Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.08.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Kostnaður af umferðarslysum milljarðar króna 60 55 50 45 40 56,1 53,3 48,8 48,8 41,4 49,8 42,7 54,2 59,7 54,1 508,9 milljarðar samtals 20 - 60% AFSLÁTTUR NÚ ER RÉTTI TÍMINN! ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR WWW.GÁP.ISGÁP | FAXAFEN 7 | 108 REYKJAVÍK | 520-0200 Samgöngumál Kostnaður sam- félagsins af umferðarslysum síðustu tíu árin er rúmir fimm hundruð milljarðar króna eða að meðal- tali um fimmtíu milljarðar króna árlega. Á sama tíma hefur Vega- gerðin fengið um 144 milljarða króna til nýframkvæmda. Þetta kemur fram í skýrslu Sam- göngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2017. Tölurnar er unnar eftir ákveðinni aðferð sem notuð hefur verið bæði hér á landi og erlendis um áratuga skeið, svonefnd greiðsluviljaaðferð. Kostnaði vegna umferðarslysa er þannig skipt í beinan, óbeinan og óáþreifanlegan kostnað. Kostnaður vegna slysa er borinn af mörgum aðilum, bæði einstaklingum sem verða fyrir slysi, aðstandendum, vinnuveitendum auk hagkerfisins í heild og sam- félagsins. „Slíkt kostnaðarmat er til þess fallið að styðja við stefnu stjórn- valda um fækkun banaslysa og alvarlegra slysa ásamt því að með þeirri aðferð er tekið tillit til vel- ferðar einstaklinga, sem er hinn rétti mælikvarði,“ segir í rann- sókn Haralds Sigþórssonar og Vil- hjálms Hilmarssonar um kostnað Kostnaður vegna umferðarslysa nam 500 milljörðum á tíu árum Kostnaður vegna slysa er borinn af mörgum aðilum. Fréttablaðið/anton brinK Reiknaður kostnaður samfélagsins af um- ferðarslysum síðustu tíu ára er um 500 milljarðar. Brot af upphæðinni fer í uppbyggingu vega- kerfisins til þess að bæta öryggi vegfarenda sem skilar sér margfalt að mati sérfræðinga. Ellefu eru látnir í umferðinni það sem af er þessu ári VIÐSKIPTI Gjaldþrotaskiptum á búi Guðmundar Þórs Gunnarssonar, fyrrverandi viðskiptastjóra á útlána- sviði Kaupþings banka hf. á Íslandi, lauk með því að nauðasamningar náðust. Auglýsing þess efnis var birt í Lögbirtingablaðinu í gær. Í auglýsingunni segir að lýstar kröfur í búið hafi numið rúmlega 286 milljónum króna. Kröfurnar voru afturkallaðar eftir nauðasamninga. Í janúar á þessu ári var kveðinn upp dómur í máli þrotabús Guð- mundar gegn eiginkonu hans. Með dóminum var kona hans dæmd til að greiða þrotabúinu 42,5 millj- ónir króna vegna viðskipta þeirra með fasteign. Talið var að þau hefðu miðað að því að koma eignum undan skiptum. – jóe Samdi um 286 milljóna kröfur Guðmundur starfaði hjá Kaupþingi fyrir hrun. Fréttablaðið/StEFÁn VIÐSKIPTI Um 60 milljónir króna fengust upp í kröfur sem lýst var í þrotabú verktakafyrirtækisins KNH ehf. Kröfur í búið námu tæplega 2,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2012. Kröfur vegna kostnaðar sem hlaust af skiptunum og kröfur sem urðu til með samningum skipta- stjóra námu rúmum 30 milljónum og greiddust að fullu. Fyrirtækið var umsvifamikið á árunum fyrir efnahagshrun og kom að því að reisa snjóflóðavarnir á Ísa- firði og Bíldudal. Stærsti verkkaupi fyrirtækisins var Vegagerðin. – jóe 2,3 milljarða þrot verktaka 2005 13.140 2006 12.782 2007 18.011 2008 35.748 2009 23.100 2010 11.995 2011 7.822 2012 7.185 2013 7.543 2014 7.704 2015 10.296 2016 10.197 2017 10.969 2018 11.713 Framlag til nýframkvæmda: af umferðarslysum sem kom út árið 2014 og var unnin með rann- sóknarfé Vegagerðarinnar. Gunnar Geir Gunnarsson, sér- fræðingur hjá Samgöngustofu, segir það miklu máli skipta að bæta öryggi á íslenskum vegum og þann- ig fækka bílslysum. „Samkvæmt þessum útreikningum þá er það staðreynd að allar fjárveitingar til að bæta öryggi í umferðinni, hvort sem það er með bættum vegasam- göngum eða aukinni löggæslu, skila sér margfalt til baka til samfélags- ins.“ Ríkislögreglustjóri hefur látið hafa eftir sér tvisvar sinnum á síð- ustu árum að staða löggæslumála sé óviðunandi. Lögreglan íslenska sé ekki í stakk búin til að standa undir öryggi og þjónustu við landsmenn í samræmi við lögbundið hlutverk hennar og að lögreglumenn séu til þess allt of fáir. „Frekari styrkingar er þörf því við blasir að tiltækur mannafli nægir ekki. Fyrir liggur ógrynni skýrslna, samantekta, greininga, og Excel-skjala frá liðnum árum sem allar fjalla um nauðsyn þess að efla lögregluna. Það var afar brýnt úrlausnarefni löngu áður en millj- ónir ferðamanna tóku að sækja Íslendinga heim og útlendingar að óska eftir hæli,“ segir í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2016 sem var gefin út um mitt árið 2017. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir stóru myndina sem birtist í gögnunum sýna að gera þurfi betur í málaflokknum. „Stóra myndin er rétt. Þeir fjár- munir, sem varið er til umferðar- öryggis, skila sér margfalt og fjár- framlag til nýframkvæmda hér á landi er of lítið. Einnig er vert að minna á það að heildarskatt- heimta af umferð rennur ekki nema að hálfu til baka aftur til umferðaröryggismála,“ segir Berg- þór. „Efling lögreglunnar og lög- gæslu vítt og breitt um landið er einnig umferðar öryggismál og við þyrftum að horfa á þann hluta lög- gæslustarfsins í meiri mæli.“ Árið 2017 var ekki gott í íslenskri umferð. Þá létust sextán í umferð- inni, 189 einstaklingar slösuðust alvarlega og tæplega 1.200 aðrir slösuðust minna. Á síðustu tíu árum hafa 127 einstaklingar látist í umferðinni á Íslandi. Árið 2017 var þriðja árið í röð þar sem flestir létust í umferðinni hér af Norður- löndum, miðað við höfðatölu. Ell- efu hafa látist í umferðinni það sem af er ári. sveinn@frettabladid.is 2 3 . á g ú S T 2 0 1 8 F I m m T u D a g u R4 F R é T T I R ∙ F R é T T a B l a Ð I Ð 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A 1 -1 6 8 4 2 0 A 1 -1 5 4 8 2 0 A 1 -1 4 0 C 2 0 A 1 -1 2 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.