Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.06.2018, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 14.06.2018, Blaðsíða 8
8 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 14. júní 2018 // 24. tbl. // 39. árg. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði afmælis- sýningar Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum föstudaginn 1. júní sl. Sýningarnar eru jafnframt sumar- sýningar safnanna og eru opnar til 19. ágúst. Safnið er opið alla daga 12-17. Listasafn Reykjanesbæjar opnaði í tilefni 15 ára afmælis safnsins þrjár sýningar í Duus Safnahúsum sl. föstu- dag. Verkin á sýningunum þremur koma öll úr safneigninni og hafa flest komið inn á síðustu árum. Verkin eru af margvíslegu tagi, s.s. olíuverk, vatnslitamyndir, skúlptúrar og grafík og eru eftir tæplega 60 samtíma lista- menn. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir. Þá opnaði Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna „Hlustað á hafið“ í einum sala Duus Safnahúsa en safnið verður 40 ára síðar á árinu. Sýningin fjallar um náin tengsl sjó- manna árabátatímans við sjóinn og fórnir þeirra við að ná í gull hafsins, sem öllu máli skipti fyrir lífsafkom- una. Sýningarstjóri er Eiríkur Páll Jörundsson. Lilja Alfreðsdóttir opnaði afmælis- sýningar í Duus Safnahúsum Margir þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á bæjar- og tónlistarhátíðinni Keflavíkurnætur í Reykjanesbæ 14.-17. júní. Hátíðin er fimm ára í ár og hefur hún vaxið ár frá ári og orðinn stór viðburður í skemmtanalífi svæðisins. Tónlistarviðburðir eru á veitingahúsunum Ránni, H30, Paddy’s og Café Petite en miðasala fer fram í Gallery Kefla- vík og á midi.is. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin mikil og fjölbreytt,“ segir Óli Geir Jónsson sem stendur að hátíðinni í samtali við Víkurfréttir. Hann hefur undan- farin fimm ár byggt upp hátíðina og prófað sig áfram með ýmsar dagsetningar og hadið Keflavíkur- nætur í júní, júlí, ágúst og október. Hann hefur mikla trú á því að halda hátíðina á þessum tíma komi best út. Skólafólk sé nýkomið í frí, það séu bjartar nætur og það mæli allt með þessari tímasetningu. Í ár koma fram Stuðmenn, SSSól, Sverrir Bergmann, Amabadama, Mammút, Moses Hightower, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur, Herra Hnetusmjör, Aron Can og fleiri frá- bærir tónlistarmenn en viðburðir eru á framangreindum veitinga- húsum frá fimmtudagskvöldi fram á aðfaranótt sunnudags. Það eru ekki bara tónlistarviðburðir á hátíðinni. „Við bjóðum upp á alls- kyns viðburði vítt og dreift um bæ- inn, til að mynda Streetball körfu- boltamót, Bílabíó í skrúðgarðinum og síðast en ekki síðst sýnum við landsleik Íslands á móti Argentínu á 40 fermetra skjá í skrúðgarðinum í Keflavík,“ segir Óli Geir. Sigga Kling verður með Partý Bingó á Keflavíkurnóttum. Gleðin verður á Ránni fimmtudaginn 14. júní, strax á eftir Föstudagslögunum með Sverri Bergmann. Einn vinsælasti daskrár- liður útvarpsþáttarins FM95BLÖ loksins á leiðinni á svið. Sverrir og Halldór Fjallabróðir spila öll bestu föstudagslögin sín og kynnir verður Auðunn Blöndal. Strákarnir koma fram fimmtudaginn 14. júní á Ránni. Stuðmenn koma fram á Keflavíkur- nóttum. Þeir verða með heljarinnar dansiball föstudaginn 15. júní á Ránni. SSSól verða svo með dans- leik á laugardeginum. Miða á Keflavíkurnætur er hægt að kaupa í Gallery Keflavík og á midi. is. Annars vegar er hægt að kaupa dagpassa á 4.900 krónur og þriggja daga passa (helgarpassa) á 7.500 krónur Alla dagskránna má lesa á facebook. com/keflavikurnaetur KEFLAVÍKURNÆTUR HALDIN Í FIMMTA SINN - stór nöfn koma fram T Ó N L I S T A R H Á T Í Ð I N Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar er Sólmundur Friðriksson kennari og bókavörður í Sandgerðisskóla. Sólmundur var algjör bóka- ormur sem krakki þar sem móðir hans hvatti hann til lesturs og gaukaði að honum bókum. Lesturinn hefur verið misstór hluti af lífi Sólmundar síðan þá en síðustu ár hefur hann gefið lestri meiri tíma þar sem starf hans snýst meira og minna um bækur. Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég er yfirleitt með nokkrar bækur í gangi í einu, alltaf með ljóðabók í náttborðsskúffunni og hef undan- farið verið að glugga svolítið í fræði- bókum í sálfræði- og uppeldisgeir- anum. Þessa stundina er ég hins vegar að lesa bókina Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttir, sem er mjög áhugaverð og vel skrifuð. Hver er uppáhalds bókin? Ég man ekki eftir neinni sérstakri bók sem gæti staðið ein á toppnum en ef ég mætti tilnefna nokkrar þá koma þessar fyrstar upp í kollinn: Salka Valka (Laxness), Að haustnóttum (Hamsun) og Þrúgur reiðinnar (Steinbeck). Hver er uppáhalds höfundurinn? Svo sem enginn sérstakur. Það hafa svo margir höfundar hrifið mig í gegnum tíðina en þessa stundina er það tvímælalaust Jón Kalman Stef- ánsson. Hann skrifar svo magnaðan texta að það er töfrum líkast. Svo finnur maður eitthvað ódauðlegt nánast á hverri síðu, ég hef t.d. aldrei fundið eins mikla þörf fyrir að taka niður glósur eins og við lesturinn á Himnaríki og helvíti. Hvaða tegundir bóka lestu helst? Mér finnst gaman að lesa flestar tegundir bóka en skáldsögur með sögulegri skírskotun hrífa mig mest. Heillaðist snemma af suður-ameríska töfraraunsæinu hjá Gabriel Garcia Marcia Márquez og Isabel Allende. Svo hef ég frá unga aldri dregist að umfjöllunarefni þar sem manneskjan tekst á við ofurefli í lífinu. Af mörgu er að taka á því sviðinu enda slíkt mjög vinsælt umfjöllunarefni í skáld- sögum. Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig? Ég held að það sé illmögulegt að segja til um það sjálfur því bækur hafa áhrif á mann á svo marga vegu og mest af því ómeðvitað. En sú bók sem ég myndi segja að hafi vakið mig mest til umhugsunar í seinni tíð er Karitas án titils eftir Krist- ínu Marju Baldursdóttur. Sem faðir þriggja dætra talaði hreini og beini feminíski boðskapur bókarinnir mjög sterkt til mín. Hvaða bók ættu allir að lesa? Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ. Bók sem felur í sér lífsnauðsyn- legan boðskap sem á erindi til allra jarðarbúa. Hvar finnst þér best að lesa? Í stofunni heima. Þar á ég minn stað við stóran glugga sem vísar út í garð- inn. Svo fullkomnar það stundina að hafa rjúkandi kaffibolla við hendina. Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur? Hús andanna (Allende), Híbýli vindanna (Guðmundur Böðvarsson), Salka Valka (Laxness), Sumarljós og svo kemur nóttin (Kalman). Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu? Þar sem ég ímynda mér að það yrði frekar leiðigjarnt að lesa allt- af sömu bókina þá myndi ég taka með mér þykka stílabók og nota tímann til að skrifa sjálfur. Senda síðan sem flöskuskeyti í þeirri von að bókina myndi reka á fjör- ur einhvers velviljaðs útgefanda. Lesandi vikunnar er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Víkurf- rétta og verður nýr lesandi valinn í hverri viku í sumar. Þau sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda geta skráð sig á heimasíðunni sofn.reykja- nesbaer.is/bokasafn eða í afgreiðslu Bókasafnsins að Tjarnargötu 12. „Femínískur boðskapur bókarinnar Karitas án titils talaði mjög sterkt til mín“ BÓKAVÖRÐURINN SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSON ER LESANDI VIKUNNAR Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Sólmundur var algjör bókaormur sem krakki þar sem móðir hans hvatti hann til lesturs og gaukaði að honum bókum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.