Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 24
Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Kristófer Acox heldur á vit ævintýranna á næstu dögum þegar hann flytur til Frakklands en þar mun hann spila með franska liðinu Denain Voltaire í frönsku annarri deildinni. Hann er spenntur yfir áskoruninni og segist hafa nýtt sumarið vel í að styrkja sig sem leikmann. „Þetta sumar, eins og undanfarin sumur, hef ég reynt að bæta úr veikleikum mínum en á sama tíma auðvitað haldið áfram að bæta við það sem ég er nú þegar góður í. Fyrir veturinn mun ég svo setja mér markmið fyrir tímabilið. Það verður líka frábært að komast úr þessu þrotaveðri í sól og hita. Annars hef ég aldrei komið til Frakklands og er spenntur fyrir því að fá að túristast aðeins um landið og skoða París og fleiri borgir.“ Dagsdaglega klæðist Kristófer íþróttafatnaði, sérstaklega ef ekkert sérstakt er fyrir stafni. „Fatastíll- inn minn er frekar óformlegur og verður íþróttafatnaður oftast fyrir valinu. Ef eitthvað sérstakt er í gangi eða mig langar að klæðast öðru er það yfirleitt „street lookið“, gallabuxur, bolur og einhver þægileg hettupeysa með góðum strigaskóm.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Hann hefur þróast töluvert síðustu árin. Áður fyrr spáði ég eiginlega ekkert í hverju ég var klæddur en undanfarin 2-3 ár hefur það breyst. Nú hef ég meiri áhuga á flottum klæðnaði og spái meira í fatakaup og hverju aðrir klæðast. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég mundi nú ekki segja það. Ég fylgi tískunni sem er inni hverju sinni og vinn mig út frá henni. En mínir nánustu vinir hafa örugglega mestu áhrifin á fatasmekk minn. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Aðallega í gegnum samfélags- miðla, þá helst Instagram. Svo sér maður náttúrlega líka hverju fólk klæðist hversdagslega, niðri í bæ eða hvar sem er. Hvar kaupir þú helst fötin þín? H verslun, 66°Norður, 17 og Húrra eru uppáhaldsverslanir mínar hér á landi. Erlendis eru það helst Urban og Zara. Ég er ekki enn kominn á Gucci- og Louis-vagninn. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Ég er mjög hefðbundinn þegar kemur að litum og klæðist yfir- leitt einhverju svörtu eða hvítu. Ef það eru einhverjir litir sem ég vinn stundum með eru það helst bleikur, vínrauður eða blár. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu kaupin eru örugglega jakki sem ég neyddi mig til að kaupa í einu númeri of litlu. Hann var ekki til í minni stærð en mér fannst hann svo flottur að ég þurfti að eignast hann. Ég notaði jakkann síðan aldrei. Bestu kaupin eru örugglega eitthvað af þessum fötum sem ég keypti sumarið 2016 og nota enn. Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína? Örugglega bara álíka mikið og næsti maður. Ég á það til að kaupa mikið af fötum á stuttu tímabili en síðan kaupi ég ekki neitt í langan tíma. Þannig að þetta jafnast út. Notar þú einhverja fylgihluti? Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög háður derhúfum en fyrir utan þær nota ég ekkert annað sérstakt. Óformlegur stíll Íþróttafatnaður verður oftast fyrir valinu hjá körfubolta- manninum Kristófer Acox. Hann spilar í Frakklandi í vetur og hlakkar til að komast í sólina og kynnast landinu betur. Hér klæðist körfuboltamaðurinn Kristófer Acox dæmigerðum hversdagsklæðnaði; buxum frá 66°Norður (Banka- stræti), anorakki frá Nike og hvítum skóm frá Vans. Hann segir fatastíl sinn vera frekar óformlegan. MYND/EYÞÓR Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook REGNKÁPUR Kr. 16.900.- Vatnsheldar, vindheldar, fóðraðar Str. S-XXL Litir: Dökkblátt, grænt ÚTSÖLULOK Einungis 6 verð: Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook 900 kr. 1.900 kr. 2.900 kr. 3.900 kr. 4.900 kr. 5.900 kr. Gerið góð kaup á flottum fatnaði á frábæru verði. LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . áG ú s t 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A 1 -4 2 F 4 2 0 A 1 -4 1 B 8 2 0 A 1 -4 0 7 C 2 0 A 1 -3 F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.