Víkurfréttir - 14.06.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 14. júní 2018 // 24. tbl. // 39. árg.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
// Blaðamaður: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is //
Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & um-
brot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421
0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag:
9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga
er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur
þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er
dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur
frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á
vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Út er komin bókin Saga Sandgerðis – Byggð í Miðneshreppi og Sandgerði
1907–2007. Bókin var formlega gefin út á fundi bæjarstjórnar Sandgerðis
þann 5. júní sl. en þar var 392. og síðasti fundur bæjarstjórnar Sandgerðis.
Nú heyrir sveitarfélagið sögunni til en sameinað sveitarfélag Garðs og
Sandgerðis varð formlega til sl. sunnudag.
Anna Ólafsdóttir Björnsson ritstýrði
bókinni og afhenti Sigrúnu Árna-
dóttur bæjarstjóra fyrsta eintakið
af bókinni. Viðstaddir voru sviðs-
stjórar Sandgerðisbæjar ásamt þeim
sem setið hafa sem aðalfulltrúar í
bæjarstjórn og þeim sem verið hafa
sveitarstjórar og bæjarstjórar í Mið-
neshreppi og Sandgerðisbæ.
Fram kom við afhendingu bókarinnar
að hún hafi verið tilbúin til útgáfu
árið 2008 en vegna aðstæðna sem
þá sköpuðust í þjóðfélaginu, og ekki
síður fjárhagsþrengingar hjá Sand-
gerðisbæ, var ákveðið að fresta út-
gáfu bókarinnar um óákveðinn tíma.
Þegar svo kom að þeim tímamótum
að Sandgerðisbær og Sveitarfélagið
Garður myndu sameinast var ákveðið
að ráðast í prentun bókarinnar. Allir
voru hins vegar sammála um það að
sú ákvörðun að fresta útgáfunni þar
til nú hafi verið til þess að gera bók-
ina enn betri. Talsvert hafi safnast af
myndum síðustu ár sem séu í bókinni.
Bæjarstjórn fagnaði útkomu ann-
ars bindis af Sögu Sandgerðis með
sérstakri bókun. Þar þakkar bæjar-
stjórn höfundinum Önnu Ólafsdóttur
Björnsson og ritnefndinni; Sigurði
Vali Ásbjarnarsyni, Reyni Sveinssyni
og Sigurði Hilmari Guðjónssyni fyrir
þeirra vinnu að gerð bókarinnar. Þá
þakkar bæjarstjórn Sigrúnu Árna-
dóttur bæjarstjóra og Guðjóni Þ.
Kristjánssyni fyrir þeirra þátt við
lokafrágang og útgáfu bókarinnar.
Saga Sandgerðis verður boðin til sölu
en bókina má kaupa á bæjarskrif-
stofunni í Vörðunni í Sandgerði.
Kápa bókarinnar.
Síðasta verk bæjarins að
gefa út Sögu Sandgerðis
- útgáfu bókarinnar frestað í hruni og þrengingum Sandgerðisbæjar
Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri
Sandgerðisbæjar, tekur við bókinni
Saga Sandgerðis frá höfundinum Önnu
Ólafsdóttur Björnsson.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, höfundur Sögu Sandgerðis, tekur við blómum frá Ólafi Þór
Ólafssyni, forseta bæjarstjórnar Sandgerðis. VF-myndir: Hilmar Bragi
Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar hefur tekið gildi
en nýtt sveitarfélag varð formlega til sunnudaginn 10. júní sl. Nýtt sveitar-
félag hefur ekki fengið nafn, en ný bæjarstjórn mun fjalla um það og taka
ákvörðun um hvert heiti þess verður. Þangað til verður til bráðabirgða
notast við heitið „Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis“. Bæjarstjórn
í sameinuðu sveitarfélagi mun koma saman til fyrsta fundar innan 14 daga
frá stofnun sveitarfélagsins.
Ný bráðabirgða heimasíða fyrir hið
sameinaða sveitarfélag mun birtast á
næstu dögum, en heimasíður sveitar-
félaganna Garðs og Sandgerðisbæjar
verða opnar út árið 2018. Tölvupóst-
föng starfsmanna verða óbreytt þar
til nýtt nafn sveitarfélagsins hefur
verið ákveðið.
Reglur, gjaldskrár og samningar Sand-
gerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs
gilda þar til ný sveitarstjórn hefur
afgreitt breytingar. Íbúar verða því
ekki varir við miklar breytingar á
þessum tímamótum.
Starfsfólk hefur að undanförnu unnið
að undirbúningi þess að sameinað
sveitarfélag taki til starfa. Bæjarskrif-
stofurnar voru lokaðar sl. mánudag
vegna sameiginlegra funda starfs-
fólks, þar sem m.a. var tekið í notkun
skjalakerfi fyrir hið nýja sveitarfélag.
Jafnframt fór fram fundur þar sem
undirbúningsstjórn sameiningarinnar
afhenti nýrri bæjarstjórn verkefnið
með tillögum um næstu skref. Allt
starfsfólk gömlu sveitarfélaganna er
nú orðið starfsfólk Sameinaðs sveitar-
félags Garðs og Sandgerðis.
Hið nýja sveitarfélag hefur fengið
kennitöluna 550518-1200 og sveitar-
félagsnúmerið 2510. Símanúmer eru
óbreytt en unnið er að sameiningu
símkerfa og upptöku nýs símanúmers.
Sameinað sveitar-
félag tekið til starfa
Útskálar hafa lengi verið sameiningartákn í bæði Sandgerði og Garði þar sem gömlu sveitarfélögin voru bæði í Útskálasókn.
Undanfarið hefur verið unnið að umhverfisbótum að Útskálum, bílastæði malbikuð og jafnað úr jarðraski sem hefur verið á svæðinu.
VÍKURFRÉTTAMYND // HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Er ekki kominn tími á betri tíð?