Fréttablaðið - 14.09.2018, Side 6
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum.
Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ÖFLUG LAUSN
VIÐ HÁLSBÓLGU!
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
Strefen-sprey-Lyfja-5x10.indd 1 23/08/2018 10:54
ALÞINGI „Efnahagsuppbygging
síðustu ára hefur skilað miklum
árangri. Afgangur af viðskipta-
jöfnuði og af afkomu hins opinbera
endur speglast í auknum þjóðhags-
legum sparnaði en auk þess sem
skuldir ríkissjóðs hafa verið lækkað-
ar hafa háar fjárhæðir verið greiddar
inn á lífeyrisskuldbindingar,“ sagði
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra sem mælti fyrir fjárlagafrum-
varpi næsta árs á Alþingi í gær.
Bjarni sagði til mikils að vinna
með því að styrkja félagslegan og
efnahagslegan stöðugleika.
Þorsteinn Víglundsson, varafor-
maður Viðreisnar, sagði alla skatt-
stofna vera í hápunkti.
„Það er ekki sérstaklega merki-
legur árangur í íslensku sveiflunni
að skila ríkissjóði með afgangi á
þessum tímapunkti. Það er hins
vegar alveg sérstaklega merkilegur
árangur að ná að eyða öllum þeim
peningum,“ sagði Þorsteinn sem
spurði hvaða skatta ætti að hækka
vegna 200 milljarða útgjaldaaukn-
ingar á næstu fimm árum.
Ráðherra sagðist ekki vera að
huga að neinum skattahækkunum.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði að
svigrúm til að bæta kjör hinna lægst
launuðu væri ekki verið að nýta.
„Við þurfum að fá nýja ríkisstjórn
sem er með sanngjarnari forgangs-
röðun, sem forgangsraðar í þágu
venjulegs fólks í þessu landi. Þessi
ríkisstjórn staðfestir með þessu
frumvarpi að hún er ekki að gera
það.“
Fyrstu umræðu um fjárlaga-
frumvarpið lýkur í dag en þá munu
fagráðherrar taka þátt í umræðum
um einstaka málaflokka. – sar
Ekki merkilegur árangur að skila afgangi
Þorsteinn Víglundsson sagði alla skattstofna í hápunkti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
DómsmáL „Ég vænti þess að þessi
dómur verði þannig saminn að hann
sendi skilaboð til dómstólanna í
landinu, til ákæruvaldsins og til fram-
tíðarinnar að þetta gerist ekki oftar
í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðal-
steinsson, verjandi Guðjóns Skarp-
héðinssonar, við munnlegan mál-
flutning í Hæstarétti í gær.
Mörg þung orð féllu í þessum lang-
þráða málflutningi í Guðmundar- og
Geirfinnsmálum fyrir Hæstarétti
sem hófst í gær. Málið er nú flutt
fyrir réttinum í annað sinn, eftir að
endurupptökunefnd féllst á endur-
upptökubeiðnir fimm af sex dóm-
felldu í málinu.
Verjendur Kristjáns Viðars Júlíus-
sonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og
Sævars Marinós Ciesielski fluttu mál
sinna skjólstæðinga í gær. Byggðu
verjendur og reyndar saksóknari
einnig á því að játningar sakborn-
inga hefðu verið fengnar fram með
ólögmætum hætti og löng einangr-
unarvist leiki þar stærsta hlutverkið.
Davíð Þór Björgvinsson saksóknari,
sem fer fram á sýknu allra dómfelldu,
komst þannig að orði að sterkar vís-
bendingar væru um að gæsluvarð-
haldi og einangrun hefði beinlínis
verði beitt til að brjóta niður mót-
stöðu sakborninga og knýja játningar
fram.
Þá hefði sakborningum verið refs-
að í einangrunarvistinni þegar þeir
reyndu að draga játningar til baka og
umbunað þegar þeir drógust inn á
þær aftur. Þetta komi með óyggjandi
hætti í ljós þegar lögregluskýrslur séu
metnar með hliðsjón af dagbók Síðu-
múlafangelsis sem lögð hefur verið
fram í málinu. „Þessar játningar urðu
til við algjörlega óforsvaranlegar
rannsóknaraðferðir, sem virtust alls
ekki hafa það að markmiði að finna
sannleikann heldur að laga þær að
einhverri kenningu rannsóknarað-
ila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson,
verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar,
í sinni ræðu.
Eftir að hafa fjallað um málsmeð-
ferð lögreglu, ákæruvalds og dóm-
stóla og brot á helstu réttindum
sakaðra manna, brýndi Ragnar
réttinn til að sýna áræðni.
„Ég geri mér grein fyrir því, virðu-
legi Hæstiréttur, að þetta geti verið
erfitt fyrir dómarana, af því að nú
erum við að fjalla um dóm sem
þessi sami dómstóll kvað upp árið
1980 og erum óbeint að fjalla um
synjun hans á endurupptöku árið
1997 og einn af dómurum sem tóku
þátt í þeirri synjun er enn dómari
við réttinn. Ég geri mér grein fyrir
því að það þarf áræðni til að fjalla
um þetta mál svo viðunandi sé,“
sagði Ragnar. Hann fer fram á að
Guðjón verði lýstur saklaus í for-
sendum nýs dóms enda liggi fyrir
að fyrri játningar hans séu falskar
og ekkert að marka þær.
Enginn dómfelldu var viðstaddur
málflutninginn í gær, nema Erla
Bolladóttir. Henni var synjað um
endurupptöku síðastliðinn vetur.
Málflutningi verður framhaldið í
dag og munu verjendur Tryggva
Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn
Skaftasonar flytja sínar ræður fyrir
Hæstarétti.
adalheidur@frettabladid.is
Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar
Verjendur sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum við upphaf munnlegs málflutnings í Hæstarétti í gær. Málið heldur áfram í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Munnlegur málflutning-
ur hófst í Guðmundar-
og Geirfinnsmálum í gær.
Enginn dómfelldu var
viðstaddur nema Erla.
Verjendur brýndu dóm-
ara til að leiðrétta mistök
Hæstaréttar í málinu.
Ég geri mér grein
fyrir því, virðulegi
Hæstiréttur, að þetta geti
verið erfitt fyrir dómarana.
Ragnar Aðalsteinsson verjandi
Það er mikið
velferðarmál fyrir
réttarríkið á Íslandi að
þetta verði, þótt seint sé,
leiðrétt nú.
Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð
1
4
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
5
-1
7
4
0
2
0
D
5
-1
6
0
4
2
0
D
5
-1
4
C
8
2
0
D
5
-1
3
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
3
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K