Morgunblaðið - 04.05.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2018
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Þ
að má með góðum rökum halda því
fram að tvær tegundir rafbíla hafi
breytt bílamarkaðnum til fram-
búðar. Annars vegar er það Model S-
bíllinn sem Tesla og Elon Musk
kynntu fyrir heiminum fyrir sex árum og hins
vegar Nissan Leaf sem runnið hefur hljóðlaust
um götur heimsins frá árinu 2010.
Fyrrnefndi bíllinn hefur haft gríðarleg áhrif
á alla umræðu um rafbílaþróunina og hefur
þótt skara fram úr á flestum sviðum, bæði hvað
hönnun varðar, fegurð, afl og aðrar tækninýj-
ungar. Segja má að Elon og félagar hans hjá
Tesla hafi farið í þveröfuga átt við flest aðra
framleiðendur rafbíla og ákveðið að gera bílinn
eftirsóknarverðan af mörgum öðrum ástæðum
en þeim sem snúa að umhverfisvernd og hag-
kvæmni. Tesla hefur fyrir löngu orðið stöðu-
tákn meðal hinna ríku og frægu. Þannig hefur
tegundin komið rafbílaframleiðslunni á kortið
hjá flestum og þannig rutt brautina fyrir hinni
nýju tækni meðal almennings.
Almenningur kemst að borðinu
En á sama tíma og Teslan hefur valdið hug-
hrifum meðal bílaáhugafólks hefur Nissan rutt
brautina gagnvart þeim sem dreymt hefur um
að stíga skrefið og eignast tæki sem aðeins er
knúið hreinu rafmagni. Verðmiðinn á bílunum
frá Elon Musk hefur ekki verið á hvers manns
færi, svo vægt sé til orða tekið, en Nissan hefur
lagt upp með að verðleggja framleiðslu sína í
efri mörkum þess sem almenningur hefur haft
ráð á. Það hefur þeim tekist, án þess að veita
afslátt af gæðum, sem reynst hefur helsta
vopnið í þeirri baráttu að sannfæra fólk um að
rafbílar séu raunhæfur kostur.
Þegar Nissan kynnti fyrstu kynslóðina af
Leaf árið 2010 voru margir úrtölumenn sem
sögðu að rafhlöðurnar myndu ekki endast og
að vandamálin sem fylgdu nýrri tækni af þessu
tagi yrðu svo yfirgripsmikil að eigendur Laufs-
ins yrðu að eiga tvö eintök, annað til notkunar
og hitt til að geyma á verkstæði. Það er
skemmst frá því að segja að hinar neikvæðu
raddir eru flestar þagnaðar með öllu. Raunar
afsannaði framleiðandinn þá spádóma að raf-
hlöðurnar myndu ekki endast þannig að undr-
um sætir. Sú saga hefur verið sögð af forsvars-
mönnum BL á Íslandi að þeir hafi sent menn
utan til að læra inn á hvernig best væri staðið
að því að gera við gallaðar rafhlöður í bílunum.
Kostnaður sem fylgdi þeirri utanför var all-
nokkur. Sú námsför reyndist fyrirtækinu hins
vegar dýr, ekki vegna dagpeninga eða óvæntra
fjárútláta, heldur vegna þess að lítið sem ekk-
ert hefur þurft að grípa til þeirrar þekkingar
sem þar var sótt til framleiðandans.
Nýtt og „venjulegra“ útlit
Þegar reynsla er komin á nýja tækni hefur hún
annað tveggja, sannað sig eða brugðist. Tækn-
in sem Nissan kynnti með Laufinu árið 2010
hefur staðist skoðun. En um smekk má deila
endalaust og margir hafa deilt á sérstætt útlit
bílsins sem sker sig alls staðar úr. Hefur Niss-
an, fram til þessa, fallið í þá gryfju eins og fleiri
framleiðendur rafbíla, að undirstrika hina
tæknilegu sérstöðu með útliti sem menn tengja
helst við geimferðir eða önnur skringilegheit.
En nú hefur Nissan komið á óvart og kynnt
á markaðinn nýtt Lauf sem sver sig mun meira
í ætt við hina hefðbundnu línu sem m.a. stend-
ur saman af X-Trail, Qashqai, MIcra og Pulsar,
en fyrstu kynslóðinni sem enn um sinn mun þó
vera mjög fyrirferðarmikil á götunum. Með því
færir framleiðandinn sig inn á stærra svið og
höfðar til mun fleiri mögulegra kaupenda en
fyrsta kynslóðin gerði. Nú kunna áhugasamir
kaupendur að kaupa bílinn, beinlínis vegna út-
litsins, meðan flestir létu sér lynda við útlitið
áður sökum þeirrar tækni og þeirra eiginleika
sem bíllinn bauð upp á, þrátt fyrir hið sér-
kennilega útlit sitt. Það eru góð tíðindi fyrir
alla þá sem vilja hlutdeild rafbíla á götunum
sem mesta.
Drægnin er áfram helsta áskorunin
Þegar Nissan kynnti Laufið fyrst til sögunnar
var bíllinn búinn 24 kWh rafhlöðu og var sagt
að raundrægni bílsins væri allt að 175 kíló-
metrar. Drægnin var þó, ekki síst á norð-
lægum slóðum nær 100-110 km. Framfarir við
framleiðslu rafhlaða hafa aukið nokkuð drægni
fyrrnefndrar rafhlöðu en framleiðandinn tók
annað og mikilvægara skref árið 2016 þegar
hann kynnti til sögunnar 30 kWh rafhlöðu sem
jók raundrægnina í u.þ.b. 150 km. Stóra
Morgunblaðið/Valli
Nýtt útlit Nissan Leaf hefur komið mörgum skemmtilega á óvart enda sker bíllinn sig ekki lengur jafn mikið úr í umferðinni. Þykir hann nú rennilegri og höfða til stærri hóps væntanlegra kaupenda en fyrri kynslóð.
Bíllinn sem breytti heiminum
Ný kynslóð Nissan Leaf er nú
farin að sjást á götunum og
hefur hún vakið mikla hrifn-
ingu víða, rétt eins og fyrsta
kynslóðin sem einfaldlega
breytti því hvernig fólk hugsar
um rafbíla.
Hlið við hlið má finna „ECO“-hnappinn og þann sem virkjar E-pedalann. Hvor um sig hefur að geyma leið
til að spara orku og einfalda aksturinn nokkuð. Dálítinn tíma tekur að venjast síðarnefnda búnaðinum.
Afturhluti Laufsins þykir afar vel heppnaður og er hann gjörbreyttur frá fyrri kynslóð sömu tegundar.