Víkurfréttir - 14.06.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 14. júní 2018 // 24. tbl. // 39. árg.
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í síðustu viku.
Áætlunin er til fimm ára eða frá 2019–2023 og sýnir markmið um tekjur
og gjöld ríkissjóðs. Hún greinir einnig stöðu og horfur í efnahagsmálum
og birtir okkur forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á 34 málefnasviðum.
Hér á Suðurnesjum
hefur orðið for-
dæmalaus fólks-
fjölgun á fáeinum
árum, sem við
þekkjum öll. Þetta
kallar á aukna
þjónustu hjá mikil-
vægum stofnunum
eins og Heilbrigðis-
stofnuninni (HSS) og lögreglunni,
svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess hafa
þessar sömu stofnanir ríkissins fengið
um árabil lægri fjárframlög miðað
við sambærilegar stofnanir á lands-
byggðinni. Þetta er mikið óréttlæti og
hefur skapað vanda sem verður aðeins
leystur með einum hætti, leiðréttingu
á fjárframlögum. Það voru því mikil
vonbrigði að sjá í fjármálaáætluninni
að ríkisstjórnin ætlar ekki að leiðrétta
fjárframlög til Suðurnesja.
Breytingartillaga um hækkun
til Suðurnesja felld
Í ljósi þess ákvað undirritaður að
flytja breytingartillögu við fjármála-
áætlunina. Tillagan gerir ráð fyrir
samtals 700 milljón kr. aukafjárveit-
ingu til Suðurnesja næstu fimm árin.
Skiptist hún þannig: 93 milljónir kr.
árlega til HSS, 40 milljónir kr. árlega
til Lögreglustjórans á Suðurnesjum
og 35 milljón kr. einsskiptisframlag
til Fjölbrautaskóla Suðurnesja, svo
ljúka megi fjármögnun við stækkun
skólans. Tillagan er fjármögnuð með
7% af hreinum tekjum ríkissjóðs,
vegna sölu á mannvirkjum á gamla
varnarsvæðinu í gegnum Kadeco,
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar.
Svikin loforð
Því er skemmst frá að segja að tillagan
var felld í þinginu af; Sjálfstæðisflokki,
Framsóknarflokki og Vinstri grænum.
Þetta er í annað sinn sem undirritaður
flytur tillögu á Alþingi um leiðréttingu
á fjárframlögum til Suðurnesja og í
annað sinn sem hún er felld. Það er
orðið vel ljóst að ríkisstjórnarflokk-
arnir eru áhugalausir um Suðurnesin
og ætla greinilega ekki að leiðrétta
ranglætið. Rétt er að minna á að
fyrir síðustu alþingiskosningar lof-
aði Framsóknarflokkurinn allt að
tveimur milljörðum króna til Suður-
nesja. Flokkurinn á nú formennsku í
fjárlaganefnd.
Suðurnesjamenn stöndum saman og
mótmælum óréttlætinu!
Birgir Þórarinsson
Höfundur er þingmaður
og situr í fjárlaganefnd Alþingis.
FJÁRMÁLAÁÆTLUN VONBRIGÐI FYRIR SUÐURNESIN
FRÉTTAVAKT
ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Byggingaverktakinn Bragi Guðmundsson ehf. hefur sótt um allar lóðirnar
við Báruklöpp í Garði undir byggingu 12 íbúða í raðhúsum og 12 íbúða í
parhúsum.
Jafnframt fellur fyrirtækið frá fyrri
umsókn um lóðir við Fjöruklöpp.
Samþykkt var á síðasta fundi skipu-
lags- og byggingarnefndar Garðs að
leggja til við bæjarráð að umsækjanda
verði úthlutað lóðum númer 1–31 við
Báruklöpp. Lóðirnar við Báruklöpp
verða þó líklega ekki byggingarhæfar
fyrr en seinni hluta ársins 2018, segir
í gögnum nefndarinnar.
Bragi byggir 24 íbúðir
við Báruklöpp í Garði
Völundarhús ehf. hefur sótt um fjórar raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir
við Berjateig í Garði undir byggingu 20 íbúða í raðhúsum og sex íbúða í
parhúsum.
Samþykkt var á síðasta fundi skipu-
lags- og byggingarnefndar Garðs að
leggja til við bæjarráð sveitarfélagsins
að umsækjanda verði úthlutað lóð-
unum 1–7, 9–15, 2–4, 6–8 og 10–12
við Berjateig undir húsin.
Þá sótti Líba ehf. um fjórar raðhúsa-
lóðir við Berjateig undir byggingu
20 íbúða. Samþykkt að leggja til
við bæjarráð að umsækjanda verði
úthlutað lóðunum 17–23, 25–31 og
33–39.
