Fréttablaðið - 12.07.2018, Síða 4
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
DÓMSMÁL Karlmaður mun erfa föður
sinn eftir að erfðaskrá hins látna var
ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vest
urlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá
ekkert úr dánarbúinu en virði eigna
þess er rúmar 97 milljónir króna.
Hinn látni hafði aldrei gengið í
hjónaband og átti engin skilgetin
börn. Sonur hans kom í heiminn
1951 og var þá skráður sonur nýs
eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðg
arnir áttu afar takmörkuð samskipti
alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016
höfðaði maðurinn véfengingarmál
til að fá staðfest að hann væri sonur
hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í
ljós og var hinn látni skráður faðir
hans eftir það.
Maðurinn gerði erfðaskrár árin
2002 og 2004 og var deilt um gildi
þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni
lýsti hann því yfir að hann ætti enga
lögerfingja og að eignir hans skyldu
ganga til þriggja systra sinna, upp
eldissystur og tveggja vina sinna.
Meðal annars skyldi fasteign hans
ganga til annars vinar hans en sá
fékk eignina í fyrirframgreiddan arf
árið 2016, nokkrum mánuðum áður
en maðurinn lést. Samkvæmt erfða
lögum er óheimilt að ráðstafa meira
en þriðjungi eigna sinna með erfða
skrá þegar niðjum eða maka er til að
dreifa.
Sonur mannsins byggði á að
erfðaskrá föður hans hefði byggt á
misskilningi og að hinn látni hefði
ráðstafað eignum sínum á annan
veg hefði hann vitað af syni sínum.
Bréferfingjarnir töldu á móti að virða
ætti vilja hins látna enda hefði hann
vitað af syni sínum, sem þá var feðr
aður öðrum manni, og kosið að ráð
stafa eignunum á þennan veg að sér
liðnum.
Héraðsdómur féllst á röksemdir
sonarins og taldi hinn látna hafa
verið í villu þegar erfðaskráin var
gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun
fasteignarinnar í fyrirframgreiddan
arf byggði á skilmálum hinnar ógildu
erfðaskrár. Var það niðurstaða dóms
ins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim
sökum. Fasteignin var því færð inn í
dánarbúið á ný.
„Við teljum þetta ranga niður
stöðu og reiknum með að þetta verði
kært til Landsréttar,“ segir Pétur
Kristinsson, lögmaður sjö bréferf
ingjanna. – jóe
Ýtti bréferfingjum úr 100 milljóna búi föður síns
Bréferfingi er sá sem fær
arf samkvæmt erfðaskrá, en
ekki samkvæmt erfðalögum.
NeyteNDur Neytendasamtökin
gagnrýna skamman gildistíma gjafa
bréfa íslenskra flugfélaga og ráð
leggja neytendum frá því að kaupa
slík gjafabréf. Einnig telja samtökin
að fyrirtæki ættu að sleppa því að
selja slík gjafabréf nema að hafa
gildistíma þeirra um fjögur ár.
Brynhildur Pétursdóttir, for
maður neytendasamtakanna, segir
fjölda kvartana hafa borist undan
farin ár þar sem neytendur sitji uppi
með gjafabréf sem ekki sé hægt að
nýta.
„Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa
fengið fjármagn inn í reksturinn og
í raun mætti í þessu sambandi tala
um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta
máta óeðlilegt að inneignin fyrnist
án þess að neytandinn hafi nokkuð
um það að segja,“ segir Brynhildur.
„WOW air hætti blessunarlega sölu á
gjafabréfum eftir að Neytendasam
tökin höfðu sent félaginu erindi og
farið fram á að gildistíminn yrði
lengdur. Enn berast þó kvartanir
enda eflaust töluvert magn af gjafa
bréfum enn í umferð.“
Gildistími á gjafabréfum Iceland
air er tvö ár en var aðeins eitt ár hjá
flugfélaginu WOW. Neytendasam
tökin hafa einnig fengið kvartanir
vegna gjafabréfa Icelandair en þær
hafa verið færri vegna lengri tíma
sem neytendur geta nýtt gjafabréfin.
– sa
Gagnrýna harðlega gjafabréf flugfélaga
Brynhildur segir kvartanir berast vegna gjafabréfa. FréttaBlaðið/Sigtryggur
BeLGÍA Leiðtogar NATOríkjanna
samþykktu á fundi sínum í gær að
hefja formlegar viðræður við Make
dóníu um inngöngu ríkisins í hern
aðarbandalagið.
Í síðasta mánuði undirrituðu
Grikkland og Makedónía samkomu
lag um nýtt nafn á síðarnefnda ríkið.
Áratugalöng deila hafði staðið um
nafnið Makedónía enda teygði hin
forna Makedónía sig inn fyrir landa
mæri Grikklands í dag. Grikkir höfðu
neitað að viðurkenna nafn Make
dóníu en samkvæmt samkomu
laginu mun ríkið heita opinberlega
Lýðveldið NorðurMakedónía.
Deilan stóð í vegi fyrir því að Make
dóníumenn gætu sótt um aðild að
NATO og ESB. Þar sem sátt liggur fyrir
er sú hindrun úr sögunni í bili. Hún
gæti birst á ný ef nýtt nafn verður fellt
í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóníu
manna. – jóe
Makedóníu
boðin innganga
í NATO
KJArAMÁL „Tilboð okkar eins og það
stendur er algjört lokatilboð og það
mun standa. Við skrifum ekki undir
samning sem við vitum að ljósmæður
munu ekki samþykkja. Kröfur okkar
eru komnar að sársaukamörkum
og ljósmæður munu ekki sam
þykkja neitt minna,“ segir Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir, formaður samninga
nefndar ljósmæðra.
