Fréttablaðið - 12.07.2018, Side 34

Fréttablaðið - 12.07.2018, Side 34
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5407. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigmundur Guðmundsson flugumferðarstjóri, lést sunnudaginn 8. júlí að hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 17. júlí klukkan 13. Bergþóra Sigmundsdóttir Gunnar V. Johnsen Egill Þ. Sigmundsson Petra L. Einarsdóttir Björg Sigmundsdóttir Már Guðmundsson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðbjörn Hallgrímsson lést á Landspítalanum 6. júlí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. júlí klukkan 15.00. Guðmundur Guðbjörnsson Margrét Benediktsdóttir Sigurlína Herdís Guðbjörnsd. Hjörtur Sigurðsson Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir Hallur Örn Kristínarson Sara Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björgvin Árni Ólafsson Dalsbakka 6, Hvolsvelli, lést á Dvalarheimilinu Lundi 7. júlí. Útförin fer fram frá Stórólfshvols- kirkju þriðjudaginn 17. júlí klukkan 11. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Starfsmannafélag Lundar (Reikningsnúmer: 0308-13-110374 Kennitala: 490712- 0460). Við þökkum starfsfólki Lundar einstaka umönnun. Dætur hins látna, tengdasonur, barnabarn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Guðjón Gunnarsson frá Tjörn í Biskupstungum, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 24. júní sl. Útförin fer fram í Skálholtskirkju mánudaginn 16. júlí, kl. 14.00. Guðjón Rúnar Guðjónsson Gunnar Guðjónsson Sólrún Guðjónsdóttir Erlingur Þór Guðjónsson Snorri Geir Guðjónsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Helga S. Þorkelsdóttir lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 8. júlí. Andrés Þórðarson Þorkell Andrésson Nanna Þóra Andrésdóttir Laufey Ámundadóttir Fanney Hrafnsdóttir Andrés Þorkelsson Guðberg Hrafnsson Guðrún Lilja Þorkelsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Haukur Bergsteinsson Bræðratungu 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.00. Ragna Guðvarðardóttir Agnes Hauksdóttir Þórir Borg María Sigmundsdóttir Magnús Sigurðsson Sara, Haukur, Sólveig, Árni, Kjartan Elsku mamma mín, tengdamamma og amma, Elín Halldóra Ísleifsdóttir lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 7. júlí. Útför hennar fer fram frá Háteigs- kirkju mánudaginn 16. júlí klukkan 13. Gunnhildur H. Georgsdóttir Kristján Óli Sverrisson Elín Björk Hallsteinsdóttir Dagur Sverrir Kristjánsson María Kristjánsdóttir Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir mín og tengdadóttir, Soffía Magnúsdóttir íslenskukennari, Heiðargerði 28, Reykjavík, sem lést 30. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.00. Kristinn Guðjónsson Ragnheiður Kristinsdóttir Þórir Jónsson Hraundal Kristinn Kristinsson Kolbrún Vala Jónsdóttir Alexander, Óðinn, Lilja, Helena Soffía Magnús Kristinsson Greta Bachmann Bryndís Guðmundsdóttir Ástkær faðir okkar og bróðir, Filippus Hróðmar Birgisson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. júlí kl. 15.00. Aðalbjörn Sigurður Filippusson Guðbrandur Máni Filippusson Alma Birgisdóttir Runólfur Birgisson Þorsteinn Birgisson Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Mar-grét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemend- ur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Mar- grét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á ein- hverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Mar- grét sem kennir 1. til 4. bekk við Hval- eyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Mar- grét teiknaði myndirnar sjálf og föndr- aði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmti- legt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“ gun@frettabladid.is Vildi vera betri fyrirmynd Margrét Ýr Ingimarsdóttir grunnskólakennari var að senda frá sér sína fyrstu bók og myndskreytir hana sjálf. Það er barnabókin Veröld Míu og hún hefur boðskap að bera. Margrét Ýr og dæturnar Katla María og Salka Ýr Ómarsdætur eiga allar heiðurinn af Veröld Míu. Fréttablaðið/Sigtryggur ari 1 2 . j ú l í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R26 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B l A ð I ð tímamót 1 2 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 E -F 0 2 0 2 0 5 E -E E E 4 2 0 5 E -E D A 8 2 0 5 E -E C 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.