Fréttablaðið - 14.09.2018, Qupperneq 2
Veður
Ákveðinn norðanvindur og rigning
norðan til í dag, en hægara bjartviðri
syðra. sjá síðu 20
Kosta Ríka
Áramótaferð | 28.desember – 10. janúar
Verð frá: 569.900 kr.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
og 12.500 Vildarpunktar.
Á mann m.v. 2 í herbergi
Verð án Vildarpunkta: 579.900 kr.
Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson
Heima er best
Pylsuvagn hinna sögufrægu Bæjarins beztu var í gær hífður á sinn stað eftir að hafa tímabundið verið færður yfir götuna við Pósthússtræti vegna
framkvæmda á svæðinu. Vagninn var upprunalega opnaður árið 1937 og hefur fyrir löngu unnið sér sess sem ómissandi hluti í flóru miðbæjarins.
Þá flykkjast þangað ferðamenn daglega sem heyrt hafa sögur af því sérstaka lostæti sem mörgum þykir íslensku pylsurnar vera. Fréttablaðið/Ernir
REYKjAVíKuRBORG Kolbrún Baldurs-
dóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins,
lagði fram tillögu þess efnis í borgar-
ráði í gær að dýrahald skuli leyft í
félagslegu húsnæði í eigu borgar-
innar. Kolbrún er áheyrnarfulltrúi í
ráðinu.
Í rökstuðningi með tillögunni
kemur fram að rannsóknir hafi sýnt
fram á góð áhrif af umgengni manna
við dýr. Slíkt geti aukið tilfinninga-
lega og líkamlega vellíðan og sjálfs-
traust.
„Ekkert getur komið í stað tengsla
við aðra manneskju en gæludýr geta
uppfyllt þörf fyrir vináttu og snert-
ingu,“ segir í greinargerðinni. Þar
segir jafnframt að það sé átakanlegt
að fólk hafi þurft að láta frá sér gælu-
dýr vegna þess að þau eru ekki leyfð
í íbúðunum.
„Að banna gæludýr eins og hunda
og ketti í félagslegu húsnæði borgar-
innar er ómanneskjulegt og ástæðu-
laust.“ – khn
Leyfi gæludýr í
borgaríbúðum
ORKuVEitAn Bjarni Már Júlíusson,
sem rekinn var í gær sem fram-
kvæmdastjóri Orku náttúrunnar,
dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur,
fyrir óviðeigandi hegðun, fær laun í
sex mánuði.
Samkvæmt ársreikningi Orku-
veitu Reykjavíkur (OR) nema mán-
aðarlaun framkvæmdastjóra þriggja
dótturfélaga rúmum 2,4 milljónum á
mánuði. Áætla má að kostnaður OR
vegna starfslokanna nemi 14,6 millj-
ónum króna.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi OR, staðfestir að Bjarni Már sé
með sex mánaða uppsagnarfrest en
líkt og Fréttablaðið greindi frá í fyrra
hafði forveri hans í starfi níu mánaða
uppsagnarfrest.
Undanfari starfsloka
Bjarna Más var Facebook-
færsla frá Einari Bárðar-
syni þar sem hann talaði
um framkvæmdastjóra
stórfyrirtækis sem „sendi
klámfengna tölvupósta
á kven-undirmenn
sína á laugardags-
kvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur,
pempíur, grýlur, segi að konur geti
blikkað sig upp í launum og í opnu
starfsrými fyrir framan samstarfsfólk
að ein þeirra gangi ekki út vegna þess
að hún sú sé bara alls ekki nógu gröð.“
Síðar kom í ljós að framkvæmda-
stjórinn var Bjarni Már og að færslan
hafði birst eftir fund Einars með for-
stjóra OR, Bjarna Bjarnasyni. Eigin-
kona Einars, Áslaug Thelma Einars-
dóttir, er fyrrverandi forstöðumaður
einstaklingsmarkaðs hjá ON.
