Víkurfréttir - 14.06.2018, Blaðsíða 11
11VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 14. júní 2018 // 24. tbl. // 39. árg.
lega þegar ég fór að nota Expedia
hótelvefinn en svo er líka aukning í
Asíufólki. En auðvitað hjálpar ofur
sterk króna okkur ekki.“
Það er ekki hægt að hitta Bjarna Geir
öðruvísi en að spyrja hann út í Eyja-
menn og muninn á því að vera þar og
á Suðurnesjum. Hann er ekki lengi að
svara þeirri spurningu. „Eyjamenn
eru allt öðruvísi þenkjandi en við
uppi á landi. Stressið á Eyjunni er
miklu minna þó fólki vinni mikið.
Hér kemur píparinn bara þegar hann
getur. Svo eru fleiri sérvitringar í
Eyjum,“ segir okkar maður og skellir
upp úr en bætir því við að hann hafi
nú fengið viðurnefnið „Eyjagleypir“
fljótlega eftir komuna til Eyja.
En svona í lokin spyrjum við Bjarna
Geir hvort maður þurfi ekki að vera
vel giftur til að geta verið í svona
ævintýrum. Engin hlátur núna heldur
alvarlegur svipur á okkar manni í
lokasvarinu: „Ég hef lent í ýmsu á
ævinni en konan mín er minn heima-
klettur og hefur umborið mig í öll
þessi ár. Við höfum eignast fjögur
börn og barnabörnum fjölgar og
erum alsæl.“
pket@vf.is
Það hafa nokkrir þjóðkunnir gestir gist hjá Bjarna Geir í Eyjum.
Bjarni Geir sér um morgunverðarhlaðborðið. Hér eru gestir frá Suðurnesjum í góðum gír.
Suðurnesjahópur á leið á Þjóðhátíð með Bjarna Geir.
Bjarni Geir segir þegar hann er spurður út í margar
hátíðir í Vestmannaeyjum að heimamenn líti margir
á Goslokahátíð sem sína hátíð en hún er mánuði fyrr
en Þjóðhátíð. Margir Eyjamenn fari upp á land á Þjóð-
hátíð. Stemmningin sé frábær á báðum hátíðum en
hann sjálfur hefur nokkur undanfarin ár verið með
sólarhringsferð á Þjóðhátíð fyrir Suðurnesjamenn.
„Ég fékk rútu hjá Hópferðum Sævars og fór fyrst
fyrir nokkrum árum. Ég næ í hópinn í Keflavík á
sunnudagsmorgni og kem þeim út í eyju á rútunni
þar sem fólk hefur griðastað þennan sólarhring og
skila hópnum svo aftur til baka um sólarhring síðar.
Þetta hefur gengið vel og ég á von á því að vera með
tvær rútur núna. Ég græja sem sagt allan pakkann með
miða í dalinn og við fylgjumst með brekkusöngnum
á sunnudagskvöldi sem er hápunktur hátíðarinnar.
Það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með því þegar
dalurinn er tendraður eftir brekkusönginn. Algerlega
einstök upplifun,“ segir Bjarni Geir.
Með Suðurnesjamenn
í sólarhrings Þjóðhátíð
AUGLÝSINGASÍMI VÍKURFRÉTTA ER
421 0001
HM tilboðsveisla Húsasmiðjunnar
Skoðaðu ótrúleg tilboð
í Húsasmiðjublaðinu
á husa.is
Stjúpur, 10 stk.
999kr HM TILBOÐ
36.990 kr
Gasgrill
3000393
25.990kr
Sýpris
80-100 cm.
10327160
1.990 kr
HM TILBOÐ
999kr
20-30%
afsláttur
af ÖLLUM
Nilfisk
háþrýstidælum
25%
afsláttur
af ÖLLUM
garðhúsgögnum
25%
afsláttur
af ÖLLUM
hreinlætistækjum