Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 6

Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is „Fylgið okkar hefur rokkað mjög mikið og við höfum verið und- ir það búin en vit- um að við eigum heilmikið inni og erum bjartsýn á gengi Viðreisnar í kosningunum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Hún segir Við- reisn ganga bjartsýna til kosninga. „Í dag héldum við blaðamanna- fund og sýndum spilin okkar og lögðum fram kostnaðarútreikninga sem fyrirhugaðar aðgerðir okkar kosta. Viðreisn leggur áherslu á að leggja fram fullbúnar tillögur um leið og við setjumst í borgarstjórn. Ég held að fólk vilji öguð og betri vinnubrögð.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Eigum heil- mikið inni „Frábært, þetta er mjög jákvætt og við finnum fyrir gríðarlega miklum stuðn- ingi sem kemur fram í því að fólk er að samsama sig við sögur sem við birtum á fés- bókarsíðunni okkar, Hin Reykja- vík,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista- flokks Íslands. Hún segir jákvætt að nýr flokkur sem ekki hafi auð- vald á bak við sig nái inn einum manni og markið sé sett hærra. „Okkar kosningabarátta fer fram á samfélagsmiðlunum. Við erum ekki á skiltum á strætóskýlum. Við erum almenningur í strætó, sem treystir á almenningssamgöngur.“ „Þetta eru ágætis fréttir og sem flugstjóri segi ég að við ætlum okk- ur að hækka flug- ið enn frekar og lenda svo mjúk- lega á kjördag,“ segir Ingvar Már Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins. „Við erum ánægð með að mælast með einn borgarfulltrúa inni. Ég vil hvetja fólk til þess að kjósa Framsókn fyrir breytingar í borginni. Við erum að færast upp á við og ég hef trú á því að við fáum meira fylgi,“ segir Ingv- ar, sem segir að Framsóknarflokk- urinn hugsi út fyrir miðbæinn. Það sé skynsamlegt og eitt af aðalmálum flokksins að hafa ókeypis í strætó, en það hafi gengið vel erlendis Sanna M. Mörtudóttir Við erum al- menningur Ingvar Már Jónsson Fljúga hátt, lenda mjúkt „Ég er ánægður með þessar vís- bendingar og þá sókn sem Sam- fylkingin og meirihlutinn er að fá,“ segir Dag- ur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylk- ingarinnar. „Mér finnst að kostirnir í borgar- stjórnarkosningunum hafi verið að kristallast og fleiri og fleiri að verða þeirrar skoðunar að þróa eigi borg- ina áfram inn á við. Að borgin sé kraftmikil, fjölbreytt, áhugaverð og skemmtileg og þess sé gætt að hún sé fyrir alla. Þessi framtíðarsýn okk- ar er að fá hljómgrunn.“ Dagur B. Eggertsson Borgin er fyrir alla „Niðurstaðan er svipuð og í síðustu mælingum en við erum með sama fjölda fulltrúa, og ég á von á því að við fáum meira upp úr kjörkössunum,“ segir Eyþór Arn- alds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins. „Það eru mörg fram- boð og flóknari mynd en áður hefur verið í Reykjavík. Við erum eini stóri flokkurinn sem getur náð að knýja fram breytingar í borginni og ég er viss um að við munum fá fólk með okkur í þá vegferð. Við erum bar- áttuglöð og ég hef fulla trú á því að við fáum meiri stuðning í kosningunum og meirihlutinn falli,“ segir Eyþór. Eyþór Laxdal Arnalds Meirihlutinn mun falla „Það er ánægju- legt að heyra að við séum að bæta við okkur fylgi frá síðustu könnun Félags- vísindastofn- unar,“ sagði Dóra Björt Guð- jónsdóttir, efsti maður á lista Pírata. „Við höfum verið að mælast með tvo til fjóra fulltrúa í síðustu könnunum sem birtar hafa verið. Það sýnir áhuga kjósenda á þeim málefnum sem við höfum verið að leggja áherslu á. Við munum að nýta síðustu dagana fram að kjördegi til að bæta fylgi okkar í borginni enn frekar.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir Áhugi á okk- ar málefnum „Okkur hefur verið vel tekið alls staðar sem við förum og við finnum að fólk er sam- mála okkur um áherslur. Þeim finnst að áherslur Vinstri grænna í borginni hafi gert borgina betri,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, og bætir við að til að gera enn betur þurfi Vinstri græn stuðning svo að framtíð- arstefnumótun borgarinnar verði í anda umhverfisverndar og menntunar. „Við erum á réttri leið.