Fréttablaðið - 12.07.2018, Síða 12

Fréttablaðið - 12.07.2018, Síða 12
Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. Fjallið sést víða að enda trónir 1.682 metra hár tindurinn upp úr auðninni í kring. Margir Íslendingar þekkja fjallið af myndum, ekki síst á óteljandi verkum eftir Stefán frá Möðrudal, sem jafnan kallaði sig Stórval. Ekki eru allir sem vita að aðeins er ein fær gönguleið upp fjallið, eða úr vestri. Auðveldast er að komast að uppgöngustaðnum úr suðaustri frá Herðubreiðartöglum. Er þá ekið eftir jeppaslóða að frumstæðu bílastæði við jaðar Ódáðahrauns í 500 metra hæð. Þetta er krefjandi ganga en fá fjöll er skemmtilegra að klífa enda stórkostlegt útsýni af toppnum, meðal annars til Snæfells, Kverkfjalla, Dyrfjalla, Holuhrauns, Dyngjufjalla, Trölladyngju og Kollóttudyngju. Flest vant göngufólk ætti að ráða við verkefnið sem tekur um 5-6 klukkustundir. Gangan í gegnum klettabeltið er þó ekki fyrir lofthrædda. Mesta hættan stafar af grjóthruni, einkum á heitum dögum. Því er nauðsynlegt að hafa hjálm á höfði og hafa meðferðis mannbrodda, ísöxi, göngubelti og línu. Skynsamlegt er að staðkunnugur sé með í för sem og staðsetningartæki. Veður í þessari hæð getur breyst skyndilega og þá getur orðið erfitt að finna niður- leiðina. Kostur er að vera ekki of mörg á ferð til að minnka hættu á grjótlosi á leiðinni upp klettabeltið. Annað leyndarmál sem okkur langar til að ljóstra upp um drottninguna er að á kolli hennar er sérlega tilkomumikil gígskál. Síðari hluta sumars skartar hún ísjökum sem mara í blágrænu leysingavatni og minnir á abstrakt mál- verk. Aðstæður til að ganga á Herðubreið hafa sjaldan verið betri. Það var sannreynt um liðna helgi. Haldi sólarleysið áfram sunnanlands er því margt vitlausara en að skála við Herðubreið – og af hverju ekki á toppnum. Skál fyrir drottningunni Vinskafið ský vakir yfir drottningunni. Herðubreiðartögl í forgrunni. frettablaðið/sigtryggur Hópurinn kemur niður af fjallinu. frettablaðið/sigtryggur ríflega tuttugu manna hópur gekk á fjallið um síðustu helgi. Hér er hluti hópsins. Mynd/tóMas guðbjartsson toppgíg Herðubreiðar er aðeins hægt að berja augum af gígbarminum. Mynd/ólafur Már Útsýnið af toppi fjallsins kemur mörgum á óvart, ekki síður ofan í gíg fjallsins en vítt og breitt yfir norðaustur-hálendið. frettablaðið/sigtryggur Sjá nánar á Fréttablaðið+ Lengri umfjöllun má lesa á frettabladid.is. Náttúrulega Ísland tómas guð- bjartsson læknir og nátt- úruunnandi og sigtryggur ari jóhannsson ljós- myndari fjalla um sérstæðar perlur í íslenskri náttúru. Göngu á Herðubreið má líkja við kennslu- stund í jarðfræði en á leiðinni upp sökkul- inn og klettabeltið má sjá helstu skrefin í myndun fjallsins, sem er svokall- aður stapi sem verður til við gos undir jökli. 1 2 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R12 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð 1 2 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 E -C D 9 0 2 0 5 E -C C 5 4 2 0 5 E -C B 1 8 2 0 5 E -C 9 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.