Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 28
Irina Shayk og Cristiano Ronaldo felldu hugi saman og
voru óaðskiljanleg í fimm ára eldheitu ástarsambandi.
Rússneska ofurfyrirsætan Irina Valeryevna Shaykhlislamova, betur þekkt sem Irina Shayk,
fæddist í rússneska bænum Yem-
anzhelinsk 6. janúar 1986. Faðir
hennar var tatari sem starfaði
lengst af í kolanámum og móðir
hennar tónlistarkennari í leik-
skóla. Irina kveðst hafa erft útlitið
frá föður sínum og að margir haldi
að hún sé suður-amerísk vegna
dekkri húðlitar tatara, en ljós
augun hafi hún frá móður sinni.
Irina söng í kór sem barn og var
send í píanónám sjö ára. Hún var
fjórtán ára þegar faðir
hennar andaðist úr
lungnabólgu og
þurfti móðir
hennar að vinna
tvöfalt til að ná
endum saman.
Eftir framhaldsskóla hóf Irina
nám í markaðsfræði en sóttist það
illa. Því færði hún sig yfir í snyrti-
skóla þar sem aðili frá módelskrif-
stofu varð sleginn af fegurð
hennar. Hún var hvött til að taka
þátt í Ungfrú Chelyabinsk árið
2004 og var krýnd sigurvegari.
Við tók frægð og frami sem fyrir-
sæta og var Irina fyrsta rússneska
fyrirsætan til að verma forsíðu
sundfatatölublað Sports Illustrated
árið 2011.
Heimsfrægir kærastar
Irina Shayk hefur löngum
trónað efst á listum yfir
kynþokkafyllstu konur
Rússlands og raunar
alls heimsins. Hún
hefur meðal annars
gengið tískupall-
ana fyrir Miu Miu,
Marc Jacobs, Versace,
Givenchy, Moschino,
Armani, Guess og Vict-
oria’s Secret og prýtt for-
síður Elle, Glamour, GQ, Harper’s
Bazaar, Tatler, Cosmopolitan,
Marie Claire og Vanity Fair víða
um heim. Hún þreytti frumraun
sína sem leikkona í kvikmyndinni
Hercules með Dwayne Johnson
árið 2014 og lék í myndbandi við
lag Kanyes West, Power.
Irina sinnir góðgerðarmálum
í sínum gamla heimabæ af alhug
og er opinber sendiherra Pomogi-
samtakanna í Rússlandi sem láta
fé af hendi rakna til langveikra
barna.
Ástamál Irinu hafa verið í sviðs-
ljósinu enda annáluð smekkkona
á karlmenn. Hún átti í fimm ára
eldheitu ástarsambandi við portú-
gölsku fótboltahetjuna Cristiano
Ronaldo en eftir að þau skildu að
skiptum í ársbyrjun 2015 fann hún
ástina fljótt í örmum bandaríska
leikarans Bradleys Cooper sem
People-tímaritið valdi kynþokka-
fyllsta mann veraldar 2011. Hjóna-
leysin eignuðust sitt fyrsta barn
saman, stúlku, í fyrravor.
Fótbolti og
fagrar konur
Fegurðardísin Irina í Las Vegas árið 2011. Hún hefur ljós
og seiðandi augun frá rússneskri móður sinni.
Irina með núver-
andi kærasta og
barnsföður sínum,
Bradley Cooper.
Irina segist hafa erft útlitið frá föður sínum sem var tatari
og eilítið dekkri á hörund en Rússar almennt.
Rússland er í
sviðsljósinu
vegna HM í fót-
bolta en það er
líka rómað fyrir
íðilfagrar konur.
Ein sú allra glæsi-
legasta, ofur-
fyrirsætan Irina
Shayk, átti í löngu
ástarsambandi
við fótboltagoðið
Cristiano Ronaldo. Irina er hasarkroppur og hefur lengi
sýnt undirföt fyrir Victoria’s Secret.
Rússneskur kvenleiki og tígulegur
vöxtur hefur fleytt Irinu langt.
DAGSKRÁ
13:00 SETNING
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Samgönguáætlun 2019-2033 – staða og helstu áherslur
Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs
13:20 FRAMKVÆMDIR
Áskoranir, framkvæmdir og fjármögnun
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Skattstofnar ökutækja og eldsneytis – framtíðaráskoranir
Benedikt S. Benediktsson, sérfræðingur í fjármála-
og efnahagsráðuneyti
Fjármögnun stærri vegaframkvæmda
Eyjólfur Árni Rafnsson, verkfræðingur
Umræður: Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA,
og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB
14:20 Kaffihlé
14:40 ÞJÓNUSTA
Almenningssamgöngur – ávinningur af heildstæðri stefnu
Árni Freyr Stefánsson, verkfræðingur hjá Mannviti
Umræður: Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar,
Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, og Þorsteinn R.
Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
15:20 ÖRYGGI
Umferðaröryggi og samfélagslegur kostnaður
Berglind Hallgrímsdóttir, umferðarverkfræðingur hjá Eflu
Ástandið í umferðinni og ávinningur af sýnilegu eftirliti
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi
Umræður: Sigríður Vala Halldórsdóttir, forstöðumaður hagdeildar
hjá Sjóvá, og Haraldur Sigþórsson, verkfræðingur
16:00 TÆKNI
Upplýsingatækni, iðnbylting og samgöngur: Hvaða möguleikar
skapast í samgöngum með nýrri tækni 4. iðnbyltingarinnar
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
Umræður: Lilja G. Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viaplan, og
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
16:30 Léttara hjal með Sóla Hólm, þinglok og léttar veitingar
Þingstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri.
Þingið er öllum opið en þátttakendur eru beðnir að skrá sig með
tölvupósti, netfang: kristin.hjalmarsdottir@srn.is
Samgönguáætlun 2019-2033
21. júní í Súlnasal Hótel Sögu
Samgöngu
þing 2018
Fréttablaðið með þér í sumar.
Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu
á eftirfarandi stöðum víðsvegar um landið:
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . j ú N í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
1
4
-0
6
-2
0
1
8
0
5
:1
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
2
1
-B
A
F
8
2
0
2
1
-B
9
B
C
2
0
2
1
-B
8
8
0
2
0
2
1
-B
7
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K