Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 6
Íþróttasjóður Umsóknarfrestur til 1. október H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna: l Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana l Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að þátttöku barna af erlendum uppruna. l Íþróttarannsókna l Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir kl. 16:00, 1. október 2018. Nánari upplýsingar veitir Anna R. Möller, anna.r.moller@rannis.is, sími 515 5849. Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. METABO Bútsög KS216 Verðmætaskápar Jeppatjakkur 2.25t 52cm. 16.995 frá 4.995 17.995 Stendur undir nafni skólamál Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Við- reisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingar- innar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig. „Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístunda- sviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgar- innar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjalds- lausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmál- anum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barna- fjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vett- vangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skóla- máltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn. gar@frettabladid.is Fríar skólamáltíðir of stór biti fyrir Reykjavík Fulltrúar meirihlutaflokka í Reykjavík segja það kalla á „umfangsmiklar sparn- aðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar“ að bjóða ókeypis skólamáltíðir. Tillaga Flokks fólksins var því felld. Von er á nýrri tillögu. Ókeypis skólamáltíðir eru sagðar mundu kosta skólasvið Reykjavíkur- borgar nærri tvo milljarða króna á ári. FRéttablaðið/anton bRink Þá mun ég leggja til að verð á skólamál- tíðum lækki um þriðjung. Kolbrún Baldurs- dóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins sTJóRNsÝsla Þjóðskjalasafn Íslands hefur óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að frágangur og afhending skjalasafns kjararáðs verði sett í formlegt ferli. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir frá því að ráðið var lagt niður en enn hafa gögn frá því ekki borist safninu. Á síðasta ári óskaði Fréttablaðið eftir því að fá afrit af fundargerðum kjararáðs. Beiðni þess efnis var synjað. Sú niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál sem felldi synjunina úr gildi vegna annmarka á henni. Lagt var fyrir ráðið að taka málið til með- ferðar að nýju. Fjórum dögum síðar var ráðið ekki lengur til. Eftir að ráðið var lagt niður gilda lög um opinber skjalasöfn um aðgang að gögnunum. Í júlí kann- aði Fréttablaðið hjá Þjóðskjala- safninu hvort gögnin hefðu borist og fengust þau svör að svo væri ekki. Í ágúst bárust þau svör frá safninu að engin samskipti hefðu átt sér stað milli safnsins og kjararáðs eða ráðuneytisins vegna afhendingar gagnanna. „Satt best að segja á ég ekki von á því að þetta komi hingað á allra næstu vikum eða mánuðum,“ segir í svari skjalavarðar við skeyti blaðs- ins. Í svari frá fjármálaráðuneytinu frá því í síðustu viku segir að gögnin séu ekki í vörslu eða á ábyrgð ráðuneyt- isins. Starfsmaður kjararáðs sjái um að ganga frá gögnunum og afhenda þau. Ráðuneytið hafi engar upp- lýsingar um hvernig sú vinna gangi. Eftir fréttaflutning um seina- ganginn hafði starfsfólk safnsins samband við ráðuneytið og óskaði eftir því að málið yrði sett í farveg. Viðbragða ráðuneytisins er nú beðið. – jóe Þjóðskjalasafnið ýtir á eftir kjararáði Frá húsakynnum kjararáðs í Skugga- sundi í Reykjavík. FRéttablaðið/ERniR BaNdaRíkiN Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkj- anna, eftir sakfellingu Pauls Mana- fort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrver- andi lögmanns forsetans. Manafort var sakfelldur fyrir átta liði af átján liða ákæru Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Cohen, sem játaði sekt sína á þriðjudag, var meðal annars ákærður fyrir brot á lögum um fjármögnun framboða. Hann sagði að Trump hefði skipað sér að hafa umsjón með þagnargreiðslum til kvenna sem héldu því fram að þær hefðu sængað hjá Trump. Miðað við málflutning Trumps á Twitter í gær er ljóst að hann lætur málin ekki á sig fá. „Michael Cohen játaði á sig tvö kosninga- fjármögnunarbrot sem eru ekki einu sinni glæpur. Obama forseti framdi sams konar brot og þau mál voru auðveldlega útkljáð,“ tísti Trump og varaði samlanda sína við því að ráða Cohen sem lögmann. Forsetinn sagðist svo vor- kenna Manafort og fjölskyldu hans. Sérstakur saksóknari hafi gert sér mat úr „tólf ára gömlu skattamáli og þrýst á hann“ til að snúast gegn forsetanum. Manafort hafi hins vegar, öfugt við Cohen, ekki gefið eftir. Þá gagnrýndi Trump að kvið- dómur hefði ekki náð saman um tíu ákæruliði. – þea Trump segir sekt Cohens smámál 2 3 . á g ú s T 2 0 1 8 F i m m T U d a g U R6 F R é T T i R ∙ F R é T T a B l a ð i ð 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A 1 -2 A 4 4 2 0 A 1 -2 9 0 8 2 0 A 1 -2 7 C C 2 0 A 1 -2 6 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.