Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 85
BOSE QC35 II Hágæða þráðlaus heyrnar- tól með Acoustic Noise Cancelling tækni sem útilokar umhverfishljóð! iPHONE X 64GB Nýjasta útgáfa af hinum ofurvinsæla iPhone með betri skjá, meiri hraða og flottari myndavél Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 99.990ACER ASPIRE 3Glæsileg ný 2018 enn þynnri kynslóð með silkiskorið bak og öflugra þráðlaust net Ný kynslóð fáanleg í 3 glæsilegum litum 39.990 Rammalaus skjár með HDR AMVA+ BENQ EW277HDR Lúxuslína BenQ með alla nýjustu tækni og HDR fyrir kristaltæra mynd með djúpum lit BÍLA FESTINGTRUST UNIVERSAL BÍLA FESTINGAR Fyrir síma og spjaldtölvur á verði frá: 1.990 TRUST UNIVERSAL Töskur fyrir 7”-10” spjaldtölvur verð frá: 2.392 MIGHTY MIGHTY SPOTIFY Spilar tónlistina þína án snjallsíma 11.990 MINNISKORT MINNISKORT 20% afsláttur í júní, verð frá: 1.592 VERÐ ÁÐUR 14.990 SUMARTILBOÐ 20%Afsláttur 20%Afsláttur DUALCHAR BÍLAHLEÐSLA USB bílahleðslutæki frá Trust 1.990 VERÐ ÁÐ UR 2.990 SUMAR TILBOÐ PORTA PRO CLASSIC Heyrnartól frá Koss sem hafa verið vinsæl allt frá 1984 4.990 VERÐ ÁÐUR 6.990 SUMARTILBOÐ VERÐ ÁÐ UR 59.990 SUMAR TILBOÐ EINFALT SÍMA APP TIL AÐ STJÓRNA DRÓNA VERÐ ÁÐUR 16.990 SUMARTILBOÐ 14.990 19.9907”SPJALDTÖLVA3G spjaldtölva fyrir yngri kynslóðina, frábær í ferða- lagið með þráðlausum heyrnartólum og tösku 7” IPS skjár og 4ra kjarna örgjörvi RYZE TECH TELLO Agnarsmár Dróni frá Ryze Tech í samstarfi við DJI og Intel með HD myndavél með EIS stöðuleikastýringu Ótrúlega einfaldur í notkun, eintómt fjör:) NOKIA 7 PLUS Stórglæsilegur nýr Nokia snjallsími með Carl Zeiss myndavélum og flottum 6’’ IPS snertiskjá Einstök 6 laga Ceramic-Feel húðun 54. 90 Í FERÐALAGIÐ GRÆJUR FYRIR FÓLK Á FERÐ OG FLUGI DIXXO FERÐAHÁTALARI Frábær Bluetooth Dixxo Delta með flottri LED diskó lýsingu 7.9904.995FERÐARAFHLAÐA20.000 mAh Trust Primo með allt að 80 klst. hleðslu fyrir síma VERÐUM Á SECRET SOLSTICE 2018 50%AfslátturVERÐ ÁÐUR 9.990 14. júní 2018 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl VERÐUM Á SECRET SOLSTICE 2018 TónlisT Hjálmurinn HHHHH Tjarnarbíó sunnudaginn 10. júní Saga: Finn-Ole Heinrich. Tónlist: Sarah Nemtsov. Leikari: Guðmundur Felixson. Flytjendur: Ensemble Adapter (Kristjana Helgadóttir, Ingólfur Vil- hjálmsson, Gunnhildur Einarsdóttir, Matthias Engler, Zoé Cartier). Í kvikmyndum heyrist ómstríð tón- list bara þegar eitthvað ægilegt er á ferðinni. Er ekki rökrétt að álykta að þegar margir hlusti á slíka tón- list á tónleikum, þá komi blóðugir uppvakningar og hundar úr helvíti sjálfkrafa upp í hugann? Svipað er uppi á teningnum með ástarsenur, bílaeltingarleiki, slagsmál, o.s.frv. Hefð er orðin fyrir ákveðinni teg- und tónlistar í tilteknum atriðum. Vinsældir kvikmyndarinnar hljóta því að hafa mótað viðbrögð okkar við tónlist. Kvikmyndin hefur gefið fólki tækifæri til að SJÁ tónlistina, skilja