Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 12
Hæfni og yfirburðir Ford Kuga AWD liggja í öflugu fjórhjóladrifi, mikilli veghæð og einstakri dráttargetu þar sem hann leikandi dregur 2.100 kg. Þú situr hátt í Kuga, aksturseiginleikar eru fyrsta flokks og þægindin í hámarki. Ford Kuga er búinn íslensku leiðsögukerfi, 8“ skjá, Bluetooth, raddstýringu og fimm stjörnu öryggi. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 FORD KUGA TITANIUM S AWD YFIRBURÐIR! ford.is 5.190.000 FORD KUGA TITANIUM S AWD SJÁLFSKIPTUR TILBOÐSVERÐ: VERÐ ÁÐUR: 5.610.000 KR. KR. A F S L Á T T U R -420.000 KR. Ford_Kuga_Tilboð_3_5x15_20180528_END.indd 1 28/05/2018 14:24 Norður-Kórea Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, fjallaði í gær ítarlega um leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og einræðisherrans Kim Jong-un sem fram fór í Singapúr degi fyrr. Umfjöllunin var löng og vel mynd- skreytt. „Kim Jong-un lét þau merkingar- þrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, for- dómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt,“ sagði meðal annars í umfjölluninni, sem einnig birtist á vefsíðu ríkis- sjónvarpsins, KCNA. Miðillinn sagði viðræðurnar hafa verið góðar. Leiðtogarnir hafi komið saman til að stíga fyrsta skrefið í átt að friði eftir um sjö ára- tuga illdeilur. Kim hafi svo tekið ljósmynd með Trump en samn- i n g a n e f n d i r ríkjanna hafi orðið eftir í Singapúr til að eiga í enn frek- ari viðræðum. „Hann sagðist vera ánægður að setjast niður með Trump forseta og bandarísku sendinefndinni. K i m Jo n g - u n hrósaði forset- anum í hástert fyrir vilja sinn og áhuga á því að leysa deiluna á raunhæfan hátt með viðræðum og samningum,“ sagði í Rodong Sinmun. E f n i s l e g a va r umfjöllunin nokkuð í takt við það sem birst hafði í miðlum víðs vegar um heim, þótt hún hafi reyndar verið hástemmdari og laus við alla gagnrýni á einræðisherrann. Hins vegar kom eftirfarandi efnisgrein nokkuð á óvart: „Trump tjáði þá ætlun sína að hætta heræfingum með Suður- Kóreu, sem Lýðræðislega alþýðu- lýðveldið Kórea [Norður-Kórea] álítur ögrun, með tíð og tíma á meðan ríkin ræða saman, sem og að tryggja öryggi alþýðulýðveldisins og að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því.“ Ekki var á neinn hátt kveðið á um viðskiptaþvinganir í plagginu sem Trump og Kim undirrituðu. Á blaðamannafundi eftir leið- togafundinn sagði Trump þó að á meðan unnið yrði að kjarnorku- afvopnun myndi þvingunum ekki verða aflétt. Ljóst er að sú vinna mun taka langan tíma og ekki er enn öruggt að Norður-Kórea muni losa sig við kjarnorkusprengjur sínar. Orð Norður-Kóreumanna nú eru því í ákveðinni mótsögn við það sem Bandaríkjaforseti sagði, þar sem þvinganirnar eru, að sögn Trumps, ekki á útleið í náinni framtíð. Við heimkomuna til Banda- ríkjanna í gær opnaði Trump Twitter og sagði alla hafa gert ráð fyrir því að stríð við Norður-Kóreu væri í vændum áður en hann tók við embættinu. Barack Obama, f y r i r r e n n a r i hans, hafi sagt, að Norður-Kórea væri stærsta og h æ t t u l e g a s t a v a n d a m á l i ð . „ E k k i l e n g u r , sofið rótt í nótt,“ tísti Trump. Forsetinn sagði jafnframt að öllum ætti að finnast þeir vera öruggari nú en þegar hann tók fyrst við völdum. „Nú stafar engin kjarnorkuógn af N o r ð u r - K ó r e u . Fundurinn með Kim Jong-un var áhugaverður og jákvæð lífsreynsla. F r a m t í ð a r h o r f u r Norður-Kóreu eru góðar!“ thorgnyr@ frettabladid.is Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnis- lausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. Kim Jong-un lét þau merkingarþrungnu ummæli falla að fortíðin héldi fast um ökkla þeirra, fordómar héldu fyrir augu þeirra og eyru. En að þeir hefðu yfirstigið allar þessar hindranir og komið til Singapúr til að byrja upp á nýtt. Úr umfjöllun Rodong Sinmun JemeN Ríkisstjórn Jemens og bandalag arabaríkja undir stjórn Sádi-Arabíu gerðu í gær árás á hafnarborgina Hodeidah. Uppreisnarmennirnir Hútar hafa farið með völdin í borginni undanfarið en þar er að finna stærstu höfn ríkisins. Árásin hófst eftir að þriggja daga frestur, sem Sameinuðu arabísku furstadæmin settu Hútum um að yfirgefa borgina, rann út. Samkvæmt heimildum Reuters voru Hútar skjótir að vígbúast. Sendu þeir hergögn og hermenn inn í miðborgina og í kringum höfnina á meðan sprengjur féllu á borgina úr flugvélum og herskipum. Einn talsmanna hernaðarbanda- lags Sádi-Araba sagði að 21.000 hermenn bandalagsríkja væru nú umhverfis borgina. Á meðal þeirra væru Sádi-Arabar, hermenn Sam- einuðu arabísku furstadæmanna, Súdanar og Jemenar. Sádi-Arabar hafa sakað uppreisnar- mennina um að smygla inn vopnum frá Íran í gegnum höfnina. Því hafa bæði Íranar og Hútar neitað. Með því að taka borgina telur bandalagið sig geta brotið Húta á bak aftur og neytt þá að samningaborðinu. En burtséð frá vopnum þá kemur stærstur hluti hjálpargagna alþjóð- legra samtaka, til að mynda CARE International, til landsins í gegnum borgina. Hafa slík samtök því varað við því að vont ástand versni enn frekar nú þegar barist er um borgina. 8,4 milljónir Jemena eru á barmi hungursneyðar nú þegar. Jolien Veldvijk, stjórnandi CARE International í Jemen, sagði við Reuters í gær að þrjátíu loftárásir hefðu verið gerðar á hálftíma í gær. „Margir eru innlyksa, öðrum hefur verið hent út af heimilum sínum. Við héldum að ástandið gæti ekki versnað en því miður reyndist það rangt.“ – þea Mesta orrusta stríðsins í Jemen 21.000 hermenn bandalagsríkja eru sagðir vera umhverfis Jemen. 1 4 . J ú N í 2 0 1 8 F I m m T u D a G u r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -B 1 1 8 2 0 2 1 -A F D C 2 0 2 1 -A E A 0 2 0 2 1 -A D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.