Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 28
Vöruúrvalið á Heimkaup.is er nú um 40.000 vörur og fer sífellt stækkandi. Rúm- lega 60% vöxtur milli ára. Hverju þakkar forstjórinn, Guðmundur Magnason, þennan mikla vöxt? „Fólk vill nýta tímann sinn, umferðin eykst með hverju ári eins og allir vita og þeir sem kynn- ast þægindunum sem felast í því að panta á netinu og fá vörurnar sendar frítt heim að dyrum sam- dægurs, þeir verða fastakúnnar, það er ósköp einfalt!“ segir Guð- mundur. „Það sem skiptir svo mestu máli er úrvalið. Við erum með yfir 40.000 vörur í sölu og aukum úrvalið daglega. Þegar úrvalið og verðið er gott, þá gerist þetta svolítið af sjálfu sér. Nýleg könnun hjá ASÍ leiddi t.d. í ljós að skólabækurnar eru ódýrastar á Heimkaup.is. Við erum það sem kallast „one stop shop“, viðskipta- vinir okkar eiga að geta keypt allt sem þá vantar á einum stað, hvort sem það er gæludýrafóður, hár- næring, ísskápur eða bók, já eða allt í skólann þessa dagana. Og þegar kemur að þægindum er allt- af hægt að gera betur. Við bjóðum t.d. upp á samsetningu á grillum og þegar við komum með stór tæki, s.v. ísskápa og þvottavélar tökum við gömlu tækin fyrir fólk og komum þeim í endurvinnslu. Fólki líkar svona þjónusta.“ En hvernig gengur að afgreiða vörur af svona gríðarstórum lager? „Við fórum sömu leið og Amazon þegar kemur að vöruhúsinu.“ segir Guðmundur. „Notast er við hug- myndafræði sem kallast „chaotic storage“. Það er handahófskennd röðun í hillur. Nýjar vörur fara bara í næsta lausa hillupláss, það eru engar deildir og engir flokkar. Starfsmenn þurfa ekki „að vita“ hvar neinar vörur eru heldur leiðir kerfið þá áfram þegar vörur eru teknar saman fyrir viðskiptavini og alltaf stystu leið. Þetta auð- veldar okkur líka að auka úrvalið og það munum við gera svo um munar á næstu misserum.“ Guðmundur Magnason segir um- ferðina um vefin aukast stöðugt. Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Pantaðu á netinu Losnaðu við vesenið og losnaðu við hretið. Það er langsamlega einfaldast að panta gegnum netið. Á lagernum er notast við hugmyndafræðina „chaotic storage“, eða handahófskennd röðun. MYND/SIGTRYGGUR ARI Heimkaup.is – Stærsta vefverslun landsins Tekjur Heimkaup. is hafa aukist um rúmlega 60% milli ára. Vefverslunin býður eitt mesta vöruúrval lands- ins og sendir heim að dyrum samdægurs. Viðskiptavinir fá vörurnar sendar frítt heim að dyrum samdægurs“ Við fórum sömu leið og Amazon þegar kemur að vöruhús- inu. Það eru engar deildir og engir flokkar. Öryggisins vegna á aldrei að senda viðkvæmar upplýsingar, svo sem kredit- kortanúmer, í tölvupósti. Einnig er mikilvægt að skoða vel alla skilmála. Oft er hægt að gera veru-lega góð kaup á netinu og ekki er verra að fá vöruna senda heim að dyrum. Áður en lokaskrefið er tekið og gengið frá greiðslu er nauðsynlegt að skoða vel skilareglur og einnig hvaða gjöld þarf að borga þegar verslað er hjá erlendum vefverslunum. Annars er hætt við að kaupand- inn sitji uppi með vöru sem hann hefur ekkert að gera með, fyrir hærra verð en hann gerði ráð fyrir. Allar vörur eru tollskyldar Skynsamlegt er að skoða vel heimasíðu Tollstjórans en þar má finna upplýsingar um hvað gott er að hafa í huga þegar vörur eru pantaðar frá útlöndum í gegnum netið. Þar kemur meðal annars fram að allar vörur sem fluttar eru til landsins eru tollskyldar án tillits til verðmætis nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum og reglugerðum, svo sem vegna toll- fríðinda tækifærisgjafa eða ferða- manna. Þetta merkir að allar vörur eru tollskyldar, sama hvort þær eru 10 króna virði eða 100 þúsund króna virði. Eru gjöld hærri en verðið? Áður en vara er pöntuð á netinu þarf að gera ráð fyrir því að hún kosti meira þegar hún er komin til landsins en verðmerking seljanda segir til um. Verð eru stundum gefin upp án flutnings- og pökk- unarkostnaðar. Ef vara er mjög ódýr getur verið að kostnaður við innflutning hennar sé meiri en hún kostar. Það getur margborgað sig að nota reiknivél á heimasíðu tollsins til að áætla innflutnings- gjöld svo endanlegur reikningur komi ekki á óvart. Er netverslunin örugg? Hvað öryggisatriði varðar er ráð að kanna bakgrunn þess sem selur vöruna á netinu áður en korta- númer og aðrar upplýsingar eru gefnar upp. Hægt er að gúggla umsagnir um viðkomandi net- verslun og skoða hvort hún hafi fengið góða eða slæma dóma ann- arra kaupenda. Það á aldrei að borga fyrir vöru með kreditkorti hjá netverslun sem ekki er með svokallaðan SSL-staðal en hann er notaður af viðurkenndum netverslunum. Það á heldur aldrei gefa upp kredit- kortanúmer í tölvupósti. Með því er hættunni boðið heim og fólk getur orðið fyrir stórtjóni sé það gert. Til að fá upplýsingar um verslun á netinu er hægt að spyrjast fyrir hjá vinum og vandamönnum eða senda inn fyrirspurn á Facebook- hópa sem snúast um netverslun. Svo er sumt harðbannað að flytja til landsins, jafnvel þótt hægt sé að kaupa það á netinu. Má í því sam- bandi nefna dýr og plöntur, lyf til lækninga og að sjálfsögðu vopn. Upplýsingar m.a. fengnar af vef- síðunni www.tollur.is. Netið og öryggið Sífellt fleiri kjósa að versla á netinu, enda þægilegt að fá vöruna senda heim að dyrum. Mikilvægt er að skoða vel skilmála og reglur áður en gengið er frá pöntuninni. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . ÁG ú S T 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RNETvERSLUN 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A 1 -1 B 7 4 2 0 A 1 -1 A 3 8 2 0 A 1 -1 8 F C 2 0 A 1 -1 7 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.