjölskyld- una til Jönköping í Svíþjóð og hóf að læra tæknifræði. Þar undi fjölskyldan sér vel. En þau fluttu aftur heim og fór Guðmundur að vinna hjá fasteignafélagi Hafnarfjarðar- bæjar sem tæknimaður og hafði umsjón og eftirlit með fasteign- um bæjarins,. Þar vann hann í um 25 ár eða þar til hann komst á aldur. Guðmundur og Ása höfðu gaman af því að ferðast og gerðu það í miklum mæli og eru þau ansi mörg löndin sem þau hafa sótt heim. Við Aldís fórum með þeim í nokkrar ferðir og má með sanni segja að þau hafi verið góðir ferðafélagar í alla staði. Guðmundur var einn sá vand- virkasti maður sem ég hef á æv- inni kynnst, alveg sama hvað hann var að gera gaf hann sér tíma til að verkið væri 100 pró- sent, því fúsk var ekki til í hans orðabókum. Þess fengu fjöl- skyldumeðlimir að njóta því ef einhver stóð í flutningum og það þurfti að standsetja, var hann alltaf fyrstur til að bjóða fram hjálp sína og núna aðeins fyrir nokkrum vikum, rétt áður en hann veiktist, var hann friðlaus að fá að hjálpa Þórdísi dóttur minni að mála nýju íbúðina sína: Hvenær á ég að koma að rúlla? spurði hann. Svona var Guðmundur, það þurfti ekki ekki að biðja hann heldur var hann alltaf tilbúinn að bjóða fram hjálp sína. Takk fyrir það allt, Guðmundur. Guðmundur var mikið snyrti- menni og til dæmis sá maður bílinn hans ekki oft óhreinan enda var hann með töluverða bíladellu, það leyndi sér ekki, enda skipt um bíl reglulega og sjaldnast keypt sama tegund aftur enda fannst honum gaman að fara á bílasölur og skoða nýja bíla. Guðmundur og Ása áttu sum- arbústað í Eyraskógi í Svínadal í mörg ár og þau vissu fátt betra en að fara í sveitina enda gerðu þau Ásmundarbæ að sannkölluðum unaðsreit og þangað var alltaf gott að koma. En kæri tengdapabbi, nú er komið að leiðarlokum og þín er sárt saknað og það eru erfiðir tímar hjá Aldísi minni og okkur öllum og vona ég að Guð gefi okkur styrk til að takast á við sorgina en söknuðurinn verður sá sami. Ég bið Guð að gefa Ásu, börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum styrk til að takast á við þessa erfiðu tíma. Að lokum langar mig til að segja: Takk fyrir að hafa verið mér góður tengdafaðir. Pétur Þór Brynjarsson. Hvernig kveður maður bróð- ur sinn? Eina bróður, sem fór svo alltof fljótt, svo margt sem ég hefði viljað segja honum. Til dæmis, hvað ég leit alltaf upp til hans, hvað mér þykir mikið vænt um hann. Hvað ég dáðist að dugnaði hans og afrekum. Hvað ég hefði viljað þakka honum betur fyrir alla hjálpina. Hvað ég hefði vilj- að þakka fyrir að eiga hann að bróður. Þess í stað bið ég góðan Guð að varðveita hann og blessa og umvefja í ást og umhyggju. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því Guðmundur Albert Guðjónsson ✝ BryndísStefánsdóttir fæddist á Húsavík 4. júlí 1930. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 12. maí 2018. Foreldrar Bryn- dísar voru Stefán Halldórsson sjó- maður á Húsavík, f. 25. september 1899 á Hallbjarnarstöð- um á Tjörnesi, d. 9. nóvember 1940, og Jónína Brynjólfsdóttir, f. 12. september 1906 í Aust- urkoti, Vatnsleysuströnd, d. 31. Loftsson, f. 11. febrúar 1952, börn þeirra Bryndís, f. 9. janúar 1979, Guðrún Ragna, f. 22. apríl 1982, og Þorsteinn, f. 23. júlí 1984. Stefán Ingi, f. 30. október 1954, maki Guðrún Snæbjörns- dóttir, f. 5. mars 1954, börn þeirra Hörður Ingi, f 4. febr. 1975, Þórdís Yrsa, f. 27. okt 1978, Jón Ingi, f. 9.mars 1989. Bernharð Smári, f. 3. nóvember 1960, d. 1. janúar 2018. Bryndís Þóra, f. 13. ágúst 1960, maki Sö- ren Sigurðsson f. 14. júlí 1956, dætur þeirra Helga, f. 25. júní 1983, og Ingibjörg, f. 12. maí 1992. Guðrún Katrín, f. 26. júní 1970, maki Arnar Guðmunds- son, f. 3. okt 1965, dætur þeirra Agla, f. 11. maí 2004, og Embla, f. 11. september 2007. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 23. maí 2018, klukkan 13. desember 2000. Bræður Bryndísar, Geir, f. 12. mars 1932, d. 7.júní 1997, Hörður, f. 9. mars 1936, d. 26. janúar 1984, og Stefán Örn Stefánsson, f. 15. febrúar 1938. Bryndís giftist Jóni Guðmundi Bernharðssyni frá Akureyri, f. 21. september 1930, þau slitu sam- vistum, Jón lést 20. ágúst 1998. Börn Bryndísar, Jóna Björg, f. 11. mars 1952, maki Yngvi Þór Hefur þú heyrt í lóunni og séð svanina á Mýrunum? Já, mamma mín, lóan er komin og svanirnir eru á tjörninni. Þetta voru al- gengar spurningar að vorlagi, spurningar sem auðvelt var að svara. Á uppvaxtarárum sínum á Húsavík bjó hún í nánum tengslum við náttúruna, dýralífið og fuglana. Allt frá æsku var hún mikill blómaunnandi og hafði alla tíð mikið af þeim í kringum sig. Um tíu ára aldur missti hún föð- ur sinn í sjóslysi langt fyrir aldur fram. Eftir stóð bústólpi fjöl- skyldunnar, ung ekkja með fjög- ur börn. Mamma var elst barnanna og þurfti því að leggja sitt af mörkum þrátt fyrir ungan aldur. Á leið sinni í barnaskólann bar hún oft með sér mjólkur- brúsa sem amma seldi á spítal- ann. Þetta var hluti af því að bera björg í bú. Á stríðsárunum komu Færey- ingar á skútum til Húsavíkur að sækja fisk og flytja til Bretlands. Amma fékk þá viðskiptahug- mynd að ef til vill mætti selja þessum færeysku skipverjum mjólk. Hún setti mjólk á flöskur og lét síðan mömmu bera þær á bakinu niður á höfn og bjóða skipverjunum til sölu. Salan gekk vel hjá litlu stúlkunni. Það leið þó ekki á löngu þar til sam- keppnisaðili sá sér leik á borði og mætti með mjólkurflöskur í hjól- börum og reyndi að selja. Það var fjölskyldunni í Traðargerði til mikillar gleði að sjómennirnir kusu að versla við ungu stúlkuna sem bar söluvöru sína á bakinu. Þetta gekk eftir í heilt sumar og var góð búbót fyrir fjölskylduna. Þegar mamma var fimmtán ára sá amma auglýsingu þar sem óskað var eftir starfskrafti í apó- tekið á Húsavík. Helgi Hálfdán- arson rak apótekið og mamma fékk vinnu hjá honum. Það varð því ekki mikið úr skólagöngu hjá þessari vel gefnu konu. Hún hefði án efa orðið góður náms- maður ef tækifæri til frekari skólagöngu hefði gefist. Mestur dýrðarljómi var þó alltaf yfir frásögum hennar af vinnunni á Kristneshæli í Eyja- firði, þar naut hún þess að vinna í nálægð Guðmundar Karls lækn- is. Margar sögur voru sagðar frá þeim árum, allar sveipaðar sama ljómanum þrátt fyrir að aðstæð- ur hafi oft verið mjög erfiðar á sjúkrahúsinu. Eftir flutning suð- ur yfir heiðar var hún að mestu heimavinnandi, en sinnti annað veifið ýmsum störfum úti á vinnumarkaðinum. Hún var mjög góð í íslensku, hafði mikla máltilfinningu og góðan orða- forða. Takk fyrir að hafa alltaf verið tilbúin að hlusta þegar ég þurfti að setja eitthvað á blað og leið- rétta það sem betur mátti fara. Mamma hélt alltaf mjög mikið í Norðlendinginn í sér, og spurði hvern mann hvort hann væri ekki að norðan. Ef svo ólíklega vildi til að viðkomandi væri úr Svarfaðardal, þá var sá hinn sami sannkallað eðalmenni í hennar augum. Síðustu æviárin bjó hún í Garðabæ. Hún fékk ósk sína uppfyllta, að fá að vera heima þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Margir komu þar við sögu og gerðu henni kleift að dvelja svo lengi heima sem raun bar vitni. Öllum þeim ber að þakka. Ég mun sakna okkar nánast daglegu samskipta um ókominn tíma. Þín dóttir, Jóna Björg. Mamma var engri lík. Hún