Fréttablaðið - 23.06.2018, Page 41

Fréttablaðið - 23.06.2018, Page 41
Íþróttafræðingar Starfsfólk í móttöku Heilsuborg vill bæta við sig metnaðarfullum íþrótta- fræðingum. Annars vegar er um að ræða tvær 100% stöður, hins vegar leitum við að íþróttafræðingum til að sinna hóp- og einstaklingsþjálfun sem verktakar. Við leitum að jákvæðum, lausnamiðuðum og samvinnufúsum íþróttafræðingum, því um er að ræða þverfaglegt og fjölbreytt starf. Reynsla af hópþjálfun er kostur. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. september. Nánari upplýsingar veitir Bára Sigurbjörg Ólafsdóttir fagstjóri hreyfingar í Heilsuborg í síma 849-5453. Umsóknir sendist á bara@heilsuborg.is fyrir 1. júlí. Starfið felst í móttöku viðskiptavina sem sækja fjölbreytta þjónustu Heilsuborgar og samskiptum við þá, símsvörun og afgreiðslu símtala, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við yfirmann. Í boði eru eftirfarandi vinnutímar: · Morgunhanar vakt frá 5.45- 13.45 · Dagvakt 8-16 eða 9-17 · Kvöld- og helgarvaktir virk kvöld 16-21, laugard. 7-45-15.30, sunnud. 9.45-14.15 Við leitum að starfsfólki sem hefur reynslu af skrifstofu- störfum og góða almenna tölvukunnáttu, býr yfir skipu- lagshæfileikum og á auðvelt með að hafa yfirsýn yfir verkefni sín. Sveigjanleiki, jákvæðni og vinnugleði eru mikils metnir eiginleikar, sem og sjálfstæði og frumkvæði í starfi, snyrtimennska og stundvísi. Það er kostur að hafa reynslu af því að vinna með Navision, Sögukerfið eða Gagna. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eftir verslunarmannahelgi. Frekari upplýsingar um starfið veitir Berglind Elva Tryggvadóttir þjónustustjóri Heilsuborgar í síma 860-1199. Umsóknir sendist á netfangið berglind@heilsuborg.is fyrir 1. júlí. Viltu starfa á einstökum vinnustað? Bíldshöfði 9 / Höfðinn / 110 Reykjavík / Sími 560 1010 / heilsuborg@heilsuborg.is Heilbrigð sál í hraustum líkama heilsuborg.is Heilsuborg er sá staður sem fólk leitar til þegar það vill koma í veg fyrir heilsubrest, öðlast aukna vellíðan eða vinna með heilsuverkefni sem upp koma. Fyrirtækið er einstakt, enginn á Íslandi býður hliðstæða þjónustu. Hjá Heilsuborg starfar samhentur hópur starfsmanna að því markmiði að bæta heilsu og lífsgæði viðskiptavinanna. Fagmennska og virðing eru höfð að leiðarljósi í starfseminni. Starfsumhverfið er frjótt og stöðugt er leitað nýrra leiða til að þjóna viðskiptavinum sem best. Allir sérfræðingar Heilsuborgar eru með háskólamenntun í sínu fagi. Hjá Heilsuborg starfa m.a. hjúkrunarfræðingar, læknar, næringarfræðingar, félagsfræðingur, íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, og ástríðukokkur. Heilsuborg hefur nýlega komið sér fyrir í nýju sérinnréttuðu húsnæði á Bíldshöfða 9. Starfsmenn eru um 90 talsins. Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings við Sjúkrahúsið Vog að Stórhöfða 45. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Um er að ræða þrískiptar vaktir og unnið aðra til þriðju hverja helgi. Næturvaktir eru hluti af starnu en einnig kemur til greina að ráða hjúkrunar- fræðing sem vinnur eingöngu næturvaktir. Staðan er laus frá 1. ágúst 2018. Helstu verkefni og ábyrgð Hjúkrun sjúklinga í afeitrun Þátttaka í teymisvinnu ásamt sjúkraliðum, áfengis- og vímuefnaráðgjöfum, sálfræðingum og læknum Menntun og hæfniskröfur Kjör fara eftir kjarasamningi SFV og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík, merkt: Hjúkrunarfræðingur eða í tölvupósti á netfangið thora@saa.is eigi síðar en 1. ágúst 2018. Nánari upplýsingar veitir Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu Vogi í síma 530 7600, netfang: thora@saa.is Hjúkrunarfræðingar Réttindi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi Áhugi á hjúkrun áfengis- og vímuefnasjúklinga Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð Starf verkefnastjóra gæðamála í Kjaradeild Fjármálaskrifstofa/Kjaradeild Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Kjaradeild sinnir launavinnslu Reykjavíkurborgar og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga. Deildin ber ábyrgð á túlkun kjarasamninga og fer með fyrirsvar þeirra mála gagnvart viðsemjendum og aðilum vinnumarkaðar. Deildin sinnir auk þess ráðgjöf á sviði kjarasamninga innan Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með og ber ábyrgð á launa- og mannauðsupplýsingakerfi borgarinnar og þróun þess. Hjá Kjaradeild starfa 29 starfsmenn og hefur deildin aðsetur að Borgartúni 12. Óskað er eftir öflugum starfsmanni til starfa við gæðamál í tengslum við launavinnslu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða verkefni við gerð gæðahandbókar, viðhaldi hennar, innleiðingu, eftirfylgni ásamt innri úttektum og umbótaverkefnum tengdum gæðamálum kjaradeildar. Starfið felur einnig í sér verkefnastjórn í verkefnum á vegum deildarinnar. Þátttaka í starfshópum, þróunarverkefnum og samstarfshópum fyrir hönd deildarinnar. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Helstu verkefni: • Mótun og uppbygging gæðamála launavinnslu kjaradeildar • Umsjón með gerð, viðhaldi og þróun gæðakerfis innan launavinnslu • Umsjón með gerð, viðhaldi og þróun vinnuhandbókar vegna launavinnslu • Innleiðing gæðaskjala og verkferla • Eftirfylgni og úrlausn ábendinga • Innleiðing innri úttekta • Fræðsla og þjálfun vegna gæðamála • Upplýsingagjöf og skýrslugerð Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og gæðastjórnun • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góðir samskiptahæfileikar, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí 2018. Nánari upplýsingar veitir Atli Atlason, deildarstjóri kjaradeildar í netfangi atli.atlason@reykjavik.is ATVINNUAUGLÝSINGAR 13 L AU G A R DAG U R 2 3 . J Ú N Í 2 0 1 8 2 3 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 3 6 -F 2 3 8 2 0 3 6 -F 0 F C 2 0 3 6 -E F C 0 2 0 3 6 -E E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.