Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 4
TILBOÐSVERÐ FRÁ: 1.990.000 KR. – LISTAVERÐ FRÁ: 2.390.000 KR. ÚTFÆRSLUR Í BOÐI: POP, LOUNGE, BEINSKIPTUR/SJÁLFSKIPTUR, BLÆJU OG 105 HESTAFLA TWINAIR (TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI) FIAT 500 Á FRÁBÆRU FIAT-SUMARTILBOÐI MAMMA MIA! ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF · UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI · WWW.FIAT.IS ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS · OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 · LAUGARDAGA 12-16 Heilbrigðismál Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfs­ fólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í hús­ inu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarm­ anna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu til­ fellunum skilar líkaminn nær ein­ göngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndl­ aður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Karlmaður varð fyrir þeirri ömurlegu og niðurlægjandi lífsreynslu að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunn- ar meinaði honum notkun á salerni verslunarinnar. Maðurinn glímir við svæsinn meltingarfærasjúkdóm. Hann vill að stjórnvöld gefi út skírteini fyrir fólk í slíkri aðstöðu sem veiti því forgang á salerni. Fréttablaðið hafði samband við framkvæmdastjóra Krónunnar en fékk ekki svör. Fréttablaðið/Þórsteinn reynt að útvega sér slíka hafi send­ ingarnar verið stöðvaðar af tollyfir­ völdum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almanna­ færi eða í verslun. Í einhverjum til­ fellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæð­ um. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega. En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn. joli@frettabladid.is Trúmál Landspítalinn varði 84 milljónum króna í laun, launa­ tengd gjöld og annan rekstrar­ kostnað presta og djákna við spít­ alann á síðasta ári. Níu prestar eða djáknar eru starfandi við Land­ spítalann og sinna sálgæslu við spítalann. Aðeins prestlærðir ein­ staklingar innan hinnar íslensku þjóðkirkju eru starfandi við spítal­ ann. Aðrir trúarsöfnuðir taka ekki gjald fyrir þjónustu sem þessa. Fram kemur í skriflegu svari Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Land­ spítalans, að 6,5 stöðugildi presta og djákna séu við spítalann sem skipti með sér sólarhringsþjón­ ustu allan ársins hring. „Megin­ verkefni þessara starfsmanna snúa að sálgæslu og var heildar­ kostnaður 83,9 milljónir króna á síðasta ári.“ Við sjúkrahúsið á Akureyri er einnig starfandi prestur í 75 pró­ sent starfshlutfalli sem sinnir sál­ gæslu við spítalann. Þegar óskað er eftir því að sjúkl­ ingar fái til sín presta eða trúar­ leiðtoga frá öðrum söfnuðum á Íslandi virðist það vera spítölun­ um, bæði á Akureyri og í Reykja­ vík, að kostnaðarlausu. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir sig ekki reka minni til þess að hafa fengið rukkun fyrir sálgæslu annarra trúarsafnaða og taldi öruggt að ef svo væri, væri kostnaðurinn alls ekki íþyngjandi fyrir spítalann. Að sama skapi hefur það aukist upp á síðkastið, samkvæmt LSH, að pólskir sjúklingar óski sálgæslu frá kaþólsku kirkjunni. Innan þeirra trúarbragða er þjónustan veitt án þess að sjúkrahús lands­ ins þurfi að reiða fram fé. Um 100 þúsund einstaklingar standa nú utan hinnar íslensku þjóðkirkju og hefur þeim fækkað jafnt og þétt á síðustu árum sem vilja vera í þjóðkirkjunni. – sa 84 milljónir veittar í prestsþjónustu á Landspítalanum í fyrra Prestar og djáknar eru hluti af geð­ sviði spítalans. Fréttablaðið/Vilhelm Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill. Karlmaður með sáraristilbólgur fjársjóðsleiT Umhverfisstofnun hafnaði ósk  breska fyrirtækisins Advanced Marine Services um fram­ lengingu á starfsleyfi til að fjarlægja peningaskáp úr flaki þýska togarans SS Minden. AMS varð frá að hverfa í miðjum klíðum í fyrrahaust og síðan rann starfsleyfi sem það hafði frá Um­ hverfis stofnun út 30. apríl í vor. Stofn­ unin sagði ekki heimilt að framlengja leyfið en benti AMS á að hægt væri að sækja um nýtt starfsleyfi eða þá óska eftir undanþágu frá umhverfis­ og auðlindaráðuneytinu. Fyrirtækið valdi síðari kostinn og er umsókn þess nú til meðferðar í ráðuneytinu. – gar Vilja undanþágu fyrir Mindenleit Í flaki minden. mynd/ams mennTun Stjórn Félags framhalds­ skólakennara skorar á Lilju Alfreðs­ dóttur að tryggja kennurum með leyfi til kennslu í framhaldsskóla jafnframt full réttindi til kennslu í 8.­10. bekk grunnskóla. Þetta geti ráðherra gert með því að útfæra 21. grein laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik­, grunn­ og framhaldsskóla. Greinin fjallar um gildissvið leyfisbréfa og útgáfu þeirra. Að sama skapi verði kennara, með leyfisbréf sem grunnskólakennari og hefur lokið minnst 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein til kennslu á sérsviði sínu, heimilt að kenna í byrj­ unaráföngum framhaldsskóla. – jhh Kennarar skora á ráðherra 1 4 . j ú n í 2 0 1 8 f i m m T u D A g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T A b l A ð i ð 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -A 2 4 8 2 0 2 1 -A 1 0 C 2 0 2 1 -9 F D 0 2 0 2 1 -9 E 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.