Fréttablaðið - 28.08.2018, Qupperneq 14
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í
formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is,
s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is, s. 512 5368 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðar-
dóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is,
s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429,
Unnur byrjaði í nýliðaþjálfun hjá Flugbjörgunarsveitinni árið 2012. „Við erum
hópur sjálfboðaliða sem sinnum
útköllum, leit og björgun. En
félagsskapurinn er líka mikilvægur
enda erum við hópur fólks með
svipuð áhugamál sem snúast um
að stunda útivist og fara út fyrir
þægindahringinn,“ lýsir Unnur
sem er leiðbeinandi í skyndihjálp
og hluti af fallhlífahópi sveitar-
innar.
Hefur hún alltaf leitað út fyrir
þægindahringinn?
„Nei,“ svarar hún hlæjandi. „Það
var ekki fyrr en ég fór að nálgast
þrítugt að ég fór að vilja ögra sjálfri
mér.“
Unnur kynntist fallhlífastökki í
Bandaríkjunum og þekkti því vel
til áður en hún fór að stökkva með
Flugbjörgunarsveitinni.
En hvað er svona heillandi við
þetta sport?
„Allir sem hafa prufað fallhlífa-
stökk segja frá því hvað þeim
líður vel eftir á enda er frjálst fall
mögnuð upplifun. Líklega er það
adrenalínflæðið sem heillar. Eftir
því sem maður nær meiri færni
getur maður gert skemmtilegri
hluti í frjálsu falli og undir fallhlíf,“
segir Unnur sem nýlega náði sér
í leiðbeinendaréttindi í fallhlífa-
stökki.
Flesta óar við tilhugsuninni um
að kasta sér úr flugvél í mikilli hæð.
Er hún ekkert smeyk við að stökkva?
„Það var gamall fallhlífastökkv-
ari sem eitt sinn sagði mér að
hætta aldrei að vera hrædd, því svo
lengi sem maður hefur áhyggjur er
maður alltaf með öryggisatriðin í
lagi,“ svarar Unnur og viðurkennir
að hún fái alltaf smá fiðring fyrir
hvert stökk. „Enda er sú tilfinning
drifkraftur fyrir því að hoppa út úr
flugvél í 13.000 fetum.“
Finnur fyrir í öllum kroppn-
um
Unnur reri kajak fyrst þegar hún
var í bakpokaferðalagi á Nýja-Sjá-
landi. „Ég heillaðist alveg en hins
vegar liðu fjögur ár þangað til ég
fór aftur og þá í félagsróður með
Kayakklúbbnum á Geldinga-
nesi. Þá fann ég mig heima. Þetta
hentar minni líkamsbyggingu og
mér líður vel að vera á sjónum,“
segir Unnur. Ekki skemmir fyrir að
félagsskapurinn er mjög góður. „Ég
var hvött áfram af klúbbfélögum
sem varð til þess að ég keypti mér
bát og fór að stunda sportið af
kappi.“
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
Unnur Eir kastar sér mjög reglulega út úr flugvél.Unnur sigraði í öllum þeim keppnum sem hún tók þátt í í fyrra og var útnefnd kajakkona ársins.
Kayakklúbburinn er með aðstöðu við Geldinganes en hægt er að stunda kajakróður víða við strendur landsins.
Líklega er fátt meira róandi fyrir sálina en að renna eftir spegilsléttum sjó og fylgjast með fögru sólsetrinu.
Markaðurinn fylgir
Fréttablaðinu á miðvikudögum
» Þú getur einnig nálgast Markaðinn
í Fréttablaðs appinu
Vettvangur
viðskiptafrétta
Unnur segir kajakróður frábæra
útivist og mjög góða hreyfingu.
„Sumir nota þetta sem sína líkams-
rækt,“ segir hún en bendir á að hægt
sé að stunda kajakróður á marga
mismunandi vegu. „Sumir kjósa að
róa á lygnum sjó við örugga höfn.
Aðrir leitast eftir því að fara í öldur í
misjöfnu veðri. Þannig ögrar maður
sjálfum sér og finnur líka fyrir í
öllum kroppnum. Það eru eigin-
lega langskemmtilegustu róðrarnir
þar sem maður þarf að berjast við
veðuröflin og sjólagið.“
Unnur hefur tekið kajaksportið
með trompi en hún var valin
kajakkona ársins í fyrra. „Það gaf
mér mikið,“ segir hún hlæjandi en
ástæða nafnbótarinnar var sú að
hún sigraði í öllum þeim keppnum
sem hún tók þátt í, í kvennaflokki,
en keppni í kajakróðri gengur út á
hraða.
Paradís kajakræðara
„Annar partur af kajakmennskunni
eru ferðalög og þau eru dásamleg,“
segir Unnur. Hún segir hægt að fara
hvert sem er en mikilvægt sé að
hafa góða þekkingu á sjávarföllum,
veðurfræði og staðháttum. „Kayak-
klúbburinn hefur skipulagt þó
nokkuð margar ferðir. Þá er farið
með viðlegubúnað í kajökunum á
einhvern afvikinn stað, til dæmis
út í eyju þar sem gist er um nótt
og róið áfram daginn eftir. Þetta
eru ferlega skemmtilegar ferðir,“
segir Unnur. Hún hefur bæði farið
í ferðir út frá Geldinganesi og í eyj-
arnar á sundinu en einnig á Breiða-
fjörð. „Breiðafjörðurinn er paradís
fyrir kajakferðamennsku. En það
þarf að fara varlega og þekkja til
því það getur verið varasamt að róa
þar vegna strauma og sjávarfalla.“
Mælir með námskeiði
Hvað eiga þeir að gera sem langar
að prófa kajakróður?
„Ég mæli með því að fólk skrái
sig fyrst á námskeið því lágmarks-
þekking er alger grundvöllur fyrir
því að fara á sjó,“ segir Unnur og
bendir á Kajakskólann og Arctic
seakayaks. „Eftir að fólk hefur
fengið grundvallarþekkingu ætti
það bara að mæta í félagsróður
með Kayakklúbbnum. Þar er ávallt
tekið vel á móti nýliðum og mjög
færir ræðarar gæta þeirra sem eru
að mæta í fyrsta sinn,“ segir Unnur.
Hún bendir á að Kayakklúbburinn
standi fyrir einum opnum félags-
róðri í hverri viku, allt árið um
kring.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
8
-0
8
-2
0
1
8
0
5
:1
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
A
B
-2
6
A
8
2
0
A
B
-2
5
6
C
2
0
A
B
-2
4
3
0
2
0
A
B
-2
2
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K