“ Líf Magneudóttir „Erum á réttri leið“ „Það má eigin- lega segja að þessi könnun sé ómarktæk vegna þess hversu fáir svara, en svar- hlutfallið er inn- an við 50%,“ segir Vigdís Hauks- dóttir, oddviti Miðflokksins. „Það segir ákveðna sögu hvað margir eru óákveðnir eða gefa ekki upp afstöðu sína, en þar liggja tæki- færi Miðflokksins og við stefnum á að ná a.m.k. fjórum borgarfull- trúum,“ segir Vigdís, sem segist finna mikinn hljómgrunn meðal kjósenda í Reykjavík og er bjartsýn á góða útkomu á laugardaginn. Vigdís Hauksdóttir Ætla að ná fjórum inn Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavík- ur heldur velli í kosningunum á laugardaginn, en þó með minnihluta atkvæða á bak við sig. Þetta sýnir könnun Félagsvísindastofnunar fyr- ir Morgunblaðið sem gerð var 17. til 21. maí. Sósíalistaflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mælast nú með einn fulltrúa hvor en Flokkur fólksins engan, sem er breyting frá síðustu könnun sem birt var 27. apríl. Samkvæmt könnuninni fá átta framboðslistar menn kjörna í borgarstjórn. Samfylkingin er stærst með 31,8% fylgi og 8 fulltrúa. Sjálf- stæðisflokkurinn er í öðru sæti með 26,3% sem gefur 7 fulltrúa. Píratar eru með 8% og fengju 2 fulltrúa. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er með svipað fylgi; 7,4% og fengi einnig 2 fulltrúa. Meirihlutaflokkarnir, Samfylkingin, Píratar og VG eru með 12 fulltrúa af 23 í borgarstjórn. Á bak við flokkana er þó ekki meirihluti kjósenda; samanlagt fylgi þeirra er 47,2%. Miðflokkurinn er með 6,5% fylgi og fengi einn fulltrúa kjörinn. Fylgi Viðreisnar er 4,9% sem gefur einn fulltrúa. Sósíalistaflokkurinn er með 3,9% og einn fulltrúa. Loks er Framsóknar- flokkurinn með 3,6% og einn fulltrúa. Samtals eru bornir fram 16 framboðslistar. Átta þeirra fá ekki fulltrúa. Þetta eru auk Flokks fólksins, sem er með 3,4%, Kvennafram- boðið með 0,9%, Karlalistinn með 0,9%, Íslenska þjóðfylkingin með 0,8%, Höfuðborgarlistinn með 0,6%, Alþýðufylkingin með 0,6%, Borgin okkar með 0,4% og Frelsisflokkurinn sem mældist ekki með neitt fylgi. Alls svöruðu 1.610 en könnunin var send á 3.650 manns. Þátttakan er því 44%. Þau leiðu mistök áttu sér stað við útsendingu á könnuninni á mánudaginn að svarmöguleika vantaði fyrir borgarstjórnarframboð Borgar- innar okkar og Karlalistans, en boðið var upp á að skrifa inn nöfn annarra framboða í opinn textareit. Könnunin var send á nýjan leik til allra þeirra sem höfðu svarað í gær, þannig að fólk gat lagfært svör sín ef það óskaði þess. gudmundur@mbl.is Niðurstöður skoðanakönnunar fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík Könnunin var gerð dagana 17. til 21. maí 2018. Einnig var spurt um fylgi Alþýðufylkingarinnar (0,6%), Borgarinnar okkar (0,4%), Frelsis- flokksins (0,0%), Höfuðborgarlistans (0,6%), Íslensku þjóðfylkingarinnar (0,8%), Karlalist- ans (0,9%) og Kvennaframboðs (0,9%). Björt framtíð býður ekki fram að þessu sinni. Heildarúrtak í könnuninni var 3.650 einstak- lingar. 1.610 svöruðu eða 44%. Kjörnir verða 23 borgarfulltrúar í vor í stað þeirra 15 sem nú eru. 12 fulltrúa þarf til að mynda meirihluta. Úrslit kosninga 31. maí 2014 Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa Fylgi í könnunum 29. mars og 27. apríl Könnun 23.-25. apríl 2018 Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa30% 25% 20% 15% 10% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 2 10,7% 0 2,7% 0 2,8% 1 3,6% 2 7,3% 1 5,3% 1 4,9% 1 5,9% 2 7,7% 0 1,4% 2 6,8% 0 1,8% 2 8,0% 1 3,9% 5 31,9% 8 31,7% 8 30,5% 8 31,8% 1 5,0% 2 7,3% 1 6,5% 1 8,3% 3 12,8% 2 9,7% 2 7,4% 4 25,7% 7 27,4% 7 27,3% 7 26,3% 0 3,1% 1 3,6% 0 3,4% B Framsóknar-flokkur C Viðreisn D Sjálfstæðis-flokkur F Flokkur fólksins J Sósíalista-flokkinn M Miðflokkurinn P Píratar S Samfylkingin V Vinstrihreyfingin– grænt framboð Fulltrúar 8 framboða ná kjöri  Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur heldur velli með minnihluta atkvæða á bak við sig  Samfylkingin langstærsti flokkurinn  Sósíalistar og Framsókn fá einn fulltrúa hvor flokkur SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.