merkingu hennar á sjónræn- an hátt. Hún hefur a.m.k. ýtt undir þessa merkingu. Ómstríð tónlist sem kallar fram hrylling í hugskoti manns, verður þó yfirleitt að hafa einhverja róm- antík í sér. Með því er ekki vísað til hefðbundins skilnings þess orðs, heldur til rómantíska tímabilsins í tónlistarsögunni, 19. aldarinnar. Það var þá sem hvers konar tilfinn- ingar urðu allsráðandi í tónlistinni. Hrollvekjandi ómstríð tónlist verður að tilheyra slíkum stíl, þó hljómar og laglínur séu nútímalegri. Tilgangur kvikmyndatónlistar er jú að magna upp tilfinningar og and- rúmsloft. Sarah Nemtsov, þýskt samtíma- tónskáld, sem var í öndvegi á tón- leikum á Listahátíð í Tjarnarbíói á sunnudaginn, semur vissulega ómstríða tónlist. Það er hins vegar engin rómantík í verkum hennar. Samhljómurinn er afar annarlegur, og ekki er að hægt að finna neitt sem kalla mætti laglínu. Framvind- an þar er þó skýr og hljómarnir eru á sinn sérstæða hátt spennandi, en þeir eru gersneyddir tilfinningum. Kannski væri hægt að tala um heið- ríkju í verkunum, þau eiga meira skylt við flókna fjölröddun endur- reisnarinnar en nokkuð annað. Tónlist Nemtsov er mjög flott á sinn hátt, gædd innra samræmi og áleitinni fagurfræði. Hún virkaði samt ekki í samhenginu sem boðið var upp á á tónleikunum í Tjarnar- bíói. Þar var sögð saga af dreng sem setur á sig hjálm og neitar að taka hann af sér fyrr en kringumstæður hans breytast; þannig glímir hann við missi og sorg. Guðmundur Felix- son leikari sagði söguna, en kamm- erhópurinn Ensemble Adapter spilaði undir. Tónlistin virðist hafa átt að gera söguna meira lifandi en það tókst ekki vel. Samband tónlistarinnar og sögunnar var aldrei sérlega sterkt, nema á yfirborðslegan hátt. Tón- listin fólst í umhverfishljóðum sem tengdust mismunandi atburðum sögunnar en gerðu ekkert fyrir hana. Þau skiptu því engu máli; þvert á móti skapaði skorturinn á tilfinningunum í tónlistinni fjar- lægð. Hún truflaði frásögnina frekar en hitt, og því var líka öfugt farið. Það var eins og þessir tveir þættir ættu í stríði fremur en að mynda sterka og grípandi heild. Hljóðfæraleikurinn var þó fag- mannlegur. Alls konar hljóðasam- Tónlist truflaði frásögn, og öfugt setningar, sem voru skapaðar með hefðbundnum hljóðfærum, en einnig ýmsu öðru, þ. á m. rafmagni, voru áheyrilegar. Hljóðfærin voru mögnuð upp í hljóðkerfi Tjarnar- bíós og hljóðstjórnin var prýðileg, styrkleikajafnvægið fínt, heildar- hljómurinn rétt stilltur. Maður bara spurði sjálfan sig: Til hvers? Jónas Sen niðursTaða: Vel flutt en náði þó aldrei flugi. þvert á móti skapaði skortur- inn á tilfinningunum í tónlistinni fjarlægð. m e n n i n g ∙ F r É T T a B l a ð i ð 33F i m m T u D a g u r 1 4 . j ú n í 2 0 1 8 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -B 1 1 8 2 0 2 1 -A F D C 2 0 2 1 -A E A 0 2 0 2 1 -A D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.