Byggja 22 íbúðir við Fjöruklöpp í Garði
Tvö fyrirtæki byggja
46 íbúðir við Berjateig
Bæjarstjórn Sandgerðis hefur sam-
þykkt að veita Bjargi íbúðafélagi
hses. lóðarvilyrði fyrir lóð á íbúðar-
svæði sunnan Sandgerðisvegar sem
heimili byggingu 11 íbúða fjölbýlis,
með fyrirvara um gildistöku deili-
skipulags sem staðfesti lóðaraf-
mörkun og byggingrétt. Þetta var
samþykkt samhljóða á síðasta fundi
bæjarstjórnar Sandgerðis í síðustu
viku.
Með lögum um almennar íbúðir
var ákveðið að sveitarfélög og ríki
gætu komið að fjármögnun íbúða
á leigumarkaði með framlögum til
sjálfseignastofnanna eða lögaðila sem
ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Bjarg
íbúðafélag er slík sjálfseignastofnun
og vinnur það að uppbyggingu al-
mennra leiguíbúða.
Veita Bjargi lóðavilyrði undir 11 íbúða fjölbýli
Líba ehf. hefur sótt um sex parhúsalóðir við Fjöruklöpp í Garði undir
byggingu 12 íbúða. Samþykkt var á síðasta fundi skipulags- og byggingar-
nefndar Garðs að leggja til við bæjarráð Garðs að umsækjanda verði út-
hlutað lóðunum 2–4 og 6–8.
Trésmiðja Guðjóns Guðmunds-
sonar ehf. hefur sótt um fjórar
parhúsalóðir undir byggingu átta
íbúða við Fjöruklöpp. Samþykkt
að leggja til við bæjarráð að um-
sækjanda verði úthlutað lóðunum
10–12 og 14–16. Þá hefur Brynjar
Örn Svavarsson fengið Fjöruklöpp
18–20 undir byggingu parhúss.
Þá hefur Völundarhús ehf. sótt og
fengið samþykktar um tvær parhúsa-
lóðir undir byggingu fjögurra íbúða
við Asparteig og Bjarki Ásgeirsson
ehf. hefur fengið samþykki fyrir rað-
húsalóð Asparteig undir byggingu
fjögurra íbúða í raðhúsi.
Bæjarstjórn Sandgerðis hefur
samþykkt samning Sandgerðis-
bæjar við Golfklúbb Sandgerðis
um uppbyggingu vélageymslu á
Kirkjubólsvelli.
Þá samþykkti bæjarstjórn viðauka
við fjárhagsáætlun 2018 að upp-
hæð níu milljónir króna vegna verk-
efnisins.
Sandgerðisbær greiðir stærsta hluta
byggingarinnar og notar m.a. til
þess tryggingabætur vegna geymslu-
húsnæðis sem eyðilagðist í bruna í
Sandgerði fyrir nokkrum misserum.
Byggja geymsluhús við
Kirkjubólsgolfvöll
Gert er ráð fyrir nýju hverfi sunnan við Sandgerðisveg, upp af íþróttasvæðinu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Klappa- og Teigahverfi í Garði verður á þessum slóðum. Þar fer brátt í hönd mikil uppbygging m.v. ásókn í lóðir í hverfinu.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Fræðslusvið – Kennsluráðgjafi
Háaleitisskóli – Umsjónarkennari og íþróttakennari
Vesturberg – Leikskólakennari
Heilsuleikskólinn Heiðarsel– Leikskólakennari og deildarstjóri
Tjarnarsel – Leikskólakennarar
Heilsuleikskólinn Garðasel – Starfsmenn og íþróttafræðingur
Leikskólinn Holt – Leikskólakennarar
Akurskóli – Skólaliðar
Málefni fatlaðs fólks – Umönnunarstörf á heimilum
Hjallatún – Deildarstjóri og leikskólakennarar
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt
nánari upplýsingar um auglýst störf.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Ertu með hugmynd fyrir Ljósanótt?
Ef þú lumar á góðri hugmynd að viðburði eða
dagskrárlið á Ljósanótt, endilega sendu okkur línu
á ljosanott@reykjanesbaer.is
Myndlistarsýning Hæfingarstöðvarinnar
Hæfingarstöðin verður með málverkasýningu í sam-
vinnu við Listakonuna Tobbu á 17. júní. Sýningin verður
haldin í Gallerí Tobbu Hafnargötu 18 frá kl. 16:00-20:00.
Viðtöl hjá ráðgjafa SÁÁ
Viðtalstímar hjá ráðgjafa SÁÁ fyrir einstaklinga sem
glíma við áfengis- og vímuefnavanda og aðstandendur
þeirra. Tímapantanir í Þjónustuveri í síma 421-6700.