var stærsti karakter sem ég veit um. Húmorinn, kaldhæðnin, alveg ótrúleg. Hún var heimspekingur mikill og við gátum talað endalaust saman og um allt milli himins og jarðar. Hún hjálpaði mér mikið með dætur mínar þegar þær voru ungar og það er ekki síst henni að þakka hversu vel þær eru máli farnar. Hún mamma lagði ætíð mikla áherslu á að þær töluðu fallegt mál og skýrt. Alltaf heyrðist vel að mamma væri að norðan. Þegar ég var yngri ætlaði ég að verða flugfreyja og fljúga með mömmu um heiminn en af því varð því miður aldrei. Óháð því þá er alveg sama hvar ég er stödd í heiminum og sé fallega hluti í umhverfinu eða tilverunni þá vildi ég óska þess að mamma væri með mér til að sjá fegurðina og núna veit ég að hún verður hjá mér um ókomnar óskastundir. Rauðar Hawaii rós- ir, þá hugsa ég til hennar. Ég er ótrúlega þakklát fyrir tímann okkar í haust þegar ég kom til landsins og átti með henni yndislega og ógleymanlega viku. Við nýttum að sjálfsögðu tímann vel í heimspekilegar um- ræður. Takk, elsku mamma. Takk fyrir fylgdina og að halda í hönd mína í gegnum lífið. Sakna þín endalaust. Sjáumst í Sumarlandinu. Þín dóttir, Ingibjörg (Issa). Bryndís Stefánsdóttir Ástkær dóttir okkar og móðir mín, KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR læknir, sem lést fimmtudaginn 10. maí, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 24. maí klukkan 13. Ólafur Haraldsson Inga Lára Bachmann Kormákur Hólmsteinn Friðriksson Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, MARTA BÍBÍ GUÐMUNDSDÓTTIR póstmeistari og skíðadrottning, lést sunnudaginn 13. maí á heimili sínu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð í hennar nafni hjá Zontaklúbbi Reykjavíkur, 513-26-401717, kt. 610174-1839. Hjördís, Andrea og Jakob Johanna og Sigurður Tómas, Hjálmar og Ida, Marteinn, Geirný Ósk og Erik, Friðrikka og Nichlas Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ODDNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Efstaleiti 67, Keflavík, sem lést fimmtudaginn 17. maí, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. maí klukkan 13. Þórhallur Steinar Steinarsson Hildur Þóra Stefánsdóttir Sigurður Björgvinsson Hulda Rósa Stefánsdóttir Guðni Lárusson Gunnar Hafsteinn Stefáns. Guðrún Freyja Agnarsdóttir Magnús Margeir Stefánsson Karitas Heimisdóttir Karitas Heimisdóttir Magnús Ingi Oddsson barnabörn, barnabarnabarn og systkini Elskulegur mágur minn og föðurbróðir okkar, SIGURÐUR BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, Eyravegi 5, Selfossi, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 19. maí. Friðsemd Eiríksdóttir Þórður Þórkelsson Sigurvin Þórkelsson Sveinbjörn Þórkelsson Eiríkur Þórkelsson Kristrún Þórkelsdóttir Helga Þórkelsdóttir Móðir okkar, amma og langamma, RAGNHEIÐUR KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR, Skálanesi, Reykhólahreppi, lést þriðjudaginn 15. maí á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum. Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju sunnudaginn 27. maí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin. Ólafur Arnar Hallgrímsson Sigrún Halldóra Arngrímsd. Sveinn Berg Hallgrímsson Andrea Björnsdóttir Elías Már Hallgrímsson Arna Vala Róbertsdóttir Guðrún Þuríður Hallgrímsd. Oddur Hannes Magnússon Ingibjörg Jóna Hallgrímsd. Helgi Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur okkar, SINDRI EINARSSON, Stóragerði 24, andaðist á heimili sínu laugardaginn 12. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristín Árnadóttir Einar Sindrason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.