Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 6
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
að er ekki að ástæðulausu
að mörgum þykir Porsche
gera bestu bíla í heimi.
Þessi þýski bílaframleið-
andi hefur löngum verið
leiðandi í tækninýjungum og ekki
hikað við að fara óhefðbundnar leið-
ir til að smíða bíla sem eru í senn
fallegir, hraðskreiðir og með fram-
úrskarandi aksturseiginleika.
Ætti því ekki að koma á óvart að
Porsche hefur líka verið í fremstu
röð í þróun tvinn- og rafmagnsbíla
en tæknina hefur Porsche notað til
að gera bílana sína bæði hrað-
skreiðari og mun sparneytnari.
Benedikt Eyjólfsson segir fram-
farirnar svo miklar að verulegur
verðmunur geti verið á sama
Porsche-bílnum eftir því hvort hann
er með hefðbundna bensínvél eða
noti tvinntækni, enda fara innflutn-
ingsgjöldin lækkandi með minni
koltvísýringslosun. „Taka má Cay-
enne-jeppann sem dæmi: í tvinn-
útgáfu kostar hann frá 10,9 millj-
ónum en frá 15,2 milljónum með
bensínvél.“
Benedikt er forstjóri Bílabúðar
Benna og segir hann tvinnbíla hafa
marga kosti umfram bíla með hefð-
bundinn bensín- eða díselmótor.
„Fyrir alla almenna notendur eru
tvinnbílar yfirleitt betri kosturinn.“
Panamera kemst 50 km
á rafhlöðunni einni saman
Tveir mjög áhugaverðir tengil-
tvinnbílar eru nýlentir í Bílabúðinni:
„Við fengum á dögunum nýjan
Panamera-tengiltvinnbíl. Fyrri kyn-
slóð Panamerunnar var fáanleg í
tvinnútgáfu en var þá ekki með drifi
á öllum fjórum hjólum. Nýja tengil-
tvinn-Panameran er með aldrifi og
að auki með rafmagnstengli svo að
hlaða má stórar rafhlöðurnar í bíl-
skúrnum heima, og á að vera hægt
að aka fyrstu 50 km á rafmagni ein-
göngu. „Vélin framleiðir 462 hestöfl
og er bíllinn 4,6 sekúndur í hundr-
aðið. Þá er Panameran með leiftur-
snöggri tvöfaldri kúplingu, loftpúða-
fjöðrun og ríkulega búin að innan,“
segir Benedikt.
Einnig er tengiltvinn-Cayenne
nýkomin til landsins og verður
formlega frumsýnd næstkomandi
laugardag. „Þessi nýjasta kynslóð
Cayenne er breiðari og lengri en
stækkunin skilar sér öll í betra rými
fyrir farþega og farangur. Þrátt fyr-
ir að vera stærri en síðasta kynslóð
er hinn nýi Cayenne 100 kg léttari
því rétt eins og á Panamerunni er
öll yfirbyggingin úr áli. Þá er
drægnin á raforkunni einni saman
orðin 50% meiri, eða 32 km áður en
bensínvélin þarf að hjálpa til.“
Benedikt bendir á að Cayenne
noti tvinntæknina ekki bara til að
spara bensín heldur líka til að auka
hraðann þegar þess er þörf. „Undir
húddinu er 462 hestafla vél og ef
bensíngjöfin er stigin í botn svo að
100% af afli vélarinnar eru notuð
bætist raforkan við og eykur aflið
um allt að 15%. Þýðir þetta að
tvinn-Cayenne er fimm sekúndur í
hundraðið en til samanburðar var
fyrsta kynslóð Cayenne í túrbóút-
gáfu 5,6 sekúndur í hundraðið og
þóttu það undur og stórmerki fyrir
jeppa.“
Verður nýr konungur
rafbílanna krýndur?
Árið 2019 er síðan von á bíl sem á
eftir að marka tímamót í sögu
Porsche, en það er rafbíllinn Mis-
sion E. Á blaði hefur Mission E alla
burði til að tróna yfir rafbílamark-
aðinum enda með ólíkindum hrað-
skreiður, með mikið drægi og búinn
tækni sem gerir það kleift að hlaða
rafhlöðurnar mjög hratt.
Benedikt segir Mission E vera
yfirlýsingu um það sem koma skal
hjá Porsche: „Rafmagnsvélin fram-
leiðir 600 hestöfl og kemur bílnum
upp í 100 km/klst á aðeins 3,5 sek-
úndum. Þá er uppgefin drægni 500
km á einni hleðslu,“ útskýrir hann.
„Porsche hefur þróað nýja gerð
hraðhleðslustöðva sem skila 320 kW
straumi í rafhlöðurnar og gera það
að verkum að á aðeins 15 mínútum
er komin næg hleðsla í bílinn til að
aka 400 km. Er það rétt nægur tími
til að skjótast inn á bensínstöð og fá
sér eina pulsu og kók. Verður Mis-
sion E einnig með búnaði fyrir
þráðlausa hleðslu og getur sótt til
sín 11 kW af raforku án þess að
vera stungið í samband.“
Mission E er fernra dyra, minnir
á Panameruna í útliti, og segir
Benedikt að erfitt verði fyrir fram-
leiðendur eins og Tesla að keppa við
þennan undrabíl. „Ef við berum
Mission E saman við drossíuna frá
Tesla þá er Teslan dýrari. Ekki nóg
með það heldur verður allur frá-
gangur á Misson E eins og fólk á að
venjast frá Porsche; hönnunin ein-
staklega vönduð bæði að utan og
innan og innréttingin í hæsta gæða-
flokki.“
Einnig er von á Mission E Cross
Turismo sem má best lýsa sem raf-
drifnum sportjeppa. „Sá bíll var
frumsýndur á bílasýningunni í Genf
fyrr á þessu ári og kom bílaheim-
inum skemmtilega á óvart. Hann er
dálítið upphækkaður og kjörinn fyr-
ir akstur við meira krefjandi að-
stæður,“ segir Benedikt.
Sparneytnari og hraðskreiðari
Nýr tengiltvinn-Cayenne er aðeins fimm sekúndur í
hundraðið og getur ekið fyrstu 32 kílómetrana á
rafmagnshleðslunni einni. Seint á næsta ári er von
á 600 hestafla rafmagnsbíl frá Porsche og á hann
eftir að hrista rækilega upp í markaðinum.
Útlit Mission E er ögn framúrstefnu-
legra en á öðrum bílum Porsche.
Porsche Mission E minnir á Panameruna í útliti. Með 600
hestafla rafmagnsvél verður hröðunin hreint svakaleg.
Farþegarými Mission E Cross
Turismo er ekkert slor.
Morgunblaðið/RAX
Benedikt við nýja tengiltvinn Cayenne. Hann er töluvert skjótari
og notar mun minna bensín en fyrstu Cayenne jepparnir.
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018