Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 12
Skýrasta dæmið um stefnumót elds og íss má sjá í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum. Þessi afskekkti dalur liggur í tæplega 1.700 metra hæð en er engu að síður eitt stærsta háhita-svæði landsins. Í botni dalsins eru risastórir leirhverir og hlíðarnar þaktar sjóðandi gufu- hverum. Við suðurendann gnæfir síðan Vatnajökull og fyrir framan hann Galtárlón sem skartar snotrum ísjökum á blágrænu vatni. Galtárlón er vestari sig- ketillinn af tveimur í Kverkfjöllum, en sá eystri kallast því frumlega nafni Gengissig. Nafngiftina má rekja til sífelldra breytinga á vatnsyfirborði lónsins, en líkt og Galtárlón tæmast þessi lón reglulega með tilheyrandi jökulhlaupum. Þessi síbreytileiki Kverkfjalla gerir svæðið sérstaklega heillandi. Það er töluvert mál að komast í Efri-Hveradal. Frá Sigurðarskála er 20 mínútna akstur að jökulrönd Kverkjökuls. Við mælum með því að ganga yfir Kverk- jökul á mannbroddum, en þessi skriðjökull er tilkomu- mikill en yfirleitt auðveldur yfirferðar. Á jöklinum er stefnt á vestari klett Kverkarinnar. Þar verður að krækja fyrir sprungur áður en komist er á Löngufönn. Eins og nafnið gefur til kynna er hún löng og getur því reynst sumum erfið. Eftir dágóða göngu er komið að skála Jöklarann- sóknarfélagsins sem er á milli sigkatlanna tveggja. Þar er tilvalið að kasta mæðinni. Á nálægum hrygg vestan skálans sést ofan í Efri-Hveradal og er útsýnið engu líkt. Þarna blasir við Bárðarbunga, Dyngjujökull, Kistu- fell, Trölladyngja, Dyngjufjöll og sjálf Herðubreið. Þeir sem eiga orku aflögu ættu að skella sér ofan í dalinn og njóta dýrðarinnar. Ómerkt leiðin niður í dalinn er leir- borin og sleip og því ágætt að taka með sér göngustafi og ísöxi. Gangan í Efri-Hveradal tekur 10 til 12 klukku- stundir og krefst jöklabúnaðar. Fleiri myndir má nálgast á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs- appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengi- leg á frettabladid.is. +Plús Sjóðandi heitur Hveradalur í Kverkfjöllum Tómas Guðbjartsson læknir og nátt- úruunnandi og sigtryggur Ari Jóhannsson ljós- myndari fjalla um sérstæðar perlur í íslenskri náttúru. Eystri sigdældin í Kverkfjöllum nefnist Gengissig. Vatnshæðin þar er afar breytileg. MYND/HERMANN ÞÓR Efri-Hveradalur er eins og stórt gufubað. MYND/HÞs Gönguhópur á leiðinni upp löngufönn. MYND/ÓMB Galtárlón blasir við í Efri-Hveradal. Göngufólk er þarna komið í nálega 1.700 metra hæð. Þessi fagra sýn kemur mörgum á óvart. MYND/HERMANN ÞÓR Náttúran í Kverkfjöllum er síbreytileg. MYND/ÓMB 2 3 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R12 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A 1 -2 5 5 4 2 0 A 1 -2 4 1 8 2 0 A 1 -2 2 D C 2 0 A 1 -2 1 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.