Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 30
Guðný Þórfríður Magnús-dóttir, sem í dag starfar sem UX-ráðgjafi og aðgengis- sérfræðingur hjá Origo, starfaði um tveggja ára skeið hjá Booking. com, einu stærsta ferðatengda netfyrirtæki heims, en fyrirtækið er með tæplega 200 skrifstofur víða um heim sem hýsa um 17.000 starfsmenn. Hún útskrifaðist árið 2013 með MSc. IT í stafrænni hönnun og samskiptum (e. digital design and communication) frá IT-University í Kaupmannahöfn, með áherslu á notendamiðaða hönnun. „Áður hafði ég útskrifast úr margmiðl- unarhönnun og vefþróun. Með náminu vann ég meðal annars sem aðstoðarkennari hjá ITU og hjá ráðgjafafyrirtæki með aðgengisráðgjöf og notendapróf- anir. Þar kviknaði áhugi minn á aðgengi á netinu og hef ég sérhæft mig í því síðan og reynt að vekja athygli á mikilvægi þess hvar sem ég kem.“ Spennandi fyrirtæki Guðný hóf störf hjá Booking. com eftir útskrift og starfaði þar þangað til hún flutti heim til Íslands 2015, eftir 10 ára dvöl í Kaupmannahöfn. „Eftir útskrift- ina úr ITU var ég í atvinnuleit og sá auglýsingu frá fyrirtækinu. Þar var óskað eftir manneskju með íslensku sem móðurmál og góða tölvukunnáttu. Mér fannst borðleggjandi að sækja um starfið þótt það væri ekki beinlínis Við pöntum gáma frá Kína og Evrópu. Með þessu móti fær fólk vörur á verði sem ekki hefur áður sést á Íslandi. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is „Mér fannst borðleggjandi að sækja um starfið þótt það væri ekki beinlínis tengt námi mínu,“ segir Guðný Þ. Magnúsdóttir. MYND/SIGTRYGGUR ARI Lærdómsríkur tími hjá Booking.com Guðný Þórfríður Magnúsdóttir starf- aði um tíma hjá Booking.com, einu stærsta ferðatengda netfyrirtæki heims. Þar sá hún m.a. um að þýða og staðfæra innihald vefsins fyrir íslenskan markað. tengt námi mínu, enda spennandi að vinna hjá svo stóru fyrirtæki. Við tók langt umsóknarferli með hinum ýmsu prófraunum en að lokum fékk ég starfið og var hjá þeim í tvö ár.“ Krefjandi verkefni Hún segir starf sitt að mestu leyti hafa falist í því að þýða og staðfæra innihald Booking.com fyrir íslensk- an markað og tryggja gæði þýðinga frá verktökum. „Til dæmis þá fara engar breytingar í gegn á innihaldi og orðalagi Booking.com nema búið sé að sanna gildi þeirra með gögnum úr prófunum. Svo oftar en ekki þurfti að leita skapandi leiða til að fá íslenskuna með sinni fall- beygingu til að passa inn í staðlað innihald, í nokkrum mismunandi útgáfum, sem á að vera það sama á öllum tungumálum. Það var mjög lærdómsríkt og gaman að fá að vinna svona mikið með tungumálið okkar, sérstaklega eftir að hafa búið lengi erlendis.“ Góður vinnuandi Hún segir vinnuandann hafa verið góðan hjá Booking.com. Flestir starfsmenn hafi verið frekar ungir og mikið hafi verið lagt upp úr félagslífinu til að hrista hópinn saman. „Annars er fyrirtækið mjög stórt svo það eru mörg lög af stjórnendum á meðan ég upplifi frekar hjá fyrirtækjum hérlendis að strúktúrinn sé flatur og auðvelt að nálgast yfirmenn. Mér fannst ekki sérstaklega mikill munur á vinnustaðamenningu í Danmörku og á Íslandi, fyrir utan það að Danir vinna almennt minna og eru mögu- lega með betra jafnvægi milli vinnu og heimilis.“ Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að Hóp-kaup kynntu nýja tegund vefverslunar fyrir rúmu ári þegar þau kynntu til sögunnar sérstök „Gámatilboð“. Í hverju felst þessi nýja hugmynd? Sindri Reyr Smára- son verður fyrir svörum. „Í fyrsta lagi er þetta rosalega skemmtilegt og fólk hefur tekið þessu opnum örmum. Við finnum vörur sem eftirspurn er eftir og eru í dýrari kantinum á almennum markaði, s.s. sjónvörp, heimilistæki, rafmagnsvespur svo örfá dæmi séu nefnd. Þá semjum við um verð við framleiðanda með þeim skilyrðum að við kaupum mikinn fjölda af sömu vörunni, einn eða fleiri gáma og náum verðinu niður. Þegar við höfum selt lágmarksmagn leggur gámurinn af stað. Við pöntum gáma bæði frá Kína og Evrópu. Með þessu móti er fólk að fá vörur á verði sem hreinlega hefur ekki sést á Íslandi, sem dæmi má nefna 55'' snjallsjónvarp fyrir 66.200 kr., raf- magnsbíla fyrir krakka á innan við 10.000 kr., rafmagnsvespur á tæpar 80.000 kr. og svona mætti lengi telja. Tilboðin sem slógu svo í gegn í sumar voru bílakerrur, en þær fást á tæpar 100.000 kr. og massívir verkfæravagnar með 101 verkfæri á 59.990 kr. Ég get fullyrt að þetta eru mest seldu bílakerrur og verkfæra- vagnar á Íslandi þetta árið!“ Hvaða áhrif telur Sindri að þetta hafi haft á markaðinn? „Við höfum séð að margir sam- keppnisaðilar hafa neyðst til að lækka sín verð þó svo að enginn komist með tærnar þar sem við erum með hælana,“ segir Sindri og hlær. En hvert verður framhaldið? „Gámatilboð á Hópkaupum eru alls engin bóla. Þetta er komið til að vera. Undanfarna sautján mánuði höfum við selt hátt í 11.000 ein- staka hluti á gámatilboðum, þar af yfir 3.000 snjallsjónvörp. Fólk elskar þetta og við erum til í þetta, þannig að við höldum ótrauð áfram og mörg spennandi tilboð eru í pípunum.“ Hópkaup hafa selt yfir 11.000 einstakar vörur á gámatilboðum síðastliðna 17 mánuði. Gámatilboðin slá í gegn! Gámatilboð á Hópkaupum er ný tegund vef- verslunar sem komin er til að vera. Með því að panta mikið magn er hægt að bjóða lægra verð. Viðskiptavinir eru hæstánægðir með nýjungina. Sindri Reyr Smárason hjá Hópkaupum segir gámatil- boðin hafa slegið í gegn. Viðskipta- vinum bjóðast mun lægri verð en áður með nýju fyrirkomu- lagi. MYND/SIG- TRYGGUR ARI 6 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . áG ú S T 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RNeTVeRSLUN 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 A 1 -2 0 6 4 2 0 A 1 -1 F 2 8 2 0 A 1 -1 D E C 2 0 A 1 -1 C B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.