Fréttablaðið - 14.06.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 14.06.2018, Síða 28
Irina Shayk og Cristiano Ronaldo felldu hugi saman og voru óaðskiljanleg í fimm ára eldheitu ástarsambandi. Rússneska ofurfyrirsætan Irina Valeryevna Shaykhlislamova, betur þekkt sem Irina Shayk, fæddist í rússneska bænum Yem- anzhelinsk 6. janúar 1986. Faðir hennar var tatari sem starfaði lengst af í kolanámum og móðir hennar tónlistarkennari í leik- skóla. Irina kveðst hafa erft útlitið frá föður sínum og að margir haldi að hún sé suður-amerísk vegna dekkri húðlitar tatara, en ljós augun hafi hún frá móður sinni. Irina söng í kór sem barn og var send í píanónám sjö ára. Hún var fjórtán ára þegar faðir hennar andaðist úr lungnabólgu og þurfti móðir hennar að vinna tvöfalt til að ná endum saman. Eftir framhaldsskóla hóf Irina nám í markaðsfræði en sóttist það illa. Því færði hún sig yfir í snyrti- skóla þar sem aðili frá módelskrif- stofu varð sleginn af fegurð hennar. Hún var hvött til að taka þátt í Ungfrú Chelyabinsk árið 2004 og var krýnd sigurvegari. Við tók frægð og frami sem fyrir- sæta og var Irina fyrsta rússneska fyrirsætan til að verma forsíðu sundfatatölublað Sports Illustrated árið 2011. Heimsfrægir kærastar Irina Shayk hefur löngum trónað efst á listum yfir kynþokkafyllstu konur Rússlands og raunar alls heimsins. Hún hefur meðal annars gengið tískupall- ana fyrir Miu Miu, Marc Jacobs, Versace, Givenchy, Moschino, Armani, Guess og Vict- oria’s Secret og prýtt for- síður Elle, Glamour, GQ, Harper’s Bazaar, Tatler, Cosmopolitan, Marie Claire og Vanity Fair víða um heim. Hún þreytti frumraun sína sem leikkona í kvikmyndinni Hercules með Dwayne Johnson árið 2014 og lék í myndbandi við lag Kanyes West, Power. Irina sinnir góðgerðarmálum í sínum gamla heimabæ af alhug og er opinber sendiherra Pomogi- samtakanna í Rússlandi sem láta fé af hendi rakna til langveikra barna. Ástamál Irinu hafa verið í sviðs- ljósinu enda annáluð smekkkona á karlmenn. Hún átti í fimm ára eldheitu ástarsambandi við portú- gölsku fótboltahetjuna Cristiano Ronaldo en eftir að þau skildu að skiptum í ársbyrjun 2015 fann hún ástina fljótt í örmum bandaríska leikarans Bradleys Cooper sem People-tímaritið valdi kynþokka- fyllsta mann veraldar 2011. Hjóna- leysin eignuðust sitt fyrsta barn saman, stúlku, í fyrravor. Fótbolti og fagrar konur Fegurðardísin Irina í Las Vegas árið 2011. Hún hefur ljós og seiðandi augun frá rússneskri móður sinni. Irina með núver- andi kærasta og barnsföður sínum, Bradley Cooper. Irina segist hafa erft útlitið frá föður sínum sem var tatari og eilítið dekkri á hörund en Rússar almennt. Rússland er í sviðsljósinu vegna HM í fót- bolta en það er líka rómað fyrir íðilfagrar konur. Ein sú allra glæsi- legasta, ofur- fyrirsætan Irina Shayk, átti í löngu ástarsambandi við fótboltagoðið Cristiano Ronaldo. Irina er hasarkroppur og hefur lengi sýnt undirföt fyrir Victoria’s Secret. Rússneskur kvenleiki og tígulegur vöxtur hefur fleytt Irinu langt. DAGSKRÁ 13:00 SETNING Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Samgönguáætlun 2019-2033 – staða og helstu áherslur Þórunn Egilsdóttir, formaður samgönguráðs 13:20 FRAMKVÆMDIR Áskoranir, framkvæmdir og fjármögnun Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Skattstofnar ökutækja og eldsneytis – framtíðaráskoranir Benedikt S. Benediktsson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti Fjármögnun stærri vegaframkvæmda Eyjólfur Árni Rafnsson, verkfræðingur Umræður: Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 14:20 Kaffihlé 14:40 ÞJÓNUSTA Almenningssamgöngur – ávinningur af heildstæðri stefnu Árni Freyr Stefánsson, verkfræðingur hjá Mannviti Umræður: Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, og Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar 15:20 ÖRYGGI Umferðaröryggi og samfélagslegur kostnaður Berglind Hallgrímsdóttir, umferðarverkfræðingur hjá Eflu Ástandið í umferðinni og ávinningur af sýnilegu eftirliti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi Umræður: Sigríður Vala Halldórsdóttir, forstöðumaður hagdeildar hjá Sjóvá, og Haraldur Sigþórsson, verkfræðingur 16:00 TÆKNI Upplýsingatækni, iðnbylting og samgöngur: Hvaða möguleikar skapast í samgöngum með nýrri tækni 4. iðnbyltingarinnar Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík Umræður: Lilja G. Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viaplan, og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar 16:30 Léttara hjal með Sóla Hólm, þinglok og léttar veitingar Þingstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri. Þingið er öllum opið en þátttakendur eru beðnir að skrá sig með tölvupósti, netfang: kristin.hjalmarsdottir@srn.is Samgönguáætlun 2019-2033 21. júní í Súlnasal Hótel Sögu Samgöngu þing 2018 Fréttablaðið með þér í sumar. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi stöðum víðsvegar um landið: 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . j ú N í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -B A F 8 2 0 2 1 -B 9 B C 2 0 2 1 -B 8 8 0 2 0 2 1 -B 7 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.