Fréttablaðið - 23.08.2018, Page 12

Fréttablaðið - 23.08.2018, Page 12
Skýrasta dæmið um stefnumót elds og íss má sjá í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum. Þessi afskekkti dalur liggur í tæplega 1.700 metra hæð en er engu að síður eitt stærsta háhita-svæði landsins. Í botni dalsins eru risastórir leirhverir og hlíðarnar þaktar sjóðandi gufu- hverum. Við suðurendann gnæfir síðan Vatnajökull og fyrir framan hann Galtárlón sem skartar snotrum ísjökum á blágrænu vatni. Galtárlón er vestari sig- ketillinn af tveimur í Kverkfjöllum, en sá eystri kallast því frumlega nafni Gengissig. Nafngiftina má rekja til sífelldra breytinga á vatnsyfirborði lónsins, en líkt og Galtárlón tæmast þessi lón reglulega með tilheyrandi jökulhlaupum. Þessi síbreytileiki Kverkfjalla gerir svæðið sérstaklega heillandi. Það er töluvert mál að komast í Efri-Hveradal. Frá Sigurðarskála er 20 mínútna akstur að jökulrönd Kverkjökuls. Við mælum með því að ganga yfir Kverk- jökul á mannbroddum, en þessi skriðjökull er tilkomu- mikill en yfirleitt auðveldur yfirferðar. Á jöklinum er stefnt á vestari klett Kverkarinnar. Þar verður að krækja fyrir sprungur áður en komist er á Löngufönn. Eins og nafnið gefur til kynna er hún löng og getur því reynst sumum erfið. Eftir dágóða göngu er komið að skála Jöklarann- sóknarfélagsins sem er á milli sigkatlanna tveggja. Þar er tilvalið að kasta mæðinni. Á nálægum hrygg vestan skálans sést ofan í Efri-Hveradal og er útsýnið engu líkt. Þarna blasir við Bárðarbunga, Dyngjujökull, Kistu- fell, Trölladyngja, Dyngjufjöll og sjálf Herðubreið. Þeir sem eiga orku aflögu ættu að skella sér ofan í dalinn og njóta dýrðarinnar. Ómerkt leiðin niður í dalinn er leir- borin og sleip og því ágætt að taka með sér göngustafi og ísöxi. Gangan í Efri-Hveradal tekur 10 til 12 klukku- stundir og krefst jöklabúnaðar. Fleiri myndir má nálgast á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs- appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengi- leg á frettabladid.is. +Plús Sjóðandi heitur Hveradalur í Kverkfjöllum Tómas Guðbjartsson læknir og nátt- úruunnandi og sigtryggur Ari Jóhannsson ljós- myndari fjalla um sérstæðar perlur í íslenskri náttúru. Eystri sigdældin í Kverkfjöllum nefnist Gengissig. Vatnshæðin þar er afar breytileg. MYND/HERMANN ÞÓR Efri-Hveradalur er eins og stórt gufubað. MYND/HÞs Gönguhópur á leiðinni upp löngufönn. MYND/ÓMB Galtárlón blasir við í Efri-Hveradal. Göngufólk er þarna komið í nálega 1.700 metra hæð. Þessi fagra sýn kemur mörgum á óvart. MYND/HERMANN ÞÓR Náttúran í Kverkfjöllum er síbreytileg. MYND/ÓMB 2 3 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R12 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A 1 -2 5 5 4 2 0 A 1 -2 4 1 8 2 0 A 1 -2 2 D C 2 0 A 1 -2 1 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.