Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is H já Heklu eykst sala raf- magnsbíla jafnt og þétt og segir Jóhann Ingi Magnússon vörumerkja- stjóri að nýr e-Golf hafi vakið mikla lukku. „Við frum- sýndum e-Golf fyrst árið 2015 en ný og endurbætt kynslóð kom á mark- að síðasta sumar með allt að 300 km drægni. Með aukinni drægni jókst áhuginn töluvert enda þýðir hún að fólk getur treyst á rafmagn- ið til að komast leiðar sinnar án vandræða.“ Frá því í júní í fyrra hefur e-Golf selst hraðar en tekst að flytja nýja bíla til landsins. „Við afhentum um 100 e-Golf á síðasta ári og það sem af er þessu ári höfum við afhent tæplega 70 bíla. Þá eru nærri 80 bílar til viðbótar á leið til nýrra eig- enda og getum við í dag boðið upp á stuttan afhendingartíma. Við er- um, núna í byrjun maí, búin að selja fleiri eintök af e-Golf en við seldum allt síðasta ár.“ Jóhann segir marga þætti geta skýrt vinsældir e-Golf. „Það hefur loðað við rafmagnsbílana að þeir hafi mjög framúrstefnulegt útlit. Aftur á móti er e-Golf ósköp „venjulegur“ á að líta, með þær hefðbundnu og fallegu línur sem einkenna Volkswagen Golf og á sama verði og sambærilegur bens- ínbíll. Þetta er útlit sem margir halda upp á og ekki að ástæðulausu að Golf hefur um áraraðir verið einn vinsælasti bíll Evrópu.“ Jóhann bendir á að ágæti rafbíla sjáist kannski best á því hvað kaup- endur þeirra eru lukkulegir. „Okk- ur finnst mjög skemmtilegt að sjá hvað rafbílaeigendurnir eru ánægð- ir með kaupin. Ég veit til þess að á sumum heimilum var rafmagnsbíll keyptur sem aukabíll en þegar á reynir kjósa heimilismeðlimir frek- ar rafmagnsbílinn vegna þess hvað hann er þægilegur í akstri.“ Vistvænir bílar í meirihluta Auk rafmagnsbíla selur Hekla einn- ig tengiltvinnbíla og metanbíla og segir Jóhann að áhuginn á vistvæn- um bílum sé mikill. „Nú þegar höf- um við selt 577 vistvæna bíla það sem af er árinu, eða 57% af öllum afhentum bílum. Þar er fremstur í flokki Mitsubishi Outlander sem er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi.“ Mitsubishi Outlander PHEV er fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll og miðað við meðalkeyrslu höfuðborg- arbúa ætti rafhlaðan að duga flest- um til að komast sinna daglegu ferða á rafmagninu einu saman. Í lengri ferðum tekur síðan bens- ínvélin við. „Tengiltvinnbílarnir Volkswagen Passat GTE og Golf GTE, Audi A3 e-tron og Q7 e-tron hafa einnig selst mjög vel enda um að ræða einstaklega skemmtilega bíla sem gefa fólki kost á að nýta rafmagnið sem daglegan aflgjafa.“ Gaman hvað rafbílaeigendur eru ánægðir með kaupin Tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander PHEV er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi. Í fyrra seldust 100 e-Golf og salan komin yfir 150 bíla á þessu ári. Mitsubishi Outlander PHEV tengiltvinnbíllinn hefur selst eins og heitar lummur. Hann er ýmsum kostum búinn. Morgunblaðið/Valli Jóhann Ingi Magnússon segir vinsældir e-Golf mögulega skýrast af því að útlitið er ekki of framúrstefnulegt. Spennandi rafbílar eru væntanlegir á mark- aðinn á næstu misserum og nefnir Jóhann sérstaklega Audi e-tron quattro-jepplinginn sem fer í forsölu í sumar og í framleiðslu í lok árs. „Audi e-tron quattro er stærri en Audi Q5-sportjeppinn en eingöngu rafdrifinn og á að hafa allt að 500 km drægni. Hann er al- vörujeppi á alla vegu, með fjórhjóladrif og hátt undir hann, og ætti að falla mjög vel að þörfum kröfuharðra Íslendinga.“ Jóhann bendir á að 500 km séu ákveðin töfratala, enda fæstir sem kæra sig um að aka svo mikið lengri vegalengd á einum degi, þó að þeir gætu. „Jafnvel ef við gefum okkur að drægnin verði eitthvað minni við íslensk veður- og hitaskilyrði væri hægt að aka Audi e-tron alveg áhyggjulaust frá Reykjavík til Akureyrar.“ Á næsta ári kemur einnig á markað fyrsti bíllinn í I.D. línu Volkswagen. „Til að byrja með mun Volkswagen framleiða sex bíla sem byggjast á I.D. grunnhönnuninni og koma þeir á markað á árunum 2019 til 2025. Allir verða þeir rafdrifnir en um er að ræða fyrstu bílana sem Volkswagen smíðar sem rafbíla frá grunni.“ I.D. bílarnir verða fjölbreyttir að stærð. „Volkswagen „rúgbrauðið“ mun til dæmis ganga í endurnýjun lífdaga sem I.D. Buzz og einnig von á nýjum jeppa. I.D. Cross,“ segir Jóhann. „Volkswagen mun halda áfram á sömu braut og hefur gefið það út að fram til ársins 2025 séu yfir 30 nýir rafmagns- og tengiltvinnbílar væntanlegir og ætla þeir að framleiða 150 þúsund. Tölvuteikning frá Audi af e-tron quattro. Er þar á ferðinni rafmagnsbíll sem virðist eins og hann- aður fyrir þarfir hins dæmigerða Íslendings. Audi e-tron með 500 km drægni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.