Fréttablaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 39
LAUGAVEGI 91
Á dögunum mælti stórblaðið New York Times með nokkr-um bókum við lesendur sína
sem gætu kælt þá niður, en nokkuð
heitt er í Bandaríkjunum um þessar
mundir. Ein þessara bóka er Snjó-
blinda eftir Ragnar Jónasson en
sagan gerist á Siglufirði. Hverri bók
sem New York Times mælir með
fylgir stutt tilvitnun og hjá Ragnari
er vitnað í upphaf sögunnar: „Jörðin
var snævi þakin, snjórinn svo hvítur
að hann hafði nánast unnið sigur á
myrkrinu þetta vetrarkvöld. Him-
neskur í hreinleika sínum. Það hafði
snjóað frá því um morguninn, snjó-
kornin voru stór og voldug, féllu tign-
arlega til jarðar.“ Meðal annarra bóka
sem New York Times mælir með á
þessum árstíma eru Lesið í snjóinn
eftir Peter Höeg, Duld (The Shining)
eftir Stephen King, Ethan Frome eftir
Edith Wharton og Úlfhundurinn eftir
Jack London.
Þetta eru ekki einu meðmælin
sem Ragnar fær frá stórblöðum því
Sunday Times birti á dögunum lista
yfir þær bækur sem mælt er með að
fólk taki með sér í sumarfríið og þar
er að finna Dimmu sem er sögð vera
frábær spennusaga, en þar rannsakar
lögreglufulltrúinn Hilda síðasta saka-
mál sitt. Í Sunday Times er Ragnar í
félagsskap með James Patterson og
fyrrverandi Bandaríkjaríkjaforseta
Bill Clinton sem eru höfundar met-
sölubókarinnar The President is
Missing sem hefur fengið góða dóma.
Meðal annarra höfunda á listanum er
meistari John le Carré með bók sína
A Legacy of Spies.
Af Ragnari sjálfum er það að frétta
að hann er að leggja lokahönd á
draugalega glæpasögu sem kemur út
í haust. – kb
Stórblöð mæla með Ragnari
Ragnar Jónasson fær hrós hjá stórblöðum. FRéttablaðið/SteFán
Bækur
Fyrir fallið
HHHHH
Höfundur: Noah Hawley
Þýðandi: Ísak Harðarson
blaðsíður:
464 bls.
Útgefandi:
JPV 2018
Ei n k a -þota er á leið
frá Martha’s
Vineyard til
New York.
U m b o r ð
eru ellefu
manns, þar
á meðal fjölmiðlamógúll, eiginkona
hans og tvö ung börn þeirra. Þar
er einnig listmálarinn Scott. Þegar
þotan steypist skyndilega í hafið
kemst Scott lífs af og bjargar á hetju-
legan hátt hinum fjögurra ára gamla
syni fjölmiðlakóngsins. Þeir einir
lifa harmleikinn af. Var hrapið slys
eða kannski hryðjuverk? Fjölmiðlar
fara hamförum og Scott liggur jafnvel
undir grun.
Þetta er í stuttu máli atburðarásin
í Fyrir fallið, spennusögu Noah Haw-
ley. Þarna tekst margt vel. Persónu-
sköpun er yfirleitt góð en í endurliti
kynnist lesandinn persónunum sem
voru í borð í þotunni. Vitneskjan
um að persónurnar hafi látist á svo
hörmulegan hátt skapar sérstaka
tengingu lesandans við þær. Má þar
sérstaklega nefna hina geðfelldu
Maggie, eiginkonu fjölmiðlamógúls-
ins. Sambandi Scott við hinn unga
dreng sem hann bjargaði er síðan
lýst af allnokkurri næmni. Einnig er
góð lýsing á frænku drengsins sem
fær umsjón með honum og þarf að
kljást við peningagráðugan eigin-
mann sem sér dollaramerki í hvert
sinn sem hann horfir á hinn fjögurra
ára dreng sem er erfingi auðæfa.
Höfundinum bregst hins vegar
bogalistin þegar hann kallar fram á
svið dóttur milljarðamærings sem
Scott leggur lag sitt við, en sú er
algjörlega óþörf persóna. Fjölmiðla-
maðurinn sem ætlar sér að fella Scott
fær allnokkurt rými í bókinni en er
of ýkjukenndur til að virka sann-
færandi.
Hawley leggur metnað í þetta
verk sitt, sem er reyndar óhóflegan
langt. Bókin, sem er um margt góð,
hefði orðið svo miklu betri hefði hún
hefði verið um 100 blaðsíðum styttri.
Höfundurinn blandar inn í söguna
heimspekilegum hugleiðingum
um heiminn, peninga og merkingu
atburða. Þær hugleiðingar eru ekki
nægilega skarpar til að gefa verki
hans þá dýpt sem hann hefur eflaust
sóst eftir. Næst kemst verkið í að ná
dýpt þegar það skýrist hvað olli því
að þotan steyptist í hafið. Það er þá
sem lesandinn hugleiðir hversu mik-
ilvægt það er að hver einstaklingur
geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem
hann ber gagnvart öðrum.
Kolbrún bergþórsdóttir
Niðurstaða: Um margt áhugaverð
spennusaga en tapar flugi vegna óhóf-
legrar lengdar.
Ábyrgð og ofsi
m e N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 31F i m m t u D a g u r 1 2 . j ú L í 2 0 1 8
1
2
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:5
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
E
-C
8
A
0
2
0
5
E
-C
7
6
4
2
0
5
E
-C
6
2
8
2
0
5
E
-C
4
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K