Af færslu Einars að dæma virðast
þau upplifa það sem svo að Áslaugu
hafi verið sagt upp eftir að hafa ítrek-
að kvartað undan Bjarna Má. Ekki
náðist í Áslaugu Thelmu. Einar segir
að þau muni ekki tjá sig í bili.
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR,
segir að sér hafi brugðið er hann
fékk póst frá Einari á þriðju-
dag með upplýsingum um
ósæmilega framkomu
Bjarna Más. Hann hafi
óskað eftir fundi með
hjónunum á mið-
vikudagsmorgun.
Byggt á því sem
þar kom fram hafi
hann svo boðað
til stjórnarfundar eftir hádegi á mið-
vikudag þar sem niðurstaðan varð að
láta Bjarna Má fara.
Hann vísar því á bug að hafa tekið
erindi Einars fálega.
„Mér var mjög brugðið að sjá póst-
inn frá Einari, hann var þess eðlis. Á
fundi okkar var það alveg skýrt að ég
sagði þeim að ég gæfi engan afslátt af
þeirri kröfu að stjórnendur í Orku-
veitunni kæmu alltaf fram af virðingu
við sitt fólk. Ég sagði líka að það væri
ekki á minni hendi að ákveða hvað
gerðist. Ég myndi leggja þetta fyrir
stjórn sem ég gerði eftir hádegi sam-
dægurs. Ég brást við tafarlaust.“
Bjarni Már vildi ekki ræða við
Fréttablaðið en vísaði í samtöl sín
við aðra miðla. Þar sagðist hann hafa
gert mistök en ekki vera „dónakall“.
mikael@frettabladid.is
Rekinn með skömm en
fær laun í sex mánuði
Einar bárðarson
opnaði á málið
með Facebook-
færslu á mið-
vikudag.
bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku
náttúrunnar fyrir óviðeigandi framkomu í garð samstarfsfólks. Mynd/gusk EhF.
Framkvæmdastjóri Orku
náttúrunnar rekinn
fyrir óviðeigandi hegðun
gagnvart samstarfsfólki.
Forstjóra Orkuveitu
Reykjavíkur brugðið.
Segist hafa brugðist tafar-
laust við eftir að Einar
Bárðarson sendi honum
sláandi póst.
Mér var brugðið.
Bjarni
Bjarnason, for-
stjóri Orkuveitu
Reykjavíkur
MEnninG Vísindamenn við Bord-
eaux-háskóla í Frakklandi telja sig
hafa fundið elstu teikningu heims.
Teikningin, eða að minnsta kosti
hluti hennar, fannst á steini í Suð-
ur-Afríku og einkennist af krossa-
mynstri. Teikningin er talin vera í
kringum 73 þúsund ára gömul.
Vísindamönnunum hefur ekki
tekist að ráða í merkingu línanna,
en þær virðast tilheyra stærri teikn-
ingu.
Undanfarin sjö ár hafa vísinda-
mennirnir freistað þess að greina
uppruna steinsins en hann fannst
þegar fornleifafræðingar rannsök-
uðu ævaforna örvarodda í helli um
300 kílómetra austur af Höfðaborg.
„Þetta er elsta teikning mann-
kynssögunnar,“ segir Francesco
d’Erruco, einn rannsakenda. Þar
til nú hafa fornleifafræðingar talið
að elstu teikningar mannskepn-
unnar sé að finna í hellum á Spáni
og í Indónesíu. Þær teikningar eru
aðeins 40 þúsund ára gamlar. – khn
Elsta teikning sögunnar fundin
Ekki hefur tekist að ráða í merkingu 73 þúsund ára teikningar. Mynd/naturE
1 4 . s E p t E M B E R 2 0 1 8 F Ö s t u D A G u R2 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
4
-E
F
C
0
2
0
D
4
-E
E
8
4
2
0
D
4
-E
D
4
8
2
0
D
4
-E
C
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K