Engin niðurstaða varð af fundi
samninganefndanna í gær. Bryndís
Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir
það sameiginlegt mat aðila að ekki sé
ástæða til að boða til nýs fundar að
svo stöddu. „Ég mun auðvitað boða
til fundar innan tveggja vikna eins og
lög gera ráð fyrir. Þegar það er svona
mikil gjá milli aðila er hins vegar
engin ástæða til að boða til fundar
fyrr, nema eitthvað breytist,“ segir
Bryndís.
Á fundinum var lagt fram tilboð af
hálfu ríkisins sem fól í sér breytingar
á fyrirkomulagi vaktavinnu. Katrín Sif
segir tilboðið alls ekki fullnægjandi.
„Þessar breytingar hefðu kostað það
að vaktavinnuálag hefði minnkað um
um það bil helming og er það ekki
mikið fyrir.“
Katrín segir mikinn einhug í ljós
mæðrum en óttast að brotthvarf úr
stéttinni verði ekki lagfært svo glatt.
„Það hafa fjölmargar ljósmæður ráðið
sig annað. Það gæti tekið fjölmörg
ár að lagfæra skaðann. Eftir því sem
tíminn líður þá slokknar eitthvað
í manni viljinn til að fara aftur inn í
kerfið.“
Linda Kristmundsdóttir, fram
kvæmdastjóri kvenna og barnasviðs
Landspítala, segir veruleikann verða
svartari og svartari.
„Þetta er búið að vera mjög erfitt og
næsta helgi verður mjög erfið.“
Linda segir að unnið verði áfram
eftir sömu neyðaráætlun og hingað
til. Þegar hins vegar við bætist yfir
vinnubann í næstu viku og að illa
gangi að manna vaktir þurfi að grípa
til einhverra ráða. Hún segir fleiri
uppsagnir yfirvofandi sem bætast þá
við þær tólf sem tóku gildi um síðustu
mánaðamót. „Það er okkar reynsla
af fyrri kjaradeilum að 10 til 15 pró
sent þeirra sem segja upp koma ekki
aftur.“
Anna Björnsdóttir, deildarstjóri
kvennadeildar HVE á Akranesi, segir
mikið af konum af höfuðborgar
svæðinu hringja til að spyrjast fyrir
um ástandið.
„Við finnum fyrir aukningu. Við
reynum öll að hjálpast að, við höfum
ekkert val,“ segir Anna.
sighvatur@frettabladid.is
Engin lausn í sjónmáli í langri
deilu ljósmæðra og ríkisins
Engin niðurstaða varð af samningafundi ljósmæðra og ríkisins í gær. Formaður samninganefndar ljós-
mæðra segir deiluna í hnút. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala segir veruleikann verða
svartari og svartari. Þegar kröfur ljósmæðra eru teknar saman nema þær 17 til 18 prósenta heildarhækkun.
Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara í gær til stuðnings ljósmæðrum. Samningafundur
deiluaðila var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar fyrr en eftir tvær vikur. FréttaBlaðið/Sigtryggur ari
ÞÝSKALAND Horst Seehofer, innan
ríkisráðherra Þýskalands, hafnar því
að bera ábyrgð á sjálfsvígi hælisleit
anda sem fluttur var frá Þýskalandi í
síðustu viku.
Fyrir viku voru 69 afganskir hælis
leitendur sendir aftur til heimalands
síns frá Þýskalandi. Það gerðist ein
mitt á 69 ára afmælisdag Seehofer.
Á blaðamannafundi, þar sem hann
minntist meðal annars á þetta í sam
hengi við afmæli sitt, notaði hann
flutningana sem dæmi um nýja stefnu
Þýskalands í málaflokknum.
Einn hinna brottfluttu, 23 ára
maður sem hafði dvalist í Þýskalandi
í sex ár, fyrirfór sér við komuna heim.
Kallað hefur verið eftir því að See
hofer biðjist afsökunar og segi af sér
vegna aðgerðarinnar en hann neitar
að bera ábyrgð á málinu. – jóe
Hafnar ábyrgð
á sjálfsvígi
hælisleitanda
Kröfur ljósmæðra
Í ályktun frá kjaranefnd Ljós-
mæðrafélags Íslands kemur fram
að ljósmæður ítrekuðu á fund-
inum í gær kröfu frá síðasta fundi.
Sú krafa felur í sér sömu hækkun
og félagsmenn felldu í maí.
Að auki er farið fram á 110
milljónir króna frá velferðarráðu-
neytinu sem fer í gerð stofnana-
samninga. Alls 170 milljónir fyrir
níu stofnanir. Heildarhækkunin
nemur 17 til 18 prósentum.
1 2 . J ú L Í 2 0 1 8 F I M M t u D A G u r4 F r é t t I r ∙ F r é t t A B L A ð I ð
1
2
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:5
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
E
-B
E
C
0
2
0
5
E
-B
D
8
4
2
0
5
E
-B
C
4
8
2
0
5
E
-B
B
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K